Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGVR 4. MARS 1999 - 11 r^tr ERLENDAR FRÉTTIR Morðmgjanna leit- að með aðstoð FBI Forseti Úganda heitir hefndum og segir ör- yggisráðstöfunum hafa verið ábótavant. Hundruð úganskra og rú- andískra hermanna leituðu í gær að hútúsku skæruliðunum sem myrtu átta vestræna ferðamenn í Uganda á þriðjudag. Joveri Museveni, forseti Úg- anda, sagðist í gær staðráðinn í að hefna hinna myrtu og hefur sent hundruð hermanna sinna til að leita að illvirkjunum. „Ef við náum þeim ekki, þá drepum við þá,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í Kampala, höfuðborg Úg- anda, í gær. Sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI voru einnig komnir til Úganda til þess að hjálpa til við að upplýsa mál- ið. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust ætla að grípa til allra ráða í því skyni að koma þeim sem ábyrgð bera á morðunum undir manna hendur. Hópur hútúa rændi á þriðju- dag hópi breskra, bandarískra og nýsjálenskra ferðamanna og myrti átta þeirra með hroðaleg- um hætti. Voru morðin sögð vera hefndaraðgerð vegna stuðnings Bretlands og Bandaríkjanna við ríkisstjórn tútsa í Rúanda. Sömu- leiðis áttu þau að vera þeim víti til varnaðar. Museveni forseti sagði að stjórnvöld í Úganda hafi vissu- lega sýnt af sér ákveðið „kæru- leysi“ gagnvart öryggi ferða- manna. Vitað var að hópar hútúskra uppreisnarmanna hafi verið á ferðinni á þessu svæði, þar sem ferðamennirnir voru, og viðurkenndi Museveni að grípa hefði átt til sérstakra öryggisráð- stafana í nágrenni landamær- anna að Kongó, þar sem morðin áttu sér stað. Talið er fullvíst að morðingj- arnir tilheyri um það bil 1000 manna hópi, sem gengur undir nafninu Interahamne. Interahamne er vopnaður hóp- ur hútúa sem tóku þátt í þjóðar- morðinu á tútsum í Rúanda árið 1994, en þá létu um 800 þúsund manns lífið. Margir þessara skæruliða hafa flúið til Kongó og gera þaðan innrásir í Úganda og Rúanda með nokkuð reglulegu millibili. Nafn samtakanna, „Intera- hamne“, mun þýða „þeir sem gera árás saman". Rúanda hefur sakað stjórnina í Kongó um að veita þeim þjálfun og ýmsa aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar telja sig þó hafa full- vissu fyrir því að Interahamne standi sjálfir straum af rekstri samtakanna, og afli sér einkum tekna með eiturlyíjasölu. Prímákov í stríði gegn fjármálafurstiun Beresovski og Prima- kov deila opinskátt um völdin meðan Jeltsín er veikur. Jevgení Prímakov, hinn 59 ára gamli forsætisráðherra Rúss- lands, er af mörgum talinn vera líklegur arftaki Boris Jeltsíns í forsetaembættinu. Veikindi Jeltsíns undanfarið hafa ýtt mjög undir vangaveltur þess efnis. Þessa dagana er Prímakov reyndar í fríi, en það kemur ekki í veg fyrir að hann hefur blásið til orrustu gegn fjármálafurstunum, sem hafa haft gífurleg völd á bak við tjöldin í Rússlandi. I vikunni hefur togstreita Prímakovs og fjá~ nálafurstanna um það, hver hefur meiri áhrif á Jeltsín og ekki síður hver tekur við taumunum eftir að hann dregur sig meir í hlé, komið meira upp á yfirborð- ið en oft áður. í byrjun vikunnar réðst Boris Beresovski, sem áhrifaríkastur er fjármálafurstanna þótt hann hafi farið illa fjárhagslega út úr efna- hagskreppunni, opinberlega gegn Prímakov og gagnrýndi hann fyrir að vera að hrifsa til sín öll völd í þinginu, Jeyniþjónust- unni og Qölmiðlum. Segir Ber- Forsætisráðherrann á tali við forsetann. esovski að ríkisstjórnin sé fyrir löngu búin að afskrifa allt sem heitir frelsi á markaði og einka- eignarhugtakið sé sömuleiðis far- ið veg allrar veraldar. Beresovski er í senn áhrifarík- ur fjármálamaður og fram- kvæmdastjóri Samveldis sjálf- stæðra ríkja. Hann hefur Iöngum verið í náðinni hjá Jeltsín og dóttur hans, hinni áhrifaríku Tatjönu Djatsjenkó. Eftir því sem Prímakov hefur orðið áhrifameiri í rússneskum stjórnmálum á kostnað Jeltsíns, hefur sá fyrrnefndi hins vegar augljóslega reynt að halda Ber- esovski sem mest úti í kuldanum. Gagnrýni Beresovskís á Príma- kov núna má þó rekja til þess að Prímakov er talinn standa á bak við leit í fyrirtækjum Beresovskís að sönnunargögnum um ólög- lega viðskiptahætti. Bayik í forsvari PKK TYRKLAND - Skæruliðasamtök aðskilnaðarsinnaðra Kúrda í Tyrk- landi, PKK, hafa útnefnt Cemil Bayik sem forsvarsmann sinn. Að sögn samtakanna þýðir þetta ekki að Bayik geti talist eftirmaður Abdullahs Ocalans, sem enn er í fullu fjöri þótt hann sitji í fangelsi á eyjunni Imrali og eigi yfir höfði sér dauðadóm. Engu að síður er ljóst að Bayik mun framvegis gegna lykilhlutverki í baráttu PKK fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austan- verðu Tyrklandi. Bayik er einn af stofnendum PKK og gamalreyndur í baráttunni gegn Tyrklandi. Tveir Kúrdaima í Berlín skotnir í höfuðið ÞYSKALAND - Tveir þeirra Ijögurra Kúrda, sem létust í Berh'n þeg- ar ísraelskir öryggisverðir við aðalræðismannskrifstofu Israels hófu skothrfð á þá, voru skotnir í höfuðið. Þessar upplýsingar hafa orðið til þess að efasemdir hafa kviknað um framburð ísraelsku öryggis- varðanna, sem héldu því fram að þeir hafi miðað ýmist upp í loft eða á fætur Kúrdanna, sem voru að mótmæla handtöku Abdullahs Öcal- ans. Héldu þeir að ísraelska Ieyniþjónustan hefði aðstoðað við hand- töku Öcalans í Kenía. Þrír Kúrdar létust samstundis, en sá fjórði lést á sjúkrahúsi nokkru sfðar. 4.000 manns flúnir frá Kosovo JÚGÓSLAVÍA - Á síðustu dögum hafa um 4.000 Kosovo-AIbanir flú- ið frá heimilum sínum vegna harðvítugra bardaga milli Serba og Al- bana. Meirihluti þeirra hefur Ieitað skjóls hjá ættingjum eða vinum í nágrannabyggðum, en um 1200 manns hafa flúið til nágrannaríkis- ins Makedóníu, sem áður tilheyrði Júgóslavíu. Sharon vill þjóðstjúm ÍSRAEL - Ariel Sharon, utanríkis- ráðherra ísraels, vill að mynduð verði þjóðstjórn vegna þess neyðar- ástands sem myndast hefur í land- inu eftir að friðarsamningaferlið komst í sjálfheldu og spenna fer vaxandi í suðurhluta Líbanons. Vill hann sömuleiðis fresta kosningum þangað til þjóðstjórnin hafi fundið lausn á þessum tveimur stóru vandamálum, sem Israelsmenn eiga nú við að glíma. Segir hann enga leið að finna lausn á báðum þessum málum nema með breiðri samstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu. Hugmynd hans er sú, að þjóðstjórnin taki strax til starfa og haldi um taumana næstu mánuð- ina meðan verið er að ná samstöðu um afstöðu helstu flokka lands- ins til ástandsins í Suður-Líbanon og friðarsamningana við Palest- fnumenn. Jarðskjálfti í Eyjahafi GRIKKLAND - Mikill jarðskjálfti reið yfir Eyjahafið milli Grikklands og Tyrklands í gær. Skjálftinn mældist 4,9 stig og voru upptök hans rétt hjá eyjunni Samos suðaustantil í hafinu. Ekki var talið að jarð- skjálftinn hafi valdið neinum skaða. Óhöpp í Halden-kjamorkuverinu NOREGUR - Frá því 1990 hafa sex „óeðlileg atvik“ átt sér stað í kjarnorkuverinu í Halden í Noregi, en upplýsingum um það hefur verið haldið leyndum þar til nú fyrir skemmstu. Þrjú alvarlegustu at- vikin áttu sér stað á árunum 1990-93, en geislavarnarstofnun norska ríldsins fullyrðir að ekkert óhappanna hafi ógnað öryggi við kjarn- orkuverið. Sósíalíski vinstriflokkurinn og umhverfisverndarsamtökin Bellona kreljast þess að aðgangur að upplýsingum um atvik af þessu tagi verði óhindraður. Síðar á þessu ári þarf ríkisstjórnin norska að fetka ákvörðun um hvort starfsleyfi kjarnorkuversins verði framlengt um tíu ár. Annað hamslik fundið í Odense DANMÖRK - Lögreglan í Odense í Danmörku fann á fimmtudaginn í síðustu viku Iík af nýfæddu barni, sem var grafíð í jörðu í íbúða- hverfí norðvestantil í bænum. Þann 4. febrúar síðastliðinn fannst annað lík af nýfæddu barni í sama borgarhluta Odense, en seinna likið fannst í tengslum við rannsókn á fyrra líkfundinum. Móðir beggja barnanna vísaði lögreglunni á seinna líkið, sem sennilega hafði fæðst 1992. Þótt móðirin liggi undir grun hefur hún ekki ver- ið yfirheyrð enn, þar eð réttarlæknar verða að Ijúka rannsóknum sín- um áður en yfirheyrsla getur farið fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.