Dagur - 20.03.1999, Qupperneq 4

Dagur - 20.03.1999, Qupperneq 4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði Brúðuheimili - Henrik Ibsen Menningarverðlaun DV 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir • í kvöld Id. nokkur sæti laus • Id. 27/3 • sud. 11/4 Sjálfstætt fólk - eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsd. Fyrri sýning: Bjartur - Landnámsmaður íslands • Frumsýning á morgun sud. kl. 15:00 - örfá sæti laus • 2. sýn. mvd. 24/3 kl. 20:00 • nokkur sæti laus • 3. sýn. fid. 25/3 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • 4. sýn. mvd. 7/4, kl. 20:00 - nokkur sæti laus • aukasýn. þrd. 23/3, kl. 15:00 - uppselt •aukasýning Id. 10/4 kl. 15:00 Síðari sýning: Ásta Sóllilja • Frumsýning á morgun sud. kl. 20:00 - örfá sæti laus • 2. sýn. þrd. 30/3 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • 3. sýn. fid. 8/4 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • aukasýning þrd. 23/3 kl. 20:00 - uppselt • aukasýning sun. 28/3 kl. 20:00 • aukasýning Id. 10/4 kl. 20:00. Tveir tvöfaldir - Ray Cooney föd. 26/3 - uppselt • föd. 9/4 Bróðir minn Ijónshjarta • Astrid Lindgren • í dag Id. kl. 14:00 - nokkur sæti laus • Id. 27/3 kl. 14:00 • sud. 11/4. ATH. sýningum fer fækkandi. Sýnt á Litla sviði kl. 20.00 Abel Snorko býr einn - Erik-Emmanuel Schmitt • föd. 26/3 - uppselt • Id. 27/3 - örfá sæti laus • föd. 9/4 • sud. 11/4 A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl.20.30 Maður í mislitum sokkum - Arnmundur Backman í kvöld Id. - uppselt • á morgun sud. uppselt • fid. 25/3 - laus sæti • föd. 26/3 - uppselt • Id. 27/3 - uppselt • sud. 28/3 - uppselt • fid. 8/4 - uppselt • föd. 9/4 • Id. 10/4 • sud. 11/4 - A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans- mád. 22/3 kl. 8:30. Jarðaför Ömmu Sylvíu - leikið verður úr sýningunni og umræður á eftir. Miðasalan er opin mán.- þri. 13-18 mid-sud. 13-20. Símapantanir frá kl.10 virka daga. Sími 551-1200. áfe^LEIKFÉLAG jfgá ©^REYKJAVÍKURJ® BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið ki. 14:00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie í dag lau. 20/3 - uppselt • sun. 21/3 - uppselt • Lau. 27/3 - uppselt • Sun. 28/3 - uppselt • lau. 10/4 - örfá sæti laus • sun. 11/4 - nokkur sæti laus Stóra svið ki. 20.00 Horft frá brúnni eftir Arthur Miller • Lau. 27/3 - Verkið kynnt í forsal kl. 19:00 • Fös. 9/4 - Verkið kynnt í forsal kl. 19:00 Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Camoletti í kvöld - 74. sýn lau. 20/3 - uppselt • 75. sýn fös. 26/3 - örfá sæti laus • 76. sýn fös. 10/4 - nokkur sæti laus • 77. sýn mið. 21/4. Stóra svið kl. 20.00 íslenski dansflokk- urinn Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta - Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur • 6. sýning sun. 28/3 Litla svið kl. 20.00 Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh • 4. sýn. sun. 21/3 - uppselt • 5. sýn. lau. 27/3 - örfá sæti laus • 6. sýn. sun. 28/3 - nokkur sæti laus Midasalan er opin daglega frá kl. 12-18 og fram aö sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiöslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 MENNINGARLÍF LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 IC^íit Fangavíti Williams BÓKA- HILLAN Elías Snæland Jönsson ritstjóri Leikhúsgestir í New York geta þessa dagana farið á sýningar á nýju leikriti eftir Tennessee Williams. Þetta kann að hljóma undarlega þar sem bandaríska Ieik- skáldið lést árið 1983. Skýr- ingin er þó einföld; hér er um að ræða eitt af æsku- verkum höfundarins - leikrit sem enginn hafði haft rænu á að kanna hvort væri til í handriti fyrr en breska leik- konan kunna, Vanessa Red- grave, hóf mikla leit að því fyrir nokkrum árum, fann það í skjalasafni háskólans í Austin í Texas og kom því á framfæri. Leikritið nefnist „Not About Nightingales“ og gerist öll í fangelsi í Bandaríkjunum. Það var frumsýnt þar vestra í síðasta mánuði í Square-leikhúsinu í New York undir leik- stjórn Bretans snjalla Trevor Nunn sem í fyrra setti verkið á svið í Bretlandi. Uppsetn- ingin hefur víða fengið góða dóma, en annars staðar dræma. Áhrif frá Strindberg Thomas Lanier Williams fæddist 26. mars árið 1911 í suðurríkjum Bandaríkjanna, nán- ar tiltekið í borginni Columbus í Mississippi. Hann hóf nám við háskólann í Missouri, þar sem hann kynntist verkum Strindbergs og varð fyrir miklum áhrifum. Hann varð að hætta námi þegar kreppan var sem verst og fór að vinna í verksmiðju í St. Louis borg, en auðnaðist seinna að ljúka námi og útskrifast frá háskólanum í Iowa 1938. Williams samdi nokkra leikþætti á milli- stríðsárunum, þar á meðal einþáttunga sem voru frumsýndir sama árið og hann útskrifað- ist, en flest af þessum elstu verkum eru gleymd og grafin. Þegar hann fór að fá verk sín sýnd tók hann upp fornafnið Tennessee. Lengst af var ekkert vitað um „Not About Nightingales“ annað en nafnið eitt. Það kom fyrir á gömlum minnisblöðum sem Williams skyldi eftir sig. Hét reyndar um tíma „Hell“ Tennessee Williams: eitt eistu verka hans loksins fundið og komið á fjaiirnar. (Helvíti) - enda má segja að það lýsi viðfangs- efni leikritsins harla vel. Samið í fátækt Williams samdi leikritið þegar hann var 27 ára og bjó við ill kjör í St. Louis. Hann var fá- tækur og reiður út í tilveruna því hann sá litla framtíð fyrir sér sem leikritaskáld. Efniviðinn fékk hann úr fréttagrein í Newsweek árið 1938. Þar var sagt frá upp- reisn fanga í borginni Fíladelfíu. I hegningar- skyni höfðu þeir verið lokaðir inni í litlum miðstöðvarklefa. Sú vist í „helvíti" kostaði fjóra þeirra lífið. I kjölfarið gerðir hópur fanga uppreisn gegn þessari og annarri ómannúðlegri meðferð. Þetta er viðfangsefni leikritsins sem gerist í hliðstæðu víti. Helstu persónur verksins eru nokkrir fangar og starfsmenn fangelsisins; harkaleg átök á milli þeirra enda með ósköp- um. Afrek Vanessu Þetta leikrit hvarf í glatkistuna þegar Willi- ams sló eftirminnilega í gegn með Glerdýr- unum (The Glass Menagerie) árið 1944. í kjölfarið kom hver sigurinn á fætur öðrum í bandarísku Ieikhúsi - nægir þar að nefna kunnustu verk hans eins og „A Streetcar Named Desire" (1947) sem ávann honum fyrstu Pulitzer-verðlaunin, „The Rose Tattoo" (1951), „Cat On a Hot Tin Roof' (1955), sem líka skilaði Pulitzer, „Orpheus Decend- ing“ (1957) og „The Night of the Iguana" (1961). Vanessa Redgrave var einmitt að æfa í „Orpheus Decending" fyrir nokkrum árum síðan þegar hún rakst á þetta sérkennilega nafn „Not About Nightengales" og spurðist fyrir um leikritið. Þá kom f ljós að enginn vissi hvort það var til eða ekki, það hafði aldrei verið flutt né gefið út. Vanessa gafst ekki upp við svo búið heldur hóf leit að verk- inu sem að lokum endaði með því að eina eintak handritsins fannst; það hafði verið endurskoðað af höfundinum sem hafði einn- ig handskrifað ýmsar athugasemdir á spássíu. Hún kom á samstarfi við Nunn og fleiri um að koma leikritinu á svið - sextíu árum eftir að það var samið. Þess má geta að helstu leikrit Tennessee Williams njóta enn mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar. OII bestu verk hans hafa þar að auki verið kvikmynduð, sum frábærlega með snjöllum leikurum f aðal- hlutverkunum. Kímnigáfan er verkjalyf / myndinni Lífið er fallegt er Jósúa talin trú um að fangabúðalífið sé feluleikur og gert er grín að öllu saman. Lífið er fallegt (La Vita É Bella). Aðalleikarar: Roberto Benigni, Necoletta Braschi, Giorgio C a n t a r i n i , Giustion Durano og Segio Bustric. Leikstjóri: Ro- berto Benigni. H a n d r i t : V i n c e n z o Cerami og Ro- berto Benigni. Bíómyndin L« Vita E Bella eða Lífið er fallegt gerist á Ítalíu á stríðsárunum. Sagan hefst árið 1939. Tveir félagar eru á ferð um sveitina á Ieið til borgarinnar Arezzo í Toskanahéraði. Félag- arnir bruna á bifreiðinni kátir niður bratta brekku. Annar flytur ljóð góðglaður um ferð í gegnum lífið á bremsulausum bíl. Svo bila bremsurnar og þeir þeysa í gegnum skóga og skrúðgöngur en loks stöðvast bifreiðin og Guido hittir Dóru (Nicoletta Braschi) og verður ástfanginn. Benigni líkt við Chaplin Eins og í ævintýrunum fær prins- inn prinsessuna, hér gerist það að vísu í miðri mynd en ekki í lokin - lífinu líkur ekki við gift- ingu. Hann flytur hana heim til sín á hvítum hesti, sem að vísu hefur verið málaður grænn af fasistum, og skrifað á hann Gyð- ingahestur. „Ég vissi ekki að hestar gætu verið gyðingar," seg- ir Guido. Myndin er sprenghlægileg og trúðslætin eru oft á tíðum óborganleg. Roberto Benigni hefur verið líkt við meistara Charlie Chaplin. Eins og hjá Chaplin er heilmikil alvara á bak við grínið. Grínið og trúðslætin fá áhorfandann til þess að skellihlæja. Stemmn- ingin stigmagnast þangað til allt í einu að brosið frýs á andlitinu þegar alvaran kemur í ljós. 1000 punkta leikurinn I myndinni eru skemmtilegar klippingar milli atriða og tíma- skeiða. Eftir að elskendurnir ná saman er sögunni hraðað um rúm fimm ár með einni snoturri ldippingu. Þegar sonurinn Jósúa kemur til sögunnar, fullskapaður og fimm ára, eru blikur á Iofti. Þeir fara í verslunarferð og koma að kaffihúsi þar sem er sldlti í glugga sem á stendur „Gyðingum og þundum bannaður aðgang- ur“, hann er auðvitað fljótur að finna það út að fyrst að syni hans er illa við köngulær og honum sjálfum illa við Vestgota eigi þeir að setja upp skilti í glugga bóka- búðar sinnar sem á stendur „Vestgotum og köngulóm mein- aður aðgangur". Vendipunktur myndarinnar er á fimm ára afmælisdegi sonarins. Þegar fjölskyldan er flutt í gripa- vagni í fangabúðir nasista heldur Guido syni sínum, sjálfum sér og samföngunum á floti með því að búa til þá skröksögu að þetta sé allt saman leikur þar sem mark- miðið sé að safna punktum. Sá sem fyrstur fær 1000 punkta hann vinnur og hlýtur spá nýjan alvöru skriðdreka að launum. Einn daginn hverfa börnin úr búðunum, þau voru send í bað, en Jósúa gerir allt til þess að komast hjá því að baða sig. Hann er meistari í feluleik. Þetta er lífsleikur, leikinn upp á líf og dauða. Það er áhorfand- inn sem veit það en ekki Jósúa, sem er blekktur allan tímann enda er kímnigáfan hið besta verkjalyf sem Iæknar hugarang- ur. Eini gallinn á sýningunni var hléið, það kom óvænt innf þegar myndin var að byrja að verða nasistamynd og olli spennufalli. Því brá undirritaður sér á sýn- ingu klukkan 4:30 í miðri viku og þótti myndin ekki síðri í seinna skiptið sem hann sá hana en þá var ekkert hlé. Myndin var betri þannig. En í bæði skiptin gekk undirritaður út með tárvot aug- un. -PJESTA KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.