Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
ro^tr
FRÉTTIR
Sigríður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er hér stödd á annarri hæðinni á Laugavegi 114, sem iðnaðarmenn eru að endurnýja frá
grunni eins og allt húsnæði Tryggingastofnunar við Laugaveg 114-118.
Öll þjónusta Trygginga-
stomimar að breytast
Uppstokkim og endur-
skipulagning stendur yfir
á starfsemi Trygginga-
stofnunar og endumýjun
á öllu husnæði hennar á
Laugavegi 114-118.
„Þetta er risavaxið verkefni," sagði Sig-
ríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
þjónustu- og rekstrarsviðs Trygginga-
stofnunar ríkisins, þar sem miklar
breytingar standa nú yfír. Húsnæði
stofnunarinnar að Laugavegi 114-118
verður allt endurbætt og endurskipu-
lagt. „Þetta þýðir algera uppstokkun á
öllu innra starfi í stofnuninni og þar
með stórbætta þjónustu við viðskipta-
menn,“ sagði Sigríður. Þeir eru nú
milli 60 og 70 þúsund, eða kringum
fjórðungur þjóðarinnar. Enda má segja
að allir komi við í Tryggingastofnun
einhvern tíma á lífsleiðinni.
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Öllu lokið í september
Famkvæmdir hófust í október í fyrra,
með viðbyggingu við Laugaveg 114,
sem tengist kjallara og 1. hæð. Hinar
íjórar hæðir hússins verða endurnýjað-
ar frá grunni. Öllum framkvæmdum á
að verða lokið í september. „Þá verðum
við komin með þjónustumiðstöð á 1.
hæðinni, þar sem viðskiptavinirnir fá
afgreiðslu á öllum erindum sínum. Þar
verður veitt ráðgjöf og boðið upp á ein-
staklingsviðtöl m.a. við félagsfræðinga
og lögfræðinga. Ahersla verður einnig
lögð á félagslega ráðgjöf í síma. Það
verður Iiðin tíð að fólk þurfí að fara á
marga staði. Öll starfsemi og þjónusta
er sem sagt að breytast," sagði Sigríður.
Engir peningar til nýbygginga
Einu sinni heyrðist að til stæði að
kaupa annað húsnæði eða byggja nýtt
yfir stofnunina. „Það var í umræðunni
Iengi, en fjármagn fékkst ekki. Þess
vegna var ákveðið að gera upp húsið á
Laugavegi og þar með opnaðist mögu-
leiki að fara ofan í saumana á allri
starfseminni," segir Sigríður. Mark-
miðið er að færa á einn stað alla starf-
semina aðra en Hjálpartækjamiðstöð-
ina. Kostnaður við breytingarnar, þar
með talin kaup á skrifstofubúnaði o.fl.
hefur verið áætlaður um 280 milljón-
ir króna.
StarfsfólM fækkar
Starfsmannafjöldi á Laugavegi 114-
118 verður í kringum 140 manns, að
meðtöldum um 30 manns sem sem
flytjast úr núverandi húsnæði TR í
Tryggvagötu. „Nei, starfsfólki Ijölgar
ekki, heldur fækkar smám saman sam-
fara endurskipulagningunni. Engum
verður þó sagt upp. Aðstaðan hérna
hefur lengi verið hrikaleg, bæði fyrir
starfsfólk og viðskiptavini. Þetta verður
allt annað Iíf. Einu erfiðleikarnir hérna
eru bílastæðamálin, eins og hjá öllum
sem eru í miðbænum," sagði Sigríður
Ólafsdóttir. — HEI
Halldór Blöndal þótti
standa sig með mikilli
prýði í forsetastóli á AI-
þingi í gær, enda sló hann
taktfast í bjölluna góðu.
Það var einkum þegar
hann var að áminna Guð-
jón A. Kristjánsson um að
kalla ráðherra „hæstvirta Quðjón A. Kristjáns-
ráðherra" en ekki bara son.
„háttvirta ráðherra“ sem
pottverjar voru ánægðir með Halldór. Höfðu
menn á orði að það væri trúlega langt síðan Guð-
jón, sjálfur skipstjórinn, hefur þurft að sitja
undir slíku, því hann er vanari því að vera í brú-
arglugganum og skamma menn...
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti íslands mun gera
víðreist í sumar. Þannig
verður hann á Ólympíu-
leikum fatlaðra í Norður
Karólínu í suinar, þaðan
fer hann á íslendingaslóðir
í Alberta í Kanada og endar
svo loks á heimsmóti ís-
lenska hestsins í Þýska-
landiíbyrjun ágúst...
Þeir deildu Ámi Gunnars-
son varaþinginaður fram-
sóknar og Kristján Möller
Samfylkingarmaður á
Norðurlandi vestra í kosn-
ingabaráttunni. Á Alþingi
í gær var vísa sem Árni
gerði eftir eina rimmuna
rifjuð upp, en hún er
svona:
Þcireiga bágt, sem þrasa þrátt,
þeim erfátt til sóma.
Vitið smátt, en hefurhátt
Árni Gunnarsson.
Ólafur Ragnar
Grímsson.
Gudmundur
Þorgeirsson
hjartalæknir á Landspítalanum
Öll svið hjartasjúkdóma-
jræðiog nýjustu tækniaðfejðir
við kransæðameðfetð voru rædd
á 17. norræna hjartalækna-
þinginu sem nýlokiðerí
Reykjavík.
Byltingar á ýmsiun sviðum
- Komu fram einhverjar byltingarkenndar
nýjungar?
„Þetta var alhliða hjartaþing, þar sem fjall-
að var um öll möguleg svið hjartasjúkdóma-
fræði; allt frá grunnvísindum, frumulíffræði,
erfðafræði, sameindaerfðafræði og yfir í nýj-
ustu tækniaðferðir við kransæðarannsóknir
og kransæðameðferð og meðferðarprófanir.
Við fengum ávæning af byltingum á ýmsum
sviðum.
Eugene Brunwo, sem er einn þekktasti
hjartalæknir veraldar í dag, flutti yfirlitserindi
um hjartasjúkdómafræði þessarar aldar og
hvað hann sér framundan. Kom fram að þrátt
fyrir mjög stóra sigra, bæði í að fyrirbyggja og
í meðferð hjartasjúkdóma, þá eigum við
sennilega von á því að sjá enn aukna heildar-
tíðni. Það eru stór svæði í heiminum þar sem
kransæðasjúkdómar fara mjög vaxandi."
- Vegna þess aðfleiri eru að temja sér okk-
ar vestrænu lifshætti?
„Já, annars vegar það og hins vegar vegna
þess að stóru vandamálin sem herjað hafa á
þessar þjóðir; hörgulsjúkdómar og margs
konar sýkingar eru minnkandi. En í staðinn
heija hjarta- og æðasjúkdómar á af miklum
þunga.“
- En í okkar heimshluta?
„Þar eru aðrar breytingar. Nýgengi
kransæðasjúkdóms er að minnka en fólk er
hins vegar að eldast og fleiri lifa lengi með
einhvern hjartasjúkdóm. Viðfangsefni öldr-
unarhjartasjúkdómafræðinnar verða því alltaf
viðameiri.
Braunwald spáði þvf að á rannsóknasviðinu
mundi skapast mikilvæg tengsl milli erfða-
fræðirannsókna og faraldsfræðirannsókna,
sem gætu skilað mikilli þekkingu í framtíð-
inni.“
- Eru ný lyf á leiðinni?
„Erik Popol fjallaði einkum um ný blóð-
flöguhamlandi lyf sem lofa mjög góðu um
það að við getum enn bætt árangurinn í með-
ferð bráðrar kransæðastíflu og jafnvel minnk-
að dánartíðnina enn frekar. Hann ræddi
einnig um nýja tækni við að meta eiginleika
einstakra kransæðameinsemda; þ.e. hinar
kólesterólríku skellur innan á æðaveggnum
sem þrengja æðarnar smátt og smátt. Alvar-
legast er þegar þær taka upp á að rofna og
mynda grundvöll fyrir stíflu innan í æðinni,
sem við helst af öllu viljum koma í veg fyrir,
en átt í erfiðleikum við að meta Iíkurnar á
þessu fyrirfram, þannig að við gætum gripið
til viðeigandi rannsókna. En nú er kannski að
koma aðferð til að leysa þetta vandamál, með
því að mæla hitastigið inni í þessum skellum.
Yfirlitsfyrirlestur dr. Serreuys um tækninýj-
ungar í kransæðaþræðingum var líka mjög
spennandi. Hann benti á möguleika á að gera
miklu ýtarlegra mat á blóðflæði í kransæðum
og jafnframt að meta eiginleika æðaveggja,
allt með einni hjartaþræðingu.“
- Kom ekki erfðafræðin Itka við sögu?
„Eitt áhugaverðasta erindið flutti Karl
Tryggvason, sem búinn er að vinna mjög
glæsilega sigra í þessum vísindum. Hann hef-
ur fundið gen sem hefur áhrif á myndun
prótíns, sem virðist hafa gríðarlega mikilvægu
hlutverki að gegna í nýrnastarfsemínni - og
hefur þar á ofan fundið geninu stað og hlut-
verk í nýrnastarfseminni.
Einnig var þarna greint frá Merit-rann-
sókninni, sem er meðferðarrannsókn í hjarta-
bilun sem við íslendingar tókum þátt í. Hún
gengur út á að prófa gagnsemi svonefndra
beta-blokkerandi lyfja við meðferð á hjarta-
bilun. Hugmyndin hefur verið umdeild, en
víðtæk rannsókn leiddi í ljós að þetta minnk-
ar dánartíðni um þriðjung. Þetta er því mikil-
vægt nýtt framfaraskref í meðferð á hjartabil-
un.“ - HEI