Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 9
8- FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING ro^ir FRÉTTIR FRIÐRIK ÞOR GUÐMUNDS SON SKRIFAR Þrír jarðgangapaJkkar á Austurlandi, göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, Dýra- fjarðargöng, Hellis- heiðargöng, göng milli Vestmannaeyja og meginlandsins og Sundabrautin (jarð- göng Reykvíldnga!) myndu kosta 45 til 50 miHjarða króna út- gjöld. Ekkert aí þessu nema Sundabrautin er innifalið í 116 miHj- arða króna langtíma vegáætlun tH ársins 2010 - utan hvað Al- þingi afhenti ríkis- stjóminni óutfyUta j ar ðgangaáví sun. „Skrifaðu höfn,“ sagði frambjóð- andi eitt sinn við aðstoðarmann sinn þegar þeir voru á yfirreið um kjördæmi frambjóðandans og hann þurfti að lofa öllu fögru til að versla sem flest atkvæði. Nú þegar kosningabaráttan er að hefjast vegna þingkosninganna í vor er eitt það fyrsta sem heyrist: „Skrifaðu jarðgöng." Háværastur er sjálfur Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, sem lýsti því yfir á dögunum að þar sem Þormóður rammi á Siglufirði og Sæberg í Ólafsfirði hefðu sameinast væri sjálfsagt að byggja jarðgöng milli bæjanna. Leiðtogar annarrá kjör-. dæma hafa brugðist hart við þess- um ummælum, ekki síst Austfirð- ingar, sem telja sig hafa í hönd- unum uppáskrift um að Austur- Iand sé næst á dagskrá jarðganga- gerðar. Það vill svo til að vorið 1998 samþykkti Alþingi langtíma vegá- ætlun til 12 ára eða til ársins 2010. Sú vegáætlun gerir ekki ráð fyrir jarðgöngum á þessu tímabili, en tekið fram að ef til slíkra framkvæmda komi á áætl- unartímabilinu þá verði það gert samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnvalda, þar sem verði Iíka tekin afstaða til fjármögnunar- innar. Hins vegar er gert ráð fyrir því að veita nokkru fé til jarð- gangarannsókna á Austurlandi,' Norðurlandi og Vestfjörðum, 120 milljónir króna alls á tímabilinu. Að meðaltali 10 milljónir á ári eingöngu í rannsóknir. Jarðgöng hafa verið gerð á Vest- fjörðum og undir Hvalfjörðinn og samgönguráðherra var ekki í vafa um stöðuna eins og hún blasti við í maí 1997: „Ég hygg að ef hátt- virtir þingmenn yrðu spurðir í einrúmi mundi hver og einn svara því með mér að miðað við það fé sem nú er aflögu til vegagerðar sé algerlega borin von að menn geti búist við því að hægt verði að ráð- ast í jarðgöng í fyrirsjáanlegri framtíð." Skrifaðu göng“ segja frambjóðendur núna og víst er að i samgöngumálum getur orðið jarðgöng laðað að sér ófá atkvæðin. Samgönguráðherra reið á vaðið með kosningaloforð, Austfirðingar minna á að þeir séu „næstir í röðinni" og það ýtti við Vestfirðingum. Og svo koll af kolli. Austfirðir og Vestmannaeyjar: um 30 milljarðar I langtímaáætluninni var ekki að finna jarðgöng inn milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar og fyrir það var samgönguráðherra skammaður, en hann varðist með því að benda á að það væri ekki samstaða um það á Alþingi í hvaða jarðgöng skuli næst ráðist ef af verður. Og víst er að ýmsar háleitar - og sumar verulega kostnaðarsamar - hugmyndir eru í gangi um jarð- gangagerð, þrátt fyrir að ekkert slíkt sé að finna í vegáætlun, nema með tilvísun til sérstakra ákvarðana stjórnvalda. Lítum á helstu hugmyndirnar og áætlanir um kostnað. A Austurlandi er talað um þijá möguleika til að velja úr. I fyrsta lagi er talað um rúmlega fimm kílómetra jarðgöng milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar sem kosta myndu um 2,3 millj- arða. I öðru lagi er talað um 4,2 kílómetra göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar upp á 2 milljarða. í þriðja lagi er síðan talað um nokkurs konar jarðganganet sem tengja myndi Norðfjörð, Mjóa- fjörð, Seyðisfjörð og Hérað, þrenn göng upp á alls 16 til 18 kílómetra, sem kosta myndu ná- lægt sjö milljörðum króna. Aust- fjarðapakkinn er því upp á 11-12 milljarða. Atkvæðabeita samgönguráð- herra eru jarðgöng milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar. Sam- kvæmt áætlun Vegagerðarinnar eru þar uppi hugmyndir um 10 kílómetra göng, sem kosta myndu u.þ.b. fjóra milljarða króna. Hjálmar Jónsson, stjórnarþing- maður að norðan, er ekki í vafa: „Hagkvæmasti kosturinn í jarð- gangagerð er á milli SigluQarðar og Olafsfjarðar." Talsmenn þessara leiða telja sig vera næsta í röðinni, en aðrir eru að banka hart upp á. Alþingi hef- ur þannig gefið_ grænt Ijós 4.- þá— hugmynd Arna Johnsen að byggð verði jarðgöng milli Vestmanna- eyja og meginlandsins. Ymsir hrista höfuðið yfir þessari hug- mynd, en grófar frumáætlanir eru til um að slík jarðgöng myndu kosta á bilinu 15 til 20 milljarða króna. Sérfræðingar þykjast þeg- ar sjá fyrir sér veruleg vandamál vegna bergsins á leiðinni og gos- virkninnar. Stjórnarmeirihlutinn hristi höfuðið þó ekki meira en svo að samþykkt var að verja allt að 6,5 milljónum króna til að rannsaka þennan möguleika og vinnur Vegagerðin að því verkefni núna. Jarðgong imdir Hellisheiðina pöntuð Annar Sunnlendingur vill ekki láta sitt eftir liggja og hefur lagt til jafnvel enn metnaðarfyllri hugmynd um jarðgöng. Isólfur Gylfi Pálmason hefur þannig stungið upp á jarðgöngum undir Hellisheiðina. „Af hveiju eru ekki göng í gegnum Hellisheiði inni í myndinni?" spurði þingmaðurinn og sagðist telja þetta vera nauð- synlegt mál. Vegagerðin hefur sett nokkra útreikninga á blað sem innihalda þó fyrirvara um hreyfingu jarðskorpunnar og um jarðhitann. Á blaðinu stendur þó: um það bil 8,5 kílómetra jarð- göng sem myndu kosta upp und- ir fimm milljarða króna Sunnlendingar eru með meira á prjónunum; þrýsta á um Suður- strandarveg milli Suðurlands og Reykjaness (sem þó fékk ekki pláss á Iangtímaáætluninni) og Reyknesingar berjast ötullega fyr- ir því að gera Reykjanesbrautina tvíbreiða, en það kostar um 1,5 milljarða króna. Vestfirðingar vilja engir eftir- bátar vera og telja að jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði til teng- ingar norður- og suðurhluta Vest- fjarða eigi að komast inn í endur- skoðaða vegáætlun. Með öðrum orðum jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Fyrir Vestfirðing- um fara í þessu máli stjórnarþing- mennirnir Kristinn H. Gunnars- son og Einar Kr. Guðfinnsson. Einhverju fé hefur verið varið í að rannsaka þennan möguleika, en áætlanir að öðru leyti skammt á veg komnar. Áætlunin um Hrafnseyrarheiðina gerir ráð fyrir 2,5 milljarða króna kostnaði í fimm til sex kílómetra jarðgöng. Enn er ótalin einhver þýðingar- mesta og stærsta samgöngubótin, sem eru „jarðgöng" Reykvfkinga: Sundabrautin. Sú framkvæmd er talin kosta á bilinu 6 til 7 millj- arða króna, en langtímaáætlun vegamála gerir ráð fyrir rúmum tveimur milljörðum króna til árs- ins 2010. Þá má nefna nokkrar stórar vegaframkvæmdir; Isa- fjarðardjúpið (einn milljarður), Möðrudalsöræfin (einn milljarð- ur) og Búlandshöfðinn á Snæ- fellsnesi (500 milijónir). Samgönguráðherra: Ekki heimta göng Jarðgöngin sem menn eru að panta kosta offjár. Ef reiknað er með gangapökkunum þremur á Austurlandi, göngum milli Olafs- fjarðar og Siglufjarðar, Dýrafjarð- argöngum, Hellisheiðargöngum, göngum til Vestmannaeyja og Sundabrautinni (sem að litlum hluta er reyndar jarðgöng!) er ver- ið að tala um 45 til 50 milljarða króna útgjöld. Aðeins Sunda- brautin er af þessu innifalin í 116 milljarða króna langtíma vegáætl- un til ársins 2010. Þar er og t.d. að finna 6,2 milljarða í Reykja- nesbrautina (að breikkuninni meðtalinni) og 3,2 milljarða ( Norðausturveg. Þótt engin jarðgöng sé að finna í langtíma vegáætlun Alþingis gætti ríkisstjórnin sín á því að fá óútfyllta ávísun; ákvörðun um jarðgangagerð lyti sérstakri ákvörðun hennar. Sjálfur er Hall- dór Blöndal samgönguráðherra ekki í vafa, en á þingi sagði hann: „Ég tel óhjákvæmilegt að ráðast í stórframkvæmdir á þessu 12 ára tímabili sem eru ekki inni í áætl- uninni.“ Og hann hefur flutt Austfirð- ingum skýr skilaboð um boðskap þingmanna þeirra; kannast ekki við loforð um að næstu jarðgöng komi á Austurlandi og segir: „Við erum að tala um verulegar fjár- hæðir og það er fullkomlega * óskiljanlegt að mínum dómi hvers vegna þingmenn geta ekki unað því að menn reyni fyrst að átta sig á því hvar jarðgöng eigi að vera, kostnaðaráætlun og öðru slíku... Ég held þess vegna að þingmenn bæði Austurlands og Norðurlands eigi aðeins að athuga sinn gang, leggja fé til rannsókna og gera sér grein fyrir því hvernig þeir vilji standa að málum þegar að jarð- gangagerðinni kemur. Það eru ekki forsendur fyrir því að hægt sé að heimta jarðgöng hér og jarð- göng þar,“ sagði ráðherrann fyrir ári síðan. En sami maður „heimt- ar“ nú jarðgöng fyrir norðan - væntanlega vegna óvæntrar sam- einingar Þormóðs ramma og Sæ- bergs. Austfirðingar: Við eriun næstir! Að vonum hafa Austfirðingar tek- ið „heimtingu“ norðanmanna óstinnt upp. Á þingi hefur EgiII Jónsson veitt samþingmönnum sögulexíu um stefnumörkun stjórnvalda frá 1991 og tillögu nefndar um næstu stórverkefni. 1 nefndinni hefði m.a. núverandi samgönguráðherra átt sæti. „I framhaldi af þessu er sett upp skipting [stórverkefna] á þrjú tímabil frá árinu 1991 til 2002. Þar eru tillögurnar þær að jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla verði fjár- mögnuð á fyrsta tímabili, Vest- fjarðagöngum verði lokið á öðru tímabili og Austfjarðagöngum á hinu þriðja. Það vill svo til að það er einmitt á þessu ári sem fyrstu framkvæmdirnar við jarðgöng á Austurlandi áttu að hefjast," sagði Egill Jónsson. Hjörleifur Guttormsson var ekki eins kurteis við samgöngu- ráðherra og Egill og fullyrti: „Ahugi [Halldórs Blöndals] á því að standa við gefnar yfirlýsingar varðandi jarðgöng á Austurlandi hefur aldrei verið til staðar." Ráðningu frestað Á bæjarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga frá Ásgeiri Magn- ússyni, formanni bæjarráðs, að frestað yrði ráðningu fjögurra slökkviliðsmanna vegna athuga- semda sem borist höfðu. Ástæðan fyrir því að ekki var gengið frá ráðningunni er vafaatriði varðandi það hvort heimilt sé að ráða í starf menn, sem ekki hafa réttindi sem sjúkraflutningamenn ef annar um- sækjandi hefur slík réttindi. Einn 18 umsækjenda sem ekki átti að ráða er méð slík réttindi en ekki Ásgeir Magnússon. þrír þeirra sem til stóð að ráða. Ásgeir Magnússon sagði í sam- tali við Dag í gær að vissulega væri það sérkennilegt að pólitískir full- trúar í bæjarstjórn og framkvæmdanefnd stæðu í mannaráðningum af þessu tagi, enda hefðu pólitíkusarnir sjaldnast faglegar forsendur til að meta hæfi umsækjenda á faglegum forsendum. Formaður bæj- arráðs segir það sína skoðun að breyta ætti reglunum þannig að slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri ættu að geta gengið frá mannaráðningum á eigin ábyrgð. Helgarstrætó í siunar Framkvæmdanefnd Akureyrar hefur nýverið tekið þá ákvörðun að áframhald verði á helgarakstri Strætisvagna Akureyrar í sumar. Nýt- ing vagnanna í helgarakstri hefur að vísu ekki verið mikil frá því að þessi tilraun hófst, en engu að síður telja menn eðlilegt að halda til- rauninni áfram. Leiðakerfi strætisvagnanna er nú í endurskoðun og er ljóst að það verður að taka talsverðum breytingum þegar hin nýja Borgarbraut verður tekin í gagnið síðsumars. Verið er að skoða nýt- ingarmál vagnanna og hafa menn hug á að fá Iíka mælingu á sumar- nýtingu vagnanna, þar á meðal nýtingunni um helgar. Ljóst er að sárafáir fara með vögnunum snemma á morgnanna um helgar, en samkvæmt upplýsingum Dags myndi það kosta mikla röskun á samn- ingum við bílstjóra og öðru ef menn færu út í að hreyfa við núver- andi áætlun. Vilja byggja við Oddeyrarskóla Skólanefnd Akureyrar hefur gert um það sérstaka bókun að strax verði hafist handa við hönnun viðbyggingar við Odd- eyrarskóla og útvegað ljármagn til þess að hefja framkvæmdir strax á þessu ári. Þessi bókun kemur í kjölfar þess að gerð hefur verið ný nemendaspá fyr- ir leikskóla og grunnskóla á Ak- ureyri sem nær til ársins 2004 - 2005. I húsrýmisþarfarhluta þeirrar spár kemur fram að um 700-1200 fermetra vantar við skólann. Að sögn Guðmundar Þórs Ásmundssonar skólafulltrúa munar hér mestu um að skólinn er að fá inn 8. og 9. bekk og útlit fyrir að strax á næsta ári verði að fá við skólann tvær lausar kennslu- stofur. Að öðru leyti virðist nemendaspáin ekki raska áformum við hina skólana, nema hvað að ljóst er að hraða verður uppbyggingunni við Giljaskóla eftir þarnæsta vetur. Það eru því fyrst og fremst í Odd- eyrarskóla og Giljaskóla sem grípa þarf til ráðstafana, og eru hug- myndirnar þær að leysa þörfina að hluta með viðbyggingum og að hluta með lausum kennslustofum. Skólanefnd vill að byggt verði við Oddeyrarskóla á Akureyri. 8S8ÍSTEX. ÍSLENSKUR TEXTÍUÐNAÐUR H F. Aðalfundur ístex hf. verður haldinn föstudaginn 12. mars 1999, kl. 16.15 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 16. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Álafossvegi 40A, Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ 26. febrúar 1999 Stjórn ístex hf. 4-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.