Dagur - 20.03.1999, Síða 2

Dagur - 20.03.1999, Síða 2
78 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 HELGARPOTTURINN Allir voru f létta skapinu á frumsýningunni á Hnetan geimsápa á fimmtudagskvöldið enda sýningin með afbrigðum skemmtileg fram að hléi. Ari Sigvaldason, fréttamaður á Útvarp- inu, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á svo skemmtilega frumsýningu en hann var þama í félagsskáp hinnar sjarmerandi Þóru Arnórs- dóttur, stigavarðar í Gettu betur. Meðan gestir dreyptu á geimkokkteil og fylltu út eyðublöð um framhald sýningarinnar mátti sjá að fjölgunar var víða von. Með bumbuna út í loftið var engin önnur en Björk Jakobsdóttir, kona Gunnars Helgasonar, sem hafði verið sveittur uppi á sviði að spinna fyr- ir og með leikhúsgestum og gengið fjarskalega vel. Svo var ekki laust við að fjölgunar væri að vænta hjá Halli Helgasyni og hans konu. Eitt af um- ræðuefnunum á frumsýningunni var Evró- visjón-lag íslendinga, „I am all out of luck“, sem Selma Björnsdóttir syngur en upptökur á myndbandinu hafa einmitt staðið yfir að undanförnu. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona er þar með í bakgrunni en hún var einmitt á frumsýningunni, nýkomin úr tökum. Edda var óðamála að lýsa hrifningu sinni á laginu og sagði það afar grípandí eftir fyrstu hlustun. Lofar góðu fyrir keppnina í fsrael... Og meira úr tónlistinni. Rokkhljómsveitin Ut- angarðsmenn er komin á kreik á ný. Þeir fé- lagar Rúnar Erlingsson bassaleikari, Magnús Stefánsson trommuleikari, gítarbræðurnír Mike og Danni Pollock og Bubbi Morthens hafa tekið upp þráðinn þar sem hann raknaði í sundur fyrir átján árum síðan, þegar síðasta plata þeirra 45 RPM kom út. Rokkáhuga- menn eiga eftir að sjá þá víða á næstu vikum, mánuðum og árum. Mike er ekki við eina fjölina felldur en (sumar er væntanleg bók frá kappanum, þar sem meðal annars verður saga úr frægri ferð Utangarðsmanna til Skandinavíu um árið. Nýjustu fréttir úr skemmtanalífinu á Akureyri hafa vakið verðskuldaða athygli. Nú mun eró- tíkin á leið til Akureyrar því Bernharð Stein- grímsson veitingamaður á Setrinu í Sunnuhlíð er að innrétta bása fyrir erótískar sýningar. Hér er margt að athuga. Fyrir það fyrsta benda menn á að Bernharð hefði betur stig- ið þetta skref fyrr - nánar tiltekið fyrir prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi eystra. Hefði útkoma hans ( prófkjörinu ef til vill orðið betri og heimsóknir á kosningaskrifstofuna fleiri ef hinir erótísku básar hefðu verið til staðar þá strax. Bernharð er svosem ekki í fyrsta skipti að koma nálægt erótík, því hann hefur til dæmis haldið erótíska myndlistarsýningu þótt sumum hafi þótt hún frekar „Erró-tísk" en erótísk. Hitt vekur líka athygli í mjólkurfram- leiðsluhéraðinu Eyjafirði að settir skuli upp básar fyrir erótíkina... Fyrir þá sem hafa gaman af spurningaþættin- um ...þetta helst og tóku eftir leynigestunum Kela og Halli Helgasyni með sérstökum þökkum til Steins Ármanns Magnússonar á fimmtudagskvöldið er rétt að geta þess að aftur er von á nýjungum í næsta þætti. Uðs- stjórinn hann Bjössi er nefnilega skroppinn til Afríku til að taka upp kvikmynd og getur því ekki verið með í þættinum. Það verður þvf brugðið á sprell, sem slær jafnvel út síðasta þátt. Helgarpotturinn heyrir því slúðrað að systur föstu liðsstjóranna, þær Anna Björns og Magga Sverris (úr Frjálslynda flokknum hans Sverris Hermannssonar), verði fengnar til leiks en til að staðreyna þetta hvetjum við áhugasama til að fylgjast með sjónvarpinu á fimmtudagskvöldið... Á bls. 21 í Degi í gær birtist mynd af Michael Young ungum hönnuði búsettum hér á landi og hann sagður heita Marc Newson. Svo er alls ekki, hann heitir Michael Young og sýnir ásamt Jasper Morrison og Márc Newson á sýningu Kjarvalsstaða á alþjóðlegri hönnuri en allir þrír eru þeir taldir meðal fremstu hönnuða heims í dag. Myndin sem átti að bir- tast var þessi af Márc Newson og biðjumst við vélvirðingar á mistökunum. Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og ábendingar til birtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o heIgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vi'lt eða á netfangið: ritstjori@dagur. Þýddar breskar og bandarískar sakamálasögur eru mun vinsælli í Finnlandi heldur en innlendar spennusögur, segir Leena og bætir því við að menn hafi m.a. talað um að ekki sé hægt að skrifa trúveröugar finnskar spennusögur þar sem landið sé tiltölulega friðsælt Og hefur slíkum röksemdum einnig verið haldið á lofti hér. Norrænar spennusögur Fimm norrænir spennusagnahöfundar koma saman í dag til að spjalla saman um sakamálasögur Norðurlandabúa. Klukkan 15 í dag koma saman í og skunduðum við til fundar við Norræna húsinu spennusagnahöf- hana snemma morguns í vikunni, undar frá öllum Norðurlöndunum rétt áður en hún þurfti að leggja af og stendur dagskráin, sem er opin stað í hinn skyldubundna Gulífoss- öllum áhugasömum, til kl.19. Allir Geysis rúnt. erlendu höfundarnir hafa talsverða reynslu af ritun sakamálasagna, FemÍIIÍSkor SpennilSÖgur Daninn Leif Davidsen starfaði lengi Leena er ein fárra finnskra kven- sem fréttamaður í erlendum frétt- höfunda sem hefur Iagt sig eftir að um fyrir Danska ríkisútvarpið en skrifa sakamálasögur og er sögu- hefur nú sent frá sér 8 bækur sem hetja hennar ung fjölskyldukona allar hafa komist á metsölulista. sém gegnir yfirmannsstöðu í of- Norðmaðurinn Fredérik Skagen beldisafbrotadeild lögreglunnar. hefur gefið út 26 bækur, einkum Leena segir það skipta talsverðu sakamálasögu en einnig aðrar tég- ináli að söguhetjájti skuli vera kona. undir bókmennta. Hakan Nésser Mikilvægt sé að sktifa út frá lífsvið- frá Svíþjóð hefur hlotið ýmis verð- horfi kvenna, sem ekki hafði verið Iaun fyrir þær fimm sakamálasögur gert í finnskum sakamálasögum fyr- sem hann hefur skrifað um lög- ir tilkomu Leenu, og enda vill reglufulltrúann þumbaralega, Van Leena skilgreina bækur sínar sem Veeteren. Arnaldur Indriðason feminískar spennusögur. „Þetta er vérður fulltrúi íslenskra sakamála- stundum erfitt fyrir hana vegna höfunda í pallborðsumræðum sem þess hvað karlaveldið hefur verið hefjast kl. 18 en Leena Letholainen sterkt innan Iögreglunnar en hún hin finnska er eina konan í hópnum skilur hins vegar kvenkyns fórhar- MAÐUR VIKUNNAR STEKKUR HÆRRA ... Einar Karl Hjartarson hástökkvarinn geðþekki er maður vikunnar, enda tvíbætti drengurinn íslandsmetið og fór yfir 2,20 metra í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudags- kvöld. Hann stefnir hærra og ekki ólíklegt að hann muni ná yfir 2,30 metra áður en árið er liðið. Nú stekkur hann líka í íþróttaskóm en fýrst þegar hann kom fram á sjón- arsviðið vildi hann helst vera berfættur... lömb betur en karlkyns starfsfélag- ar og hefur að auki vald til að hand- taka og spyrja spurninga-.Á Finnsku hetjurnar eru engin ofurmenni Fyrsta finnska sakamálasagan kom út árið 1911 én það var ekki fyrr en á 5. áratugnúm sem finnskar konur hófu að skr'ífa slíkar sögur. Leena er sakamálahöfundur í fullu starfi en hefur auk þess kannað sakamála- sögur finnskra kvenna og byrjaði fyrir nokkru á doktorsritgerð um Ecjva Tenhunen. Hún segir finnskar sakamálasögur hafa ýmis sameigin- leg einkenni. Hetjurnar séu t.d. Iöggur •en ekki einkaspæjarar og „svo höfum við heldur ekki ofur- menni, þessir lögreglumenn eru fremur venjulegt fjölskyldufólk sem er að glíma við hversdagsleg vanda- mál.“ -LÓA Einar Karl Hjartarson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.