Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 6
6 - LAV GARDAGVR 13. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simar auglýs/ngade/ldar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 55i 6270 (REYKJAVÍK) Ríldsstj ómarfomsta í fyrsta lagi Flest bendir til að Samfylkingin fái það mikið kjörfylgi að hún nái því markmiði sínu að verða ákveðið mótvægi við Sjálfstæð- isflokkinn. I því ljósi vekur sérstaka athygli að Halldór As- grímsson lýsir því mjög ákveðið yfir að Framsókn sé ein á miðj- unni í íslenskum stjórnmálunum. Og það vekur jafnvel enn meiri athygli að Halldór skilgreinir miðjustefnu Framsóknar sem „þriðju leiðina", sem sé samstofna þeirri stefnu, sem Tony Blair og breski Verkamannaflokkurinn er að feta. í öðru lagi Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur verið kalkúnalappalaust. Engu að síður er ekki sjálfgefið að það haldi áfram. Halldór Asgrímsson hefur sagt í greinum sín- um hér í Degi að flokkurinn muni ganga óbundinn til kosn- inga og sækist almennt eftir ríkisstjórnarforustu. Þetta ítrekaði hann á opnum fundi í fyrrakvöld. Þessi yfirlýsing vex að vægi vegna þess daðurs sem komið hefur úr herbúðum Samfylking- arinnar um að Framsókn gæti hugsanlega leitt nýja vinstri- stjórn. Það er óneitanlega komin kosningaspenna í stjórnar- samstarfið. í þriðja lagi En jafnframt hefur Halldór Ásgrímsson bent á varðandi ríkis- stjórnarforustu flokksins að mikilvægt sé að Framsókn komi vel út úr kosningum. Skilaboðin eru skýr: vilji menn nýja vinstristjórn, eiga þeir að kjósa Framsókn. En um leið og for- maður Framsóknarflokksins hefur með þessu aðgreint sig frá samstarfsflokknum, liggur fyrir að vilji menn ekki beinlínis meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, sé líka vænlegast að kjósa Framsókn. Þannig mætti framlengja núverandi samstarf. Vissulega snjöll herstjórnarlist í upphafi kosningabaráttu. „En gömul útslitin gáta þó, úr gleðinni dró,“ segir í kvæðinu. Þýð- ir þetta að Framsókn muni gefa frá sér ríkisstjórnarforustu eða ríkisstjórnarsetu ef hún kemur ekki vel út úr kosningum? Birgir Guðmundsson. „Þiuigamiðjan - það er ég!“ Garri er massífur miðjumaður, hefur verið það frá vöggu og verður ugglaust alla Ieið fram á grafarbakkann, fram af hon- um og áfram sem leið liggur niður og í norðurátt. Þannig er Garri miðbarn foreldra sinna og spilaði sem miðjumaður í handbolta og miðvallarleik- maður í fótbolta í æsku. Að sjálfsögðu býr Garri í miðbæn- um, styður mið- Iægan gagna- grunn og raunar miðsækna starf- semi hvurskonar. Og auðvitað er Garri miðjumað- ur í pólitík og þarf varla fram að taka. Miðjumoðið er sem sé Garra ær og kýr á öllum svið- um. Miðja er allt sem þarf Það gladdi því hið miðlæga hjarta Garra þegar miðjuleið- toginn mesti, Halldór Ás- grímsson, stóð upp á fundi í vikunni og flutti landslýð þann heilaga boðskap að miðjan væri nafli alheimsins í fs- Ienskri póltitfk. „Miðjan er í Framsóknarflokknum og þungamiðjan, það er ég,“ sagði Halldór, eða eitthvað í þá veru. Og hann hafnaði öllum öðr- um leiðum, (minntist reyndar ekki á „hina leiðina“ sem var leðinlegt), og hóf að tala eins og forstjóri viðhaldsdeildar vegagerðarinnar: „Vinstri leið- in er ófær og ónýt (minnir sem sé á veginn um Tjörnes - at- hugasemd Garra) og hægri Ieiðin er ófær líka. Eina Ieiðin sem er fær og án hindrana er leiðin fram miðjuna," sagði Halldór og mæli hann miðju- manna heilastur og Garri get- ur tekið undir hvert orð leið- toga síns. Miðju-ísland, óskaland- ið... Boðskapurinn er sem sé sá að þeir sem kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og Samfylkinguna eru á leið út í ófærð og ógöng- ur og þurfa helst að eiga jeppa (sem flestir kjós- endur Sjálfstæðis- flokksins munu reyndar eiga að sögn). Þeir sem hinsvegar vilja bruna áfram veg- inn á rennisléttu pólitísku malbiki eiga að kjósa Framsóknarflokk- inn. Það sem vakti svo kannski mesta at- hygli í ræðu Halldórs var það að hann lýsti því yfir að und- anfarið kjörtímabil hefði verið fylgt miðjustefnu í stjórn landsins. Sem þýðir annað tveggja, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé orðinn miðjuflokkur (og því þá ekki að kjósa hann til jafns við framsókn?) eða hitt að Framsókknarflokkurinn hafi ráðið stjórnastefnunni og Davíð og aðrir hægri menn i ríkisstjórn hafi Iátið Halldór teyma sig bljúga og meðfæri- lega fram miðjuna. Með öðrum orðum, Halldór er búinn að breyta Sjálfstæðis- flokknum í miðjuflokk. Og því hlýtur krafan að vera sú að Halldór myndi ríkisstjóm með Samfylkingunni eftir kosning- ar í því skyni að gera hana líka að miðjuflokki. Takist það þá eru aliir flokkar á Islandi orðn- ir miðjuflokkar og sæluríki miðjumoðsins heldur innreið sína í nafla alheimsins. GARRI ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Stóð af sér stormtnn seminnar. Sem er auðvitað enn ein sönnun þess að hatur er Aðför repúblíkana í bandaríska þinginu að Bill Clinton, forseta, er lokið með fyrirsjáanlegum ósi- gri þeirra manna sem beitt hafa öllum brögðum til að klekkja á forsetanum í nokkur ár - allt að sjálfsögðu á kostnað bandarískra skattborgara. Niðurstaðan er ömurleg fyrir repúblíkana. Þótt þeim hafi tek- ist að halda flokksaga í fulltrúa- deild bandaríska þingsins brást flótti á liðið í öldungadeildinni. Nokkrir stjórnarandstæðingar gátu ekki þegar til kastanna kom fengið sig til að greiða atkvæði með því að reka forseta mesta stórveldis heimsins úr embætti fyrir það eitt að ljúga til um framhjáhald. Pólitískt hatur Það var auðvitað aldrei í spilun- um að nægilegur meirihluti yrði í öldungadeildinni til að reka Clinton frá völdum. Að því leyti til var allur málatilbúnaður repúblíkana sýndarmennska og flokkspólitískt gjörningaveður sem aldrei gat endað nema á einn veg. En pólitískt hat- ur forystumanna repúblíkana á for- setanum var svo mikið að hinir hóf- samari í þeirra röð- um fengu engu ráðið. Ofgamenn- irnir tóku völdin og ágerðust í ofsa sín- um við hvern ósig- ur. Helsti foringi þeirra undanfarin ár, Newt Gingrich, varð fyrstur til að falla á það sverð sem hann hafði átt svo mikinn þátt í að reisa gegn for- setanum. Eftirmaður hans sem leiðtogi repúblíkana í bandaríska þinginu fór sömu leið. Álit repúblíkana meðal þjóðarinnar hrapaði. Ekkert af þessu fékk öfgamennina til að sjá Ijós skyn- alltaf slæmur leiðsögumaður í stjórnmálum eins og í lífinu yfir- leitt. Óttast hefndir Forystumenn repúblíkana, sem hafa sótt að forsetanum, fjöl- skyldu hans, nánustu vinum og ráðgjöfum af algjöru miskunnar- leysi í nokkur ár, óttast nú einna mest að demókratar fari að svara fyrir sig. Þeir óttast sem sagt hefnd í næstu þingkosningum, en þá munu ýmsir öfgafyllstu leiðtogar repúblíkana Ieita end- urkjörs. Auðvitað er Ijóst að demókrat- ar, og Clinton forseti sérstaklega, munu leggja kapp á að nýta sér þann mikla b)T sem þeir hafa í almenningsálitinu til að endur- heimta meirihlutann á banda- ríska þinginu í næstu kosning- um. Hins vegar er hjákátlegt að heyra þá Ieiðtoga repúblíkana, sem gengið hafa fram gegn Clinton af mestu hatri árum saman, væla undan væntanlegri sókn demókrata í harðri kosn- ingabaráttu. Það er ekki mikill mannsbragur af slíku háttarlagi, enda kannski ekki við því að bú- ast. -Vagur SDuS svarad Hverjir verða um helgitia bikarmeistararkarla og hvenna í handknattleih? (í karlaflohki keppa FH og Aftur- elding en í kvennaflokki Fram og Haukar) Ragnheiður Elíti Clausen sjónvarpsþula. „I kvennaflokki eru það náttúr- lega Framarar. Þeir eru bestir, fyrir náttúrlega utan Valsara, sem er mitt lið af því ég var í skóla í Hlíðunum þegar ég var stelpa. I karlaflokki eru það FH-ingar og það segi ég vegna þess að ég neyðist til að halda með FH úr því Garðabæjarliðið Stjarnan er ekki á Ieikvellinum, en með Stjörnunni held ég þar sem ég er úr Garðabæ. Síðan hef ég náttúr- Iega líka tröllatrú á FH.“ Atli Hilmarsson „I kvennaflokki held ég að Fram vinni þetta, þó það sé nú hálft í hvoru óskhyggja hjá mér til handa míns gamla félags. Það sama má eiginlega segja Iíka um FH. Til þess félags hef ég miklar taugar eftir að hafa spilað með því um tveggja ára skeið og þar eru margir leikmenn sem ég spilaði með og þekki vel. En samt sem áður held ég að raunhæft mat þar sé að Afturelding vinni." Margrét Frímannsdóttir formaðurAlþýðubandalagsins. „I kvennafloltki ætla ég að veðja á Hauka, ég hef dálæti á því liði. Eg fór að fylgjast með karlaliði Hauka þegar Þorvarður Tjörvi Ólafsson spilaði með þeim, en hann var um tíma formaður Verð- andi - samtaka ungs alþýðu- bandalagsfólks. Er auk þess frá- bær handboltamaður. Eg yfirfæri þennan áhuga minn á Haukum bæði á karla- og kvennaflokka. I karlaflokki veðja ég á Aftureld- ingu, strákar frá Selfossi hafa ver- ið að spila með því liði. Svo smit- ar út frá sér áhugi sonar míns, Ara Klængs, sem heldur með Mosfellsbæjarliðinu. En reyndar hefði ég viljað sjá sunnlenskt lið í þessum úrslitum, það kemur seinna." Sigurjón Bjamason þjálfari. „Á Aftureldingu ætla ég að veðja í karlaflokki. Eg þekki til þess fé- íags eftir að hafa Ieikið með því f einn vetur, og veit að þar ríkir mikið titlahungur og að menn gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. í kvennaflokki tippa ég á Ifauka. Það er sterkt lið sem þekkir líka þessa stöðu; að vera í úrslitaleikjum og kunna þar með á þetta spennustig sem svona leikjum fylgir. Haukastúlkur hafa líka verið á uppleið í allan vetur.“ þjálfari KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.