Dagur - 13.02.1999, Side 14
30 - ÍAVÓARDAGVR 13. FEBRÚAR 1999
Ttwýtr
Margttil
ráða vlð
svefntrufl
unmn
Bryndís Benediktsdóttir iæknir varar við of miklum æsingi þegar gengið
er til náða.
McLrgir kannast við það að
eiga erfitt með svefn. Sumir
sofa ofstutt aðrir oflengi.
Bryndís Benediktsdóttir
læknirá Svefnrannsóknar-
deild Landspítalans segir að
stuttur samfelldur svefn sé
betri en langur sundurslit-
inn.
Líkaminn sér um að viðhalda sjálfum sér í
svefni. Þá endurnýjar hann sig og í svefni
fer líka fram geymsla minnis. Svefntrufl-
anir eru taldar hrjá um 20% Vesturlanda-
búa en þær ganga yfir á stuttum tíma án
meðferðar hjá flestum. Mörg ráð eru við
svefnleysi og svefntruflunum, önnur en
svefnlyf. Nýlega kom út bæklingur með
ráðum gegn svefnleysi, hann er hægt að fá
í apótekum og heilsugæslustöðvum. Bryn-
dís segir að fólk geti ráðið því hvenær það
vaknar en það að sofna sé ekki háð viljan-
um hins vegar sé hægt að hafa áhrif á það
með ýmsum ráðum.
Best er að hafa dimmt og þægilega svalt
í svefnherberginu. Bryndís ráðleggur fólki
að dempa ljósin á kvöldin, kveikja á kerti
og hafa rólegt í kringum sig. Hún minnir
á þau gömlu húsráð að drekka flóaða
mjólk eða fara í heitt bað u.þ.b. klukku-
tima íyrir svefn. „Varast ber koffínneyslu
eftir kvöldmat og að hafa ber í huga að
koffín er ekki bara f kaffi það er einnig að
finna í kóki og tei.“
Bryndís segir að reglulegar líkamsæfing-
ar séu mjög æskilegar og að besti tíminn
til að hreyfa sig sé fyrripart dags. Hún var-
ar við líkamsæfingum á kvöldin áður en
gengið er til náða. Hún bendir fólki á að
hafa það rólegt áður en gengið er til náða.
„Fólk á helst ekki að gera neitt annað í
svefnherbeginu en að sofa eða kannski
njóta ásta,“ segir Bryndís.
Svefnsjúkdómar eru fátíðir. Algengasti
svefnsjúkdómurinn er svokallaður
kæfisvefn en talið er að u.þ.b 3% manna
fái hann. „Það er miskilningur að hann fái
bara miðaldra karlmenn. Börn á forskóla-
aldri og konur eftir tíðahvörf geta einnig
haft þennan sjúkdóm sem einkennist af
háværum hrotum, öndunarhléum og
dagsyfju. Það er eðlilegt þegar að menn
dotta yfir fréttunum í sjónvarpinu eða
leiðinlegum bíómyndum eða íyrirlestrum
en þegar þeir eru farnir að sofna í fyrir-
lestrum sem þeir halda sjálfir þá er málið
orðið alvarlegt."
Bryndís segir að þegar fólk er að vakna á
næturnar og leggja sig á daginn sé það að
dreifa svefninum yfir langan tíma. Stuttur
en góður svefn sé betri en langur og sund-
urslitinn. „Ráðið er að styrkja eðlilega
dægursveiflu. Besti tíminn til þess að sofa
er á tímanum frá því skömmu fyrir mið-
nætti til sjö á morgnana,“segir Bryndís.
Hún bætir þvi við að vissulega sé það mis-
munandi hvað fólk þurfi að sofa mikið en
7-8 tíma svefnþörf sé algengust hjá full-
vaxta einstaklingi.
Sýniþörf
KYNLIF
Ragnheiður
Eíríksdóttir
skrifar
Mörgum þykir gott að fá
athygli en ekki þykir öll-
um samskonar athygli
æskileg. „Exhibitionist-
ar“ eru fólk sem hefur
kynferðislegan unað af
því að láta aðra horfa á
kynfæri sín eða á sig í
kynferðislegum athöfn-
um. Innan hópsins eru
flassararnir sem margir
kannast við úr ellefu-
fréttum sjónvarps. Elín
Hirst segir byrst á svip: „Lögreglan í
Reykjavik leitar nú að manni um fertugt
sem sýndi tveimur menntaskólastúlkum
kynfæri sín í Fossvogskirkjugarði um
níuleytið í kvöld. Maðurinn er meðal-
maður á hæð skolhærður og klæddur
ryklitum burrberrísfrakka. Hann sást aka
á brott í hvítum bíl af Lada gerð. Þeir
sem kunna að hafa upplýsingar um
manninn eru beðnir að snúa sér til lög-
regluvarðstjóra." Svona flassarar eru yf-
irleitt pasturslitlir og ólíklegir til stór-
ræða en hafa þann akkílesarhæl að
örvast ekki nema við að sjokkera granda-
lausa vegfarendur með því að sýna á sér
kynfærin. Líklega keyra þeir svo heim í
lostafenghu uppnámi og ná útlausn með
handafli annað hvort á leiðinni eða
heima í forstofu. Reynslan er eflaust
óhugguleg fyrir fórnarlömbin en flassar-
ar eru venjulega ekki hneigðir til ofbeld-
is. Það eru ofbeldismenn sem nauðga.
Menning
Um daginn var ég á hótelherbergi í Dana-
veldi og reyndi í einsemd minni að drepa
tímann með
því að horfa
á amerískan
spjallþátt af
öfgakennd-
ustu gerð.
Gestir í
þættinum
áttu það all-
ir sammerkt
að njóta
þess ósegj-
anlega að
hafa sam-
farir utan
v e g g j a
h e i m i 1 a
sinna og
helst á fjöl-
f ö r n u m
s t ö ð u m .
Mér þótti
þetta athygl-
isvert, og
sérstaklega
hversu áfjáð
fólkið var í
að deila
reynslu sinni þar sem það sat um það bil
klofvega hvert á öðru í rífandi forleik. Það
er kannski hámark exhibitionismans að
komast í amerískt milljónasjónvarps og tjá
sig í orðum og gjörðum.
HEILSUMOLAR
Memitim bætir kynlífið
Nýleg bandarísk kynlífskönnun hefur leitt
í ljós að þriðjungur bandarískra karl-
manna og tæpur helmingur kvenna stríð-
ir við kynlífsvandamál. Þrátt fyrir að ný lyf
er getuleysi og of brátt sáðlát aðaláhyggju-
efni karla. Vandamál kvenna eru frekar
tengd lítilli kynlöngun.
I könnuninni kom fram að menntun
skipti miklu máli. Konur sem ekki voru
með stúdentspróf voru helmingi líklegri
til að eiga við vandamál að stríða heldur
en konur með stúdentspróf. Gift fólk á í
minni erfíðleikum en ógift. Fólk sem var
undir álagi hafði mestar áhyggjur af
frammistöðu sinni í kynlífinu.
Flugferðir hættulegar
Samband breskra hjartasjúklinga ráðlegg-
ur þeim sem þurfa að fljúga lengur en tvo
tíma að standa upp reglulega, drekka mik-
ið vatn og forðast að drekka of mikið áfen-
gi. Læknar á Middlesex sjúkrahúsinu í
London eru að rannsaka hugsanleg tengsl
milli blóðatappa og flugferða. Þeir rann-
saka plássið milli sætanna, þrýstings í far-
þegarými og súrefnismettun. Læknarnir
giska á að rúmlega 30 þúsund Bretar þjá-
ist vegna langflugs á hverju ári.
Leikhús (kyn)líf
Góð vinkona mín fór síðustu helgi á há-
dramatíska Ieiksýningu í leikhúsi okkar
borgarbúa. Hún kom seint og var vísað til
sætis stakri meðal ókunnugra. Vinkonu
minni á hægri hönd sat glæsikona í svört-
um síðkjól flegnum mjög og við hlið
hennar hátíðarbúinn huggulegur maður.
Ljósin slökkt og parið dró upp öllara og
dreypti á. Svo hófst Ieikurinn, ekki ein-
ungis á sviðinu þar sem flestir bjuggust
við honum, heldur líka hjá parinu prúð-
búna. Daman skellti annarri löpp sinni
yfir herrann þveran og tóku þau að eiga
hvort við annað af mikilli áfergju. Hugs-
ast getur að hún hafi lætt fimum rauð-
naglalökkuðum fingrum sínum inn fyrir
klaufír og fundiðþar fyrir stinnu holdi
förunautar síns og að hann hafi rennt
sterkri hönd (utanáliggjandi bláæðar á
handarbaki) upp undir kjólinn síða og
inn fyrir satínfortjaldið að mosanum
mjúka með lautinni votu. Samkvæmt
orðum vinkonu minnar má ætla að leik-
húsferðin hafi verið vel heppnuð fyrir
parið, að minnsta kosti gáfu stunur og
Prygðarhljóð það til kynna. Hins vegar
voru aðrir Ieikhúsgestir ekki eins ánægð-
ir því drjúgur hluti þeirra sem höfðu út-
sýni yfir báðar sýningarnar sem voru í
gangi, gekk út í hléi.
Þeim sem eru á leið í leikhús í kvöld vil
ég óska góðrar skemmtunar.