Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 2
2 — FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Dg^ttr" FRÉTTIR Um 5 0% stúdenta útskrifast frá 1985 Fleiri íslendingar hafa lokið stúdentsprófi síð- ustu 14 árin heldur en næstu 136 árin þar á und- an. Fjöldi brautskráðra stúdenta á íslandi, frá 1847, komst yfir 50 þúsund á s.l. vori. Og ríflega helmingur þeirra hafa lokið prófi á síðustu 14 árum. Enda er stúdentahópurinn á hverju vori t.d. stærri en á áratugnum 1950-1960. Þótt strákarnir hefðu hálfrar aldar for- skot tókst stúlkunum að jafna það í fyrra, og raunar gott betur, því þær eru orðnar um þúsund fleiri. Fyrsta konan lauk stúdentsprófi árið 1897 og sú næsta ekki fyrr en 1910. Stúlkur urðu um fjórðungur stúdenta um miðja öld- ina, um helmingur hópsins fyrir tutt- ugu árum og kringum 60% síðata ára- tuginn. Hlutfall pilta var komið niður fyrir 39% vorið 1997. Helmingur allra kvenstúdenta frá upphafi hefur lokið prófi frá 1988. Fá lægri laun fyrir lengra nám Tryggvi Gíslason, skólameistari á Ak- ureyri, var spurður um ástæður þess- arar „yfirtöku" stúlknanna í mennta- skólunum. Hann segir eina ástæðuna þá, að konur hafa tekið við sér á síð- ustu árum og áratugum og leitað menntunar til jafns við pilta. Þær vilji fá sömu tækifæri og karlar í þjóðfélag- inu. Hins vegar virðist stór hluti pilta velja styttra og hagnýtara nám. „Það er mjög áberandi, bæði á Is- landi og í nágrannalöndum okkar, að í verkmenntaskólum, iðnskólum og hreinum tækniskólum eru piltar enn mun fleiri en stúlkur. Styttra atvinnu- tengt tækninám hefur nú síðustu ár og áratugi gefið hærri tekjur. Tölvufræð- ingar hafa t.d. orðið um tvöföld laun á við kennara. Stúlkurnar virðast ennþá sætta sig við lægri laun og fara í þetta hefðbundna menntaskólanám og síð- an háskólanám sem bundið er þjón- ustu við fólk; kennslu, lækningum, hjúkrun, sjúkraþjálfun og svo framveg- is. Þannig að Iaunavonin er sjálfsagt FRÉTTAVIÐTALIÐ meginástæðan að piltarnir velja aðra leið,“ sagði Tryggvi Gíslason. Fiminfaldast frá 1972 Hagstofan varðveitir tölur um braut- skráða stúdenta allt frá 1847. Fram yfir fyrri heimsstyrjöld voru þeir sjald- an fleiri en tuttugu á ári, en 1930 hafði sú tala þrefaldast. Vorið 1950 brautskráðust í fyrsta skipti fleiri en 200 stúdentar. Aðeins fjórðungur þeirra voru konur. Fjöldinn stóð í stað á 6. áratugnum en ríflega tvöfaldaðist síðan á 7. áratugnum. Það tók 125 ár að brautskrá fyrstu 10.000 stúdent- ana, þ.e. 1847-1972, þannig að fjöld- inn hefur síðan fimmfaldast. Arið 1972 settu 750 upp hvíta kollinn, tæp- lega 20% af árgangi tvítugra. Stúdent- um fjölgaði síðan jafnt og þétt næstu tvo áratugina, í rúmlega 2 þúsund á ári 1992, og lj'öldinn hefur lítið breyst síð- an. Helmingur stúdenta yfix tvítugu Arlegur fjöldi stúdenta samsvarar nú um helmingi af hveijum árgangi tví- tugra. Undanfarin ár hefur þó aðeins helmingur stúdentanna lokið prófi tví- tugir eða yngri. Tæpur Ijórðungur til viðbótar lauk prófinu 21 árs. Meiri- hluti þess Ijórðungs sem þá er eftir verða stúdentar á aldrinum 22-24 ára, en vorið 1997 voru t.d. rúmlega 170 nýstúdentanna eldri en 25 ára. Vorið 1997 átti heldur hærra hlufall stúd- enta lögheimili í Reykjavík, á Norður- landi og Suðurlandi heldur en svaraði hlutfallselgum íbúaljölda þessara kjör- dæma. En hlutfall stúdenta virtist hvað Iægst á Reykjanesi. -hei sonalþitigismaðurkvað: Halldór Ásgríms- Halldór erklðkur að kynna, klásúlurpappíra sinna. Það allt saman dregur, svo álieyrilegur, en mætti tala þð minna. í pottinum var sagt frá þessari vísu sem Óinar Ragnarsson orti um Blöuduóslögguna cn í fyrradag, miðvikudag, var gengið frá samningum um ný húsakyimi þeirra. Lögrcglu- liðið á Blönduósi er öðruin frægara fyrir að nappa öku meim íyrir of hraðan akstur og svo orti fréttamaðurinn fljúgandi. Bíla snögga bervið loft, bráttþá löggursjá. Blönduðslöggan ærið ojt, erað bögga þá. Nú er ljóst að Rást 2 hyggst tefla fram Áslaugu Dóru Eyj- ólfsdóttur á smmudagsmorgn- um til að taka við af Ömiu Kristine Magnúsdóttur, sem farin er yfir á Bylgjmia. Ás- laug var sem kmmugt er eitt sinn kjörin kynþokkafyllsti kvenmaðurinn á Rásinni og nú bíða memi speimtir eftir þvi hvort töfrar hennar á sviði útvarpsþáttagerðar eru jafn hrífandi. Þáttur hennar heitir Svipmynd.... Anna Kristine Magnúsdóttir. Meðalþyngd loðnu 15% minni en 1 meðalárferði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun Nokkur uggur liefur verið í loðmi- sjómönnum og útgerðarmönnum í uppsjávarfiskavinnsiu um það að lélegtástand loðminnar, sem erað veiðastallt frá Reykjanestá austur áMeðallandshugt, muni valda því að hrygning muni misfarastað ein- hverju leyti. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, segir þá loðnu sem nú veiðist vera fremur rýra, en 75% hennar er 3. árs Ioðna og 25% 4. árs loðna, sem teljast verður þokkalegt hlutfall af eldri loðnu í hrygningarstofni. - Eru dhyggjur urn að hrygning misfarist á rökum reistar? „Loðnan á þessari vertíð er smærri og léttari en venja er til. Meðalþyngdin f hrygningarstofninum nú er kringum 17,1 gramm en venjulega liggur meðalþyngdin á milli 19,5 og 20 grömm, svo meðalþyngdin nú er langtum minni en eðlilegt getur talist. Ég kann ekkert einfalt svar við því en aug- ljóslega hefur þessi fiskur haft of lítið að éta norður í höfum að sumarlagi, en okkar gögn um fæðisframboð loðnunnar er mjög af skornum skammti. Það þarf að fara allt aftur til vetursins 1980 til að fá samanburð en þá var ástand loðnunnar mjög svipað og það er nú og meðalþyngd nánast sú sama. Sumarið 1979,. sem var ætissumar þeirrar loðnu, var mjög kalt norður í hafi og trúlega takmarkað æti en lágt hitastig hægir á öllu meltingarferlinu og dregur úr vexti. Ég geri ráð fyrir að um 400 þúsund tonn af loðnu hrygni nú eins og miðað hefur verið við hér hjá Hafrannsóknastofnun. Hugsanlegt er að þetta Iélega ástand loðnunnar muni hafa neikvæð áhrif á afkomumöguleika þeirra seiða sem úr hrygningunni klekjast. Hrygn- ingin byijaði fyrir nokkru síðan við vestan- verða suðurströndina en síðan mun hrygn- ingarsvæðið færast inn á Faxaflóa.“ - Hefur loðnan að öðru leyti hagað sér öðru xúsi en áður? „Vesturstraumurinn sem hefur verið með suðurströndinni hefur verið ákaflega veikur f vetur, jafnvel svo að það hefur orðið aust- urstreymt á köflum. Þess vegna hefur loðn- unni miðað ákaflega hægt vestur með land- inu og því hefur hún ekki verið að koma í mjög stórum flekkjum, heldur smám sam- an. Til að hrekjast ekki til baka hefur loðn- an lagst á botninn meðan hafstraumar eru óhagstæðir henni og þar er mjög erfitt að sjá hana auk þess sem hún er mjög grunnt svo erfitt hefur reynst að ná til hennar. Þeg- ar hún heldur áfram verður ágætis veiði.“ Hjálmar Vilhjálmsson telur miklar líkur á að það takist að veiða þann kvóta sem gef- inn hefur verið út, en upphafskvóti var 690 þúsund tonn. I gær gaf sjávarútvegsráðu- neytið út viðbótarkvóta samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar, og fer hann þá í 995 þúsund tonn og hefur þá verið tekið til- lit til 56 þúsund tonna, sem ónýtt voru úr kvóta Noregs og Grænlands. Það er um 220 þúsund tonna minni kvóti en á síðustu ver- tíð en heildarkvótinn nú verður um 1.200 þúsund tonn. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.