Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 5
 I’RIÐJUDAGUR 1S. JÚNÍ 1999 - S FRÉTTIR Vandamál hrannast upp í grunnskólum Si/o virðist sem ekkert sé að gerast í máiefnum kennara og borgaryfirvalda til að liðka fyrir þeirri pattstöðu sem ríkir í ráðningarmálum kennara Engar viðræður við kennara. Óviðunandi ástand. Kennarafélög- in áhyggjufull. Reiðu- búin til samstarfs. „Þetta virkar þannig á mig að menn ætli bara að bíða og sjá hvað gerist. Það getur vel verið að eftir þá bið standi menn frammi fyrir ýmis konar vandamálum sem verða kannski stærri en svo að þau verði leyst á augabragði,11 segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands. Engar viðræður Svo virðist sem ekkert sé að ger- ast í málefnum kennara og borg- aryfirvalda til að liðka fyrir þeirri pattstöðu sem ríkir í ráðningar- málum kennara. Eftir því sem næst verður komist hafa engar viðræður átt sér stað á milli kennara og borgaryfirvalda frá því upp úr slitnaði við gerð til- raunasamningsins í apríl sl. Síð- an þá hafa vel á þriðja hundrað kennarar í grunnskólum borgar- innar sagt upp störfum. Obbinn af þeim hefur gert það út af óá- nægju með laun. Þetta ástand hefur skapað neyðarástand í mörgum skólum þar sem skóla- stjórar vita vart sitt rjúkandi ráð við skipulagningu komandi skólaárs. Reiðubúin til samstarfs A sameiginlegum fundi stjóma Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags á dög- unum var lýst yfír þungum áhyggj- um vegna þessa ástands sem sé í skólamálum borgarinnar. I ályktun fundarins kemur ffarn að það sé óviðunandi að kennarar sem hafa hugsað sér að halda áfram kennslu ríta ekki hvað þeir eiga að kenna næstu vetur eða með hveij- um þeir eiga að starfa. Sömuleiðis sé það óviðunandi fyrir nemendur og forráðamenn þeirra að vita ekki hvort þeir fá kennara á næsta skólaári. Skorað er á borgaryfir- völd að hætta að tala niður til kennara og sýna þeim hroka. Þess í stað ættu þau að leggja sitt af mörkum til að friður komist á í skólastarfi borgarinnar. Áréttað er að kennarafélögin séu reiðubúin til samstarfs um lausnir ef það mætti verða til þess að skapa sátt um skólastarfið. -GRH Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður spyr um heræfingar gegn umh verfissinnum. Gegn umhverf- ísstnnum Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður sagði á Alþingi í gær að boðaðar heræfingar NATO hér á landi á næstunni verði þess eðlis að þar verði æfðar aðgerðir gegn öfgafullum umhverfisverndar- sinnum. Hún spurði Siv Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra hvernig henni litist á þá hug- myndafræði, sem Iiggur að baki heræfingunum og hvort ráðherr- ann ætlaði að gera einhveijar at- hugasemdir. Siv Friðleifsdóttir sagðist telja jafn eðlilegt að verjast öfgafullum umhverfisverndarsinnum og öðr- um öfgahópum. Hún sagðist þó ekki vilja taka undir það að um- hverfisverndarsinnar, eða samtök þeirra, séu öfgasinnuð. Þess vegna sagðist hún ekki geta gagn- rýnt neitt þessar heræfingar. Kolbrún sagði að hún teldi Is- Iendinga eiga annað skilið frá hemaðarbandalaginu NATO þeg- ar það æfir hér á landi, en það að þeir geti ímyndað sér að þeir geti ráðist hér á landi gegn öfgafullum umhverfissinnum. Siv íýsti því yfir að hún væri stuðningsmaður NATO og benti síðan á reynsluna sem við höfum af samtökunum Sea Shepard, sem sökktu hval- veiðibát hér um árið. -S.DÓR Goðæríð svinar á strætísvögnmn Á síðustu misserum hefur farþegum SVR fækkað með tilheyrandi tekju- tapi í framhaldi af auknum bílainnflutningi. Forstjdra SVR falið að gera tillögur uin auknar tekjur. Rætt um 25% fargjalda- hækkun. Aukin bíla- eign bitnar á SVR. „Mér var falið á síðasta stjórnar- fundi að gera tillögur um auknar tekjur fyrir SVR. Hvort það verð- ur í formi gjaldskrárbreytinga, samdráttar eða einhvers annars var mér falið að ákveða,“ segir Lilja Ólafsdóttir forstjóri Strætis- vagna Reykjavíkur. Allt að 25% hækkun Svo getur farið að fargjöld SVR hækki um allt að 25% á næst- unni. Það sem af er þffssu ári hefur orðið samdráttur í fjölda farþega með SVPi með tilheyr- andi tekjutapi. Forstjóri SVR seg- ir að þarna sé um að ræða nokkr- ar milljónir króna á ársgrundvelli og fækkun farþega sé einnig um einhver prósent, eins og það er orðað. Ástæðuna fyrir því sé fyrst og fremst hægt að rekja til vax- andi innflutnings á bifreiðum. Á síðasta ári fóru um 8,6 milljónir farþega með SVR. Fyrir utan samdrátt í tekjum hefur þjón- ustusvæði SVR verið að stækka með tilheyrandi kostnaði. Til að mynda kostar það um 10 milljón- ir króna á ári að reka þjónustu SVR við Kjalarnesið. Þá hafa far- gjöld SVR ekki hækkað í Ijögur ár, eða síðan 1995. Hækkanir fæla ckki frá Forstjóri SVR segist ekki geta sagt til um það hvenær vænta megi tillagna frá henni í þessu máli. Á meðan engar tillögur séu fram- komnar sé ekki ábyrgt að vera að bollaleggja um einhveijar hugsan- legar hækkanir, eins og gert hefur verið. Hún segist hinsvegar ekki óttast að farþegum SVR muni fækka ef farin verður sú leið að hækka fargjöldin. I það minnsta sé það ekki reynslan. Hún hafnar því einnig að þessi samdráttur í fjölda farþega sé merki um að áróður borgaryfirvalda fyrir almennings- samgöngum hafi brugðist. Því til staðfestingar bendir forstjóri SVR á að farþegum SVR hefur ijölgað á liðnum árum, þótt bakslag hafi komið í þá aukningu á síðustu misserum í framhaldi af góðæri og „rosalegri bílasölusprengju." -GRH Aurskriður - Fylgifiskur vorsins Undanfama daga hafa aurskriður fallið víðs vegar um landið. Aurskrið- ur eru oft fylgifiskar vorsins þegar klakinn er að fara úr jörðu og snögg- leg hlýindi og rigning fara saman. Ami Sigurðsson hjá Veðurstofu Is- lands telur það ólíklegt að fleiri aurskriður falli í vikunni en þó sé ekki hægt að útiloka það. Klakinn er að fara úr jörðu út júnf og fer venjulega síðast á norðanverðu Iandinu. „Eins og spáin er núna væri helst að aur- skriður myndu falla fyrir austan eða á Vestljörðum,“ segir Ámi. Að sögn Ama er það ekki óvenjulegt að aurskriður falli á þessum árstíma en hins vegar er það óvenjulegt hve mikil úrkoma var í þessari lægð, sem hefur verið að fara yfir landið undanfama daga. Árni segir að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir um breytt veðurfar vegna þessara miklu aur- skriðna sem hafa fallið undanfama daga. -ÁÁ Svalt á sautjándaniun Rúast við má við því að menn þurfi að klæða sig í eitthvað meira en stuttbuxurnar á þjóðhátíðardegi okkar Islendinga, 17. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands má búast við 6-12 stiga hita, hlýj- ast sunnanlands. Rúast má við að hann haldist þurr víða á landinu, það er helst að það muni rigna norðaustanlands framan af morgni og síð- an aftur um nóttina. Það verður minnkandi norðanvestan átt framan af degi, en síðan fer hann í sunnanátt síðdegis og þá má búast við rign- ingu sunnan til á landinu, en að sama skapi léttir til norðaustanlands um tíma. Veðrið verður svipað sunnanlands og vestan. Óháð úrskurðamefnd í atmaimatryggmguni Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefur skipað sérstaka úrskurðamefnd almannatrygginga. I nefndinni munu sitja þrír fulltrúar sem sitja í sex ár í senn og munu þeir hafa það hlutverk að skera úr ágreiningsmálum um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta Trygginga- stofnunar ríkisins. Tryggingaráð hefur hingað til sinnt þessu hlutverki en nú mun það eingöngu stjórna og hafa eftirlit með Tryggingastofnun. Ár- Iega hefur verið úrskurðað í hátt á fjórða hundrað málum og þykir ástæða til að sérstök nefnd fari með þetta starf. Rík áhersla er lögð á að nefndin verði sjálfstæð og óháð en tveir af þremur fulltrúum nefndarinn- ar eru tilnefndir af Hæstarétti. Formaður nefhdarinnar er Friðjón Örn Friðjónsson hæstaréttarlögmaður. -ÁÁ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.