Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 19 9.9 FRÉTTASKÝRING Fæðmgarorlofið VI LÓA ALDÍSAR- DÓTTIR SKRIFAR Sama hvaða stjóm kemst til valda á næsta kjörtímabili þá má búast við að fæð- ingarorlof verði lengt í 12 mánuði og feðr- um tryggður sjálfstæð- ur réttur. Fæðingarorlof verður lengt í 12 mánuði og körlum tryggður réttur til feðraorlofs, ef marka má yfir- lýsingar fulltrúa flokkanna fjög- urra sem boðaðir voru á kosn- ingafund Karlanefndar Jafnréttis- ráðs í ráðhúsinu á fimmtudags- kvöld. Fundurinn var sá fyrsti í yfirvofandi kosningabaráttu og töldu fulltrúar allra flokka, nema Frjálslynda flokksins sem ekki hafði verið boðaður á fundinn, að þetta væri „tímamótafundur" þar sem jafnréttisumræðan hefði hingað til snúist um sjónarmið kvenna en nú skyldu málin skoð- uð út frá sjónarmiði karla. Ef kjarninn er veiddur frá hisminu í máli fulltrúanna var Ijóst að allir hyggjast þeir beita sér fyrir íjölskylduvænna samfé- lagi, með mismunandi áherslum þó og fjármögnunarleiðum. FuII- trúi Vinstri hreyfingar-græns framboðs var sá eini sem hafði þann fyrirvara á að fæðingarorlof- ið yrði ekki lengt á einu kjörtíma- bili - hins vegar yrði fyrsta skrefið tekið á næsta kjörtímabili verði flokkurinn í aðstöðu til að hafa áhrif þar á... Prjáx spumingax Karlanefndin blés til þessa kapp- ræðufundar til að fá fram skoðan- ir flokkanna á stöðu karla í sam- félaginu en sérstaklega þó til að fá fram skýra afstöðu þeirra til eftirfarandi atriða: 1) Tillagna Karlanefndar um breytingar á lögum um fæðing- arorlof: Tillögurnar fela það í sér að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði, fjórir mánuðir verði bundnir föður, fjórir bundnir móður en fjórum geti foreldrar skipt eftir hentugleikum. Auk þess að foreldrar geti dreift orlofinu, þ.e. ráðið þvi hvenær orlofið er tekið innan tveggja ára frá fæð- ingu barns. Tekjuskerðing í fæð- ingarorlofi verði að vera svo lítil að hún standi ekki í vegi fyrir töku þess, þ.e. að orlofiðfari ekki niður fyrir 90% aflaunum. í dag erfæð- ingarorlof 26 vikur auk tveggja vtkna feðraorlofs. 2) Aukinna möguleika beggja kynja til að samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. 3) Bættra möguleika barna til að umgangast báða foreldra sína eftir skilnað. Til að svara þessu voru mætt, Arni M. Mathiesen (Sjálfstæðis- flokkur), Hjálmar Arnason (Framsóknarflokkur), Rannveig Guðmundsdóttir (Samfylkingu) og Svanhildur Kaaber (Vinstri hreyfingirt-grænt framboð). Túnamótahugmynd: Hugar- farsbreyting Árni M. Mathiesen sagði að í stefnu Sjálfstæðisflokksins giltu sömu reglur um bæði kynin, meginstefna flokksins væri frelsi og sjálfstæði einstaklinganna í orði og verki og slík stefna sé jafnréttisstefna í reynd. „Að kon- ur og karlar hafi lagalega, efna- hagslega og félagslegar forsendur til ákvarðanatöku um sitt eigið líf.“ Framlag Árna til þess hvern- ig koma ætti þessari stefnu í framkvæmd var að leggja til að varanlegar lausnir yrðu fundnar, lausnir sem fælust í því að í sam- félaginu verði „viðhorfsbreyting í umræðunni um stöðu kynjanna." Ekki skýrði hann nákvæmlega í hverju viðhorfsbreytingin skyldi felast en lagði skýra áherslu á að ríkisvaldið ætti ekki, nema í nauðirnar ræki, að fjármagna lengingu fæðingarorlofs - til þess væru aðilar vinnumarkaðarins mun betur fallnir. Markaðslausn- ir í stað ríkissjóðslausna. Það hef- ur verið stefna Sjálfstæðisflokks- ins frá 1996 að „almennur og raunhæfur réttur karla til töku sjáifstæðs fæðingarorlofs" væri grundvallaratriði jafnréttis á vinnumarkaði. Það væru hins vegar aðilar vinnumarkaðarins sem ættu að hafa frumkvæði að raunhæfu fæðingarorlofi karla og virtist hann telja að um þetta mætti semja í kjarasamningum. Þeirri spurningu var varpað til stjórnarþingmannanna, Árna og Hjálmars, hvar þeir hefðu verið síðustu íjögur árin, í ljósi þess hversu áfram þeim var um leng- ingu fæðingarorlofs og feðraor- lofs. Árni benti á lög um sameig- inlega forsjá sem sett voru á yfir- standandi kjörtímabili og sagði jafnréttisstefnu flokksins einnig birtast í frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni um breytingar á jafnréttislögum. Hann sagði „miklar breytingar" felast í þessu frumvarpi: í fyrsta lagi væri lögð meiri áhersla á þátt karla í jafnréttisumræðunni, í öðru lagi að í frumvarpinu er gert ráð fyrir viðhorfsbreytingu gagn- vart körlum, f þriðja lagi áhersla sem lögð er á grasrótarstarf og tengsl hins opinbera við grasrót- ina. Síðast en ekki síst væri sú ráðstöfun sem fælist í frumvarp- inu að Skrifstofa jafnréttismála verði gerð að sjálfstæðri stofnun með skilgreind verkefni. Árni Mathiesen telur vinnumarkað- inn færari um að finna „betri og ódýrari" lausn til að fjármagna leng- ingu fæðingarorlofs heldur en ríkis- valdið. Tryggja kurlum rétt Sem fulltrúi Framsóknarflokks svaraði Hjálmar Árnason öllum spurningum játandi. „Já, ég styð hugmyndir um lengt fæðinarorlof og fæðingarorlof fjölskyldu. Já, ég styð að fjölskyldur geti verið meira saman. Já, ég styð að feður hafi jafnan umgengnisrétt við börn sín eftir skilnað." Hjálmar taldi þó að karlmenn gætu aldrei skilið þau sterku tengsl sem hann sagði myndast milli konu og barns sem hún hef- ur fætt. „Hins vegar má líka spyr- ja hvort konan geti nokkru sinni afsalað sér þeirri tilfinningu. Eru það sjálfsögð réttindi sem aldrei geta verið af henni tekið? Sé svar- ið við þeirri spurningu neitandi, þ.e.a.s. að konur telji sig af nátt- úrulegum ástæðum eiga frekari rétt til að umgangast barnið þá má segja að jafnrétti milli kynja verði í raun aldrei komið á.“ Hjálmar ræddi nokkuð um neysluþjóðfélagið og það hvernig uppeldishlutverkinu hefði verið varpað yfir á skóla, íþróttafélög og Rannveig Guðmundsdóttir telur hækkun tryggingargjalds og endur- skoðun fjármagnstekjuskatts geta fjármagnað lengingu fæðingarorlofs, sem kosti um 2 milljarða fyrsta árið. önnur félagasamtök og taldi gild- ismat fólks hafa íjarlægst börnin. Hann Iýsti yfir stuðningi við leng- ingu fæðingarorlofs, og því að foreldrar geti skipt því með sér. „Ekki eingöngu vegna réttinda barnanna heldur ekki síður út frá jafnrétti beggja kynja. Ef kona, eða karl, er 12 mánuði í fæðing- arorlofi frá vinnustað með þeim hraða og þeirri öru þróun sem á sér stað á vinnumarkaði í dag þá segir sig sjálft að staða þess ein- staklings til þess að koma aftur inn á vinnumarkaðinn veikist." Eftirbátar Norðurlandaiuia Launa- og kjarajafnrétti, þar með talið fæðingarorlof, er undirstaða jafnréttis karla og kvenna segir Rannveig Guðmundsdóttir. Hún bendir á að við Islendingar séum verulegir eftirbátar annarra Norðurlanda í þessum málum. „Hér á landi er fæðingarorlof rúmlega helmingur af því sem lakast er á hinum Norðurlöndun- ....................... -I-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.