Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 8
8 - ÞRIDJUDAGUR 15. J V N í 1999 rD^tr ÞRIDJUDAGUR 1S. JÚNÍ 1999 - 9 FRETTASKYRING Efast iim varanlegan Mð BJÖRN ÞOR- LÁKSSON SKRIFAR Á meðan Milosevic sit- ur á valdastóli er ekki hægt að treysta á frið í fymun Júgóslaviu. Þetta er mat albansks flóttamauus sem nu býr á Dalvík. Flótta- menuimir gleðjast yfir Mðarsamkomu- laginu en reynslan hefur kennt þeim að varast of mikla bjart- sýni. Sabit Veselaj, albaniskur flótta- maður frá Kosovo og einn 23 flóttamanna á Dalvík, efast um að varanlegur friður haldist í fyrr- um Júgóslavíu. Hann ætlar ekki að snúa aftur þrátt lyrir að friður- inn hafi valdið honum og öðrum flóttamönnum frá Kosovo mikilli gleði. Áhyggjur af ættingjum og vinum hafa minnkað til muna en á meðan Milosevic er við völd, getur brugðið til beggja vona að mati flóttamannanna. Ekki er vit- að til að neinir flóttamenn sem komið hafa hingað frá Kosovo á þessu ári, hyggist snúa aftur til heimalands síns. Allt í rúst Dagur ræddi við Sabit á Dalvík í gær með aðstoð túlksins Dino, sem hefur búið um tveggja ára skeið á Islandi. Sabit segir ástand- ið mjög slæmt í Kosovo. Víða séu um 90% mannvirkja í rúst og það sé ekki að neinu að hverfa. Þung- bær lífsreynsla kann að eiga nokkum þátt í því að flóttamenn- ina fýsir ekki að hverfa aftur til heimalandsins. Þannig lýsti Sabit því að hermenn hefðu myrt föður hans og föðurbróður. Fjöldamorð hefðu verið daglegt brauð hjá liðsmönnum Milosevic. „Þetta eru vissulega mikil og góð tíðindi að friður hafi náðst, en það er erfitt að meta hvort hann muni haldast. Eg held að þarna geti blossað upp átök aftur innan 1- 2ja ára. Ekki endilega þar sem nú hefur verið barist heldur þá bara einhvers staðar annars staðar í fyrrum Júgóslavíu," segir Sabit. Faðtriim myrtur Síðustu mánuðirnir ytra voru erfiðir fyrir Sabit. Einn daginn lenti hann fyrirvaralaust í smölun hermanna sem fylltu Iestir af alb- önskum flóttamönnum. Var hald- ið til Pristina þar sem hann dval- di síðustu sjö mánuðina áður en hann varð einn fárra útvalda sem fengu farmiða til Islands. Ljóst er að Sabit telur sig hafa verið ein- staklega heppinn og æðruleysi hans vekur athygli er hann rifjar um þungbærustu atvikin í heima- landi sínu. E.t.v. ekki góðux Sabit er hvorki beygður né brot- inn. Hann horfir til framtíðar og vill engum hallmæla. Jafnvel þeg- ar talið berst að Milosevic sjálf- um sem persónu, vill hann ekki ganga svo langt í gagnrýni sinni að telja hann vondan mann. „Ég er ekki viss um að hann sé góður maður,“ segir Sabit en lætur þar við sitja. íslenskunám lykilatriði Sabit er nokkurs konar talsmaður flóttamannanna á Dalvík að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, sem hefur haft umsjón með komu flóttamannanna til Dalvíkur. Sabit er menntaður maður. Hefur sinnt störfum sem bókhaldari en þarf að komast betur inn í ís- lenskuna að eigin mati til að eygja von um starf á því sviði hér á landi. Hann segist hins vegar Ieggja hart að sér og íslensku- námið gangi vonum framar. Því til staðfestingar heilsar Sabit og kveður á íslensku og honum verð- ur tíðrætt um þakklæti sitt og hve Dalvíkingar og aðrir Islendingar hafi verið hjálplegir og alúðlegir frá því að flóttafólkið kom til Is- lands. Gerðu meira en skyldu sína „Þetta hefur ekki verið þannig að íslendingarnir hafi bara hugsað sér að flytja inn tiltekinn hóp af flóttamönnum skyldu sinnar vegna og láta sér nægja að upp- fylla þær skyldur sem þeim er gert að uppfylla. Islendingarnir hafa líka verið sérlega vinsamleg- ir og áhugasamir um okkar hag. Okkur er mjög í mun að aðlagast samfélaginu enn frekar,“ segir Sabit. Aðspurður hvort hann hafi ákveðið hvort hann muni ílengj- ast á Dalvík eða t.d. í Reykjavík í framtíðinni, segir flóttamaðurinn að hann muni a.m.k. til að byija með ætla sér að eiga lögheimili á Dalvík. Hugsanlega komi Reykja- vík til greina síðar en allt of snemmt sé að tala um það. í blaki með heimamönnum Engin teljandi vandamál hafa komið upp varðandi komu alb- önsku flóttamannanna skv. upp- lýsingum Hafsteins Hafsteins- sonar. Sabit vill aðspurður ekki einu sinni viðurkenna að honum þyki Islendingar skrýtnir. Sabit lýsir Islendingum hins vegar sem áhugaverðum og sem fyrr segir einkar alúðlegum. Það kemur blik í augun þegar talið berst að Flóttamaðurinn Sabit var hinn hressasti á Dalvík í gær þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki beinlínis að brosa framan í hann á móti. Albanskir flóttamenn treysta varlega friðarsamkomulaginu í Kosovo. myndir: brink áhugamálum. Sabit er mikill unnnandi íþrótta og hann skýrir stoltur frá því að hann hafi verið að spila blak með heimamönnum á sunnudagskvöld. Fullbjartar nætur Einu vandkvæðin sem hann nefnir við að aðlagast íslensku samfélagi tengjast legu landsins á norðurslóð. Um þessar mundir er bjart allan sólarhringinn og alb- önsku flóttamennirnir hafa ósjaldan vaknað upp úr miðnætti og haldið að nýr dagur sé risinn. Það tekur tíma að venjast björtu nóttunum en veðrið hefur á hinn bóginn ekkert farið í taugarnar á flóttamönnunum. Sabit viður- kennir þó að sumrin séu ívið heit- ari í Kosovo en meira vildi hann ekki úr veðursamanburðinum Hafsteinn Hafsteinsson, verkefnisstjóri á Dalvík, ásamt Sabit og Dino. gera. Gaman í búðum Menntun, íslenskukennsla og önnur fræðsla er uppistaðan í veru flóttamannanna á þessu stigi. Þeir ganga í skóla fyrrihluta dags og reyna síðdegis að afla sér þekkingar með samtölum og bókalestri. Sabit hefur ferðast nokkuð og m.a. skroppið til Akur- eyrar. Honum finnst gaman að litast um í búðum, enda vöruúr- val á öðru stigi en því sem hann hefur vanist undangengin miss- Með brosmildari möiimiin Flóttamennirnir búa sig undir að aðlagast íslensku samfélagi til lífstíðar. Ekki aðeins tímabund- ið, enda er erfitt fyrir þá að treysta því að friður haldist í heimalandinu eftir allt sem á undan er gengið. Sabit segist geta hugsað sér að koma síðar til Kosovo sem ferðamaður en hann vill ekki leggja allt undir. Hann er með brosmildari viðmælendum sem ofanritaður hefur rætt við þrátt fyrir allar hörmungarnar sem á honum hafa dunið. Gæt- um við innfæddir íslendingar Iært mikið af því viðhorfi. Frá landlæknisembættinu Auglýsing vegna miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði I 8. gr. laga nr. 139, 1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði segir að sjúklingur geti hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunninn. ( lögunum segir jafnframt að flutn- ingur upplýsinga í gagnagrunninn skuli ekki hefjast fyrr en 6 mánuð- um eftir gildistöku laganna, sem er um miðjan júní. Þar sem enn hefur ekki verið samið við rekstrarleyfishafa um starfsrækslu gagnagrunns og mikil undirbúnings- og reglugerðarvinna er óunnin, er Ijóst að tals- verður tími mun líða áður en unnt verður að hefja færslu gagna í grunninn. Því mun ofangreindur frestur lengjast sem því nemur. Tilkynning verður send með góðum fyrirvara áður en starfsræksla hefst og líklegt að hann nemi mörgum mánuðum. Þeir sem hafa sent inn úrsögn eiga að hafa fengið staðfestingu frá landlæknisembættinu fyrir mánaðamótin júní/júlí. Eim deilt uin hlutverk Rússa í Kosovo JÚGÓSLAVIA - Rússar og Bandaríkjamenn deila enn um stöðu rússneska herliðsins í friðargæslustarf- inu í Kosovo. Boris Jeltsín og Bill Clinton ræddust við í síma síðdegis í gær, en komust ekki að niður- stöðu. Þeir hittast á sunnudaginn á Ieiðtogafundi G8-hópsins í Þýskalandi. Rúmlega 14.000 hermenn á vegum NATO voru komnir til Kosovo í gær. Um 200 rússneskir hermenn, sem komu til Pristina á undan þeim, meinuðu hermönnum NATO að reisa bækistöðvar við flugvöllinn, þannig að hafist var handa við að reisa bráðabirgðabúðir sunnan við Pristina. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka milli hermanna NATO og serbneskra hermanna, og hafa nærri 10 manns látið lífið í þeim átökum. Þrír þýskir fréttamenn voru myrtir, og virðist sem þeir hafí verið Iokk- aðir undir því undirskyni að þeir gætu tekið myndir af fjöldagröfum. Fjöldagrafir hafa fundist á tveimur stöðum í Kosovo. Breskir hermenn fundu fjöldagröf með um 100 líkum nálægt bænum Kacanik og þýskir hermenn fundu tvær fjöldagrafir nálægt Pizren með samtals 70 líkum. Meira en 10.000 serbneskir íbúar í Kosovo hafa þegar flúið yfir til Serbíu eftir að samið var um lok stríðsins í síðustu viku af ótta við hefndaraðgerðir Albana. Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum gagnagrunni á heilbrigðissviði Hér að neðan er birt eyðublað um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Klippa má eyðublaðið út og senda til Land- læknisembaettisins, sbr. neðst á eyðublaðinu. Athugið að hvert eyðublað er einungis ætlað einum einstaklingi, en einnig má senda útfyllt Ijósrit. Auglýsingin er birt í öllum dagblöðunum og verður endurbirt innan nokkurra daga. Einnig fást eyðublöð á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum, á afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins og hjá Landlæknis- embættinu. Þá er verið að senda út upplýsingabækling í hvert hús með algengum spurningum og svörum. Óheimilt er að setja gögn í gagnagrunninn fyrr en um miðjan júní nk. Fyrir þann tíma verður send kvittun um móttöku útfyllts eyðu- blaðs. Landlæknisembættið Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði Samkvæmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði, 8. gr., um réttindi sjúklings, (sjá bak- hbð) getur sjúklingur hvenær sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. f lögunum segir: ...Beiðni sjúklings gelur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal tilkynna landlœkni um ósk sína. Landlœknir skal annasl gerð eyðublaða fyrir slíkar tilkynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstœtt slarfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Land- lœknir skal sjá til þess að að dulkóðuð skrá yfir viðkomandi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem ann- ast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Landlœknir skal sjá til þess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar almenningi. Heilbrigðis- stofnanir og sjálfstœtt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengilegar sjúk- lingum í húsakynnum sínum. Rétt er að taka fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyíls er ekki ljóst nákvæmlega hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að benda á að einstaklingar geta, hvenær sem er, skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til landlæknis bréflega. Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrit/uð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlega merkið með X í viðeigandi reiti): □ Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám ö Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá O Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tilteknar:________________!___________________j________ Staður og dagsetning Undirskrift (ef um ólögráöa barn eða einstakling er að ræða verður foreldri eða lögráðamaður að undirrita þetta skjal). Þessi beiðni er fyrir (vinsamlega notið prentstafi): nafn einstaklings______________________________________________________1—*—i-------:-----: kennitala.........................................______;____________________________________L lögheimili_________________^________________;___________;___________i_____,___________________ póstnr. og staður —--------------------------------------1------------------------------------ nafn lögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða ___:'--------—--------------- kennitala---------'-------i— -------------------------------------------------------------—— lögheimili-----------------------------------------------------------------*---. -——— póstnr. og staður-------------_____ —----;--------------------------------------——— Vinsamlega sendið beiðnina til Skrifstofa Landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116, 150 Reykjavík Landlæknisembættið janúar 1999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.