Dagur - 20.03.1999, Síða 14

Dagur - 20.03.1999, Síða 14
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Árleg ráðstefna Fé- lags íslenskra heim- ilislækna og lyfjafyr- irtækisins Astra var haldin á dögunum. Þangað mættu um 140 af af 180 starf- andi heimilslæknum í landinu. Megin- þema ráðstefnunar var stoðkerfisvanda- mál. Óskar Reyk- dalsson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Selfossi, var skipu- lagsstjóri ráðstefn- unar. Úskar Reykdalsson heimilislæknir segir að engar rannsóknir bendi til þess að lækn- ar geti mælt með áfengisneysiu. þess að skera eða sprauta. Bernt Ersson var einn aðalfyrirlesaranna í stoð- kerfisfræðunum. Oskar segir að á ráðst.efnunni hafi Bernt ma. rætt um val á skóm. Hann hafi sagt frá rannsókn sem gerð var úti í Svíðþjóð. „Þeir tóku hóp af fólki og hjálpuðu þeim að velja skó. Þeir auglýstu eft- ir fólki sem átti við vanda- mál að stríða út af verkjum í ökla, hné, mjöðmum eða baki. Þeir sögðu helmingn- um að fara og kaupa sér skó. Við hinn hópinn sögðu þeir, „ég skal hjálpa ykkur að velja skó.“ Hjá þeim sem var hjálp- að að velja sér skó á fagleg- an hátt minnkuðu stoð- kerfisverkirnir. Prinsippið er að skórinn passar. Með réttu skóvali er hægt að minnka framleiðslu á inn- leggjum." Ekki hægt að mæla með áfengi Á ráðstefnunni voru ýmiss málefni heim- ilislækna rædd meðal annars var fjallað um hjálpartæki ástarlífsins, fíkniefni og bronkítis. Einn fundurinn fjallaði um ný- Iegar rannsóknarniðurstöður þar sem kemur fram að hófleg áfengisneysla í lengri tíma geti verið verndandi þáttur gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Oskar segir að ekki liggi fyrir nægilegar niðurstöður til þess að hægt sé að mæla með áfengisneyslu. „Það er grunur um að í völdum tilvikum geti þetta gert gagn. Áfengi hefur sínar aukaverkanir. Það er grunur um að það geti gert gagn í völdum tilvikum,“ segir Óskar. Réttir skór minnka verki Meginþema ráðstefnunar var stoðkerfis- vandamál. Óskar segir að heimilislæknar telji sig sérfræðinga í þeim. Þetta séu vandamál sem að bæklunarlæknar skera ekki upp við, ss. bakverkir, sinabólgur, tennisolnbogi, öklatognanir o.s.frv. Á ráð- stefnunni var farið í gegnum aðferðir til þess að breyta þessum óþægindum án Óskar segir að í framhaldi af ráðstefn- unni hafi Bernt verið með námskeið fyrir lækna og sjúkraliða á Reykjalundi sem læknar og sjúkraliðar af öllu landinu sóttu. Þar sem þeim voru kenndar hnykk- ingar. „Þetta eru atriði sem hafa ekki náð neinum vinsældum í læknadeildinni enn- þá. Læknar og sjúkraþjálfarar þurfa að mennta sig eftir að þeir koma út úr skóla. Það er menntun eftir lok háskóla sem að gildir í þessum fræðum,“ segir Óskar. -PJESTA Maturinn verndar brjóstin Konur geta unnið að því að koma í veg fyrir krabbamein í brjósti með því að vanda fæðisval sitt og borða mat sem hef- ur góð áhrif á kvenhormónin í Iíkam- a n u m . Þ e 11 a kemur fram í banda- rískri b ó k krabbamein, „The Breast Cancer Prevention diet“. Markmiðið með fæð- isvalinu er að fá jafnvægi í estrógenið í Iíkamanum. Stundum er talað um sterk og veik estrógen, vond og góð - sterku og vondu estrógenin eru talin valda því að krabbamein þróast í brjóstunum. Til að koma í veg fyrir brjóstakrabba- mein er æskilegt að leggja áherslu á fiskolíu, ávexti, grænmeti og treljar í matnum. Matur frá löndunum kringum Miðjarðarhafið og í Asíu er talinn sérlega góður enda fá þarlendar konur sjaldnar brjóstakrabbamein en konur annars stað- ar. Þá er mælt með hreyfingu og minni líkamsþyngd. Sýnir ber á skjánum Nýr brjósta- haldari er kominn á markað brjóstahald- ari sem sýnir krabbamein f brjósti á frum- stigi! Brjósta- haldarinn lítur út eins og venjulegur brjóstahaldari en getur bjargað þúsundum mannslífa. Það eru enskir vísindamenn við De Montfort University sem hafa þróað brjóstahaldarann. Hann er hefðbundinn í útliti en að innan eru rafskynjarar í beinu sambandi við tölvu. Rafstraumur er send- ur gegnum bijóstið og sýnir bijóstið á tölvuskjánum. Ef einhver meinsemd er inni í brjóstinu sést hún líka á skjánum. Með þessari nýju tækni er því hægt að finna pínulítil ber í brjóstinu áður en höndin getur fundið þau. Saga titrarans Já, þeir eiga sögu og hafa verið til í meira en 100 ár. Sá fyrsti var gufuknúinn og hannaður árið 1869 af amerísk- um lækni, sem notaði hann til að meðhöndla sefasjúka kven- kyns sjúklinga sína. Tuttugu árum síðar bætti breskur kollegi um betur og hannaði nettari út- gáfu sem var knúin rafhlöðum, og um aldamótin var úrvalið orð- ið nokkuð gott. Sefasýkin og ein- kenni um tilfinningalegt ójafn- vægi átti að vera til komið vegna kynferðislegrar ófullnægju vesl- ings kvennanna. Meðferðin fólst í að framkalla skautkviðu (“hy- sterical paroxysm", fyrirbærið e.t.v. betur þekkt sem fullnæg- ing) meðsérhæfðu nuddi (kyn- færanna). Líklegt er að þetta bafi krafist talsverðrar einbeitingar, nákvæmni og tíma af hálfu með- ferðaraðilanna og því voru titr- andi tækin nýju kærkomin, þægi- Ieg í notkun og áhrifarík. Heilsa, kraftur og fegurð I ameríska neyslusamfélaginu voru titrarar fljótlega markaðs- settir í kvennablöðum og katalóg- um sem nauðsynlegt heimilis- tæki. Auglýsingar lofuðu bættri heilsu, auknum krafti og fegurð (hmm, þetta hljómar eins og aug- lýsing fyrir eitthvað duft sem ég man ekki alveg hvað heitir!). Um 1920 voru læknar hættir að með- höndla sefasjúkar konur með titr- ingi og farnir að beita sálfræði- legri aðferðum. Titrarar héldu þó velli og voru brátt komnirþangað sem Kenwood hrærívélin hafði hælana enda auglýstir sem flestra meina bót, áttu að geta læknað höfuðkvalir, astma og fölnandi fegurð (hmm, aftur fæ ég þessa duft tilfínningu!). Freistandi „Náðu þér í ljóma“, „þessi dá- samlegi og holli sæluhrollur", „Fær þig til að titra af einskærri lífshamingju", svona hljómuðu auglýsingar svo það er ekki mjög erfítt að ímynda sér að húsmæð- ur hafi kastað af sér svuntunum og hópast í raftækjaverslanir í stað þess að baka eitt eplapæið enn. Gagnsemi titraranna til kynferðislegrar fróunar var þó aldrei opinberlega viðurkennd en erfitt var að hunsa hana þegar tækin fóru að birtast í steggja- kvikmyndum (pornó-) þriðja ára- tugarins. Líklegt er að þess vegna hafi titraraauglýsingarnar smám saman horfið af síðum „siðlegra" rita. Ljóðræna Það veitir mér únægju Auðvelt er veita þér ónægju Eg er mjög ánægð (úr Lifting belly eftir Gertrude Stein) Gertrude Stein (1874-1946) & Alice B. Toklas (1877-1967) áttu titrara, ægilega maskínu sem þær notuðu víst óspart til nautna. Því hefur verið slegið fram að „það“ sem Stein orti um í Lifting belly hafí einmitt verið titrarinn góði, eða kannski að þær hafi átt tvo. I næstu viku mun ég fjalla um stöðu titrarans í nútímasamfélagi og gefa góð ráð varðandi val og viðhald á slíkum gripum. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjú krunarfræðingu r. KYNLIF Ragnheiður Eíníksdóttir skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.