Dagur - 15.06.1999, Síða 3

Dagur - 15.06.1999, Síða 3
 ÞRIÐJUDAGU R 1S. JÚNÍ 1999 - 3 FRÉTTIR Eyðibyggðastefna og pilsfalaaíkapítalisim Karl V. Matthíasson í ræðustól á Alþingi í gær. Sjávamtvegsstefnan var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær. - Sækjum fisk til Rúss- lands meðan fiskiir syndir í fjöruborðinu - pilsfaldakapítalismi hefur orðið Vestfirð- ingimi að íalli - fisk- veiðistjómunin eyði- byggðastefna, sögðu þingmenn. I gaer átti sér stað snörp utandag- skrárumræða á Alþingi um stöðu fískverkafólks á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og sjávarútvegsstefnuna. Það var Karl V. Matthíasson, varaþing- maður, sem hóf umræðuna. Hann rakti það sem gerðist í vor í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Bíldudal og Þingeyri, þar sem unninn hefur verið svokallaður Rússafískur. „Sem stendur er fjöldi af full- frísku fólki í þeirri stöðu að vera heima hjá sér, í biðstöðu og með áhyggjur, í stað þess að vera í vinnunni sinni til að efla hag sinn og þjóðar. Skondið má það reyndar teljast að uppistaða hrá- efnis í fískvinnslu þessara staða skuli sótt í haf Ijarlægra landa á sama tíma og fiskurinn syndir nánast í Ijöruborði staðanna," sagði Karl í sinni ræðu og benti á að Iitlar sem engar fiskveiði- heimildir væru nú fyrir hendi hjá sumum plássum á Vestljörðum og víðar. „Þeir sem búa á þessum stöð- um og vilja stofna til smábátaút- gerðar, geta það ekki fyrir nokkurn mun, því það kostar tugi milljóna að verða sér úti um trillu eða aflaheimild," sagði Karl. Hann spurði sjávarútvegsráð- herra hvaða nýjar leiðir til að styrkja byggðirnar í landinu sæktu á huga hans. Hvernig beri að velja þá aðila sem eiga að fá úthlutað úr 1500 lesta byggða- kvótanum, sem leysa á brýnan vanda. Einnig hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir því að meiri aflaheimildir verði til ráð- stöfunar í þessu skyni á næsta fiskveiðiári. Nefndarskipun Arni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, sagði að á næst- unni yrði skipuð nefnd til að endurskoða fiskveiðistjórnunar- kerfíð og verði það m.a. gert út frá sjónarmiði byggðanna. „Eg held að það sé ekki við hæfi að ég fari að setja þessari nefnd fyrir verkefni með þvf að tiltaka sérstaklega, hér á Alþingi, hvað það er sem leitar á minn huga í þessu efni. Þessi nefnd verður að nálgast málið opnum huga og ég vil ekki leggja neitt það fram í umræðunni sem hugsanlega gæti þvælst fyrir henni, eins og orð sem ég léti hér falla yrðu eflaust túlkuð,“ sagði Arni M. Mathiesen. Eyðibyggðastefnan Árni Steinar Jóhannsson sagði nauðsynlegt að lagfæra fískveiði- stjórnunarkerfið með það að markmiði að hagsmunir fólksins í byggðum landsins væru hafðir að leiðarljósi. Hann sagði það óþolandi að eignir fólks úti á landi væru verðfelldar á einni nóttu vegna þess að kvótinn hef- ur verið seldur úr byggðarlaginu. Margir þingmenn tóku til máls og þá helst gagnrýnendur kvóta- kerfisins. Guðjón A. Kristjánsson spurði hvort ekki væri hægt að leyfa smábátum að veiða innan tiltekinnar línu úti fyrir strönd- inni. Jóhann Arsælsson sagði sjávarútvegskerfið vera „eyði- byggðastefnu" Kristján Pálsson sagði að í sjávarútvegi á Vest- fjörðum hefði ríkt „pilsfalda- kapitalismi" og þess vegna væri staðan þar jafn slæm og hún er. -S.DÓR Landsbyggðin fær mennmgarstarfsmaim Ráðinn verður sér- stakur starfsmaður hjá Byggðastofnun, sem á að hafa yfirum- sjón með meimiugar- starfsemi á lands- byggðinni. Byggðastofnun hefur samþykkt tillögu um að ráðinn verði sér- stakur starfsmaður lista og menningar á landsbyggðinni, sem mun heyra undir þróunar- svið Byggðastofnunar á Sauðár- króki. Starfsmaðurinn mun halda utan um menningarstarf- semi á landsbyggðinni, fylgjast með vaxtarbroddum og veita ráð- gjöf um uppbyggingu. Einnig verður leitað eftir við atvinnu- þróunarfélögin á viðkomandi stöðum að þau gerist aðilar að þessari starfsemi og mun hvert félag sem ákveður að vera með í þessari starfsemi fá eina milljón króna til verksins. Stefnt er að því að starfsemin geti hafist 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofnunar, gerir ráð fyrir að 6 til B félög verði með. Guðmundur segir að þetta muni styrkja menningarstarfsemina á lands- byggðinni sérstaklega hjá minni byggðunum. Sigríður Dóra Sverrisdóttir, menningarmálafrömuður á Vopnafírði, tekur í sama streng og segist fagna þessari ákvörðun. „Þetta mun auðvelda alla vinnu við menningarmál á landsbyggð- inni. Eg vona að fólk úti á lands- byggðinni nýti sér þennan nýja starfsmann og ætla ég svo sannar- lega að gera það,“ segir Sigríður. Svipaða sögu segir Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður og eru hennar fyrstu viðbrögð já- kvæð. „Hins vegar vill það stöku sinnum verða þannig að þegar bætt er við nýjum embættum að embættin fara að taka meira tii sín heldur en þau gefa frá sér. En miðað við stöðu lista og menningar á landsbyggðinni í dag þá er ég bjartsýn á að þetta muni skila okkur jákvæðum ár- angri," segir Kolbrún. „Ekki vænlegt til árangurs“ Pétur Blöndal alþingismaður tel- ur þetta útspil Byggðastofnunar ekki vænlegt til árangurs og telur að listinni sé best borgið án af- skipta ríkisins. „Eg tel að svona stýring ofan frá gæti leitt til þess að listin yrði einhæfari. Svo er alltaf spurning hvaða listgreinar komast að og forræðishyggja sem segir til um hvað sé list og hvað ekki getur verið hættuleg. Einnig má benda á að miðað við höfða- tölu er eflaust meiri menning og virkni í menningarstarfsemi ein- staklinga úti á Iandi en er á höf- uðborgarsvæðinu og því er þetta óþarfi að mínu mati,“ segir Pétur. Sigríður Dóra Sverrisdóttir tekur undir að öflugt menning- arstarf sé víðs vegar um landið en hins vegar séu helstu erfíð- leikarnir að halda úti menning- arstarfi á landsbyggðinni skortur á fjármagni. „Stærsti hluti menningarstarfsins hér úti á landi er unninn af sjálfboðalið- um og fagna ég öllu fjármagni sem eykur og bætir menningar- starfsemina á landsbyggðinni," segir Sigríður. -ÁÁ KS styrkir Rauða krossiun A aðalfundi Kaupfélags Skagfírð- inga nýverið var samþykkt að gefa 300.000 kr. til Rauða kross Islands, er varið verði til hjálpar- starfs í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Aðalfundarfulltrúar samþykktu þetta einróma og verða pening- arnir teknir af Iaunum þeirra. Þeir þáðu því engin laun fyrir setu á fundinum. Þessi góða gjöf verður afhent á morgun, miðvikudag kl. 16.00 í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðár- króld. -BÞ Eitt atvmnuráðuueyti „Eg tel og það er mín persónulega skoðun að það eigi að búa til at- vinnumálaráðu- neyti,“ segir Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verka- mannasambands íslands. Hann telur tímabært að það verði skoðað alvarlega að stofna eitt atvinnumálaráðuneyti í stað þess að hafa þijú starfsgreina- ráðuneyti, þ.e. Iandbúnaðar- ráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. I því sambandi bendir hann m.a. á að það virðist ekki alltaf liggja ljóst fyrir hvaða ráðuneyti fer með málefni fiskvinnslufólks hverju sinni. Þegar fjallað sé t.d. um at- vinnumál fiskvinnslufólks vegna útflutnings á óunnum afla, þá sé það við utanríkisráðuneytið eða viðskiptaskrifstofu þess svo dæmi sé nefnt. -GRH Björn Grétar Sveinsson. Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Heimir trekkir í Færeyjum Karlakórinn Heimir í Skagafirði er nú á söngferðalagi um Færeyj- ar. Kórinn hélt tónleika í Nor- ræna húsinu í Þórshöfn á sunnu- dag fyrir troðfullu húsi, sem ku vera sjaldséð í þessu húsi þegar söngtónleikar eru annars vegar. Að tónleikum loknum þáðu kór- félagar og makar þeirra, alls um 130 manns, heimboð ræðis- manns íslands í Færeyjum. Dag- inn áður var sungið í Klakksvík, sömuleiðis fyrir fullu húsi. Auk þess að halda tónleika taka Heimismenn þátt í kynningu á skagfirsku lambakjöti sem Kaup- félag Skagfirðinga stendur fyrir í Þórshöfn þessa dagana. Skag- firskir kokkar hafa grillað lamba- kjöt ofan í hundruð Færeyinga og í einum stórmarkaðnum seldust allar birgðir af kjötinu upp á ein- um degi. Heimismenn eru vænt- anlegir heim síðar í vikunni með Norrænu. Fararstjóri hefur verið Árni Johnsen þingmaður, sem orðinn er nokkurs konar umboðs- maður kórsins á erlendum vett- vangi, en hann fór einmitt fyrir Heimismönnum í Grænlandsferð fyrir tveimur árum. ósiri JiiniBbnsv inJ'jij cayjl ót, lii óisdófi Binoá 'UiAÁo t Hii

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.