Dagur - 13.02.1999, Síða 11

Dagur - 13.02.1999, Síða 11
oih> . x t i\ u m m '4 f » n u rv n v r- 'í f 1 - «V LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - J D^ur_ Matar UMSJÓN: GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR 9 a li <T Rómantísk matargerð Logi Hilmarsson kokkur og félagar á La Primavera gefa hér fjórar uppskriftir að góðum og rómantískum réttum fyrir pör að spreyta sig á á Valentínusar- daginn. Valentínusardagurinn erá morgun ogþá tek- urþjóðfélagið helj- arkipp og bregðursérí rómantískufötin. Karlar og konur taka að skiptast á hjarta- skreyttum kortum og litlum gjöjum til að gleðja og sýna vináttu og ást. í sumum tilvik- umfarapörin saman út að borða eða skipta um umhveifi heila helgi til að sinna ást- inni. Gjarnan er Iitið á Valentínusar- daginn og það sem honum til- heyrir sem enskan sið að upp- runa en í enskumælandi lönd- um (og reyndar víðar um heim- inn) er til siðs að gefa skærrauð hjörtu til merkis um ást, gleði og vináttu. Til eru tugir sagna um heilag- an Valentínus, sem talið er að dagurinn sé kenndur við, og það hvernig siðurinn er kominn til og flestar rekja uppruna sinn til biskups sem dó 14.2.269 eftir krist. Samkvæmt einni sögunni var Valentínus ókvæntur róm- verskur prestur á tímum Kládí- usar keisara. Valentínus var dæmdur í fangelsi og seinna til dauða. Meðan hann beið eftir að dómurinn kæmi til fram- kvæmda kynntist hann blindri dóttur fangelsisstjórans og lækn- aði hana. Daginn áður en dóm- urinn átti að koma til fullnustu, 14. febrúar, skrifaði hann henni bréf. Fangelsaðux Önnur saga segir að Valentínus hafi gift rómverska hermenn gegn vilja hersins og var því fangelsaður. Konur hermann- anna sendu honum þakkir, gjafir og blóm, í fangelsið. Enn önnur segir að Valentínus hafi ráðlagt ungum mönnum í Róm að neita herþjónustu og fela sig hjá eig- inkonum sínum. Yfirmenn róm- verska hersins urðu að vonum ekki kátir með þetta. Mikil hefð hefur verið lyrir Valentínusardeginum í Eng- landi, Bandaríkjunum og sums staðar í Frakklandi hafa verið ákveðnar venjur bundnar við þennan dag. I Englandi trúðu ungar jómfrúr því í gamla daga að fyrsti maðurinn sem þær hittu á morgnana væri Valentín- us. Shakespeare ku hafa vísað til Valentínusar í verkum sínum, til dæmis Hamlet, og í Englandi hefur lengi verið venja að senda Valentínusarbréf og kort. Slík kort hafa verið fjöldaframleidd þar í Iandi frá því í byrjun 19. aldar. I Bandaríkjunum hefur Val- entínusardagurinn blómstrað og þar í landi mæla unglingarnir vinsældir sínar í fjölda kortanna sem þeir fá. Skólabörn, ungling- ar og fullorðnir senda kort. Val- entínusardagurinn varð ekki al- mennur í Evrópu fyrr en á þess- ari öld, fyrst í Frakklandi og svo í Belgíu. Eftir síðari heimsstyrj- öldina fóru blómaverslanir að uppgötva þennan markað og sið- urinn breiddist til Þýskalands, Sviss og Austurríkis. Víða í Evr- ópu senda menn blóm til ást- vina, fremur en kort. A Norðurlöndum telst Valent- ínusardagurinn fremur til nýlundu og íslendingar eru bara nýlega farnir að uppgötva þenn- an dag. Hjartalaga gjafavara og kort eru vinsæl en ekki fer nein- um sérstökum sögum af auknu vinnuálagi í póstinum. Margt er enda hægt að gera til að gleðja ástvini. Það má elda góðan mat og hafa rómantískt kvöld með kertaljósum og dúkuðu borði heima eða bregða sér út að borða á fallegan og rómantískan veitingastað. Hér birtast nokkrar uppskriftir frá Loga Hilmarssyni kokki og félögum á veitinga- staðnum La Primavera. Polenta með tómatsósu og gorgonzolaosti - forréttur fyrir fjóra 200 g polenta (maískurl í dufti, fæst í heilsubúðum) 1 1 kjúklingasoð 60 g gorgonzola/gráðostur 150 ml ítölsk tómatsósa svartur pípar Kjúklingasoðið er hitað upp í potti. Polentunni er blandað út í og hrært í, soðið í 8-10 mínútur. Sósan er hituð upp í potti og gorgonzola sett ofan á ásamt svörtum pipar. Borið fram strax. Kálfakjöt með salvíu og hvítvíni - aðalréttur fyrir fjóra 700 g kálfakjöt 16 fersk salvíublöð 6 stL skinkusneiðar 200 ml nautasoð 7 5 ml hvitvín 50 g smjör svartur pipar Kálfakjöt er snyrt og barið út í um það bil fjórar þunnar steik- ur. Salvíublöð og sLnka er sett ofan á og steikt í olíu á pönnu. Soð og hvítvín er soðið niður ásamt smjöri og að endingu er kálfurinn soðinn í soðinu. Kryddað með kjúklinga- eða nautakrafti. Allt grænmeti pass- ar með réttinum. Spaghettí með kryddjurtum - aðalréttur fyrir fjóra 500 g spaghettí 25 g ferskt basil 15 g fersk salvía 50 g smjör 150 ml kjúldingasoð 70 g parmesanostur svartur pipar Spaghettí er soðið í mildu og vel söltu vatni. Kjúklingasoðið er soðið niður ásamt smjöri og smátt skornum kryddjurtum. Spaghettí er blandað út í og bor- ið fram með osti. Pannacotta með hindberjasósu - eftirréttur fyrir fjóra 500 ml rjómi 4 eggjarauður 40 g sykur A vanillustöng 100 ml hindbeijasósa Rjómi, eggjarauður, sykur og vanillustöng er hitað upp í potti, sett í turnmót og bakað í vatns- baði við 90 gráður í 90 mínútur með álpappír yfir. Hindberjasósa er borin fram með. $7 ■ MOLflR Rómantísk sveitahelgi Guðmundur Hall Ólafsson gefur uppskrift að rómantískri helgi á móteli. Helgardvöl á hóteli getur ver- ið kjörin til þess að hafa það rómantískt á Valentínusardag- inn. Við Borgarnesbrúna er mótelið Venus, sem Guð- mundur Hall Olafsson rekur. Guðmundur gefur hér hug- myndir að rómantískum kvöldverði: Ástföngnu salati, Lostafullum hunangsgljáðum nautalundum, Æsandi jarðar- berjatruffle í hjarta og á eftir vill hann bera fram hinn ástríðufulla kokkteil „Sex on the Beach“ við kertaljós og ljúfa tóna. Ástfangið salat Iceberg-salat eftir smekk rauðlaukshringir eftir smekk gul paprika safarík vínber kiwi í sneiðum Salatinu er raðað á disk eftir smekk og borið fram með hunangsljúfri dressingu. Guð- mundur gefur hér stóra upp- skrift en að sjálfsögðu má minnka hana í réttum hlut- föllum: 5 bollar majones, 2 bollar súrmjólk, 3 msk. franskt sinnep, arómatkrydd eftir smekk, 3 msk. hunang. Þessu er blandað saman og sett á salatið. „Afskaplega ljúf dressing, alveg rosalega góð,“ segir hann. Lostafullar hunangsgljáð- ar nautalundir Nautalundir eru þurrsteiktar, kryddaðar með rósapipar og gljáðar með hunangi. Meðlæt- ið er grænmeti, rauð og gul paprika í strimlum, gulrætur í strimlum og smá rauðlaukur. Grænmetið er sett á pönnu í ólífuolíu og stráð sykri yfir. Gljáð. Borið fram með djúp- steiktum kartöflubátum. l'A dl ferskjulíkjör (Bolsch) 3 dl Cranberry djús (má hugsanlega nota nokkra dropa Grenadine í staðinn) 3 dl appelsinudjús Sex on the Beach 3 dl vodka Hrist í klaka og jarðarber sett á glasabrúnina til skrauts með fána, regnhlíf eða öðru skrauti. V __________________________/

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.