Dagur - 13.02.1999, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - 21
l^Uf-
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Fortíðin og skáldskapurinn
sögunum á ensku.
Robert Kellogg rítar
innganginn að sögun-
um. Hann erprófessor
á eftirlaunum frá Virg-
inia háskóla íBanda-
ríkjunum en kennirnú
við enskudeildHá-
skóla íslands.
höfundurinn sé kominn inná
svið kvenna."
Kristið fólk liafnaði ekki
heiðninni
Robert nefnir söguna af því þeg-
ar Oðinn stal skáldskaparmiðin-
um af Gunnlöðu, með
„Ég fékk áhuga á íslenskum
bókmenntum þegar ég var við
doktorsnám í Harvard. Þá var
mikil umræða um tengsl munn-
legrar hefðar við skrifaða. Þegar
ég var svo kallaður í herinn
ákvað ég að rannsaka Eddu-
kvæðin til þess að eyða ekki
tíma mínum í hernum til
einskis. Þá komst ég að því að
þau voru byggð upp af samskon-
ar formúlum og eru í kviðum
Hómers," segir Robert.
Robert kom fyrst hingað til
lands árið 1956. Hann talar
reiprennandi íslensku og hefur
skrifað um íslenskar bækur í er-
lend tímarit. Hann hefur þýtt
Harðarsögu á ensku og er ekki
sáttur við hvernig tiltillinn á sög-
unum breytist í meðförum út-
gefanda. „Harðarsaga verður til
dæmis The Story of Hord.
Nafnið Hörður er mjög algengt,
það segir ekki nokkur maður
Hord. A ensku myndi maður
segja The story of Hörður. Ég
skil ekki af hverju sagan má ekld
heita Harðarsaga."
Robert Kellogg hefur dvalið
ásamt konunni sinni í litlu íbúð-
inni þeirra í Þingholtunum á
hvetju sumri undanfarin 12 ár.
Hann segir að kona sín hafi ekki
ennþá brotið þá reglu því hún sé
úti í Virginu. „Ég veit ekki af
hverju ég er svona hrifinn af
þessu landi, ég gæti allt eins ver-
ið í New York eða allt annars
staðar, mér líður bara vel
hérna," segir Robert.
Kvenleg viðhorf í íslendinga-
sðgunum
Robert skrifaði bók fyrir
nokkrum árum sem hann kallaði
The Nature of Narrative, í henni
var kafli um epískar bókmenntir
sem komu úr munnlegri sagna-
hefð. „Margir Islendingar lásu
bókina og þeim líkaði það sem
þar stóð um Islendingasögurnar.
Þegar bókaútgáfan Leifur Ei-
ríksson gaf út íslendingasögurn-
ar á ensku held ég að Vésteinn
Ólafsson hafi komið með þá
lausn að fá einhvern utanað-
komandi til þess að skrifa Inn-
ganginn. Ég held að það hafi
verið gert til þess að forðast átök
hjá Islendingum."
I inngangi sínum útskýrir Ro-
bert þjóðfélagið á söguöld. Það
vakti athygli hans að sögurnar
Bókaforlagið Leifur
Eiríksson undirrítaði
fyrírskömmu samning
við Penguin Press um
útgáfu á íslendinga-
eru skrifaðar eins og skáldsögur
en skáldsagan kom ekki fram á
sjónarsviðið fyrr en á 18. öld.
„Sögurnar fá trúverðugleik þar
sem vitnað er til heimilda. Þetta
er nokkrum sinnum gert í Grett-
issögu, m.a. undir lokin, þar sem
að vitnað er til orða Snorra lög-
manns sem að sagði að
Grettir hafi verið sterkasti
maður sem hann hafi séð. Það
er til handrit af Gunnlaugssögu
Ormstungu þar sem segir að sag-
an sé skrifuð af Ara Þorgilssyni."
Robert segir það hafa vakið at-
hygli sína hve mikill hlutur
kvenna var í Islendingasögunum
og þegar hann hafi skoðað Flat-
eyjarbók hafi hann séð sex heim-
ildir fyrir sögunni af Ólafi
Tryggvasyni. „Það sem vakti at-
hygli mína var að helmingurinn
af þeim voru konur. Þannig að
konurnar voru partur af þessari
munnlegu hefð, þær voru heim-
ildir þeirra sem skráðu sögurnar
niður. Það held ég að sé mjög
áhugavert. Það getur skýrt það
hvers vegna konurnar í Islend-
ingasögunum eru svona merki-
legar, þær eru mjög nálægt því
sem að konur eru í rauninni."
Robert segist hafa haldið fyrir-
lestur fyrir mörgum árum þar
sem hann hafi talað um kven-
höfund Laxdælu. „Það var
brandari hjá mér. Það var gert til
að draga fram að sagan sýnir vel
kvenlegt viðhorf. Ef lýsingar á
Ólafi Pá og Kjartani Ólafssyni
eru skoðaðar kemur í ljós að
þeir eru fallegir og íþrótta-
mannslegir. Ólafur er með gull á
hjálmi sínum og allt eftir því. Ég
held ekki að þetta sé háð. Það er
mikið talað um ástir í Laxdæla-
sögu milli kvenna og karla. Milli
Ólafs og móður hans Melkorku.
Ást Guðrúnar og Kjartans er svo
ástríðufull. Það er eins og að
því að sofa hjá henni og svíkja
hana síðan. Hann nefnir einnig
að seyðkonur hafi þekkt rúnir og
ráðið mönnum örlög. Róbert
nefnir að þegar Þorlákur biskup
hafi farið til náms hafi móðir
hans farið með honum. Karlarn-
ir kenndu honum vissa hluti en
hún kenndi honum annað.
„Þannig eru áhrif kvenna á sög-
urnar. Það er ekki endilega að
þær hafi skrifað þær. Því að
bækurnar voru skrifaðar af
mönnum í Idaustrum."
Robert segist hafa áhuga á því
hvaða not sögurnar höfðu fyrir
þá sem að skrifuðu þær. Hann
nefnir samband Islendinga við
Noregskonunga. Hann segir að
sögurnar gefi í skyn virðingu Is-
lendinga meðal konunganna.
Þeir hafi ekki viljað að kóngur-
inn ríkti yfir þeim á hinn bógin
hafi þeir viljað vera þar sem
menningin var og því dvalist við
hirðina. I einhverjum skilningi
hefur þetta eitthvað að gera með
kirkjuna og kristnun íslendinga.
„Ólafur Tryggvason og Kjartan
eru nánast ástfangnir, þeir bera
svo mikla virðingu hvor fyrir
öðrum. Ég er viss um að það eru
tengsl á milli kristninnar og
fundar Ameríku á sama tíma. Ég
veit ekki hver þau eru en er al-
veg sannfærður um að þau eru
til staðar. Ólafur Tryggvason
sendi Leif Eiríksson út til þess
að snúa föður sínum til kristni.
Hann er svo heppinn að bjarga
fólki sínu á leiðinni, til Græn-
lands. Einn af þeim sem hann
bjargar er Guðríður. Það getur
verið athyglisvert fyrir Kára Stef-
ánsson vegna þess að hennar af-
komendur voru biskupar."
Robert Kellogg minnist á
tengslin við kirkjuna og að
gamla hetjuhefðin hafi lifað
samhliða hugmyndum kristn-
innar um guðsótta. Hann nefnir
að kirkjan hafi haft áhrif í þeim
klaustrum og skólum þar sem
sögurnar hafi verið skrifaðar.
„Islendingar eru öðruvísi en aðr-
ajm LEIKFELAG HL
@£REYKJAVÍKURjg
BORGARLEIKHÚSIÐ
Stóra svið
Pétur Pan
eftir Sir J.M. Barrie
lau. 13/2, kl. 14:00 - uppselt
sun. 14/2, kl. 14:00 - uppselt
iau. 20/2, kl. 14:00 - uppselt
sun. 21/2, kl. 14:00 - uppselt
lau. 27/2, kl. 14:00 - uppselt
sun. 28/2, kl.14;00
- nokkur sæti laus
Stóra svið kl. 20.00
Horft f rá
brúnni
eftir Arthur Miller
3. sýn. lau, 13/2 - rauð kort
4. sýn. fös, 19/2 - blá kort
- örfá sæti laus
5. sýn. fim, 25/2 - gul kort
Stóra svið kl. 20.00
Mávahlátur
eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur
í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar
Sun. 14/2, fim. 18/2
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Stóra svið kl. 20.00
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
fös. 12/2 - uppselt
lau. 20/2 - uppselt
fös. 26/2 - uppselt
sun. 28/2
lau. 6/3 - nokkur sæti laus
Stóra svið kl. 20.00
íslenski
dansflokkurinn
Diving eftir Rui Horta
Flat Space Moving eftir Rui Horta
Kæra Lóló eftir Hlíf
Svavarsdóttur
3. sýning sun. 21/2, rauð kort
4. sýning lau. 27/2, blá kort
Litla svið kl. 20.00
Búa saga
eftir Þór Rögnvaldsson
(kvöld, lau. 13/2,
fös. 19/2
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miöasalan er opin daglega
frá kl. 12 -18 og fram að
sýningu sýningadaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383
ir Skandxnavar. Trúað fólk hafn-
aði ekki heiðninni. Það sýna
Eddurnar tvær með sögunum af
goðunum. Svo virðist sem
Snorri hafi viljað halda hefðinni
við í menntun þjóðarinnar.
Vegna þess að hann hefur talið
að ekki væri hægt að skilja for-
tíðina án þess að skilja skáld-
skapinn, ljóðin, og að kvæðin
væru ekki skilin án þess að
þekkja sögurnar bak við þau.“
-PJESTA
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sýnt á Stóra sviði kl. 20.00
Tveir tvöfaldir
Ray Cooney
í kvöld Id. - uppselt
föd. 19/2 - uppselt
Id. 20/2 - örfá sæti laus
fid. 25/2 - örfá sæti laus
Sólveig
- Ragnar Arnalds
aukasýning - sud. 14/2
ALLRA SlÐASTA SÝNING
Brúðuheimili
- Henrik Ibsen
fid. 18/2 - nokkur sæti laus
sud. 21/2 - nokkur sæti laus
föd. 26/2 - Id. 27/2
Bróðir minn
Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
sud. 14/2, kl. 14:00
- laus sæti v/forfalla
sud. 21/2 kl.14:00 - nokkur sæti laus
sud. 28/2 kl. 14:00 - nokkur sæti laus
Sýnt á Litla sviði kl. 20.00
Abel Snorko
býr einn
Erik-Emmanuel Schmitt
í kvöld Id. - uppselt
á morgun sud. - nokkur sæti laus
föd. 19/2 - örfá sæti laus
Id. 20/2 - fid. 25/2 - Id. 27/2
A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum
inn í salinn eftir að sýning hefst.
Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20.30
Maður í mislitum
sokkum
- Arnmundur Backman
í kvöld Id. - uppselt
á morgun sud., 50. sýning - uppselt
fid. 18/2 - uppselt
föd. 19/2 - upppselt
Id. 20/2 - uppselt
sud. 21/2 - uppselt
föd. 26/2 - uppselt
Id. 27/2 - uppselt
sud. 28/2 - uppselt
fid. 4/3 - föd. 5/3 - Id. 6/3, 60. sýning
sud. 7/3 kl. 15:00.
A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum
inn í salinn eftir að sýning hefst.
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
Mád. 15/2
Disney dásemd og Doris Day.,
Konur fyrr og nú - kvenímynd liðinna
daga. Umsjón: Guðrún Guðmundsd.
Dagskráin hefst 20:30
- húsið opnað 19:30 -
Miðasalan er opin mánud. -
þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud.
13-20. Símapantanir frá kl.10
virka daga.
Sími 551-1200.