Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999
Úrval með nýjan svip
Tímaritið Úrval sem komið hef-
ur út í 57 ár hefur nú fengið
nýtt yfirbragð. Frá upphafi
hefur Úrval fært lesendum sín-
um valdar greinar, fléttað sög-
um og viðtölum í takt við tím-
ann hverju sinni og mun sú rit-
stjórnarstefna ekki breytast.
Úrval leitar víða fanga í efnis-
öflun bæði innan lands og
Kristinn Arnarson frá Útgáfuféiaginu utan, en burðarásinn er samn-
Heimsljósi, Sigurður Hreiðar ritstjóri ingar við bandarísku tímaritin
og Anita Oddsdóttir frá Blaðadreifingu Reader’s Digest og Discover.
skoða Úrval eftir útlitsbreytingarnar. Um áramót fluttist útgáfan á
Úrvali á hendur Útgáfufélaginu
Heimsljósi sem auk þess rekur
meðal annars Bókaklúbb atvinnub'fsins. Ritstjóri Úrvals verður sem
fyrr Sigurður Hreiðar, sem ritstýrt hefur blaðinu frá 1997, en hann
var áður ritstjóri Úrvals frá 1974 til 1991.
I tilefni af breytingunum sem gerðar hafa verið á blaðinu er fyrsta
tölublað boðið með 25% kynningarafslætti í lausasölu, eða á aðeins
485 kr. I áskrift kostar blaðið 545 kr. og þeir sem gerast áskrifendur
á næstu vikum fá að gjöf vandaðan penna með fyrsta blaði.
Leiðrétting
Þau mistök urðu í myndatexta í opnu blaðsins sl. fimmtudag að sagt
var að þessi mynd væri frá hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ í Reykja-
vík. Það er alrangt því myndin er úr kaffiteríu félagsmiðstöðvar aldr-
aðra í Skógarbæ í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi.
flNÉSunnuhlíð
Hjúkninarheimili aldraðra í Kópavogi
Starfsmenn óskast í eftirtaldar stöður:
• Hjúkrunarfræðingar á kvöld- og næturvaktir.
• Sjúkraliðar í vaktavinnu.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Áslaug, sími
560 4163.
Miðstjórnarfundi
frestað
Ákveðið hefur verið að fresta vegna veðurs miðstjórnarfundi
og stjórnmálaskóla Sambands ungra framsóknarmanna sem
fara átti fram á Akureyri í dag, laugardaginn 20. febrúar.
Fundurinn verður þess í stað haldinn laugardaginn 27. febr-
úar á áður boðuðum stað og tíma. Dagskrá fundarins verður
með sama hætti og fram kemur í fundarboði.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokks-
ins í síma 562-4480
Framkvæmdastjórn SUF.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁN JÓNSSONAR,
forstjóra,
Þingvallastræti 20, Akureyri.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri fyrir alla þeirra alúð og umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Kristjánsdóttir, Símon Magnússon,
Anna María Kristjánsdóttir, Ágúst Már Ármann,
Jón Kristján Kristjánsson, Heiðrún Jónsdóttir,
Helga Kristjánsdóttir, Helgi Magnús Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
FRÉTTIR
L
Fulltrúar Shell, Norsk Hydro og íslenskra stjórnvalda skrifa undir samninga um stofnun íslenska vetnis- og
efnarafalafélagsins.
Tilraiinaland í
notkun vetnis
ísland á að verða
fyrsta „vetnissamfé-
lagið“ í heiminuTii.
Shell vill taka þátt í
því þegar hensín og
olía víkja fyrir endur-
nýjanlegum orkugjöf-
um. Byrjað á tilraun-
um með strætó.
Samningur um stofnun hlutafé-
lags um að kanna möguleika á að
auka notkun vetnis á kostnað
innflutts fljótandi jarðefnaelds-
neytis - bensíns og olíu - var und-
irritaður í vikunni. Stefnt er að
því að Island verði fyrsta „vetnis-
samfélag" heims og liggja þar að
baki ýmsir kostir, svo sem smæð
samfélagsins, hversu opið það er,
reynslan af [)ví að skipta um
orkugjafa og pólitfsk stefnumót-
un.
Samstarfsverkefni þetta er
milli Vistorku hf., bílafyrirtækis-
ins Daimler-Chrysler og orkufyr-
irtækjanna Shell International og
Norsk Hydro. Þessi félög hafa
stofnað Islenska vetnis- og efna-
rafalafélagið hf. með einnar
milljónar dollara stofnhlutafé og
mun félagið beita sér fyrir til-
raunum og rannsóknum á ýms-
um notkunarmöguleikum vetnis,
efnarafala og vetnisbera.
Byrjað á strætó
Eitt fyrsta verkefnið gæti verið
tilraunarekstur á vetnisstrætis-
vagni í Reykjavík og ýmis frekari
verkefni eru fyrirhuguð á árunum
2000-02. Stefnir nýja félagið að
því að vetni verði notað í stað
jarðefnaeldsneytis í öllum sam-
göngum á sjó og landi, sem og á
fiskiskipaflotanum. Sú hugmynd
sem nú er í mótun, að geyma
vetni bundið í metanóli í einka-
bílum, virðist aðgengilegust og
ekkert sýnist mæla gegn því að
knýja fiskiskip með vetni sem
geymt er um borð í skipum bund-
ið í metanóli. Slík þróun er at-
hyglisverð með markmið Kyoto-
áætlunarinnar í huga, en meðal
annars er vonast til þess að nýtt
eldsneyti geti leyst af hólmi 64%
af innfluttu bensíni og dregið úr
núverandi útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda um 10%.
í þessu sambandi vekur athygli
að olíufyrirtækið Shell skuli vera
í fararbroddi. Fulltrúi Shell við
undirritunina, Jan Smeele, kom
inn á þetta og sagði að það væri
beinlínis hugsjón hjá fyrirtækinu
að fara út í endurnýjanlega og
„hreina" orkugjafa. Þótt jarðefna-
eldsneyti verði enn um sinn með
yfirburðastöðu í heiminum muni
endurnýjanlegir orkugjafar kerf-
isbundið taka við og Shell vilji
gegna hlutverki í þeirri þróun.
Við undirritunina var kynnt
skýrsla nefndar iðnaðarráðherra
um möguleika á nýtingu inn-
lendra orkugjafa. Finnur Ingólfs-
son iðnaðarráðherra vakti athygli
á því að vinna væri komin vel
áleiðis við að hrinda í fram-
kvæmd öllum þeim sex megin-
markmiðum sem nefndin hefði
lagt áherslu á. — FÞG
Drjugir í látttokam
íslendingar eiga
drjúgan hlut í útlán-
íun Norræna fjárfest-
ingarbankans og
meira en aðrir ef mið-
að er við höfðatöluna
margfrægu.
I Iántökum hjá Norræna þ'árfest-
ingarbankanum eru Islendingar,
sem vænta mátti, margra manna
makar, með 7% heildarútlána
bankans á Norðurlöndum, þó
aðeins séu þeir 1,1% íbúanna.
Sænskir viðskiptavinir áttu
stærstan hlut í útlánunum, 38%,
en skipt niður á íbúa skuldar
meðal-lslendingurinn um 6-falt
hærri upphæð en hver Svíi. I
fyrra Iánaði NIB m.a. milljarð til
Hitaveitu Suðurnesja og einnig
til Islenska járnblendisins,
Reykjavíkurborg fékk 800 millj-
óna króna lán til framkvæmda á
Nesjavöllum, Flugleiðir fengu
500 milljóna króna lán og
Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri
Norræna fjárfestingarbankans.
Byggðastofnun 400 milljónir
króna.
Með ríflega 9 milljarða kr. láta
stjórar NIB vel af árinu þrátt fyr-
ir verulegan samdrátt í lánveit-
ingum bankans miðað við árið
áður. Ný lán til norrænna lántak-
enda lækkuðu um fjórðung (úr
114 milljörðum í 84 milljarða).
Miima fjármagnsflædi
Með nýjum stofnsamningi um
bankann hafa verið „tekin af öll
tvímæli um það að bankinn er í
eðli sínu fjölþjóðleg fjármála-
stofnun og þar með rennt styrk-
um stoðum undir alþjóðlega
starfsemi hans“, segir í frétt frá
bankanum. Aðstoðarbankastjór-
inn, Jón Sigurðsson, segir „langt
síðan fjölþjóðlegar fjármálastofn-
anir hafa haft eins mikilvægu
hlutverki að gegna og nú til þess
að hindra að uppsprettur hag-
vaxtar þorni vegna þeirrar fjár-
mögnunarkreppu sem nú ríkir
víða um heim“. Því sé spáð að
um allan heim muni áfram draga
verulega úr fjármagnsflæði til
nýju markaðshagkerfanna.
7 milljarðar á mann
Útistandandi lán NIB samsvör-
uðu rösklega 600 milljörðum
króna í árslok. Niðurstaða efna-
hagsreiknings var næstum 890
milljarðar króna eða ámóta upp-
hæð og allt íslenska lánakerfið að
frádregnum erlendum skuldum.
NIB nægja 123 starfsmenn til að
sýsla um þetta allt saman. - HEI