Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIBJUDAGU R 1 S. JÚNÍ 1999 - %
ÐMfir-
ÞJÓÐMÁL
Að vinna Möinn
JÓN
KRISTJANS-
SON
FORMAÐUR FJÁRLAGA-
NEFNDAR ALÞINGIS
SKRIFAR
Nú hafa náðst samningar um að
her Serba dragi sig út úr Kosovo
og NATO hætti loftárásum. Frið-
argæslulið hefur haldið inn í
héraðið til þess að tryggja öryggi
flóttamanna sem snúa heim aft-
ur. Menn skulu temja sér hóf-
lega bjartsýni varðandi fram-
vindu mála á Balkanskaga. Þar
er suðupottur og þjóðir Evrópu
og Norður Ameríku standa hér
frammi fyrir einu flóknasta og
erfiðasta friðargæsluverkefni
sem um getur. Kemur þar margt
til.
Þáttaskil
Atökin í Kosovo marka að mörgu
leyti þáttaskil. Ekki síst eru þetta
mikil þáttaskil í sögu NATO.
Bandalagið hefur nú starfað í 50
ár og tilgangur þess var að
tryggja öryggi 16 aðildarríkja,
undir formerkjum um sameigin-
legar varnir. Arás á eitt ríki ætti
að skoðast sem árás á þau öll.
Bandalagið lifði í andrúmslofti
kalda stríðsins lengst af, en með
falli Berlínarmúrsins mátti segja
að því hefði Iokið.
Því hefur stundum verið hald-
ið fram að verkefni NATO hafi
lokið þar með. Óvinurinn væri
horfinn. Það kom fljótt í Ijós að
því var víðs fjarri að stjórnir að-
ildarríkjana litu svo á. Ný staða
blasti við. Þjóðir Mið- og Austur
Evrópu telja hagsmunum sínum
best borgið með því að gerast að-
ilar að bandalaginu og þegar
hafa þijár þjóðir fengið að því
fulla aðild og aðildarríkin eru nú
orðin nítján. Þó að Rússar
stæðu ekki gráir fyrir járnum
gagnvart Vestur Evrópu, telja
stjórnvöld allra landa álfunnar
að huga þurfi að öryggismálum.
Þar veldur um að uppbygging
álfunnar er flókin. Það er fremur
regla en undantekning í álfunni
að í hinum einstöku ríkjum eru
minnihlutahópar, af öðru þjóð-
erni og jafnvel annarri menningu
en viðkomandi ríki. Þessar að-
stæður eru víðar en á Balkan-
skaga og þetta
eitt getur verið
fóður í átök, eins
og dæmin sanna.
Óróleiki á einum
stað hefur víð-
tæk áhrif og þeg-
ar kviknar í
tundrinu getur
loginn breiðst
víða út.
Erfið spor að
stiga
Nato hefur í ljósi
þessa breytt
stefnu sinni á
þann veg að hafa
viðbúnað til þess
að bregðast við
staðbundnum
átökum. Stríðið
á Balkanskaga,
fyrst í Bosníu,
síðan í Kosovo
eru fyrstu stríðs-
átök NATO í 50
ára sögu þess.
Stríðið er háð
með loftárásum á svæði sem er
utan aðildarríkjanna. Þær árásir
stóðu stutt í Bosníudeilunni, og
enduðu með því að friðargæslu-
lið tók sér stöðu í landinu, en
árásir hafa staðið vikum saman á
Kosovo og Serbíu. Það má full-
yrða að þetta eru þungbær skref
fyrir allar þjóðir bandalagsins og
hafa reynt á þolrif stjórnvalda í
aðildarríkjunum. Stríð er ekkert
gamanmál og það er öllu venju-
legu fólki raun að þurfa að horfa
upp á slík átök þótt í fjarlægð sé.
Eg hygg að það hafi komið
mörgum á óvart hvert úthald
Milosevic hefur verið og hvað
hann gat haldið þjóð sinni lengi í
heljargreipum og stýrt her sínum
til óhæfuverka í Kosovo.
Markmið og tilgangur
Það má spyrja, og áreiðanlega
hafa margir stuðningsmenn
„Fólk var rekið frá heimilum sínum, skilríki og eigur þess brennt og fjöldi
manna myrtur með köldu blóði. Mannnréttindi voru fótum troðin", segir
Jón m.a. í grein sinni.
NATO spurt sig að því hvaða til-
gangur helgaði svo ógnarlegar
aðgerðir, sem loftárásir í 10 vik-
ur á Serbíu. Því er til að svara að
það eru staðreyndir að hersveitir
Serba í Kosovo voru búnar að
hrekja hundruðir þúsunda
manna á vergang og skipulegar
og úthugsaðar þjóðernishreins-
anir voru hafnar í Kosovo. Fólk
var rekið frá heimilum sínum,
skilríki og eigur þess brennt og
fjöldi manna myrtur með köldu
blóði. Mannréttindi voru fótum
troðin. Þessar aðgerðir voru þess
eðlis að það var ekki hægt að láta
þær viðgangast. Ef það hefði ver-
ið gert hefði það verið merki til
allra einræðisherra og stjórn-
málamanna, með tilhneigingar
til einræðis, að þeir gætu farið
sínu fram. Ef þróun mála hefði
verið Iátin afskiptalaus hefði það
getað Ieitt til óróa um alla Suð-
austur Evrópu,
með enn geig-
vænlegri afleið-
ingum, þótt
mönnum finnist
nóg um.
Friðargæslan
Það verk sem
bíður friðar-
gæsluliðsins í
Kosovo er næst-
um ómannlegt.
Landið er í upp-
lausn. Allt að
milljón manns
hafa flosnað upp
úr sínu um-
hverfi. Margt af
því fólki er skil-
ríkjalaust og hef-
ur ekki einu
sinni pappíra um
hvað það átti eða
hvar það á
heima. Húsin
brennd, allt
skipulag þjóðfé-
lagsins í molum.
Liðið þarf að standa á milli stríð-
andi aðila, því frelsisher skæru-
Iiða telur sig hafa harma að
hefna. Spenna á milli Rússa og
NATO og óvænt innkoma
rússneskra sveita í héraðið ein-
faldar ekki málið. Einkennilegt
ástand í rússneskum stjómmál-
um kemur einkar vel í Ijós í sam-
bandi við þetta mál og það er
með ólíkindum ef forsetinn gef-
ur tilskipanir um aðgerðir hers-
ins án vitundar utanríkisráðherr-
ans. Hins vegar er afar áríðandi
að leysa úr þessu flókna verk-
efni. Það getur haft mikil áhrif á
það hvort friður eða ófriður ríkir
í þessum hluta Evrópu næstu
áratugina. Mikilvægt er að
flóttafólkið geti snúið heim. Ef
það kæmi til að allt að ein millj-
ón manna þyrfti að koma sér fyr-
ir í bláfátækum nágrannaríkjum,
á borð við Albaníu og Makedon-
íu, er það ávísun á áframhald-
andi árekstra og ókyrrð á þessum
slóðum. Hins vegar þarf sam-
eiginlegt átak ríkja í Vestur Evr-
ópu og Norður Ameríku til þess
að það geti orðið að veruleika
með skikkanlegum hætti. Til
þess þarf Ijármuni, skipulag og
tækni.
Framlag íslendinga
Við Islendingar getum lagt nokk-
uð af mörkum í uppbyggingar-
starfinu. Við erum herlaus þjóð,
en höfum gegnt skyldum okkar í
NATO. Hafi sá tími einhvern
tíma verið að við gætum setið hjá
í öllum athöfnum bandalagsins
er hann liðinn. Við erum álitin
fær um að leggja okkar af mörk-
um. Þess er ekki krafist af okkur
að við tökum beinan þátt í hern-
aðarátökum, enda herlaus þjóð.
Hins vegar höfum við tekið á
móti flóttamönnum og sent lög-
gæslumenn og hjúkrunarlið til
Bosníu. Eftir þessu er tekið hjá
samstarfsþjóðum okkar og þetta
fyrirkomulag mála á að þróa
áfram. Ef það tekst að koma á
því ástandi að uppbyggingarstarf
geti hafist eigum við Islendingar
að taka þátt í því, eins og aðstæð-
ur okkar leyfa. Það mun þurfa
alla krafta sem tiltækir eru.
Það var haft eftir einhveijum
spökum manni að það væri erfið-
ara að vinna friðinn en stríðið.
Þetta eru orð að sönnu. Nú ligg-
ur það verkefni fyrir í Kosovo að
vinna fríðinn og allir hljóta að
vona í einlægni að það takist.
Til imihverfisr áðherra
Ég vil óska þér velfarnaðar í einu
ábyrgðarmesta ráðuneytinu og
þá um leið að þú verðir þjóðinni
gagnlegri en forverar þínir. Á
sínum tíma var ráðuneytið búið
til fyrir Júlíus Sólnes og var
pólitískur skollaleikur þar á ferð
eins og nú við fjölgun ráðherra.
Þvert á spádóma, kom Júlíus fót-
um undir ráðuneytið og vann
brautryðjendastarf og svo ekki
söguna meir því aðrir tóku við.
Eiður gerði ekkert, Ossur
reyndi að friða minkinn og gerði
mönnum erfitt fyrir að fækka
vargi og gott hefði verið ef Guð-
mundur hefði haft það eins og
Eiður, en sfðasta verk Guð-
mundar var að valda vandræðum
í skipulagi Þjórsárdals. Af ein-
stökum stórum málaflokkum
þessa víðfeðma ráðuneytis má
nefna að nú er svo komið að
minkurinn er orðinn stórkostlegt
vandamál sem enginn þorir að
taka á. Refur og vargfugl hafa
bókstaflega gleymst nema talað
er um að friða hrafninn en mó-
fuglar eru að hverfa úr náttúru
Islands og öllum virðist sama.
Það þarf að hefja útrýmingarher-
ferð gegn minknum.
Auðvitað er öllum Ijóst að það
er ekki hægt að eyða minknum,
en það verður að ganga eins
nærri honum og frekast er unnt
því hann eyðir fuglalífi og er
skaðvaldur í ám og vötnum. Þó
vil ég skora á þig að afnema Ieyfi
til að eitra fyrir vargfugli, því sú
aðferð er ekki sæmandi og er
tignarlegustu fuglunum hættu-
leg. Högl og kúlur úr blýi eru eit-
ur sem dreift er um allar jarðir
og bið ég þig vinsamlegast að
Iáta banna blýið og innleiða högl
og byssukúlur úr járni eða öðru
óskaðlegu efni. Ég geri mér ljóst
að stærstu málin eins og virkjan-
ir, stóriðja og mengun munu
halda áfram með sömu skamm-
sýnis vinnubrögðunum og verið
hafa, eða þar til stjórn með sýn
til framtíðar hefur tekið við.
Fréttamenn halda því fram að
þú sért metnaðargjörn og ég
vona að þú sért þvf til viðbótar
ákveðin og látir ekki baráttulaust
hrekja þig frá því sem þú álítur
rétt og telur þig ráða við. Þó
Framsóknarflokkurinn sé sá
flokkur sem ég mundi síst kjósa,
þá eru þar innanborðs ágætir
menn að sjálfsögðu. Einn þeira
er Olafur Orn Haraldsson en
hann hefði ég kosið með fyrstu
mönnum ef ekki væri kosið um
flokka. Vonandi lætur hann ekki
ráðskast með sig eins og gerst
hefur með núverandi heilbrigð-
isráðherra, en sú ágæta kona vill
örugglega vel en ræður ekki við
eða hefur ekki skilning á svo erf-
iðum málaflokki og allra síst því
er varðar aldraða og öryrkja.
Þetta segi ég til að undirstrika
nauðsyn þess að ráðherra láti
ekki kúga sig eða geri öðrum
slíkt og setji sig vel inn í mál.
Flokkun sorps, nýting og eyðsla
var það sem þú kvaðst hlakka
mest til að takast á við. Þar er í
mörg horn að líta og þörf á vel
upplýstum stjórnanda sem
skynjar umhverfið og þarfir þess.
Það er ekki sama hvort andrúms-
loftið er mengað með brenndu
sorpi sem verið er að eyða eða
hvort mold er unnin úr því og
fyllt í skörð jarðvegseyðingar.
Mengun hverskonar er óvinur
sem þér er falið að draga mátt-
inn úr, helst að stöðva og er
óhreinkun strandar og hafið þar
með talið því fiskveiðiþjóð verð-
ur að forðast allt sem veldur
mengun sjávar. Ég skora á þig að
Ieggja drög að langtímaáætlun
um hreinsun alls frárennslis
(skólps og klóaks) þannig að ein-
ungis hreint vatn renni til sjávar.
Úrgangur er í safnþróm gerður,
með einföldum hætti, að mold
sem æskilegt er að notuð sé á
foksvæði og þar græddur upp
tijágróður hverskonar og gras.
Ólífrænan úrgang sem ekki veld-
ur mengun, má nota í uppfyll-
ingar. Til lengri tima litið má
breyta sorpi í verðmæti, öfugt við
það sem nú er. Já, ágæta Siv, þú
ert svo sannarlega í öfundsverðu
starfi, sannkölluðu drauma-
starfi, þar sem hægt er að láta
mikið gott af sér leiða til heilla
öllu því sem mestu skiptir.
Vonandi verður þú ekki pólit-
isk leikbrúða oflátunga.