Dagur - 12.03.1999, Síða 3

Dagur - 12.03.1999, Síða 3
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU í'Jr fimleikum ífrjálsar Þórey Edda ásamt foreldrum sínum Sigríði Albertsdóttur og Elís E. Stefánssyni þegar hún var valin íþróttamaður FH áríð 1998. Þórey Edda bikarmeistarí í fimleikum með Björkunum. Þórey er þríðja f.h. Stangarstökk kvenna ersú íþróttagrein sem erá hvað mestri upp- leið ífrjálsíþrótta- heiminum í dag. Þórey Edda Elísdóttir, 22 áraFH-ingur, hefurá skömmum tíma náð ótrúlega góðum ár- angri ígreininni, en hún lenti í 9.-10. sæt- inu á HM í Japan. Þórey Edda Elísdóttir, stangar- stökkvarinn efnilegi úr Hafnar- firði, hefur heldur betur verið að slá í gegn á stórmótum erlendis að undanförnu. Hún náði sínum besta árangri til þessa á alþjóð- legu stórmóti í Sindelfingen í Þýskalandi fyrir skemmtstu og stökk þá 4,36 m. Hún náði þar með lágmarkinu inn á Evrópu- meistaramótið utanhúss sem fram fer í Sevilla á Spáni í sum- ar. Hápunkturinn á ferli Þóreyjar Eddu hingað til var þegar hún, ásamt Völu Flosadóttur og Jóni Arnari Magnússyni, tók þátt í heimsmeistaramótinu í Japan um síðustu helgi. Þórey stóð sig nokkuð vel á mótinu, þó hún næði ekki sínu besta. Hún stökk 4,20 m og lenti í 9.-10. sæti. Að sögn Þóreyjar sagðist hún lítið hafa fundið fyrir tauga- spennu á mótinu þrátt fyrir mik- ilvægi þess. „Eg átti frekar von á því að verða stressuð, en líklega hef ég aldrei verið jafn afslöpp- uð á nokkru móti. Helstu áhyggjurnar voru, hvort ég næði byrjunarhæðinni, sem var 3,80 m, en þegar það hafðist var allt stress úr sögunni. Eg hafði sett mér að ná einu af tíu efstu sæt- unum og hafði gert mér vonir um að stökkva 4,35 m. Samt var ég nokkuð sátt við 4,20 m.“ Byrjaði 9 ára í íiinlcikum Þórey Edda byijaði íþróttaferil- inn 9 ára gömul þegar hún fór að æfa fimleika með Fimleikafé- laginu Björk í Hafnarfirði. Hún náði fljótt góðum tökum á fim- leikunum, enda mjög áhugasöm við æfingarnar. Að sögn Elfsar E. Stefánsson- ar, föður Þóreyjar, var hún strax mjög samviskusöm við æfingam- ar. „Hún hefur mikinn metnað og reynir alltaf að gera sitt besta." Þórey stundaði sfðan fimleika til ársins 1996, þegar hún ákvað að hætta eftir farsælan feril. Hún varð á fimleikaferlinum sexfaldur bikarmeistari með Björkunum og keppti einnig með íslenska fimleikalandslið- inu. Hennar helsta grein var tvísláin og þar varð hún íslands- meistari í tvígang. Hún varð sig- urvegari í samanlögðu á Eyja- leikunum 1993 og var meðal þátttakenda á Evrópumeistara- mótinu árið 1996. „Eg var ákveðin í að hætta í fimleikun- um eftir Evrópumótið 1996, en gat þó ekki hugsað mér að hætta alveg í íþróttum og fór þess vegna að fíkta við stangarstökk- ið,“ sagði Þórey. Ótrúlega hraður stígandi Ferill hennar í stangarstökkinu er því mjög stuttur og með ólík- indum hvað hún hefur náð góð- um tökum á stönginni á skömm- um tíma. Að hennar sögn hófst þetta ævintýri hennar strax áriðl996. „Ragnheiður Ólafs- dóttir, frjálsíþróttaþjáifari hjá FH hafði samband við vinkonu mína, Nínu Björk Magnúsdótt- ur, fimleikakonu og vildi fá hana til að mæta á frjálsíþróttaæfing- ar. Við Nína höfðum æft saman fimleika hjá Björkunum og hún hafði samband við mig og bað mig að kfkja með sér á æfingu hjá FH. Við fórum svo saman á eina eða tvær æfíngar, svona rétt til að prófa, en það varð þó ekk- ert meira úr því í það skiptið. Það var ekki fyrr en eftir að Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari sama ár, að áhuginn kviknaði fyrst fyrir alvöru og um haustið mætti ég á mína fyrstu æfingu. Kristján fyrsti þjálfarinn Það má segja að tilviljun hafi ráðið að gömlu stangarstökks- kempurnar Sigurður T. Sigurðs- son og Kristján Gissurarson, sem verið hafa í fremstu röð stangarstökkvara hér á landi til margra ára, sáu til Þóreyjar reyna sig við stöngina á þessari fyrstu æfingu hennar. Að sögn Kristjáns Gissurar- sonar, sem síðan varð fyrsti tækniþjálfari Þóreyjar Eddu, sáu þeir félagar strax að mikið bjó í þessari ungu stelpu. „Hún virk- aði strax á mig sem mjög efni- legur stangarstökkvari. Segja má að hún hafí allt það til að bera sem þarf til að ná langt í grein- inni. Hún hefur góðan grunn og góða Iíkamsbyggingu og stígand- inn hefur verið ótrúlega hraður hjá henni,“ sagði Kristján. Þórey æfði síðan undir hand- leiðslu Kristjáns fram að ára- mótunum, en þá hélt hún út til Bandaríkjanna og dvaldi þar í nokkra mánuði, en æfði þó að- eins lítillega. „Eg kom síðan heim sumarið 1997 og þá hóf ég fyrst æfingar fyrir alvöru. Krist- ján Gissurarson sá um tækni- þjálfunina og þau Eggert Boga- son og Ragnheiður Ölafsdóttir um þrekæfíngarnar. Eg stundaði þó mest stökkið og Kristján var ómetanlegur vað að segja mér til og kenndi mér mikið,“ sagði Þórey. Stukk 2,80 m á fyrsta mótinu „Eg tók þátt í mínu fyrsta móti strax haustið 1996 og stökk þá 2,80 m. Það var ekki um annað að ræða því ekki var hægt að stilla stökkhæðina neðar nema með mikilli fyrirhöfn. Fljótlega á eftir tók ég svo þátt í öðru móti og stökk þá yfír 3,00 m. Síðan tók ég ekki þátt í móti fyrr en ég kom aftur heim frá Bandaríkj- unum og var þá að reyna við lág- markið inn á Evrópumeistara- mót ungmenna 20 - 22 ára, sem fram fór í Finnlandi í júlí. Lág- markið var 3,60 og ég þurfti að ná því fýrir 30. júní. Þess vegna voru sett upp fyrir mig ein fimm mót og mér tókst að ná lágmark- inu. Þetta Evrópumót ungmenna var mitt fyrsta alvörumót og þar stökk ég 3,70 m, en eftir það tók ég síðan þátt í Meistaramóti Is- lands og stökk þá 3,80 m. Þá var komið að Norður- landameistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í ágúst og þar lenti ég í 2. sæti á eftir finnskri stelpu og stökk 3,52 m. Eftir það tóku við æfíngar all- an veturinn þar sem Kristján þjálfari lagði áherslu á að laga og æfa tæknina, auk þess sem ég var í þreki hjá Eggert og Ragnheiði. Eg tók svo þátt í Stórmóti IR eftir áramótin og stökk þá 3,80 m og síðan 3,90 m á meistaramótinu innanhúss. Eg stefndi allan veturinn á að komast yfir fjögurra metra múr- inn og lagði mikið á mig til að ná settu takmarki. Það hafðist svo ekki fyrr en um vorið, þegar ég fór að stökkva úti á nýja vell- inum í Kaplakrika, en þá stökk ég 4,18 m strax á fyrsta útimót- inu, sem var nýtt Islandsmet, en gamla metið sem var 4,17 m átti Vala Flosadóttir,“ sagði Þórey. Eftir keppnistímabilið í fyrra hélt Þórey Edda til Svíþjóðar og æfír nú með Völu Flosadóttur hjá félaginu MAI í Malmö undir stjórn pólsks þjálfara. Hún er stöðugt að bæta árangurinn og nafnið Þórey Edda Elísdóttir er þegar orðið þekkt í frjálsíþrótta- heiminum. Árangur síðustu stórmóta: Malmö 4,14 m Gautaborg 4,21 m Aþena 4,30 m Stokkhólmur 4,31 m Sindelfingen 4,36 m HMíJapan 4,20 m

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.