Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 3
Xfc^*r FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 - 3 FRÉTTIR Stj ómarþmgmeim standl í lappimar Finnur Ingólfsson segir að fyrir liggi áætlanir um umfangsmiklar framhaldsathug- anir á álveri við Reyðarfjörð. Þingmeiui Sjálfstæð- isflokksms á Austur- landi kröfðu iðnaðar- ráðherra um skýr svör um stöðu mála varð- andi samningana við Norsk Hydro um hygg- ingu álvers á Reyðar- firði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi, kom af stað fjör- ugum umræðum á Alþingi í gær þegar hún spurði Finn Ingólfs- son iðnaðarráðherra um hver raunveruleg staða álvers og virkj- unar á Austurlandi væri. Egill Jónsson krafði iðnaðarráðherra um skýr svör í málinu. Þá fór Jón Kristjánsson í pontu og sagði að stjórnarliðar ættu að standa í lappirnar í þessu máli og styðja við bakið á iðnaðarráðherra í þeim hatrömmu deilum sem um málið væru. „Nú hafa enn og aftur borist fréttir af því að hik sé á Norsk Hydro varðandi samninga um ál- ver á Austurlandi. Þegar ég bar þessa fyrirspurn fram voru uppi fréttir um að Norsk Hydro hyggðist ætla að festa kaup á ál- bræðslu Norðuráls á Grundar- tanga. Nú berast fréttir um að mikið samdráttarskeið herji á Norsk Hydro og ekki sé nokkurr- ar ákvörðunartöku að vænta það- an á næstunni," sagði Arnbjörg. Hún sagði að sú óvissa sem ríkir um fyrirhugaðar fram- kvæmdir væri mjög óheppileg fyrir atvinnu og byggðaumræðu á Austurlandi. Tímasetningar um ákvarðanir hafi verið gefnar allt frá ágúst 1997 en að enn hefði lítið gerst og fréttaflutningurinn í þessu máli að undanförnu hefði enn aukið á þá óvissu sem Aust- firðingar búa við. Engin breyting Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði að unnið hefði verið að undirbúningi samninga viö Norsk Hydro um byggingu álvers um nokkurt skeið. Hann sagði vinnuna hafa gengið samkvæmt áætlun og að tímabundnir erfið- leikar NH hafi ekki breytt áform- um fyrirtækisins hér á landi. Hann sagði að fyrir Iægju áætlan- ir um umfangsmiklar framhalds- athuganir á álveri við Reyðar- fjörð. Að þeim verði unnið á næstunni og um mitt ár sé stefnt að því að undirrita samkomulag milli NH og fslenskra stjórnvalda um framhald málsins. Ossur Skarphéðinsson sagði iðnaðarráðherra vera eina mann- inn í heiminum sem hefur trú á því að NH ætli að reisa þetta stóriðjuver hér á landi. Enn frem- ur væri hann sá eini sem trúir því að NH ætli að undirrita einhvern samning um mitt þetta ár. „Hefur iðnaðarráðherra ekki fylgst með fréttum og hvað tals- menn NH hafa verið að segja,“ spurði Össur og spurði ráðherra hvort hann væri ekki tilbúinn til að láta Fljótsdalsvirkjun fara í lögformlegt umhverfismat þar sem NH muni ekki reisa álver hér á næstunni. Egill vill skýr svör Egill Jónsson, þingmaður Aust- urlands, sagði ljóst að það væri ekki á færi iðnaðarráðherra að ráða fyrir um það hvort NH reis- ir hér stóriðju. Það væri aftur á móti á hans færum að, vinna að þessum málum hér á landi. Egill sagðist hafa verið furðu lostinn yfir svari iðnaðarráðherra við fyr- irspurn Arnbjargar. „Ég vil ganga eftir því að ráð- herra tali skýrar um það hvort ekki séu hafnar viðræður við neina aðra aðila en NH um stór- iðju hér á landi. Ef hann stað- festir það hér að svo sé ekki ligg- ur fyrir að þetta mál er í verri far- vegi en áður lá fyrir,“ sagði Egill Jónsson. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Austur- landi, sagði að þetta væri stærsta atvinnuþróunarverkefni sem hefði verið í gangi á Austurlandi. Það byggðist á orkuöflun í stór- um stíl og um þetta væru hatrömm átök. „Það er nauðsynlegt fyrir alla stjórnarliða að þeir standi í Iapp- irnar í þessu máli,“ sagði Jón Kristjánsson. - S.DÓR Bjarni Ármannsson: Ég kannast ekki við að stjórnendur Fiskveiðasjóðs hafi forsendur til að tjá sig um málið. Afneitar rógburöi Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins (FBA), segir af og frá að bankinn standi í einhverri ófrægingarherferð á hendur fyrr- um starfsmanni sínum. „Það er algjörlega rangt mál að við séum að bera út rógburð á þann hátt sem fram kemur í frétt Dags af stefnu fyrrum starfsmanns FBA,“ segir Bjarni og á þar við stefnu Asbjörns Þorleifssonar og kröfu hans um alls 48 milljóna króna bætur frá FBA vegna meints ólöglegs brottreksturs. Bjarni segir stefnu FBA að tjá sig ekki um málefni hvorki nú- verandi né fyrrverandi starfs- manna, en að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur. „Við höf- um ekki gerst sekir um rógburð. Þá er það alrangt að starfskjör stjórnenda FBA taki mið af af- komu bankans, þótt nú sé verið að vinna að uppsetningu slíks kerfis. Loks kannast ég ekki við að síðasta stjórn Fiskveiðasjóðs fyrir sameiningu geti hafa íjallað um þetta mál og ég kannast ekki við að stjórnendur sjóðsins hafi forsendur til að tjá sig um mál- ið,“ segir Bjarni. I Degi í gær var talað um stuðning stjórnar Fisk- veiðisjóðs við Ásbjörn, en þar átti að standa stjórnendur, þ.e. æðstu yfirmenn starfsliðs sjóðs- ins. - FÞG Afkoma Krossaness versnaði miUi ára Eiginfjáxstaða fyrir- tækisins hefur styrkst á undanfömum áruiii og hækkun eigin fjár nam 6,8%. Krossanesverksmiðjan var rekin með 36,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er töluvert minni hagnaður en árið 1997, en þá nam hann 109,5 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu 746 milljónum króna og lækkuðu um 27% milli ára en rekstrargjöld 599 milljónum króna og lækkuðu um 20% milli Krossanesverksmiðjan. ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam því 147 milljónum króna. Eiginfjárstaða fyrirtækisins hefur styrkst á und- anförnum árum. Hækkun eigin íjár nam 6,8% og eigið fé í árslok 1998 var um 519 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 55% í 67%. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri, segir skýringuna á lakari afkomu vera þá að sumar- og haustvertíðin hafi ekki verið nema svipur hjá sjón samanborið við árið 1997, sem leitt hafi til þess að móttekið hráefni hafi far- ið úr 84.900 tonnum 1997 niður í 49.600 tonn 1998. Á aðalfundi 18. mars nk. mun stjórn gera til- lögu um að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Vilja auka sjálfstæði skóla Gailað skaðabótafnunvarp „í frumvarpinu er að finna lagatæknilega ágalla, sem gera það að verkum að vart eða ekki verður hægt að gera upp mál án milligöngu dómstóla, verði frumvarpið að lögum,“ segir í fréttatilkynningu frá aðalfundi Sambands ísl. tryggingafélaga, þar sem frumvarp það til breytinga á skaðabótalögum sem nú liggur fyrir Alþingi var harðlega gagnrýnt. Frágangur á „skrautfjöðrum" frumvarpsins, sem felist í tjölmörgum stuðlum og reikniverki, sem vakið hafi athygli sérfræð- inga, sé hinn undarlegasti. Bersýnilegt sé að án breytinga sé „vitandi vits verið að stofna til ágreinings, sem ekki verður leystur nema fyrir dómstólum í hverju einstöku tilviki.11 — HEl Kortanotkim slær met Krítarkortanotkun fslendinga sló fyrri met í fyrra. Hlutfallslegur ljöldi krítarkorta á Islandi er með því alhæsta sem þekkist í heimin- um. Samanlögð velta debet- og kreditkorta er 183 milljarðar króna. Hiutfall kortatiðskipta af einkaneyslu er um 60% hér á landi en til samanburðar má nefna að það er 14% í Bretlandi og 12% á Spáni. Hagnaður Visa-Greiðslumiðlunar nam 172 milljónum króna í lyrra sem er um 42% meiri hagnaður en árið á undan. Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna vilja að hafinn verði undirbún- ingur við gerð rekstrar- og þjón- ustusamninga við grunnskóla borgarinnar. Tilgangurinn er að tryggja faglegt sjálfstæði skól- anna. Lagt er til að settur verði á Iaggirnar starfshópur til að vinna að slíkum samningum við fjóra skóla með það í huga að þeir geti tekið gildi frá og með næsta skólaári. I greinargerð með tillögunni kemur fram að með henni sé ver- ið að stíga mikilvægt skref til að tryggja aukið sjálfstæði grunn- skóla borgarinnar. Með þessu sé einnig verið að snúa af braul þeirrar miðstýringar sem starf- semi Fræðslumiðstöðvar hefur leitt til. Með þessum samningum sé gert ráð fyrir því að samið verði um allan rekstrarkostnað skóla í einni heild og skólastjórn- endur fái frelsi til að reka skól- ann innan þess heildarramma. - GRH Rómantíski prinsinn til íslands Píanóleikarinn Richard Claydermann er á leiðinni til íslands og verð- ur með tónleika í Laugardalshöll 3. apríl nk. Með honum leikur 9 manna hljómsveit. Claydermann er Islendingum að góðu kunnur, hann hefur selt hér á landi fleiri plötur en nokkur annar listamaður, að Bubba Morthens einum undanskildum. Hljómplötur hans hafa selst í meira en 65 milljónum eintaka í heiminum. Nancy Reagan kallaði Claydermann „Rómantíska prinsinn". - PJESTA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.