Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 6
6
e '* i w \m . v 1
- ÞRIÐJUDAGUR
1 S .
i MLO.lQ.ltt'i
JUNÍ 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 0G ooo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR Á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVIKJ563-i615 Ámundi Amundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6iei
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrij 551 6270 (reykjavík)
Talsmaður hvað?
í fyrsta lagi
Það var nokkuð óvenjuleg ráðstöfun á sínum tíma þegar Margrét
Frímannsdóttir var útnefnd talsmaður Samfylkingarinnar. Þá
var verið að höggva á ákveðinn skipulagslegan hnút, hnút sem
var farinn að standa þessari nýju hreyfingu fyrir þrifum á við-
kvæmum tíma. Hreyfinguna sárvantaði foringja, en hún var þó
ekki tilbúin til að taka það skref svo snemma á samrunaferli sín-
um. Að mörgu leyti var bráðsnjallt að kaupa tíma með því að
benda bara á Margréti og kalla hana talsmann Samfylkingarinn-
ar.
í öðru lagi
Síðan hafa menn vanist því að líta á Margréti sem talsmann
Samfylkingarinnar. Hún kom fram sem slík í kosningabarátt-
unni og fyrst eftir kosningar. Því kom það mönnum nokkuð á
óvart um helgina að fjölmargir forustumenn úr röðum samfylk-
ingarmanna hafa komið fram og gagnrýnt það sem Margrét hef-
ur verið að segja varðandi væntanlegan formann í flokknum.
Augljóslega er Margrét ekki talsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur,
Sighvats Björgvinssonar, Bryndísar Hlöðversdóttur eða Astu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur lengur. Allt þetta fólk hefur nú tal-
að fyrir sig sjálft og er að segja aðra hluti en Margrét.
í þriðja lagi
Af þessu tilefni rifj'ast raunar upp það orðalag að Margrét hafi
einungis verið útnefnd talsmaður Samfylkingarinnar til kosn-
inga. Hennar tími virðist því liðinn. Samfylkingin stendur þá á
ný frammi fyrir því að vera með fjölskipaða forustu, en engan
einn greinilegan leiðtoga. Hættan er hins vegar sú að þessi fjöl-
þætta forysta sendi frá sér misvísandi skilaboð, eins og t.d. hef-
ur gerst nú um helgina varðandi foringjamálið, en slíkt spillir
mjög trúverðugleika flokksins. Foringjavanda Samfylkingarinnar
var slegið á frest með skipan talsmanns. Nú bankar þessi vandi
upp á að nýju og ef Samfylkingin ætlar að verða stór, þarf hún
einfaldlega að taka á honum og leysa hann til lengri tíma.
Birgir Guömundsson.
Hundasúrt kjöt af vegafé
Ef marka má Dag (sem alltaf
má) eru nú uppi áform um að
rækta vont gras á íslandi.
Hingað til hafa menn haft
gæðasjónarmið að leiðarljósi í
ræktunarmálum, hvort sem
um hefur verið að ræða gras
eða fóðurkál til skepnuhalds
eða tómata og gúrkur til
manneldis. En nú á sem sé
hugsanlega að brjóta upp þetta
gæðaferli og fara að rækta
bragðvont gras. Þetta gras á að
spretta í vegasárum og veg-
köntum í
því skyni að
fæla vega-
lömb og
annað vega-
fé frá því að
Iiggja þar og
háma í sig
gómsætt
gæðagras.
Til þessa
hefur eingöngu verið sáð há-
gæðagrasi í kantana sem lömb
og mæður þeirra hafa því sótt
sérstaklega í. Þetta hefur vald-
ið verulegri slysahættu og
mörg lömb fallið í valinn og
bifreiðar skemmst fyrir vikið.
Staðan er raunar sú, er haft
eftir ágætum bónda, að Vega-
gerðin er að búa til eftirsótt
beitiland fyrir sauðfé og annan
búsmala við vegi landsins með
því að nota besta grasið til
uppgræðslu. Með öðrum orð-
um, Vegagerðin framleiðir
hættuástand.
Nýtf súrmeti?
Hér er að mörgu að hyggja,
fyrir utan náttúrlega slysa-
hættuna sem af þessu skapast
sem hlýtur að vega þyngst við
ákvarðanatöku í málinu.
Þannig hefur íslenskt lamba-
kjöt verið markaðssett sem
fjallalambakjet, hálfgerð villi-
bráð, en vegalömb alltaf verið
V
litin hornauga og talin spilla
\dllibráðarímyndinni. Þó eru
fáir sælkerar svo gómsnjallir
að þeir geti sagt til um hvort
þeir eru að éta fjalla- eða vega-
lamb í það og það skiptið.
En maðurinn er það sem
hann étur, stendur þar og á
ugglaust einnig við lömbin
Iíka. Þannig að ef menn fara
að sá sérlega ólostætu grasi í
vegkantana, til dæmis Ber-
ingspunti, þá er hætt við að
blessuð vegalömbin, stríðalin
á Beringi,
verði ekki
verulega
ljúffeng á
disk komin.
Og hvað ef
vegkantar
verða þaktir
hundasúr-
um? Verður
vegalamba-
kjötið þá orðið „nýtt“ súrmeti,
tilbúið á þorrabakkana? Spyr
sá sem ekki veit.
Flókið mál
Nei, hér þarf að fara að öllu
með gát því framtíð fjárbú-
skapar í landinu er í veði. Og
eins og grasafræðingurinn hjá
Náttúrufræðistofnun íslands
sagði, aðspurður í Degi um
gott eða vont gras í vegarkönt-
um: „Hér er ekki um einfalt
mál að ræða og mörg sjónar-
mið sem taka þarf tillit til.“ Og
bætti um betur og sagði málið
ákaflega flókið og raunar við-
kvæmt.
Garri mun hinsvegar styðja
það að lögð verði áhersla á
heldur bragðvont gras og aðrar
fúlar jurtir í vegarköntum, haf-
andi í huga hið fornkveðna að
á misjöfnu þrífast lömbin best.
- GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
SKRIFAR
Alþjóð hefur lengi vitað að Hjör-
leifur Guttormsson er einhver
harðduglegasti þingmaður þjóð-
arinnar. Hann ku svo lúsiðinn og
samviskusamur að hann mun
eini þingmaðurinn sem Ies allar
milljón blaðsíðurnar af skýrslum,
greinargerðum og alþjóðasátt-
málum sem þingmönnum berast
til yfirlestrar. Og þar sem Hjör-
leifur veit vel að enginn annar
þingmaður nennir að lesa nema
brot af þessu pappírsflóði, þá tel-
ur hann sig tilneyddan að spara
þeim ómakið og flytja þeim efn-
isútdrátt pappíranna úr ræðu-
stól. Þessvegna talaði Hjörleifur
samtals í 30 kukkustundir á síð-
asta Iöggjafarþingi.
Annar atorkumaður á þingi er
Árni Johnsen, stöðugt á þeytingi
milli lands og E>ja og leggjandi
gjörva hönd á svo margt sem að
gagni má koma á Islandi en þó
einkum í Vestmannaeyjum. En
Arni er ekki eins iðinn við ræðu-
höld og Hjörleifur og talaði að-
Eiiin tífaldan Johnsen, takk!
eins í hálftíma í síðasta þingi eða
tíu sinnum skemur en Hjörleif-
ur.
Dýr mínútan
Nú kunna ýmsir að telja þessar
tölulegu staðreyndir Hjörleifi til
tekna en Ieggja Árna til lasts.
Menn fara kannski að reikna það
út hvað hver mínúta þeirra fé-
laga í ræðustól kostar þjóðina og
þar yrði Johnsen nokkuð dýrari
þingmaður en Hjörleifur. Þetta
er auðvitað ekki sanngjarnt því
hér eins og svo oft er spurt um
gæði en ekki magn. Þannig getur
eitt Iítið ljóð, fullkomið í formi
og innblásið andríki verið miklu
meira listaverk en þúsund blað-
síðna þurrpumpudoðrantur sem
ekkert skilur eftir sig.
Sprang í skóflustimgui
Hér skal því þó ekki haldið fram
að hálftíminn hjá Árna í ræðu-
stól hafi einkennst af innblásnu
manmdti og stórkostlegum til-
Hjörleifur Guttormsson.
þrifum í stíl, en þrjátíu tímarnir
Hjörleifs hafi verið fúlasta froðu-
stagl. Á það er enginn dómbær
nema sá sem á báða hefur hlýtt
til fullnustu á síðasta þingi.
Maðurinn verður ekki dæmdur
af ræðutímanum einum saman,
eins og þar stendur. Hér er að-
eins verið að reyna að verja Árna
fyrirfram, áður en Illugi og aðrir
slíkir fara að andskotast á hon-
um fyrir leti í ræðustól.
Árni er sem sé ekki bara þing-
maður heldur einhverskonar
sjálfskipaður heiðursþjóðhöfð-
ingi Vestmannaeyja ög þarf
stöðugt að spranga þangað í
fyrstu skóflustungur, reisugilli,
sigurhátíðir fótboltamanna, opn-
un og Iokun vinnslustöðva, upp-
haf Iundaveiðitímans, lok lunda-
veiðitímans og guð má vita hvað.
Og heldur nátúrlega ekki langar
þingræður á meðan.
Sagt er að á börum í Eyjum sé
seldur kokkteill sem ber nafn
bindindismannsins Árna. Þar er
sem sé hægt að panta einn tvö-
faldan Johnsen. Ef menn biðja
hinsvegar um tífaldan Johnsen,
þá fá þeir umsvifalaust einn ein-
faldan Hjörleif, sem ku vera
ákaflega höfugur drykkur.
-Ðuqur
spurOhi
svaraid
Ereðlilegtað taka veu)-
hækkanir sem rekja má
til aukinna gæða út úr
vísitölu?
Rantiveig Guómundsdóttir
þingflokksformaðwSamJylkingarimi-
ar.
„Þetta eru alveg
ný vinnubrögð
sem erfitt er að
sjá hvernig geta
þróast. Ef þessu
verður viðhaldið
hvílir þung
ábyrgð á þeim
sem eiga að meta hveiju sinni
hvort gæði hafa aukist eða minnk-
að, hvað varðar þá fjölmörgu
þætti sem hafa áhrif á vísitöluna.
Mér finnast þetta ekki hreinar
línur og þessar upplýsingar komu
fleirum en mér á óvart.“
Aðalsteinn Baldursson
formaðwVerkalýðsfélags Húsavíkur.
„Eg tel að það
þurfi að taka all-
ar þessar vísitöl-
ur til gaumgæfi-
legrar skoðunar
og þær verði
metnar upp á
nýtt því mér
finnst þetta að mörgu leyti óeðli-
Iegt eins og menn hafa verið farn-
ir að tala um til dæmis í þessu
sambandi að kippa út auknum
gæðum, þannig að ég tel þetta
mjög óeðlilegt. Eins og ég sagði
þá er svo margt í þessum vísitöl-
um sem þarf að skoða og yfirfara.“
Vilhjálmur Egilsson
þ ingmaðw Sjálfitæðisflokksins.
„Það er mjög
eðlilegt að gera
það vegna þess
að vísitalan er
verðvísitala en
ekki magnvísitala
eða gæðavísitala.
Með öðrum orð-
um er það sem verið er að leita
eftir í mælingum á vísitölunni
verðhækkanir, sem að mæla ein-
angrað verðbreytingar en hvorki
magnbreytingar né gæðabreyting-
ar. Það er þess vegna hlutverk
vísitölunnar að mæla verð en ekki
eitthvað annað.“
Hannes Sigutðsson
Vinnuveitendasambandiíslands.
„Vísitölu neyslu-
verðs er ætlað að
mæla verðbreyt-
ingar en eldd út-
gjöld heimilanna.
Mælingamar
byggjast á því að
fylgst er með
verði á sömu vöru og þjónustu og
því ber að einangra verðbreyting-
ar vegna aukinna gæða frá al-
mennum verðbreytingum. Frá
því að núverandi grunnur vfsitölu
neysluverðs var tekinn upp í apríl
1997 hefur Hagstofan beitt gæða-
leiðréttingum við útreikning vísi-
tölunnar. Þetta hefur einkum ver-
ið gert í þremurútgjaldaflokkum;
kaupum á nýjum bílum, tölvum
og fatnaði. Áalþjóðavettvangi er
vaxandi tillit tekið til gæðabreyt-
inga, enda hafavísitöluútreikning-
ar verið gagnrýndir fyrir að of-
meta verðbólgu vegna þess að
þeir hafi ekki tekið tillit til gæða-
breytinga.11