Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 13
ItHIjyjUDAGUK 1íu'}ÍIUiiW99 - Ú8 ÍÞRÓTTIR Allir leiMmir jafntefli KR-ingar tróna því áfram á toppnum en Skagamenn og Valsarar verma botnsætin. Næsta umferð verður leikin um næstu helgi. Allir Ieikir 5. umferðar úrvalsdeild- arinnar í knattspymu enduðu með jafntefli. I tveimur þeirra voru ekki skoruð mörk en í leik Keflvíkinga voru mörkin átta talsins. Islands- meistarar IBV og Fram skildu jöfn 1-1 í Eyjum og er þetta í fyrsta sinn í 15 heimleikjum sem Eyja- menn taka ekki öll stigin en þeir hafa engu að síður leikið 22 Ieiki í röð á heimavelli án þess að tapa. Leikurinn var mjög harður og sáust 8 gul spjöld á lofti. Mark ÍBV gerði Ingi Sigurðsson eftir mikil varnarmistök Framara en mark Fram gerði Marcel Oerlemans. Markalaust varð á Skaganum þar sem IA sýndi mun betri knatt- spyrnu en gestirnir, Leiftur frá Olafsfirði. Tveir menn fengu að sjá rauða spjaldið. Fyrst Steinn Viðar Gunnarsson í liði Leifturs og síðan Gunnlaugur Jónsson í Iiði IA. KR og Breiðabik gerðu einnig marka- Iaust jafntefli í leik þar sem Blikar gátu með smá heppni tryggt sér öll stigin. Þetta voru íyrstu stigin sem KR-ingar tapa í vor. Keflavík og Valur gerðu jafntefli, 4-4. Vals- menn höfðu yfir í hálfleik 2-1, komust í 4-2, en héldu ekki ein- beitingunni til loka. Mörk Kefla- víkur gerðu Karl Finnbogason, Marko Tanasic og Kristján Brooks (2) en Jón Þ. Stefánsson, Sigur- björn Hreiðarsson og Arnór Guðjohnsen (2) mörk Valsara. Vík- ingar komust yfir í viðureigninni við Grindavík á 74. mín. með marki Sumarliða Arnasonar úr vítaspyrnu eftir að Amar Hrafn Jó- hannsson hafði verið felldur í teignum. Grétar Hjartarson jafn- aði fyrir Grindavík á 85. mín. með glæsilegum skalla. Grindvíkingar voru mun ákveðnari í sínum að- gerðum undir lok leiksins, en án árangurs, og fimmta jafntefli um- ferðarinnar var staðreynd. KR-ing- ar halda toppsæti deildarinnar en með sigri hefðu Eyjamenn náð þeim að stigum. Stórleikur næstu umferðar er viðureign Vestmanna- eyinga og KR-inga, sem fram fer í Eyjum næsta laugardag. - GG Véla - Pallaleiga Skógarhlið 43, 601 Akureyri fyrir ofan Húsasmiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. ■zr 461-1386 og 892-5576 Mika Hakkinen tók forystuna • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi Hákkmen kom í mark ið á eftir öryggisbíl sem komið hafði inn á vegna útafaksturs Jaques Viileneuve og er það í fyrsta skipti sem Formúlul keppni lýkur aftan við öryggisbíl. Formúlal keppnin í Kanada, Canadian Grand Prix, á laugardag hófst með látum er Jarno Trulli varð strax úr leik í íyrstu beygju með glannaakstri og tók tvo aðra ökumenn með sér. Finninn Mika Hákkinen sigraði í akstrinum á McLaren-bíl en hann var með næstbesta tímann í tímatökunni á laugardag. Sigurinn færir hann í fyrsta sætið í heildarstigakeppn- inni í fyrsta skipti á þessari keppn- istíð en hann sigraði sem kunnugt er síðasta vor. Hvorki Michael Schumacher hjá Ferrari né David Coulthard hjá McLaren unnu stig, en Schumacher ók út af í 30. hring og klessti á vegg, stór- skemmdi bílinn og varð að hætta keppni. Þetta er fyrsta keppnin á þessu tímabili sem Schumacher lýkur ekki. Giancarlo Fisichelia hafnaði í 2. sæti, Eddie Irvine í því þriðja. Jordan-liðið var óheppið er Heinz-Harald Frentzen féll úr leik vegna bilunar í bremsum er rúmir þrír af 69 hringjum voru eftir en þá var hann öruggur í öðru sæti, sem þýtt hefði að liðið hefði farið upp fyrir 20 stig. í staðinn verður Iiðið að hafa sig allt við í næstu mótum ef það ætlar að halda þriðja sæti í stigakeppni bílsmiða og ekki missa bæði Benetton og Williams fram úr sér. Hákkinen kom í markið á eftir öryggisbíl sem komið hafði inn á vegna útafaksturs Jaques Viileneu- ve og er það í fyrsta skipti sem For- múlul keppni lýkur aftan við ör- Svíar og Rússar leika til úrslita á HM Svíar og Rússar leika í dag til úrslita nni heimsmeistaratitiliim í handknattleik og er það endurtekning á úr- slitaleiknum í Kum- amoto 1997, enþá unnu Rússar 23-21. Um 3. sætið leika Spánverjar og Júgóslav- ar. Rússar unnu naumlega sigur á Spánveijum í undanúrslitum, 22- 21 eftir að hafa haft yfir 11-9 í hálfleik, en sigurmarkið skoraði Al- exander Tutsjkin á síðustu sek- úndu leiksins. Spánvetjar höfðu yfir, 16-13, þegar 15 mín. voru eft- ir en þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir braut spænski markvörð- urinn Barryret illa á einum Rúss- anum sem var í hraðahlaupi, og var rekinn út af með rautt spjald. Aukakastið leiddi til hins dramat- íska sigurmarks. Evrópumeistarar Svía áttu líka í erfiðleikum með Júgóslava, unnu 23-22, eftir að vera undir í hálfleik, 9-11. Það var markvörðurinn Tomas Svensson og Stefan Lövgren, sem öðrum fremur tryggðu Svíum sigurinn. 1 leik um 5. til 8. sætið unnu Þjóð- vetjar Kúbu 23-22 og Frakkland vann Egyptaland 27-25 eftir fram- lenginu eftir 22-22 eftir venjuleg- an leiktíma. Frakkar og Þjóðverjar hafa tryggt sér farmiða á OL í Sid- ney en Kúba og Egyptaland leika um eitt laust sæti. — GG yggisbíl. Margir fleiri ökumenn óku út af eða urðu að hætta keppni, m.a. Damon Hill, enda er þessi braut frægur bílabani. Hákkinen hlaut 10 stig á sunnu- dag og er samtals með 34 stig, en næstur kemur Michael Schu- macher með 30 stig, Irvine með 25 stig, Fisichella og Frentzen með 13 stig og Coulthard með 12 stig. I keppni bílaframleiðenda er Ferrari enn í forystu með 55 stig, McLaren með 46 stig og Jordan með 16 stig. Næsta keppni er í Frakklandi 27. júní. — GG • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • FULL^ FRAMEl i $ SUZUKI f ^mmmmmmmmmmmammmmmmmmmmamm SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is 1 $ ! H HOLLUSTUVERND RÍKISINS NÝTT SÍMANÚMER 585 1000 Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, 108 Reykjavík, sími 585 1000, fax 585 1010, www. hollver.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.