Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 11

Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 11
 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 - 27 MATARGA71Ð Saltfiskur hefur ávallt verið mjög eftirsótt vara í Suður-Evrópu og víðar. Saltfisk má tilreiða á margan hátt. Það eru fleiri að- ferðir til þess að framreiða salt- fisk en að sjóða hann og hafa með kartöflur og hamsatólg. Hann getur verið veislumatur. Á heimasíðu Svanfríðar Jónasdótt- ur alþingismanns er að finna uppskriftir af saltfiskréttum. Hún segist hafa óskaplega gaman af því að elda og að bjóða vinum sínum í mat. „Það að borða er skemmtileg félagsleg athöfn. Af því að ég hef gaman af því að elda þróa ég uppskriftirnar. Miklu máli skiptir að auðvelt sé að ná í hráefnið í uppskriftirnar hér heima. Það sé ekkert framandlegt í upp- skriftunum. Eg veit að fólk sem fæst ekkert mikið við matargerð fráfælist uppskriftir þar sem kemur mikið fyrir af framandlegum heitum á kryddum eða öðru slíku. Þannig að það skiptir miklu máli að uppskriftin hafi verið aðlöguð þessum hversdagsveruleika sem flestir búa við.“ Svanfríður segist hafa gaman að því að fá uppskriftir frá öðrum. Hún segir að saltfisk- ur sé vanmetið hráefni til matargerðar á ís- landi. „Því ákvað ég að byrja á saltfiskinum. Nútímafólk skipuleggur sig ekki langt fram í tfmann, eins og það gerði í gamla daga þegar þurfti að leggja fiskinn í bleyti og útvatna hann. Eftir að fyrirtæki eins og Ekta-fiskur á Hauganesi fór að gera þetta allt fyrir mann. Þá skapast alveg nýir möguleikar við að nýta sér þetta frábæra hráefni. Þannig að maður getur keyjit saltfisk í verslunum sem er til- búinn á pönnuna." Svanfríður ætlar að halda því áfram að deila mataruppskriftum á heimasíðunni sinni. Hún gerir ráð fyrir því að næstu upp- skriftir sem hún setur á heimasíðuna sína verði uppskriftir af grænmetisréttum. „Af því að ég er mjög mikil matarmanneskja þá spekúlera ég líka svolítið í mat. Eftir því sem að ég eldist og þroskast finnast mér græn- metisréttir alltaf meira spennandi." A heimasíðu Svanfríðar, sem finna má með því að slá inn slóðina http://jafnadar- menn.is/svanfridur, er hún með þrjár upp- Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður gefur uppskriftir af saltfiskréttum. Víðast hvar er hægt að kaupa saltfisk útvatnaðan. En miklvægt er að útvatna fisk- inn vel til að matreiðslan tak- ist sem best og einstakt bragð fisksins fái að njóta sín. Fisk- urinn er þá látinn liggja í vatni í þrjá til fjóra daga. Fisk- urinn er látinn í ílát með vatni svo að fljóti yfir og geymdur þannig í ískáp. Hæfilegt er að nota fjóra h'tra af vatni fvrir hvert kíló af fiski. Fiskurinn er tekinn úr ískápnum á þriðja degi. Þá er skipt um vatn og hann látinn Iiggja áfram í vatni, í 24 klst. en skipt um vatn á um það bil 6 tíma fresti. Að þessu loknu ætti fiskurinn að vera nánast ósaltur. Utvatnaðan saltfisk má geyma í ísskáp í u.þ.b. tvo daga eins og ferskan fisk. Hann má líka frysta og geym- ist hann þá eins og ferskur sé. Saltfiskur sem ekki hefur ver- ið útvatnaður geymist £ nokkra mánuði ef hann er lát- inn í plastpoka sem vel er lok- að fyrir og síðan geymdur í ískáp. Saga saltfisksins er samofin sögu þjóðarinnar. Það voru hagsmunir saltfiskútflytjenda sem réðu því að áfengisbanni var aflétt í landinu árið 1922. Þá streymdu Spánarvín til landsins í skiptum fyrir salt- fisk. Saltfiskur er frábært hráefni skriftir en að auki laumaði hún að okkur uppskrift af saltfiskbollum sem nota má sem snarl í veislum með öli og öðrum drykkjum. Eina af uppskriftunum á Netinu þróaði Svanfríður upp úr portúgalskri uppskrift. Hún segist hafa aðlagað hana aðstæðum í eldhúsinu sínu. „Eg fer aldrei nákvæmlega eftir uppskriftum ég aðlaga þær alltaf eftir því sem að ég veit um hráefni eða annað sem að skiptir máli. Eg hef eldað þennan rétt fyrir vini mína og fólki hefur þótt hann góður. Uppskriftin er vinsæl og það þarf að vera vel af lauk í henni. Það þarf að gera bæði piparnum og ólífunum tækifæri til að anda með saltfisldnum áður en maður ber réttinn fram, setja lok á pönnuna og láta þetta anda saman í nokkrar mínútur. Þannig að þetta nái að taka bragð og lykt hvað af öðru.“ PJESTA Uppskriftir Saltfiskbollur Efni: 500 gr. af soðnum saltfiski Aðeins minna magn af soðnum kartöflum 1 laukur 3 egg Steinselja Salt og pipar Aðferð: Fiskur og kartöflur hakkað saman. Saman við það hrærast smátt hakkaður laukurinn, þrjár eggjarauður, ein matskeið af saxaðri steinselju og salt og pipar. Síðast er stíf- þeyttum eggjahvítunum bætt varlega í hræruna. Bollurnar mótaðar með matskeið og steiktar í heitri matarolíu. Þessar bollur eru borðaðar sem smáréttur eða snarl með öli eða öðrum drykkjum. Ef þær eru hafðar sem aðalréttur væru hrísgrjón, t.d. grænmetis rísotto, gott með- læti. Saltfiskur með svörtum ólífum Efni: Saltfiskur frá Ektafiski, soðinn, roð- hreinsaður og bitaður, þó ekki smátt Rúmlega sama magn af kartöflum, soðnar flysjaðar og í bitum. Tveir góðir laukar skornir og nokkur hvít- lauksrif smáskorin í bita. Góð olía til steikingar. Nokkur harðsoðin egg, skorin í báta. Slatti af svörtum steinlausum ólífum, sem eru skornar í þrjá hluta hver. Svartur pipar Aðferð: Olía á góða pönnu og laukurinn steiktur glær. Þá er soðnum kartöflubitum bætt við og hitaðir í gegn; síðan fiski og hluta af ólífun- um. Olíu bætt á pönnuna eftir smekk þannig að rétturinn þorni ekki. Svartur pipar malaður yfir og lokið sett á um stund. Þegar allt hefur náð að hitna og taka lykt og bragð hvað af öðru er pannan tekin af eldavélinni, eggjabátunum raðað ofaná og afgangnum af ólífunum stráð yfir og e.t.v. meira af svörtum pipar. Borið fram strax með góðu rúgbrauði og smjöri. Þetta er ótrúlega góður réttur og það kem- ur sannarlega á óvart hvað egg, svartar ólífur og svartur pipar eiga vel við saltfisk. Njótið vel! Heppilegast er að matreiða saltfiskrétti úr meðalstórum fiski þ.e. ef fikskurinn allur vegur 2-2,5 kg. Þannig næst fram besta bragðið og fiskur- inn hentar í margs konar rétti. Það má víða nálg- ast upp- skriftir að ljúffeng- um salt- fiskrétt- um. Sam- band ís- lenskra fiskútflytenda gaf út fyrir nokkru uppskriftabækl- ing en í honum eru hagnýtar upplýsingar. A heimasíðu Rannsóknastofnunnar fisk- iðnaðarins er að finna upp- skriftahorn, slóðin er http://info.rfisk.is/is/uppskrif. A heimasíðunni er einnig að finna næringarinnihald nokk- urra fisktegunda.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.