Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 - S Xfc^HT. FRÉTTIR L Hafa óbundnar hendur um heriun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa óbundnar hendur gagnvart þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds o.fl. Þingmeim Samfylk- mgarmnar með óbimdnar hendur þeg- ar greidd verða at- kvæði um tillögu um að bandaríski herinn verði látinn fara. Senn kemur að því að tillaga þingmanna óháðra og Ragnars Arnalds, þingmanns Samíylking- arinnar, um að hafinn verði und- irbúningur að brottför hersins á Keflavíkurflugvelli komi til um- ræðu og afgreiðslu á Alþingi. Menn hafa beðið með óþreyju eftir því hvernig þingmenn Al- þýðubandalagsins, sem nú eru komnir í þingflokk Samfylking- arinnar, bregðast við. Til þessa hafa þingmenn flokksins ævin- lega verið samþykkir því að her- inn fari en kratar að hann veri. „I gegnum tíðina hafa verið skiptar skoðanir um herstöðvar- málið innan allra stjórnmála- flokka. Það hefur alla tíð verið okkar skilningur í Samfylking- unni að við virtum þær skoðanir sem einstakir þingmenn okkar hafa í þessu máli. Það munum við gera að þessu sinni. Þess vegna munu þingmenn Samfylk- ingarinnar ekki greiða eins at- kvæði um þessa tillögu,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins og tals- maður Samfylkingarinnar. Bíða á með afgreiðslu Hún segir að samfylkingarmenn telji ekki rétt að svo komnu máli að afgreiða þessa tillögu nú. Astæðan sé sú að það er verið að Ieggja í þá vinnu að endurskoða varnarþörf Iandsins út frá breytt- um aðstæðum. „Þarna er um að ræða vinnu sem ekki hefur verið farið í áður. Það er ný skilgreining á öryggis- hugtakinu og við viljum ljúka þeirri vinnu í samstarfi þings og utanríkisráðuneytis, en utanrík- isráðherra bauð upp á að útvíkka starfshópinn. Við viljum fara í þessa vinnu og síðan verði tekin afstaða til þess á hvaða forsend- um íslensk stjórnvöld fari í við- ræður við Bandaríkjastjórn þegar bókunin er úti,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. Það verður afar fróðlegt að heyra þá ræða þessi mál þing- menn Samfylkingarinnar, sem koma úr Alþýðubandalaginu, og hina sem stofnuðu þingflokk óháðra og eru aðalflutnings- menn tillögunnar. — S.DÓR Sverrir Hermannsson hafnar sögu- sögnum um afturkipp hjá Frjáls- lyndum. Sverrir í hringferð „Það er nú öðru nær en að ein- hver afturkippur sé í okkar fram- boðsmálum eða flokksstarfi yfir- leitt. Hér er allt á fijúgandi ferð maður,“ sagði Sverrir Hermanns- son, formaður Fijálslyndaflokks- ins, í samtali við Dag, aðspurður um sögusagnir sem uppi hafa verið um að afturkippur væri í framboðsmálum flokksins. Sverrir sagði að búið væri að stofna kjördæmisráð í Reykjavík og á Reykjanesi. I næstu viku sagðist hann hefja hringferð um Iandið þar sem hann ætlar að koma flokksstarfinu í fullan gang og vinna að stofnun kjördæmis- ráða, sem síðan munu sjá um að stilla upp listum í kjördæmunum. Hann sagðist verða var við rífandi áhuga fyrir málstaðnum um allt land. „Framboðsmálin í Reykjavík eru enn í ákveðinni skoðun,“ sagði Sverrir Hermannsson. - S.DÓR Skólavönibúðin seld Björn Bjarnason menntamála- ráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samning við fyrirtækið GKS hf. um sölu á Skólavörubúðinni. Búðin hefur til þessa verið rekin af Náms- gagnastofnun. Að undangengnu útboði Ríkis- kaupa og að tillögu Fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu, ákvað menntamálaráð- herra að taka tilboði GKS í bún- að, innréttingar, vörubirgðir og rekstur Skólavörubúðarinnar. Tilboðið hljóðaði upp á 36,8 m.kr. sem var 74% hærra en næsthæsta tilboðið. Andvirði Skólavörubúðarinnar mun renna til Námsgagnastofnunar. Ríkis- stjórnin samþykkti tillögu menntamálaráðherra um sölu búðarinnar á fundi sínum fyrr í vikunni. Samið um sjúkraflutninga Samningar tókust vdð austfirska sjúkraflutningamenn á þriðju- dagskvöfdið á öllu félagssvæði Heilbrigðisstofnunar Austur- lands frá Vopnafirði suður á Djúpavog. Sjúkraflutningamenn á Egilsstöðum eru aðilar að ráðningarsamningnum þar sem þeir eru starfspienn sjúkrahúss- ins og björgunarsveitin á Seyðis- firði sér um flutningana þar í v'erktakavinnu og því þarf að semja sérstaldega við þá. Aður hafði náðst samkomulag um að greiða tveimur mönnum á hverju sjúkraflutningasvæði 2 bakvaktartíma á sólarhring. Sj úkrafI utni ngamenn vildu ekki sætta sig við að aðeins væri vær- ið á vakt á einum bíl á Reyðar- firði og Eskifirði þar sem þá liði oi langur tími frá útkalli og þar til hjálp bærist ef vaktin væri t.d. á Reyðarfirði en hjálparbeiðnin bærist frá Eskifirði. A það sætt- ist stjórn Heilbrigðisstofnunar- innar. — G9 Tveir Nígeríiuneim í haldi Tveir Nígeríumenn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Islandi eftir að Hæsti- réttur dæmdi Nígeríumann í gæsluvarðhald í gær. Fyrir var einn mað- ur í haldi sem talinn er hafa svikið um 11 milljónir króna út úr Is- landsbanka. Rökstuddur grunur var um samráð mannanna tveggja og er jafnvel talið að störf þeirra tengist alþjóðlegum glæpahring. Vitað er að maðurinn sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær hafi þegið greiðslur frá hinum, en hann ber því við að um lán hafi verið að ræða. I veigamiklum atriðum skaraðist framburður mannanna tveggja og það var m.a. haft til hliðsjónar hjá Hæstarétti í gær. Aðeins 2 milljón- ir króna hafa komið í Ieitirnar. DeCode hækkar Gengi hlutabréfa í deCode Genetics, móðurfyrirtæki Islenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 40% í febrúar og hefur tvöfaldast frá í desember. Samkvæmt frétt Rfkisútvarpsins er þetta þó ekki eins- dæmi. Þannig hafa hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu Oz hækkað um 150% frá áramótum. Stúlkan íiuidin Stúlka sem strauk frá meðferðarheimili í Skagafirði um helgina fannst í íbúð í Reykjavík í gær. Hennar hafði verið Ieitað af lögreglu og tóku barnaverndaryfirvöld við stúlkunni. Framhvæmdastjóri Jökuls hættir Jóhann Magnús Olafsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Jökuls á Rauf- arhöfn, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta störfum í næsta mánuði. Asbjörn Olafur As- björnsson, ljármálastjóri félagsins, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri í stað Jóhanns Magnúsar og tekur hann við því starfi 15. mars nk. Jóhann segir þetta ágætan tíma- punkt til þess að breyta til. Hann segir reksturinn síðustu tvö ár hafa verið fremur þungan en fari batn- andi. E.t.v. sé staðan á síðasta ári sú besta síðan hann tók við fyrir- tækinu. - GG Jóhann Magnús Ólafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.