Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Tkypr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171CAKUREYRI) S51 6270 (REYKJAVÍK) Skrifaðu jarðgöng! í fyrsta lagi „Skrifaðu brú!“ Þetta fræga orðatiltæki er lýsandi dæmi um það hvernig sumir frambjóðendur ærast íyrir þingkosningar og lofa kjósendum öllu fögru - auðvitað á kostnað samfélagsins og skattborgaranna. Það er líklega í samræmi við breyttan tíð- aranda að í stað þess, sem áður var, að þingmenn létu sér nægja að lofa brú eða vegarspotta fyrir atkvæði, hrópa þeir nú hver í kapp við annan: „Skrifaðu jarðgöng!" í öðru lagi Þótt engin jarðgöng séu á vegaáætlun, sem nær fram til ársins 2010, var það samt ráðherra samgöngumála sem ýtti boltan- um af stað með yfirlýsingum um að næst ætti í fara í gerð jarð- ganga á milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar - það er í kjördæmi ráðherrans. Þetta varð austfirskum framsóknarþingmönnum tilefni til að minna á gömul fyrirheit um að næstu jarðgöng yrðu boruð í þeim landsfjórðungi. Ekki Ieið á löngu þar til vestfirskur þingmaður lét líka í sér heyra; hann taldi brýnt að leggja ný jarðgöng fyrir vestan. Og sjálfstæðismenn á Suður- landi hafa þegar tryggt sér opinbert fé til að kanna hugmynd- ir um að bora jarðgöng undir hafið milli lands og Eyja. 1 þriðja lagi Með reynslu síðustu áratuga í huga hljóta almennir skattborg- arar þessa lands að fyllast hryllingi þegar þeir sjá og heyra al- þingismenn keppast með þessum hætti við að lofa eða berjast fyrir stórframkvæmdum sem vafalaust munu samanlagt kosta hátt í hundrað milljarða króna. Þetta jarðgangaæði minnir óhugnanlega á fjárfestingafyllirí fyrri ára í fiskeldi og loðdýra- rækt, en sú stjórnlausa sóun fjármagns skerti tvímælalaust lífskjör almennings. Nýja æðið minnir einnig á reynslu frænda okkar í Færeyjum - en þar átti offjárfesting í jarðgöngum gegn- um hvert fjallið af öðru sinn þátt í að rústa efnahag þjóðarinn- ar. Gera verður þá kröfu til þingmanna og ráðherra þjóðarinn- ar að þeir sýni meiri ábyrgð í yfirlýsingum og gjörðum - jafnvel þótt kosningar séu í nánd. Elias Snæland Jónsson Afjölliun Garri er sjaldan hissa á þing- mönnum. Hefur enda fylgst með pólitíkinni svo lengi að fátt kemur á óvart. Samt tekst þeim annað slagið að fá Garra til að klóra sér í hnakkanum. Það á við um framsóknar- þingmennina sem áttuðu sig ekki á því fyrr en búið var að selja Aburðarverksmiðjuna í Gufunesi að þeir styðja ríkis- stjórn sem gerir í því að losa skattborgarana við allt ríkis- draslið og það sem fyrst - hvort sem það eru nú bankar eða verk- smiðjur. Allt á að sefjast, eins og segir í gömlum útsöluauglýsing- Komu af fjölliun Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra, sem var nýkom- inn úr snjónum ____ miklu í fjöllum Austurríkis, vissi varla hvaðan á sig stóð óveðrið þegar flokks- félagarnir á þingi, Hjálmar Arnason og Guðni Ágústsson, stigu upp í pontu og heimtuðu að hætt yrði við að selja Áburðarverksmiðjuna. Það hafði nefnilega verið á dagskrá stjórnarflokkanna lengi að losa sig við þetta gamla flaggskip stóriðjunnar á Islandi. Alþingi hafði samþykkt, vafalaust með stuðningi tvímenninganna beggja, að heimila ráðherran- um að selja fyrirtækið, og all- nokkuð er síðan auglýst var eftir tilboðum. Þetta vissi ráðherrann auð- vitað, jafnvel þótt hann væri Guðmundur Bjarnason - samflokksmenn koma af fjöllum. tepptur í kafsnjó í Ölpunum. Þeir félagar Hjálmar og Guðni komu hins vegar af ijöllum í málinu og höfðu þó verið í þinginu allan tímann. Svona er veröldin við Austurvöll skrítin. Talsambands- laust? Það er óneitanlega dálítið sér- kennilegt að þessir þingmenn Framsóknarflokksins skuli ekki hafa fylgst með einkavæðing- unni sem ríkis- stjórnin þeirra hefur þó staðið fyrir allt þetta kjörtímabil. Þetta er þeim mun skondnara þar sem það eru fyrst og fremst ráðherr- ar Framsóknar- flokksins sem hafa séð um að hrinda þessari einkavæðingu í framkvæmd. Uppákoman í þinginu bend- ir til þess að talsambandið inn- an flokksins sé ekki í lagi. Nánast eins og það væri í höndum Landssímans. Það er óneitanlega ekki seinna vænna fyrir þingmenn Framsóknarflokksins að átta sig á einkavæðingarstefnu eig- in flokks, því kjörtímabilinu er að ljúka. Þingmenn ættu því að koma sem fyrst af Ijöllum í þeim málum og halda til byggða til að svara spurning- um kjósenda. GARRl í gær hitti ég mann á förnum vegi, sem hefur haft það að hlutastarfi að leika jólasvein. Fyrir honum eru jólin því ekki eingöngu hátíð ljóss og friðar, heldur líka tími talsverðrar efna- hagslegra uppgripa og yfirvinnu. Sjónarhorn hans á jólahátíðina er því viðskiptalegra en hjá mörgum öðrum, þar á meðal mér. Hugmyndin um að búa til „businéss" úr jólunum er honum ekkert sérstaklega framandi, enda barst talið nánast strax að fréttum um fjárhagserfiðleika Norðurpólsins á Akureyri og þá staðreynd að menn eru enn að hugsa um hvernig byggja megi á þeirri reynslu sem það ævintýri allt skildi eftir. Flnnlandsför Að sjálfsögðu beindist talið að Finnlandsför Halldórs Blöndals IHutastarfsj óla- sveinar og nokkurra toppembættis- manna hans. Auðvitað vekur það athygli þegar ráðamenn þjóðar- innar bregða sér af bæ, til að leita leiða til að auka fjölbreytni ferða- mannaflórunnar á landsbyggðinni á vetrum. Enda vor- um við, ég og hlutastarfsjóla- sveinninn, ekki að efast um slíkt. Upplýst er að Finnar hafa náð verulegum árangri í að kynna sig og sína sem hið eina sanna Jólaland og fréttir berast af einni og hálfri milljón manna, m.a. moldríkum Bretum, sem koma og eyða þarna morð Ijár. Það væri ekki amalegt að geta boðið upp á eittthvað af því taginu á Akureyri í staðinn fyrir að sitja bara uppi með endalaust skuldabasl eftir jóiaævintýri. Réttir menn? Það mætti því ætla að allir væru ánægðir með að ferðamálaráð- herrann og nokkrir helstu embættismenn hans væru í út- Iöndum að kynna sér hvernig Finn- arnir hefðu staðið að málum. En hlutastarfsjólasveininum tókst þó að skemma þessa ánægjutil- finningu fyrir mér með því að spyrja mig hvort ég héldi að ferðamálaráðherrann og aðstoð- armenn hans væru sjálfir að fara að setja upp jólasveinaland á Ak- ureyri úr því að þeir væru þarna úti að kanna hvernig menn bæru sig að? Og hann bætti við: Ef Halldór ætlar ekki sjálfur að fara að vasast í þessu og gerast hluta- starfsjólasveinn á Akureyri, eru hann og sendinefnd hans þá réttu mennirnir til að senda út til Finnlands á kostnað skattgreið- enda og Flugleiða? Auðvitað eru þetta fullkomlega gildar spurn- ingar, sem raunar eiga við miklu víðar i utanferðum hins opin- bera. Svo er hitt náttúrulega vel hugsanlegt, í Ijósi þess að stutt er í kosningar, að Blöndal ætli að gerast hlutastarfsjólasveinn. Er hann ekki þegar byrjaður að út- deila gjöfum í kjördæminu? Er rétt stefna hjá borg- aryfirvoldum að ætlaað auka fjölbreytni nætur- lífs Reykjavíkur tilað laða að erlenda feiða- menn? Þorgerður Ragnarsdóttir Áfengis- og vímuvamaráðL „Straumur ferðamanna hingað til lands hefur aukist mikið undanfar- in ár og munur- inn er 15% milli tveggja síðustu ára og það er með því mesta sem gerist. Ferðamenn virðast koma hingað þrátt fyrir hátt áfengisverð og mér finnst að borgin ætti frek- ar að benda á að hér fæst heims- ins besta vatn fyrir ekki neitt. Kynningu borgarinnar hefði ég frekar viljað sjá setta í farveg menningar en næturlífs." Eyþór Amalds borgaifulltrúi. „Stefna borgar- innar ætti að vera sú að ein- falda gildandi reglur. Það hef- ur verið stefna sjálfstæðis- manna að rýmka opnunartíma veitinga- og skemmtistaða og undanfarið hef- ur meirihlutinn nálgast þau sjón- armið. Eg held að rýmkaðar regl- ur geti líka dregið úr ýmsum vandræðum í miðborginni, svo sem örtröð um miðjar nætur, sem veldur leigubílaskorti og minnkar öryggi borgaranna. Tvímælalaust held ég að næturlíf í Reykjavík geti orðið aðdráttarafl innlendra sem erlendra ferðamanna allan ársins hring.“ Magnús Oddsson feiðamálastjóri. „Forsendurnar fyrir þessari spurningu eru rangar. Eg þekki vel til stefnu- mótunar Reykjavíkur- borgar í ferða- málum og þar eru allt önnur mál þungamiðjan í markmiðasetn- ingu og fyrirætlunum um fram- kvæmdir. Efling næturlífs er að- eins einn hluti af miklu stærri mynd í stefnu borgarinnar og er ekki afgerandi. En um eflt nætur- líf er þetta spurningin hvað menn ætla að ganga langt til þess að mæta óskum neytenda og við vit- um að margir ferðamenn vilja fjölbreytt framboð afþreyingar að kvöldi og nóttu.“ Guðvarður Gíslason „Mér finnst þetta rétt stefna, sem er í raun svar við kalli tímans í þessum efnum. Opnun- artími og þjón- usta veitinga- og skemmtistaða hér verður að vera sambæriiegt því sem gerist í öðr- um Iöndum Evrópu ef fólk ætlar að skemmta sér fram á nóttina. Því styð ég þessar fyrirætlanir borgaryfirvalda.“ veitingamaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.