Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 4
4- FIMMTUDAGUIl 4. MARS 1999 FRÉTTIR L. íþróttáhús á Seyðisfirði fyrir 170 milljónir króna Stefnt er að því að vígja nýtt íþrótahús á Seyðisfirði um páskana. Byggingu hússins er að mestu lokið en þó er eftir að setja upp lyftu í húsinu. Húsið er þrjár hæðir. A jarðhæðinni er íþróttasalur með löglegum keppnisvelli og áhorfendasvæði fyrir allt að 800 manns ef hluti áhorfenda stendur. Þess vegna væri hægt að hafa landsleiki í handbolta á Seyðisfirði. I kjallaranum er Iíkamsrækt með nýjum tækjum, sólbaðsstofu, gufubaði og heitum potti. Á 3. hæðinni fyrir enda salarins er 300 fermetra félagsaðstaða, sem m.a. íþróttafélagið Huginn nýtir en sú aðstaða er að hluta til byggð ofan á félagsheimil- ið. Iþróttasalurinn var tekinn í notkun í haust en líkamsræktin í febrúarmánuði sl. Olafur Sigurðsson, bæjarstjóri, segir að byggingarkostnaður nemi um 170 milljónum króna með öllum búnaði sem teljist mjög hag- kvæmt. íþróttahúsið er byggt út frá félagsheimilinu Herðubreið en með því tekst að samnýta starfslið. — GG íslenskar kýr óblandaðar Fyrir réttu ári síðan var ákveðið að flytja inn erfðaefni úr norskum nautgripum til að fá úr því skorið hvernig það reyndist við íslenskar aðstæður. Um íokaða tilraun er að ræða, þ.e. hún fer aðeins fram á þremur kúabúum á landinu, og ekki verður leyft að flytja dýr út af þeim búum á tilraunatímabilinu. Áætlað er að þessi tilraun standi í 5 til 8 ár. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að bæði verði um ræktun hreins norsks stofns að ræða og eins verður um blendinga að ræða. Að lokinni tilrauninni verður tekin ákvörðun um það hvort um blöndun verði að ræða á norska og íslenska stofninum. Norskar kýr eru nokkuð stærri en þær íslensku og munu mörg ís- lensk Qós ekki henta fyrir þær af þeim ástæðum. Ótti við það að ís- lenski kúastofninn muni í náinni framtíð tilheyra sögunni til er því úr Iausu lofti gripinn að sinni að sögn Ara Teitssonar. - GG Sleðinn í eigu bæjarins Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands, segir stjórn sambandsins nú bíða eftir skýrslu frá eftirlitsaðilum á Siglufirði eftir að drengur brotnaði á báðum fótum í bikarmóti sam- bandsins um síðustu helgi. Kristinn segir ljóst að vélsleðinn sem rann á drenginn hafi verið í eigu Siglufjarðarbæjar og starfsmaður bæjarins hafi borið ábyrgð á sleðanum. Hann vill hins vegar ekki tjá sig frekar um atvikið að sinni fyrr en eftir að skýrsla eftirlitsaðila ligg- ur fyrir. — Bl> Þröng verkefnastaða Lítið er um verkefni hjá Slippstöðinni á Akureyri sem stendur og segir Ingi Björnsson fram- kvæmdastjóri að um ár- vissan samdrátt sé að ræða. „Verkefnastaðan er þröng, en þetta er búið að vera ágætt frá áramótum. Það er oft lítið um vinnu í mars og þannig var það t.d. £ fyrra. Við erum þó bjart- sýnir á sumarið, enda rætist oft fljótt úr. Loðnuskipin fara að koma inn,“ segir Ingi. Þrátt fyrir samdráttinn hefur Slippstöðin ekki gripið til uppsagna enda hefði það óæskileg áhrif á starfið á heilsársgrundvelli að sögn Inga. Nú eru um 140 starfsmenn hjá fyrirtækinu, en starfsmönnum er fjölgað yfir sumartímann. Nánast allt starf Slippstöðvarinnar lýtur að viðhaldsverkefnum, en einnig er nokkuð um smíði á ryðfríum búnaði. — bþ Þjóðverjar hóta vegna hvalveiða Yfirmaður einnar stærstu verslunarkeðju Þýskands hefur varað fs- Iendinga við viðskiptalegum áhrifum ef hvalveiðar hefjast aftur við íslands strendur. Vilhjálmur Egilsson, formaður Verslunarráðs ís- lands, átti fund úti í Hamborg nýverið sem efnt var til á vegum Þýsk- íslenska verslunarráðsins. Þar ræddi hann við einn af yfirmönnum Tengelmans, Christian Brenne. Hann staðhæfði að stefna fyrirtækis- ins væri að hafa engar norskar vörur á boðstólum, engar japanskar matvörur og ekki færeyskar vörur. Astæðan sé hvalveiðar þjóðanna. íslendingar hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort nágrannaríkin myndu gera alvöru úr hótunum sínum um viðskiptaþvinganir ef hval- veiðar hefjast aftur. Samkvæmt orðum Christian Brenne, er alvara á ferðum. „Eg hef hitt þennan mann nokkrum sinnum og hlustaði á það sem hann hafði að segja. Ég hef ekki farið í búðirnar til að kanna sannleiksgildi orða hans en það er ljóst að við eigum von á viðbrögð- um,“ segir Vilhjálmur Egilsson. — bþ Verkefnastaöa Slippstöðvarinnar mætti vera betri en horfur eru á að úr rætist. Fólksbílakaup voru þriðjungi meiri en íjanúar í fyrra, 1.250 bílar nýskráðir íjanúar, sem virðist gefa fyrirheit um að enn eitt gott bílaár sé í vændum. Vöruskiptahalli vex Geíur gríöariuikill bílaijiiiflutiiingur í janúar iyrirheit íiin enn eitt gott bílaár? Vöruskiptin við útlönd hafa snarminnkað í fyrsta mánuði þessa árs miðað við janúar í fyrra. Utflutningur er nú næst- um fimmtungi minni en í janúar í fyrra (nú 8,2 milljarðar) og inn- flutningurinn hefur minnkað enn meira, eða næstum um þriðjung. Vekur raunar athygli að innflutningsverðmætið er nánast það sama og í janúar 1997, um 10,8 milljarðar, sam- kvæmt innflutningstölum Hag- stofunnar. Eitt er þó sem vex stórum. Fólksbílakaup voru þriðjungi meiri en í janúar í fyrra, 1.250 bílar nýskráðir í jan- úar, sem virðist gefa fyrirheit um að enn eitt gott bílaár sé í vænd- um. Um 2,5 milljarða halli Góðærið 1999 byrjar þannig með rúmlega 2,5 milljarða halla á vöruskiptajöfnuði - helmingi minni en í fyrra. En segja má að 3,5 milljarða flugvélakaup hafi skýrt stærstan hluta af 5,7 millj- arða vöruskiptahalla janúarmán- aðar í fyrra, svo breytingin er ekki mikil að þeim frátöldum. Annar innflutningur hefur þó minnkað um hálfan annan millj- arð (13%), sem að mestu kemur fram í miklu minni olíukaupum og minni rekstrarvörum og minni matvælum. Hins vegar jukust innkaup á öðrum neyslu- vörum um 8% og bílunum sem fyrr segir. — HEI íþróttahús leigt fyrir einii miUjarð króna Hörð rimma imi ijöl- nota íþróttahús í Reykjaneshæ. Hags- munatengsl. Verkafl hyggir. Bærinn leigir í 35 ár. 27 miUjónir á ári. Kærur í farvatn- inu. Hörð átök hafa verið í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar vegna byggingar og reksturs á Ijölnota íþróttahúsi með yfirbyggðum knattspyrnuvelli. Meirihluti bæj- arstjórnar hefur ákveðið að Verkafl, dótturfyrirtæki Islenskra aðalverktaka, byggi húsið á eigin kostnað fyrir um 370 milljónir króna og leigi það bænum til 35 ára fyrir tæpan milljarð króna, eða 27 milljónir á ári. Athygli vekur að Ellert Eiríksson bæjar- stjóri er einn af eigendum Is- lenskra aðalverktaka og Arni Stefánsson, formaður skipulags- nefndar Reykjanesbæjar, er einn af yfirmönnum þeirra. Skúli H. Skúlason, forseti bæjarstjórnar, segist ekki hafa orðið var við nein hagsmunatengsl við Is- Ienska aðalverktaka í þessu máli. Hagstætt „Við höfum ekkert brotið af lög- um og reglum og erum að gera þetta á eins hagstæðan máta og við getum,“ segir Ellert Eiríks- Athygli vekur að Ellert Eiríksson bæjarstjóri er einn af eigendum íslenskra aðatverktaka. son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann vék af fundi bæjarstjórnar þegar samningurinn við Verkafl var til umræðu og samþykktur í fyrrakvöld. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið 18. febrúar á næsta ári. Það er um 8.300 fermetrar að stærð, með gervigrasvelli, áhorf- endastæðum fyrir 1000 manns og bílastæði fyrir 50 bíla. Mán- aðarleiga bæjarins á húsinu verður um 2 milljónir og 250 þúsund krónur. Þá jafngildir árs- leigan þvf að hlutur hverrar fjög- urra manna fjölskyldu í Reykja- nesbæ sé rúmar 10 þúsund krónur. Forseti bæjarstjórnar bendir á að leiga á hvern fer- metra sé um 270 krónur og það kosti bæinn urn 20 milljónir á ári að reka sundlaugina svo dæmi sé tekið. Þá geti bærinn farið í við- ræður um kaup á íþróttahúsinu á leigutímanum. Lögbrot Jóhann Geirdal, oddviti minni- hlutans í bæjarstjórn, átelur meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um brot á skipulagslögum og útboðsregl- um á EES-svæðinu. Hann segir að skipulagsnefnd hafi samþykkt með oddaatkvæði Arna Stefáns- sonar að íþróttahúsið yrði stað- sett á Flugvallarvegi á milli Keflavíkur og Njarðvíkur án þess að samþykkt deiliskipulag sé fyr- ir því. Hann telur einsýnt að lát- ið verði reyna á lögmæti þessara vinnubragða. Allt á hæinn Þess utan séu ekki fjárhagslegar forsendur fyrir þessum samn- ingi, sem sé alltof dýru verði keyptur fyrir bæjarsjóð með 6,22% vöxtum. Þá á bærinn að greiða 7 milljónir króna í fjár- magnskostnað á byggingartím- anum og allan kostnað af rekstri og nauðsynlegu viðhaldi íþrótta- hússins, búnaði og Ióð, fast- eignatryggingar og lóðagjöld. Hins vegar ber leigusali ábyrgð á viðhaldi hússins að utan í fimm ár. Þá á bærinn að endurgreiða Ieigusala alla skatta og gjöld sem kunna að verða lögð á leiguna og eða leigusala vegna samningsins og framkvæmda á hans vegum við byggingu hússins. — GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.