Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 18

Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 18
34 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 UUI lUVill I Bruce Dickinson. Aftur kominn heim, eða þannig í Iron Maiden. Wimk. HSi í i' 'v • jjjs llt ijpi í» Eftir um fímm ára hlé, þar sem hann meðal annars vann einar fjórar plötur með öðrum eða undir eigin nafni, er nú söngvarinn smá- vaxni, en mjög svo kraftmikli, Bruce Dickin- son, aftur gengin til liðs við hina fornfrægu þungarokkssveit Iron Maiden. Nú þegar kraftmikið rokk á aftur f þónokkrum mæli er- indi við tónlistaraðdáendur, orðið „inn“ eins og það kallast, þykja þetta vera nokkur tíð- indi þar sem Maiden og þá ekki hvað síst með Dickinson innanborðs, átti gríðarmikl- um vinsældum að fagna. Með fyrsta söngvar- anum, Paul DAnno hafði Iron Maiden vissu- |H H| lega vakið athygli og m.a. átt smellinn Runn- ing free, en það var með tilkomu Dickinson, sem hlutirnir fóru fyrir alvöru að gerast. Number of the beast var fyrsta platan sem hann söng á og var hún jafnframt þriðja plata sveitarinnar, innihélt hún t.d. Run to the hills, titillagið o.fl. er urðu topp tíu smellir í heimalandinu. Var þetta árið 1982 og má segja að næsta áratuginn og rúmlega það hafi ferill Maiden með Dickinson innan- borðs verið mikil sigurganga. Sem fyrr sagði hætti hann fyrir fimm árum eða svo og vildi fara að sinna sínum eigin verkum, m.a. fjöl- skyldumálum, ritstörfum, flugi og fleiru auk skylminga, en í þeirri íþrótt hefur Dickinson náð býsna langt á annars eins og sjá má ansi hreint fjölbreyttum lífsferli. Blaze nokkur Bayley söngvari úr Wolfsbane tók við af Dickinson og fórst það sæmilega úr hendi á allavega þremur plötum. Nú þótti hins vegar lag að sameina sveitina í sinni sterkustu mynd að nýju og mun undirbúningur að tón- Ieikum, plötuupptöku og þess háttar vera á dagskrá. Gamlir „þungarokksboltar" ættu því að vera nokkuð kátir þessa dagana með þessi tíðindi og hugsa sér gott til glóðarinnar. ÞANNIG FOR ÞAÐ Bresku tónlistarverðlaunin voru afhent með viðhöfn fyrir rúmri viku, nánar tilgreint á þriðju- dagskvöldinu fyrir viku. Mikið var um dýrðir eins og jafnan þegar slík verðlaunahátíð fer fram og allir þ.a.I. í „svaka stuði“ eins og þar stendur. Voru að venju margir kallaðir, en fáir út- valdir. Þeir eða þau sem hvað mest voru áberandi má nefna, að fyrrum Take that strákurinn Robbie Williams fékk ein þrenn verðlaun, fyrir besta smáskífu- lagið, Angels, sem söngvari árs- ins og fyrir myndband. Manic street preachers fengu tvenn verðlaun, sem hljómsveit ársins og fyrir bestu plötuna, This is my truth, tell me yours. Ástr- alska söng- og Ieikkonan Nathalie Imbruglioa, fékk sömu- leiðis ein tvenn verðlaun, sem besti nýliðinn og sem besta al- þjóðlega söngkonan, titilinn sem Björk hefur unnið a.m.k. tvisvar. Beck var útnefndur sem besti al- þjóðlegi söngvarinn og írsku systkinin í Ceers voru valin sem besta alþjóðlega hljómsveitin. Voru þetta svona þau helstu sem fengu verðlaunin í þetta skiptið. Margir tróðu svo upp á hátíð- inni, m.a. Robbie Williams, Manic Street Preachers og svo Eurythmics, þau Dave Stewart og Annie Lennox, er þarna komu fram í fyrsta skipti í mörg herrans ár, vöktu þau að sjálf- sögðu mikla kæti, en ekki mun vera ætlunin að framhald verði á, tilefnið nú var bara afhending bresku tónlistarverðlaunanna. En semsagt, þannig fór þetta nú í stórum dráttum fram. T T. mars skal það vera Vegna mistaka hjá einhverjum við tilkynningu á íslensku tón- listarverðlaununum, var því slegið fram hér á síðunni fyrir skömmu, að herlegheitin myndu fara fram á Grand Hótel Reykja- vík nú í lok febrúar, þann 25. eða eitthvað um það bil. Þessi dagsetning átti hins vegar að vera allt önnur, eða 11. mars og er því hér með komið á framfæri við þá sem áhuga hafa á að Vera viðstaddir afhendinguna. Stað- setning atburðarins er hins veg- ar sú rétta, svo það fari nú ekki á milli mála, á Grand Hótel, í heppilegum og rúmgóðum sal að sögn. Það er svo rétt að benda sömuleiðis á það, að ekki verður nú sem fyrr um beina sjónvarps- né útvarpsútsendingu frá afhendingunni að ræða. Aft- ur á móti verða herlegheitin tek- in upp og sýnd síðar í Rúv-Sjón- varp og verður um klukkustund- arþátt að ræða eða svo. Þegar þetta birtist mun væntanlega enn vera tími fyrir ykkur þarna úti að segja álit ykkar á tónlist- inni árið 1998. Má t.d. benda á netfangið visir.is þar sem hægt er að greiða atkvæði í kosning- unni. • Eins og fram hefur komið í fréttum heppnuðust þeir vel, tónleikarnir í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli, þar sem Gus Gus hóf formlega Evr- óputónleikaferð sína með hjálp frá tveimur öðrum sveit- um, Sigurrós og Grindverk. Vekur tilkoma hinnar síðar- töldu þar sérstaka athygli, en þar eru engir aðrir en Einar Orn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson og Hilmar Orn Hilmarsson, að rifja upp göm- ul kynni. Þeir hafa undanfar- in ár verið hver í sínu horni, Einar Orn mest verið að sinna innflutningi og öðru slíku varðandi tónlistarmenn, Sig- tryggur í Ameríku og Hilmar Orn sömuleiðis víða erlendis að sinna gerð kvikmyndatón- Iistar. I/andrædagemsinn Shaun Ryder hefur snúið aftur með Happy mondays. • Það vekur nú mikla athygli í Bretlandi, að ein af höfuð- sveitum b-nýja breska popps- ins í upphafi þessa áratugar, Happy Mondays, er komin saman að nýju. Er það sem fyrr Shaun Ryder, söngvari með meiru, sem fremstur er í flokki og maðurinn á bak við endurkomuna. Er tónleika- ferð um Bretland tilbúin á pappírunum í sumar og strax farið að seljast mjög vel á ein- staka tónleika. Þessi endur- koma er þó ekki komin alveg til að góðu. Ryder er með henni að reyna að afla sér skjótfengra tekna til að borga himinháar skuldir er hlaðist hafa upp og minnkuðu lítt þótt sveitinni hans um skeið, Black Grape, hafi svosem gengið þokkalega. • Við heyrum af endurkomu Happy Mondays, Blondie og fl. þessa dagana, en á móti leggja aðrar góðar sveitir upp Iaupana. Á síðustu mánuðum hafa t.d. hætt breska poppfyr- irbærið skemmtilega Boo Radleys frá Liverpool og ameríska rokk/hiphopdæmið Type O Negative. Sú síðar- nefnda skartaði hinum áber- andi söngvara Peter Steele, sem sögur herma að eigi ræt- ur að rekja hingað til Islands, hafi allavega fæðst hér. • Nafnið Rhythm Kings er lík- lega ekki mjög þekkt hérlend- is, en skartar þó ekki ófrægari manni en Bill Wyman, fyrrum bassaleikara Rolling Stones í aðalhlutverki. Onnur platan frá sveitinni er nú víst að koma út, Anyway the Wind Blows og er heilmikill stjörnu- fans þar í gestahlutverkum. Má þar nefna gítarhetjurnar Eric Clapton, Albert Lee og Mick Taylor.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.