Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 12
12 - FIMMTUDAGU R 4. MARS 1999 ry^tr Sirrti 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio SERHVER MAÐUR ORRUSTU. SEAN PENN, WOODY HARELSON, JOHN TRAVOLTA, NICK NOLTE, GEORGE CLOONEY & FLEIRI STÓRLE"'ARAR - TILNEFND TIL 7 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. SWA firSTA MYNDIN Fimmtud THIN RED LINE HER ER A FERÐINNI BLOÐUG HROLL- VEKJA. JAMÍS WOODS LEIKUR BLOÐSUGUBANA SEM VINNUR FYRIR VATÍKANIÐ. HANN ASAMT URVALS- SVEIT BLOÐSUGU- BANA ÆTLAR AÐ DREPA SIÐUSTU BLOÐSUGUNA SEM TIL ER I HEIMINUM. EN ÞAÐ ER HÆGARA SAGT EN GERT. AÐALHLUTVERK: JAMES WOO"DS & DANIEL BALDWílN Fimmtud. kl. 21 og 23 nniPQLHYi V DDt™] D \ G I T A L nvjfl bio RÁÐH ÚSTORGI SÍMI461 4666 TRX DIGITAL Sjáið hana aftur, nú ÍTHX Sýnd kl. 18:50 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Engiis minnimáttarkennð hjá Drillct Egill „Drillo" Olsen, fyrrum landsIiðsþjáSari Noregs, hefur náð frábærum árangri með norska liðið VáJerenga, sem leik- ur gegn Cheísea í Evrópubikarn- um í kvöld. Það er heldur engin minnimáttarkennd að þvælast fyrir þessum norska messíasi, eins og landar hans lcalla hann. Fyrir leik Noregs og Brasilíu á HM síðastliðið sumar sagði Drillo að brasilíska landsliðið yrði mun betra undir sinni stjóm en Sagallos. Nákvæmlega það sama sagði hann um Chealsea og Vialli í gær. Svar Gianluca Vialli var að þá ætti Norðmaðurinn bara að hafa tal af herra Ken Bates og sækja um þjálfarastöðuna hjá Chealsea. „Hún er örugglega mun betur borguð en hjá Váler- enga,“ sagði Vialli. Góðui árangur á Englandi Egil „Drillo" Olsen hefur stýrt norska landsliðinu níu sinnum gegn Englendingum og aldrei tapað. Þrír sigrar og sex jafntefli er uppskeran. „Leikurinn við Chealsea í kvöld er bara eins og hver annar leikur. Enginn býst við neinu af okkur enda liðið ekki í neinni Ieikæfingu og því er eng- in pressa liðinu. Verði úrslitin hagstæð þá er það bara af hinu góða,“ sagði Olsen. Enska pressan hefur farið hörðum orðum um „DriIlo“ og lýst því yfir að Englendingar hati ieikstílinn hans. „Eg býst ekki við að eiga framtíð fyrir mér sem þjálfari í Englandi. En Italía og Spánn gætu verið inni í myndinni hjá mér,“ sagði Norsarinn. — GÞÖ Viggó tekur viðhjáFH Viggó Sigurðs- son, handknatt- leiksþjálfari, sem undanfarin ár hefur þjálfað í Þýskalandi, hefur gert munnlegt sam- komulag við FH-inga um að taka við þjálfun meistaraflokks karla fyrir næsta leiktímabil. Að sögn Jóhannesar Long, varafor- manns handknattleiksdeildar FH, var gert samkomulag við Viggó í fyrradag og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. „Viggó er að ganga frá sínum málum í Þýskalandi og við mun- um ganga frá skriflegum samn- ingum við hann, þegar hann kemur heim. Við FH-ingar ætl- um okkur stóra hluti í handbolt- anum á næstu árum og við stefnum á toppinn. Við munum gera allt til að styrkja liðið sem mest og tími frekari uppbygging- ar hjá félagint, í nánd,“ sagði Jóhannes. Meistaradeild Evrópu Úrslit leikja í gærkvöld: Man. United-Inter Milan 2:0 Real Madrid-Dynamo Kiev 1:1 B. Munchen-Kaiserslautern 2:0 Juyentus-OIympiakos Kefíavík og Njarðvík berjast á toppnum. Sudumesj aliðin í efstu sætuuum Þegar þrjár umferðir eru eftir í DHL-deild- inui í körfuknattleik er ekki enn ljóst hvaða lið hreppir deildar- meistaratitilinn og hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina. Tuttugasta umferð DHL-deildar- innar í körfuknattleik hefst í kvöld og verða þá spilaðir fimm af sex leikjum umferðarinnar: Kl. 20.00 KR-Skallagrímur Kl. 20.30 Þór Ak.-Haukar Kl. 20.00 UMFN-ÍA Kl. 20.00 Tindastóll-Keflavík Kl. 20.00 Snæfell-UMFG Sfðasti Ieikur umferðarinnar milli KFÍ og Vals fer svo fram á morgun kl. 20:00 á Isafirði. Deildarmeistaratitillmn í augsýn Fari svo að Keflvíkingar vinni sinn leik gegn Tindastóli, eru þeir svo gott sem búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, þar sem þeir eiga eftir nokkuð öruggan heimaleik í 21. umferðinni gegn Þór. Tapi þeir aftur á móti leikn- um á Sauðárkróki, eiga Njarðvík- ingar einnig möguleika á titlin- um, en þeir eiga þó eftir erfiða leiki í Iokaumferðunum, gegn Grindavík á útivelli og gegn Haukum heima. Síðasti leikur Keflvíkinga er aftur á móti gegn Snæfellingum í Hólminum, sem oft eru erfiðir heim að sækja. Næstu lið, sem eru Grindavík og KR með 26 stig og ísfirðingar með 24 stig, munu svo berjast um þriðja sætið, en öll hafa þau tryggt sig í úrslitakeppnina og sigla því lygnan sjó í síðustu um- ferðunum. Fyrstu fjögur sætin skipta þó öll máli því þau gefa heimaleikinn í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni Þau lið sem enn eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í ár, eru Tindastóll, sem er svo gott sem öruggt áfram miðað við stöð- una í dag, en það er með 20 stig og á eftir áðurnefndan heimaleik gegn Keflvíkingum i næstu um- ferð og síðan heimaleik gegn KR og útileik gegn Þór, og Snæfell með 18 stig, en Ieikur heima gegn Grindavík í kvöld, á svo Hppka í útileik í næstu umferð og svo Keflavík heima í Iokin. Leikja- prógram Snæfellinga verður að teljast nokkuð erfitt, en þeir eru til alls líklegir og 18 stigin eiga eftir að fleyta þeim langt. Þá eru það Skagamenn sem eru með 16 stig, en þeir eiga í kvöld útileik gegn Njarðvík, síðan heimaleik gegn ísfirðingum og heimsækja síðan nágranna sína í Borgarnesi í síðustu umferðinni. Þar mæta þeir ljóngrimmum Sköllunum sem nú verma næst- neðsta sætið. Fjórða liðið sem berst um það að komast í úrslitakeppnina eru svo Haukarnir, sem eru með 14 stig. Þeir eiga útileik gegn Þór í kvöld, síðan Snæfell heima í næstu umferð og útileik gegn Njarðvík í síðustu umferðinni. Það er því Ijóst að baráttan um áttunda sætið mun standa á milli Snæfells, ÍA og Hauka og rniðað við stöðuna er mjög erfitt að spá í spilin og allir leikir hjá liðunum upp á líf og dauða. Botnslagurmn Staða neðstu liðanna í deildinni er sú að Valur er í neðsta sætinu með 4 stig, en Þór og Skallagrím- ur eru í næstu sætum með 8 stig hvort félag. Valur á útileik gegn Isfirðingum á morgun, síðan heimaleik gegn Skallagrími í næstu umferð og siðan útileik gegn KR í síðustu umferðinni. Ekkert annað en kraftaverk getur því bjargað Iiðinu frá falli. I DHL-deiIdinni er reglan sú að aðeins eitt Iið fellur beint niður í 1. deild, en næstneðsta liðið leik- ur um laust sæti við næstefsta lið- ið í 1. deild. Það verður hvn' b'kleet hlutskipti annað hvort Þórs cöa Skallagríms að taka þátt í þeim slag. Leikir síðustu umferðanna: 21. umferð Sunnud. 7. mars ÍA-KFÍ UMFG-UMFN Keflavík-Þór Ak. TindastóII-KR Haukar-Snæfell Valur - Skallagrímur 22. umferð Fimmtud. 11. mars Skallagrímur-ÍA KR-Valur Þór Ak.-Tindastóll KFÍ-UMFG UMFN-Haukar Snæfell-Keflavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.