Dagur - 27.02.1999, Page 16

Dagur - 27.02.1999, Page 16
32 - LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 Jack litli Hemingway og pápi eftir góöan dag að veiðum. Fluguveiðar að vetri (106) Minnisstæður ís- landsvinur í hópi fluguveiðimanna er Jack Hemingway, sem veitt hefur hér á landi undanfarin ár. Skemmtilegur karl: hálfáttræður, röskur í framgöngu og á það til að segja fjörlega frá. Ég nefndi hann fýrr þegar við veiddum saman urriða og drukkum romm með hráum silungi í sojasósu. Svo var hann svo elskulegur að senda mér bók sína: „Hrakfarir fluguveiði- manns“ (Misadventures of a Fly Fisherman). Þar er skemmtileg saga um það þeg- ar veiðimaðurinn óskar eftir að fiskurinn taki EKKI. Biður til guðs að hann taki ekki! Hemingway og Hemingway „Líf mitt með og án pápa“ er undirtitill bókarinnar, sá stutti glímir við tilveru í skugga hins mikla risa í föðurmynd. Ernest var auðvitað ekki bara heimsfræg- ur rithöfundur heldur snilldar veiðimað- ur (ef marka má eigin frásagnir). Jack er glúrinn líka og hefur skrifað mikið um veiðar. Ungur fékk hann bakteríuna frá pápa, hann segir frá ferðum þeirra feðga á silungaslóðir. Eftir það verður hann sjaldan viðskila við flugustöngina. A stríðsárunum er hann svo kominn til Evr- ópu þar sem hann er munstraður til að stökkva inn í hernumið Frakkland í fall- hlíf og njósna um setuliðið: „Spennan jókst með hverri stund. Það var næstum léttir þegar kallið kom og við teknir fyrir til að fá upplýsingar og bún- að. Þegar breskur yfirmaður sá flugu- stöngina í klæðistöskunni hrópaði hann: „Herra minn trúr! Þú tekur þetta ekki með þér!“ Eg svaraði: „O, þetta er bara sérstakt loftnet. Það lítur út alveg eins og flugustöng.11 „Herra minn trúr. ÞAÐ er sniðugt!" Jack og félagar fóru á loft með allan búnað til að hjálpa frönsku andspyrnu- hreyfingunni. Hjól, taumar og flugur voru í kortatöskunni. Jack hafði útbúið snæri til að hafa um sig og í stöngina. Þegar hann nálgaðist jörð eftir áhættu- samt flug að næturþeli inn yfir hernáms- svæðið sleppti hann stönginni til að skaða hvorki sig né hana í lendingu. Bæði lentu frekar mjúklega. Njósnir og fluguveiðar Maður hefur heyrt um veiðidellu: ungur maður sem aldrei hefur lent í stríði né ill- deilum við alvöru óvini er nú kominn að baki víglínu með stöngina með. Fyrstu kynni af stríðinu eru nöturleg, félagar meiðast illa í lendingu, andspyrnumenn verða fyrir hroðalegu áfalli þegar Þjóð- verjar góma hóp unglinga sem falið hafði verið að sprengja jarðgöng - þeir eru Iim- lestir á hrottafenginn hátt. Það er þá sem stöngin kemur í góðar þarfir. Friðsæll dagur í dalnum Lítið var um að vera í nokkra daga, and- spyrnumenn og njósnarar höfðu hægt um sig. Jack sá að nú var kominn tími á stöngina, „þetta var fyrsta tækifæri mitt til að veiða í hernumdu Frakklandi“. Djúpur dalur var í grennd, og á þar í. „Landið var kalksteinn og ég var vongóð- ur um ána. Kalksteinn vísar á heilbrigt vatnalíf og sprækan, vel haldinn silung. Ég var í kakifötum, ekki óvenjulegum fyr- ir almenna borgara á þeim tíma, ekki með kaskeiti, en bandaríski fáninn saum- aður á öxlina. Eg var með axlarhulstur og byssu innan á mér. Eg festi hjólið á stöngina og skildi hólkinn eftir, setti taumana og flugurnar innan á mig við hulstrið...“ FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar 5$ m 52 rntT srm' VOTAj? \J R&SK' RFJd TZrr' HíTta, 7 F TIM V V m ■ u \UtF VL YflM UFN % 1 % \1 W ÍSi'BÚ YNtii KÝfP iTurftiPi B/fAT- M'ALA oFN {\JÖLPI 1 j u ■¥ w sm'tBiz ' b T ’WHfi - TMífc Viíjufy IMr . 'AtT REYKia Htffiuí (o/æöí 'cN'm FóftA. R'ojj£- MYtirh h'/FL - f/TLA > Hum ! mJlp- Lku MRD6 SPIL íÉsb KJMI 1 * * í i Kimi TkufLA z SlFirtri u tftun- iroBu VtGV/i S h' huNut , 'MTI 5 bfbs. PUfiPr StFA FuGL ITjT BEiBríi w pbni m U (L > V/ixa MM }WKrJA mrn f>m HtitTA' J UM. w* BfiTI hKMfi (d L* STÍPUF. i : OtiCuL L3HUÁti im mkji 3 MILLI- OFH frWl smil ^HSíKÍI OfiDI JEY0/F bRúft/l W -> SEFt Fltijh- fJtiD ÍKR.W WP QMji To Jack skondraði nú niður snarbratta hlíðina, „...taugaveiklaður, en fljótlega yfir mig glaður yfir því að vera kominn á veiðar. Þrátt fyrir fáránlegar aðstæður skoppaði ég villtur og galinn niður og skipti engu þótt líf og limir væru í hættu.“ Og gátu nú veiðar njósnarans hafist: „Eg skoðaði ekki ána vandlega fyrst, eins og ég hefði átt að gera, heldur óð beint út í vatn sem náði í hné þar sem það var dýpst í sumarhitanum. Svalinn var hroll- vekjandi og dásamlegur í senn. Ég þræddi stöngina og festi tauminn, hnýtti votflugu, Coachman, á 3x tauminn. Eg hafði stokkið beint út í besta veiðivatnið sem ég sá og auðvitað eyðilagt gjörsam- lega veiðifæri í grennd, væru þau til á annað borð. Járnbrautarteinar lágu í 40 metra fjarlægð, fyrir ofan og til vinstri þar sem ég stóð og horfði niðureftir. Ég byij- aði að kasta beint út og lét fluguna sveifl- ast niður og þvert á straum eins og í klassískum votfluguveiðum. Engin taka kom, en ég sá fiska skjótast undan mér og vissi að þetta voru silungar, það merkti ég af hraðanum og hvernig þeir hreyfðu sig. Ég varð að vera varkárari, beygja mig og hreyfa mig hægar úr því að vatnið var kristaltært og fiskarnir auðhræddir. Ég kraup og kastaði lárétt, í átt að fisk- um sem voru þar sem hylur endaði og vatnið hraðaði sér á ný niður nokkra flúð þar til það náði næsta hyl. Ég var algjör- lega einbeittur við að veiða það litla vatn sem gæti mögulega haldið fiski þegar ég heyrði skelfilegasta hljóð og það sem ég vildi síst heyra við þessar aðstæður: fóta- tak hermanna í takt. Vegna hávaðans frá flúðinni höfðu þeir komið mér alveg á óvart. Hermannaflokkur í þýskum ein- kennisbúningum kom marserandi með riffla og vélbyssur. Þeir horfðu allir á og mig virtust skemmta sér við að gera niðr- andi athugasemdir um mig þar sem þeir gengu hjá. I fyrsta skipti á ævinni gerði ég ósk í hljóði sem nálgaðist að vera bæn. Um- fram allt, óskaði ég, að ekki tæki fiskur á þessu augnabliki. Ef það gerðist myndi allur herflokkurinn stoppa. Og þá kæmi til umræðna, og ekki mætti miklu muna að þeir sæju bandaríska fánann á öxlinni á mér. Alvaldið var með mér; enginn fisk- ur tók og þeir gengu burt. Ég byrjaði að nötra, en af mun betri ástæðu en þegar stóri regnbogasilungurinn slapp í Pahsi- meroi." Þ\4 virðast engin mörk sett hverju menn eru tilbúnir að fórna til að komast á fluguveiðar. Og komast upp með! Næst: Pápi Hemingway að veiðum! Krossgáta nr. 126 Lausnarorðið er ......... Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 126 I helgarkrossgátunni er gerður skýr grein- armunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð gátunnar á að skrifa á lausnarseðil- inn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Ak- ureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 126. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. I verðlaun fyrir helgarkrossgátu 126 er bókin „Hverjir eru bestir? Gamansögur af íslenskum íþróttamönnum" eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Vinningshafi fyrir krossgátu nr. 124 er Hanna G. Jónsdóttir, Hólmgarði 54 í Reykjavík og fær senda bókina „Falsarinn og dómari hans“ eftir Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð krossgátu nr. 125 verður tilkynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta nr. 127 birtist.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.