Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 4
MENNINGARLÍFJ
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
Baráttan við
djöflana
„Það eru svo
BOKA- margir djöflar
HILLAN innra með mér að
ég gæti skrifað í
hundrað ár í við-
bót!“ Þetta segir
Dean Koontz,
einn vinsælasti
höfundur spen-
nu- og hryllings-
sagna í heimin-
um í dag. Hann
hefur skrifað um
70 skáldsögur.
Ríflega þrír tugir þeirra hafa náð
efsta sætinu á metsölulistum í
Bandaríkjunum. Bækur hans hafa
verið prentaðar samtals í meira en
200 milljónum eintaka. Sú nýjas-
ta, Seize the Night, hefur verið of-
arlega á sölulistum vestra síðustu
vikurnar.
Ritstörfin hafa að sjálfsögðu
gert Koontz að ofurmilla. Hann
veit vart aura sinna tal. Nýjasti
samningur hans við Bantam-for-
lagið gefur honum nokkuð á
annan milljarð króna fyrir þrjár
bækur - það er 4-5 hundruð
milljónir króna stykkið.
Ömurleg æska
Dean fæddist í smábæ í Pennsyl-
vaniu í Bandaríkjunum 9. júlí
árið 1945 og átti ömurlega æsku
að eigin sögn. Faðir hans var
fyllibytta og ofstopamaður sem
var sjaldan í vinnu; mun hafa
skipt um starf 44 sinnum á 34
árum.
„Þegar ég var Iítill hótaði hann
alltaf að drepa okkur og ég var
sannfærður um að hann myndi
gera það,“ sagði Dean í viðtali.
„Hann beitti okkur oft ofbeldi,
en við lifðum samt af.“
Þau bjuggu í litlu húsi með
fjórum herbergjum. Þegar faðir
hans kom fullur heim sendi móð-
ir Deans hann alltaf inn í her-
bergið sitt; þaðan heyrði hann
lætin; þeim linnti ekki fyrr en
Ray datt útaf.
Hann segist aldrei hafa fyrir-
gefið föður sínum, og átt erfitt
með að skilja þá ákvörðun móður
sinnar að búa áfram með Ray
þrátt fyrir ofbeldið: „Þú þarft
ekki að fyrirgefa, aðeins skilja,"
sagði hann í fyrrnefndu viðtali.
„Ég get aldrei fyrirgefið honum
það sem hann gerði móður
minni, en samt endaði ég á því að
framfleyta honum í fjórtán ár.
Það var mjög skrftið tímabil í lífi
mínu þegar ég varð að annast
hann á gamals aldri því hann var
orðinn algjör öreigi." Eitt sinn á
þeim árum munaði minnstu að
Ray dræpi son sinn með hnífi.
Dean er mjög mótaður af þess-
ari erfiðu sambúð og hennar sést
greinilega merki í bókunum sem
hann hefur sent frá sér.
Mikil afköst
Hann fékk mjög snemma áhuga
á bókum og ritstörfum, þótt
hann fengi enga hvatningu til
þess á heimilinu. Barn að aldri
fór hann að skrifa sögur og hélt
því áfram á unglingsárum. Hann
lauk kennaraskólanámi 1966 -
sama ár og hann kvæntist æsku-
vinkonu sinni, Gerdu. Hún hafði
trú á ritverkum eiginmannsins og
fékk hann til að helga sig skrift-
um í nokkur ár á meðan hún
vann fyrir heimilinu. Arið 1974
náði Dean loksins því takmarki
að geta séð fyrir fjölskyldunni
með bókum sínum.
Þau hjónin búa í Kaliforníu
þar sem Dean situr við ritstörf
langan daginn; byrjar snemma á
morgnana og er að með stuttum
hléum fram á kvöld. Enda eru af-
köstin í samræmi við það.
Hann segir að með því að sökk-
va sér í heim sögupersónanna sé
hann Iíldega að bæta sér upp það
sem hann fór á mis við sem barn.
„Ég kynntist aldrei raunverulegu
fjölskyldulífi. Ég býst við að innst
inni sakni ég þess hræðilega."
Þau hjónin ákváðu snemma að
eignast ekki börn. Astæðan er
ótti við að sjúkleikinn í föðurætt-
inni komi fram í afkomendum
þeirra.
Vandvirkur
Dean Koontz hefur ekki náð
sama árangri í kvikmyndaheim-
inum og helsti keppinautur hans
meðal bandarískra hryllings-
sagnahöfunda, Stephen King. Að
vísu hafa ýmsar sögur hans kom-
ið ágætlega út í sjónvarpsmynd-
um, en hann hefur ekki enn sleg-
ið í gegn á hvíta tjaldinu með
sama hætti og King.
I sögum sínum lýsir Koontz því
gjarnan hvernig tiltölulega venju-
legt fólk lendir í mjög óvenjuleg-
um aðstæðum. Blandað er sam-
an spennu, hrollvekju og vísinda-
skáldskap. Hann kveðst vanda
sig mjög við textann og fara oft
yfir hverja einustu blaðsíðu - 20,
50 eða jafnvel 100 sinnum. Bæk-
ur hans hafa verið þýdddar á
mörg tungumál.
Snillingar og nauðgarar
Á dögunum las ég ritdóm
JÓHANNESAR- um nýútkomna bók í
Bretlandi, „The Homeless
Mind“, sem er æfisaga
blaðamannsins og rithöf-
undarins Arthurs
Koestler. Ég gluggaði í
þessa grein af forvitni
vegna þess að fyrir margt
löngu las ég höfuðverk
Koestlers, Darkness at
Noon, sem mig minnir að
heiti Myrkur um miðjan
dag á íslensku. Þessi bók kom út árið
1940, vakti gríðarlega athygli og Koestler
varð heimsþekktur maður í einni svipan.
Þar fjallar hann um dvöl sína í Sovétríkj-
unum og Spáni á 4. áratugnum sem varð
til þess að hann hafnaði hugmyndafræði
kommúnismans. Bókin hafði miki) áhrif á
vinstri menn um heim allan og gerði
marga þeirra að endurskoðunarsinnum og
afturbatapíkum í pólitík. Þetta verk er af
mörgum talið eitt af fyrstu „skotunum“ f
Kalda stríðinu sem þá var að heljast.
Fátt annað vissi ég um Arthur Koestler
og verk hans - fyrr en ég las ritdóminn um
æfisögu hans.
Raðnauðgari?
I æfisögunni sem er afar ítarleg er meðal
annar fjallað um „Iífsnautnamanninn"
Koestler. Hann var töluverður drykkju-
maður og óforbetranlegur kvennabósi svo
jaðraði við það sem menn kalla „kynlífs-
fíkn“ á okkar dögum. Hann reyndi að sögn
að Ieggja allt kvenkyns sem hreyfðist. Og
það sem verra var, Cesarani færir fyrir því
öruggar heimildir að Koestler hafi beitt
konur ofbeldi og sennilega verið raðnauð-
gari. M.a. hafi hann nauðgað á hrottaleg-
an hátt konu Michaels Foot, sem var
þekktur breskur vinstrimaður á þeim tíma
og síðar.
En konur féllu umvörpum fyrir
Koestler, þó hann færi undantekningar-
laust illa með þær og sviki í bak og fyrir.
Og þær sem hann fór hvað verst með
komu aftur og vildu meira. Hann kórónaði
svo skepnuskap sinn í garð kvenna (sem
margar elskuðu hann út af h'finu), þegar
hann, gamall og sjúkur, fékk unga og
heilsuhrausta þriðju eiginkonu sína til að
fremja með sér sjálfsmorð árið 1983.
Listin og lostinn
Þetta getur tæpast talist eftirbreytniverð
framkoma í garð kvenna. En í æfisögunni
kemur og fram að Koestler hafi verið
framúrskarandi heillandi og skemmtilegur
maður þegar sá var á honum gállinn, flug-
gáfaður, hugrakkur, gjafmildur, frábær
blaðamaður og merkilegur rithöfundur.
Þetta vekur upp spurningar og hugleið-
ingar um það hvað svokölluð „stórmenni
og snillingar" á ýmsum sviðum virðast oft
vera sjálfhverfir drullusokkar, menn sem
setja eigin hvatir, langanir og frama ofar
öllu. Og þarf ekki að leita langt eða víða að
dæmum. Og kannski er sjálfselska og ein-
stefna af þessu tagi einmitt forsenda þess
að verða stórmenni og snillingur, enda
virðist afar sjaldgæft að slíkir séu um leið
þægileg góðmenni, ef marka má söguna.
En þetta er að sjálfsögðu efni í heila bók
og því ekki krufið frekar hér.
Kvennayndi
Það er líka efni í heila bók að velta því fyr-
ir sér hversvegna allar þessar konur hafi
Iaðast að Koestler og látið hann með-
höndla sig eins og skít og beðið um meira.
Og hversvegna konur yfirhöfuð láta svo
oft heillast að sjálfselskum og sjarmerandi
skepnum á borð við þennan mann. Fyrir
því eru reyndar margar eðlilegar ástæður,
líffræðilegar og sálfræðilegar. En það er
líka efni í aðra bók, ef ekki bókaflokk og
ekki meira um það.
Stílsnilld nauðgara
Sú spurning sem hvað helst herjar á mann
eftir þennan Iestur snýst um það hvort
stílsnilld eða snilld á öðrum opinberum
sviðum, geti afsakað allan skepnuskap í
einkalífi. Þarna er verið að fjalla um
heimsfrægan mann og átrúnaðargoð,
hvers verk eru dáð af milljónum um allan
heim. Og í framhjáhlaupi er þess geti að
maðurinn sé nauðgari og sennilega
raðnauðgari! Hann hafi framið andstyggi-
legan glæp og hefði að öllu eðlilegu átt að
sitja í fangelsi árum saman.
En það verður aukaatriði í málinu, af
því að hann var svo góður og vinsæll rit-
höfundur og verk hans skipta svo mildu
máli. Á sama hátt hefur verið horft fram-
hjá algjörum skepnuskap fjölmargra ann-
arra snillinga sögunnar, ekki síst Iista-
manna. Má minna á þegar Norman
Mailer fékk morðingja lausan úr fangelsi
af því hann var svo mikill stílisti og morð-
inginn drap umsviflaust aftur þegar hann
kom út.
Það hefur hinsvegar aldrei verið talin af-
sökun fyrir morðingja og nauðgara þó þeir
séu frábærir pípulagningamenn eða tré-
smiðir. Hvað er svona merkilegt við það að
vera stílisti?
8PJALL