Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L Máltnu vart loldð þrátt fyrir sýknudóm Clinton forseti Bandaríkjanna: Repúblikanar tækju það vægast sagt óstinnt upp efhann færi að hrósa sigri. Viðbrögð Clmtons við úrskurði öldimga- deildarinnar gætu skipt sköpum. Nánast öruggt þótti í gær að Clinton forseti yrði sýknaður af ákæru um meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar, þegar öldungadeild Bandaríkj- anna gekk til atkvæða um það. Hins vegar er fjarri því að and- stæðingar hans hafi fyrirgefið honum. Ljóst er að málaferlin hafa sett sitt mark á Clinton. Hans verður þegar frá líður fyrst og fremst minnst vegna réttarhaldanna, miklu fremur en vegna afreka sinna í embætti. Og þótt Clinton beri sig vel, þá er nánum sam- starfsmönnum hans Ijóst að hann á afar erfitt með að horfast í augu við það sem gerst hefur. Og það á jafnvel eftir að versna þegar frá líður og hann fær meira tóm til að hugsa málin. Heldur Starr áfram? En þótt Clinton hafi sloppið eft- ir atvikum mjög vel frá atkvæða- greiðslunni í gær, þá þýðir það ekki að Lewinsky-málinu sé lok- ið. Meðal annars hefur Kenneth Starr, sérskipaður saksóknari í málinu, verið að skoða mögu- leika á því að kæra Clinton fyrir almennum dómstól. Þótt almennur dómstóll geti ekki vikið forseta úr embætti, þá gæti þeim málaferlum hæglega lokið með sakfellingu íyrir mein- særi eða a.m.k. fyrir að hafa mis- notað aðstöðu sína í forsetaemb- ættinu til að hindra rannsókn á Lewinsky-málinu. A hinn bóginn er samkvæmt fréttum verið að undirbúa rann- sókn á hendur Starr í bandaríska dómsmálaráðuneytinu, en hann er sakaður um að hafa beitt óeðlilegum aðferðum við rann- sókn sína á Lewinsky-málinu. Þá má búast við að Monica Lewinsky, Linda Tripp og fleiri sem málinu tengjast eigi eftir að tjá sig í viðtölum og halda mál- inu þannig áfram í kastljósi Qöl- miðlanna. Clinton sagður í hefndarhug Talsmenn Hvíta hússins báru í gær til baka fréttir um að Clint- on hyggist hefna sín á ákærend- um sfnum með því að beijast með öllum ráðum gegn því að Repúblikanarnir 13, sem stjórn- uðu málarekstrinum á hendur honum, nái endurkjöri í þing- kosningunum árið 2000. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði á fimmtudag frá sögusögnum þess eðlis að Clinton sé í hefndarhug gagn- vart þinginu, og þá einkum gagnvart Repúblikönum í dóms- málanefnd fulltrúadeildarinnar. Repúblikanar brugðust ókvæða við þessum fréttum, og sögðu það dæmalausan hroka í forsetanum ef satt væri að hann væri fullur hefndarhugar gagn- vart ákærendum sínum. Honum væri nær að iðrast í raun gerða sinna, sem Ieitt hefðu til þeirrar sorglegu stöðu sem nú væri komin upp. Það væri sjálfsagt afar óskyn- samlegt ef Clinton hæfi herferð gegn andstæðingum sínum. Það myndi áreiðanlega draga úr möguleikum hans til þess að koma helstu áhugamálum sín- um, svo sem frumvörpum um al- mannatryggingar og Iífeyris- sparnað, gegnum þingið, þar sem Repúblikanar eru í meiri- hluta. Það skiptir miklu fyrir Clinton að koma þessum málum í gegn, ef hann á að ljúka emb- ættisferli sínum með lágmarks reisn. Sömuleiðis Ieggur Clinton alla áherslu á að Demókratar vinni aftur meirihluta í fulltrúadeild- inni í kosningunum árið 2000. Svo virðist sem hann telji það nauðsynlegan endapunkt á valdaferli sínum, ásamt því að A1 Gore varaforseti nái kosningu sem eftirmaður hans á forseta- stóli. — GB SUlHriiii miíi !0T1 ifl 1 Lnul JU 1 1 HEIMURINN Pólland í NATO 12. mars POLLAND - Geremek, utanríkisráðherra Póllands, skýrði frá því í fyrrakvöld að Pólland myndi ganga formlega í NATO þann 12. mars næstkomandi. Fyrir um tveimur vikum barst Pólverjum formlegt boð um aðild frá Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, og þann 12. mars verður staðfestingarskjal þess efnis undirritað í Washington. Geremek sagði að með aðild Póllands að NATO væri seinni heim- styrjöldinni og afleiðingum hennar loks lokið, hvað Pólland varðar. Framleiðendur skotvopna skaðabótaskyldir BANDARÍKIN - AlríkisdómstóII í New York komst á fimmtudag að þeirri niðurstöðu að byssuframleiðendum bæri að greiða skaðabætur vegna afleiðinga ofbeldis, þar sem skotvopnum hefur verið beitt. 25 fyrirtæki voru dæmd sek um vanrækslu í markaðssetningu og dreif- ingu skotvopna sem gert hefur það að verkum að framleiðslan hefur borist til ríkja í Bandaríkjunum þar sem strangar reglur um meðferð skotvopna eru í gildi, þar á meðal til New York. Talið er að andstæð- ingar skotvopna víða í Bandaríkjunum muni notfæra sér fordæmis- gildi þessa dóms til þess að draga skotvopnaframleiðendur til ábyrgð- ar, líkt og gert hefur verið gagnvart tóbaksframleiðendum. Ferjuslys í Brasilíu varð 30 mauus ad baua BRASILIA - Ferja með um 150 farþegum sökk á fljótinu Madeira í norðurhluta Brasilíu. Um 120 farþegar komust lífs af, en talið er að um 30 manns hafi farist. Grunur leikur á að ferjan hafi verið ofhlað- * Askriftarsíminn er o o 00 7080 TJía^nr □□ | DOLSV | CcrsArbíé DIGIXAL SOUND SYSTEIVI Sýnd kl. 9 og 11.15 MhIan Sýnd um helgina kl.13 1111111111111111111 i 1111111 m m rn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.