Dagur - 27.02.1999, Side 10
LÍFIÐ í LANDFNU
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
Með brosandi
dúkku í fanginu.
Stóra með litlu
systur.
Gunna sér hafið í fvrxta
Heldur verndandi
\ utan um „litla
| kvikindið"íút-
landinu.
Oddrún kom þrisvar sinnum til Parísar um jólin.
Vináttan farin að blómstra.
Venjulegt systra-
samband. Fimm
ára aldursmunur
segir til sín.
Mamma og „moster"
Mamma, Gunna og
„Moster“ mynda fjöl-
skyldu í samræmi við
fjölskylduhefðina. í
móðurfjölskyldu þeirra
hefur tíðkast um 100
ára skeið að systur,
jafnvel systkini, reki
heimili saman.
„Við ólumst upp í Þingholtunum
í glöðum barnahóp. Eg var
prinsessan á heimilinu og einráð
til fimm ára aldurs. Eg varð
óskaplega hrifin af að eignast
systur, mér þótti hún krútt og
skemmtileg. Um leið og ég hafði
öðlast vit og rænu tók ég hins
vegar til við að kúga hana,
kenna henni og tuska hana til. I
krafti aldurs og reynslu réð ég,“
segir Ragnheiður Gyða Jóns-
dóttir útvarpskona.
Notar sumar-
frfíð í veikindum
Systurnar Ragnheiður Gyða og
Oddrún Vala Jónsdóttir búa í
bláu húsi í Skerjafirðinum og
mynda þar fjölskyldu ásamt
Guðrúnu Valgerði Ragnheiðar-
dóttur, 7 ára. Þær eru systur og
vinkonur, búa saman og vinna á
sama staðnum, Oddrún Vala á
fréttastofu Utvarps og Ragn-
heiður Gyða í þáttagerðinni hjá
RUV. Saman ala þær upp dóttur
Ragnheiðar og axla ábyrgð á
henni í sameiningu. Oddrún
Vala er jafn mikið ef ekki meira
heima í veikindum Gunnu en
móðirin. Til þess notar hún
hluta af sumarfríinu. Þær eru
nefnilega fjölskylda.
Systurnar voru engir sérstakir
vinir í uppvextinum en engir
óvinir heldur, dætur Jóns IVIúIa
Árnasonar og Guðrúnar Thor-
steinsson. Þetta var bara „venju-
Iegt systrasamband,“ segja þær.
Þær ólust upp „í glöðum barna-
hóp í Þingholtunum“ þar sem
krakkarnir hlupu milli garða og
léku sér í brennó og öðrum
boltaleikjum og skemmtileikjum
þess tíma. I þá daga skipti aldur-
inn engu máli, allir sem gátu
kastað bolta fengu að vera með.
Þegar Ragnheiður Gyða var tví-
tug flutti hún að heiman og fór
að búa. Þá fór að renna saman
með þeim.
,/TItli þetta hafi ekki byrjað
sumarið sem ég var 15. Það er
eins og þetta gerist þegar ég var
hjá þér á Bræðraborgarstígn-
um,“ segir Oddrún Vala og
Ragnheiður segir til skýringar:
„Mér leiddist að vera ein af því
að sambýlismaðurinn var í sigl-
ingum." Þetta sumar dvaldist
„litla kvikindið", eins og það er
svo hlýlega orðað, stundum dög-
um, jafnvel vikum saman hjá
stóru systur, kynntist henni og
vinum hennar upp á nýtt og
náði að verða félagi þeirra.
Smám saman myndaðist gott
samband, kannski ekki vinátta
alveg strax, en eftir nokkur ár
var Oddrún orðin ein af vinun-
um, sjálfsagður þátttakandi þeg-
ar hópurinn hittist. Og sönn
jafnaðarmennska ríkti.
„Okkar barn“
Ragnheiður Gyða fór í nám árið
1984 og bjó í Parfs í nokkur ár.
Nokkrum árum síðar fór Odd-
rún Vala til London í eitt ár,
vegalengdirnar styttust og það
var mikið um heimsóknir í báðar
áttir. Þær eyddu saman þremur
jólum í París ásamt fleiri vinum
og voru svo síðustu jólin heima
hjá mömmu á íslandi. Arið
1989 voru báðar alkomnar heim
til íslands og hófu störf hjá
RUV, Oddrún meira fyrir tilvilj-
un því að hún hoppaði inn í af-
leysingar f veikindum starfs-
manna. Ragnheiður Gyða hafði
hins vegar verið innanhúss-
manneskja lengi - byrjaði 13 ára
gömul sem sendill.
Þær leigðu saman stóra íbúð
með stjúpsystur sinni en þegar
Ragnheiður Gyða varð ófrísk og
stjúpsystirin fór út í heim
ákváðu þær Oddrún að flytja
saman, stofna heimili og ala upp
„okkar barn“. Ákvörðun um
sameiginlegt uppeldi var þó ekki
tekin meðvitað heldur þróaðist
smám saman. Ragnheiður Gyða
hefur formlegt forræði yfir dótt-
urinni og Oddrún Vala, sem
gengur undir gælunafninu
„Moster“ á heimilinu, er í raun
réttlaus en sinnir uppeldinu al-
veg jafn mikið án þess að halli á
rétt föðurins.
Ég á í henni
Ragnheiður Gyða þarf talsvert
að fara utan vegna starfsins og
þá tekur Oddrún yfir. Elún notar
líka hluta af sumarfríinu sínu í
veikindi litlunnar því að sam-
kvæmt íslenskum Iögum eiga
„rnoster" ekki rétt á veikindafríi
vegna barns. Þegar rætt er um
formlegan rétt „mostersins"
kemur fram að Oddrún hefur
velt fyrir sér hvernig hún geti
tryggt réttindi Gunnu ef eitt-
hvað kemur fyrir hana sjálfa.
Eftir því sem hún kemst næst er
aðeins um eitt að ræða og það
er að gera erfðaskrá. Islenskt
stjórnkerfi lítur nefnilega algjör-
Iega framhjá fjölskyldumynstri
af þessu tagi, réttur „mosters-
ins“ er enginn.
„Eg á í henni,“ segir Oddrún
og þannig verður það þó að hún
eigi ef til vill eftir að eignast
barn sjálf. „Eg er búin að vera til
staðar frá því hún fæddist.“
Samkomulagið í bláa húsinu í
Skerjafirðinum er gott. Reglur
heimilisins eru fáar en skýrar, í
mörgum tilfellum þegjandi sam-
komulag. Sá sem sópar skúrar
til dæmis ekki. Aldrei er rifist
um tiltekt eða önnur heimilis-
verk enda takturinn sá sami,
þær lærðu þetta af sömu mann-
eskju. Systurnar Ragnheiður og
Oddrún ræða stjórnmál og önn-
ur lífsins áhugamál af eljusemi
og dugnaði en hafa aðeins einu
sinni rifist heiftarlega eftir að
Gunna fæddist. Agreiningsefnið
muna þær ekki en viðbrögð
Gunnu þeim mun betun Hún
fór að hágráta. _____ -GHS
Fjölskyldan að spila, Moster fOddrún ValaJ, Gunna (Guðrún ValgerðurJ og Mamma (Ragnheiður GyðaJ. mynd: þúk