Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUK i. MAKS 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL KEANettóog Akureyrarvöluir BENEDIKT GUÐMUNDS- SON skrifar Það má með sanni segja að nýja árið hafi byrjað með stæl. Umræða sem hófst í lok síðasta árs, en fór íyrir ofan garð og neðan hjá almenningi vegna anna við að fagna jólum og nýju ári, gerir það að verkum að við heíjum nýtt ár með hitamál þar sem bæjarbúar skiptast í tvö horn með eða á móti. Hér er átt við hugmyndir að byggingu verslun- arhúsnæðis á sjálfum Akur- eyrarvelli. Samanburður I mínum huga er Reykjavík það bæjarfélag sem við horfum til þegar um samanburð er að ræða innanlands. Ekki Kópavogur eða Hafnafjörður einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki sömu skyldum að gegna sem bæjar- félag, vegna nálægðarinnar við Reykjavík, eins og Akureyri. Þau njóta nærverunnar við Reykjavík og hafa ekki þurft að Ijárfesta í ýmiskonar þjónustu sem Akur- eyri þarf að Iáta sínum bæjar- búum í té. Fyrir vikið hafa þessi bæjarfélög geta þjónað sínum íbúum betur á öðrum sviðum. Má þar nefna menningu og listir og æskulýðsstarf en þessir þættir, ásamt fleirum, eru skörinni hærra þar en hér í bæ. Það er ekki þar með sagt að hér hafi ekkert verið gert en vissulega gætum við látið meira eftir okkur ef fjármunir bæjarins væru ekki bundnir í hitaveitu, vatnsveitu o.fl. Þrátt fyrir að Akureyri þurfi að binda sína Ijármuni í varan- legum verðmætum til framtíðar sem hér hafa verið nefndir er það staðreynd að fjárhagsleg staða bæjarins er mun betri en þeirra sem hér hafa verið nefndir. Hvað viljum við? Með þeirri hugmynd að byggja verslunarhúsnæði á Akureyrar- velli er ýtt úr vör umræðu sem tímabært er að hefjist meðal bæjarbúa en hún er sú hvernig viljum við sjá þetta mið- bæjarsamfélag okkar þróast á komandi árum. Eru einhveijar Iíkur á því að þessi miðbær þróist á einhvern annan hátt en gengur og gerist í kringum okkur í bæjar- félögum sem við getum borið okkur saman við hvort sem það er hérlendis eða erlendis? Víðast hvar erlendis í bæjarfélögum á stærð við Akureyri, sem kallast öllu jafna svefnbær í útjaðri stærri borga, sækir fólk vöru og þjónustu til verslunarmiðstöðva milli svefnbæjanna og borganna. Þannig hefur þróunin orðið og byggist m.a á því að gömlu miðbæjarhlutarnir sem einu sinni þjónuðu sem verslanir hafa breyst í tímanna rás í skrifstofu- og þjónustukjarna á vegum hins opinbera meðan verslunin hefur verið á undanhaldi. Einstaka Fyrir mér er AkureyrarvöHur ekkert heilagur en samt finnst mér prýði af honum þar sem hann er“, segir Benedikt meðal annars í grein sinni. sérverslun, krár og veitingastaðir halda enn stöðu sinni í miðbæjunum en aðrir hafa leitað til staða þar sem meira rými er fyrir bílastæði og möguleikar á verslunarrekstri með lágmarks tilkostnaði hvað varðar bygg- ingarmáta og íburð í innrét- tingum. Því virkar það sem öfug- mæli að tala um byggingu lágvörumarkaðar í miðbænum. Er það þetta sem við viljum sjá rísa í hjarta bæjarins? Húsnæði á borð við hvað við sjáum í Skeifunni eða Smáranum í Kópavogi r Gímald innan um íbúðarbyggð og verslunarbyggð sem byggir á allt öðrum prinsip- pum en rekstur lágvörumarkaðar. Imyndaðu þér lesandi góður, skemmu sem er jafn stór íþót- tavellinum með hæð upp í mæni sem nemur a.m.k. 6 metrum. Imyndið ykkur verslun eins og er í Smárahvamminum. Vildu þið sjá slíka byggingu við hliðina á ráðhúsi bæjarins á gamla góða Akureyrarvelli? Er þetta í anda þess sem almennt er að gerast í kringum okkur? Hvar er aukningin í verslunarrými í Reykjavík og höfuðborgar- svæðinu? Er það á Laugaveg- inum eða í Rankastræti eða Hljómskálagarðinum? Er það við Hamraborg í Kópavogi eða við Strandgötu í Hafnafirði? Nei það er þar sem umferðaræðarnar og samgöngukerfið er greiðast til allra átta. Við Kringluna og í Smárahvammslandi. Því skyld- um við þá stefna að því að reisa verslunarkjarna sem næst miðbænum þar sem umferðin er hvað erfiðust til og frá og hver trúir því að við höfum almennt nokkuð að gera með 10.000 m2 verslunarrými á næstunni fyrir ekki stærra markaðssvæði? Ef nú Nettó ætlar ekki að nota meira en 2000-3000 m2 sjálfir, (sem er miklu meira rými en þeir ætluðu að nota í því húsnæði sem þeir íjárfestu í með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar Reykjavíkur), og Rúmfata- lagerinn 3000 m2. Hverjir eiga að nýta það sem eftir stendur? Hvaðan koma þeir? Kannski koma þeir úr miðbænum eða af Glerárgötunni en hverjir koma í þeirra stað í miðbæinn og á Glerárgötuna? Við erum jú enn að tala um sama gamla góða markaðssvæðið sem ekkert fjölg- ar á og bágt á ég með að trúa að stækkun Nettós og Rúmfata- lagersins breyti því. Hvernig er umhorfs í miðborg Reykjavíkur í dag? Er nokkur verslun lengur niður í Kvosinni? og fer þeim ekki fækkandi á Laugaveginum? Því skyldi það eitthvað verða öðruvísi hér, því skyldum við ætla að lágvörumarkaður breyti þar einhverju um. Eg blæs á allt kjaftæði um að lágvörumarkaður sem næst miðbænum efli hann og styrki. Þvert á móti það verður honum til bölvunar. Eigendur verslana í miðbænum hafa löngum talið að þetta eða hitt gæti hjálpað og lífgað upp á miðbæinn, nú síðast Norður- pólinn. En hver var raunin? Það sem fyrst og fremst getur lífgað upp á miðbæinn er manneskju- legra umhverfi. Gera miðbæinn meira aðlaðandi fyrir gangandi fólk skipuleggja uppákomur í miðbænum og þannig mætti Iengi telja. Við hljótum að gera þá kröfu að verslunarflóran sem fjölbreytileg og henni komið fyrir í samræmi við það. Litlar og fal- legar sérverslanir í miðbænum ásamt þokkalegri matvöruver- slun, krám og veitingastöðum og stórmarkaðir og lágvöruverslanir þar sem samgöngukerfið ber þann fjölda sem verslar þar og umferðaræðarnar liggja til sem flestra átta. Með eða móti Það er eflaust hægt að finna rök með þessari hugmynd og gaman væri að heyra hvað KEA-menn sjálfir segja t.d. um flutning byggingavörudeildar félagsins út í Glæsibæjarhrepp. Einhvern vegin hef ég þá tilfinningu að sá flutningur hafi verið mjög svo vel heppnaður og staðsetning frábær. Fjöldi viðskiptavina hefur eflaust aukist umtalsvert sem og velta. Staðsetning KEA Nettó er alls ekki slæm en ég geri mér grein fyrir að aðkoman að versluninni er erfið. En því verður ekki á móti mælt að þetta er ein aðal umferðaræð bæjarins og það hlýtur að vera hægt að finna Iausn á því hvernig best er að tryggja eðlilegt rennsli til og frá versluninni. Það er a.m.k. fráleit rök hjá forráðamönnum KEA að halda því fram að uppsetning ljósa við gatnamótin hjá Nettó skapi vanda og fólk vilji ekki bíða á Ijósum þegar það fer að versla...! Eg er hræddur um að það væri sama hvar Nettó væri staðsett alltaf væri nauðsyn á umferðarljósum til að miðla umferðinni eðlilega. Við getum litið til Reykjavíkur þess vegna. Það vantar ekki Ijósin í kringum Kringluna og Skeifuna. Hvað varðar stækkunarmöguleika verslunarinnar er spurning hvort það væri til bóta að flytja Nettó yfir götuna í gömlu plast- verksmiðjuna ef sú bygging er eitthvað stærri en núverandi hús- næði Nettó. Annars eru óbyggð svæði víða og nefni ég sem dæmi svæðið sunnan og neðan við Bjarg þar sem vel mætti koma fyrir stóru verslunarrými og þægilegri aðkomu ef hugað væri að því áður en framkvæmdir hæfust. Einnig má benda á upp- fyllinguna neðan Glerárgötu og sunnan Strandgötu, nú ef menn trúa því virkilega að lágvöru- markaður í miðbænum sé það sem geti bjargað honum því þá ekki að byggja hann sem næst miðbænum. Þar á ég við bílastæðið austan Skipagötu suður að Kaupvangsstræti. Þar mætti byggja hús með bílastæðum í kjallaranum og ekki komast menn nær miðbænum en það. Akiireyrarvöllur Fyrir mér er Akureyrarvöllur ekkert heilagur en samt finnst mér prýði að honum þar sem hann er. Vissulega \ildi ég sjá meiri notkun á vellinum og vísa ég þá til tillagna, sem ég tók þátt í að móta ásamt Þórarni Sveinssyni og fleirum, um bygg- ingu gervigrasvallar á gamla moldarvellinum sem ætti 10 ára afmæli á þessu ári ef menn hefðu borið gæfu til að framkvæma þann gjörning þá. Síðan er löngu tímabært að taka upp aðalvöllinn og setja hitalagnir í hann og þekja eða sá í hann að nýju. Svo á auðvitað að nota þennan völl frá því að fyrsti leikur er spilaður í Islandsmóti á vori og eins lengi og hægt er fram á haust. Allt tal um flutning vallarins til að koma fyrir fleiri hlaupabrautum og gangstétt vestan Glerárgötu eru vangaveltur sem sem engin rök eru fyrir. I mínum huga væri meira um vert að fá varanlegt tartanefni á núverandi brautir sem og atrennubrautir fý'rir stökk-greinar og kastgreinar. Eg er sannfærður um það ef gerð yrði talning gangandi vegfarenda um Glerárgötuna þá gæfi sú niðurstaða ekki tilefni til að hafa gangstétt beggja vegna götunnar. Allt tal um að íþróttafélögin geti tekið við þeirri starfsemi sem fram fer á Akureyrarvelli er út í hött og þeir sem hafa starfað fyrir félögin vita að álagið á svæðunum má ekki verða meira en það er í dag. Hvaða hug- myndir eru um byggingu nýs svæðis í stað Akureyrarvallar ef niður-staðan verður sú að bijóta öll lögmál um uppbyggingu bæjarfélaga og planta lágvöru- markaði á völlinn? Hvað þarf að greiða fyrir lóðina ásamt þeim mannvirkjum sem á henni eru? I mínum huga þarf að fá fyrir Akureyrarv'öll upphæð sem færi Iangt með að byggja upp sam- bærilega aðstöðu annarsstaðar. Það verður ekki gert á félagssvæðum Þórs og KA því þar er ekkert rými. Ef félögin færu að spila alla sína deildarleiki á svæðum félaganna myndi það leiða til þess að fækka þyrfti æfingum til að álagið yrði ekki svæðunum um megn. Það er því ekkert sem fær mig til að kyngja rökum um hag íþróttafélaganna af því að Akureyrarvöllur verði settur undir stórmarkað. Þau eru ekki í stakk búinn til að taka við þeirri starfsemi sem til þessa hefur farið fram á Akureyrarvelli og reyndar myndi það eingöngu hafa í för með sér aukið álag á svæðunum sem þegar eru full- nýtt þann tíma ársins sem þau eru nýtanleg. Eg skora á bæjar- yfirvöld að hafna framkominni tillögu um byggingu stór- markaðar á Akureyrarvelli. Vissulega er fagnaðarefni ef ein- hverjir vilja íjárfesta fyrir 1 til 2 milljarða í bæjarfélaginu en reynum að finna þeim aðilum aðra staði undir slíka byggingu. Reynum ekki að sporna við þróuninni sem er sú að stór- markaðir og lágvöruverslanirnar eru þar sem umferðin er greiðust og samgöngukerfið virkast. Eg skora á bæjarbúa að láta skoðun sína í ljós þannig að eitt af fáu grænu svæðunum í miðbænum fái að halda sér um ókomna tíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.