Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 2

Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 2
'6* _ \ Xfe'j.'. .feV W - LAUGARDAGUR 19. JCfNnW9 Selma Björnsdóttir. HELGARPOTTURINN Oj, hundleiðinlegt að eiga afmæli á 17. júní! Leikarakempan og leikstjór- inn Andrés Sigurvinsson er loksins kominn í fullorðinna manna tölu því að í fyrradag, á sjálfan 17. júní varð hann fimmtugur. í tilefni afmælis- ins bauð hann að sjálfsögðu til sín vinum og vandamönnum og rifjaði upp með blaðamanni Dags hvað honum hefði sem krakka fundist „dáld- ið skrítið" að eiga afmæli þennan dag, um leið og allir aðrir. Annars lá vel á kappanum enda gaman að vera búinn að klára ungdómsárin. Nú er lífið fyrst að komast á fullt! Hátíðarhöldin á 17. júnf fóru fram með mestu spekt og prýði á höfuðborgarsvæðinu og skemmtiatriðin voru eins og þau áttu að vera þó að vindur og regn settu strik f reiknincjinn. Það er auðvitað ekki hægt að halda þjóðhátíð án þess að stjarna númer eitt í dag hún Selma Bjömsdóttir troði upp eftir að hafa lent í 2. sæti í Eurovision. Selma heillaði viðstadda upp úr skónum þrátt fyrir rigninguna og langa bið enda verða börnin bara reið ef það er sagt að Selma hafi tapað. Og það sem fjölskyldurnar láta ekki yfir sig ganga til að fá að hlýða á hana Selmu, bíða í rigningu og roki eftir að fá að hlusta á eitt dægurlag. Akureyringar gátu haldið sig úti á þjóðhátíðardaginn, sluppu að mestu við vætuna og veðrið var svona yfirleitt þokkalegt Fjölmenni mætti við Eim- skipafélagshúsið, marséraði í miðbæinn og tók þátt í hátíðarhöldum á Ráð- hústorgi. Nýstúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri settu sinn svip á þjóðhátíðardaginn eins og alltaf. Eins og víða annarsstaðar má segja að há- tíðarhöldin hafi verið með hefðbundnu sniði. Við Oddeyrarskólann fagnaði Bílaklúbbur Akureyrar aldarfjórðungsafmæli sínu með veglegri bílasýningu en bíladagar standa reyndar áfram með ýmsum uppákomum um helgina. Á skólahátíð MA vakti athygli að í annarri hljómsveitinni sem spilaði undir dansi nýstúdenta í íþróttahöllinni að kvöldi þjóðhátíðardagsins voru tveir ný- stúdentar frá MA og einn sem útskrifaðist f fyrra. Þarna var auðvitað á ferð- inni norðlenska stórsveitin 200.000 naglbítar sem skemmtu skólafélögum sínum með dyggri aðstoð Stuðmanna. Nýstúdentamir eru Kári Jónsson bassaleikari og Axel Árnason trommuleikari. Bróðir Kára, Vilhelm Ant- on Jónsson söngvari og gítarleikari hélt hinsvegar upp á árs stúdentsaf- mæli sitt þennan dag. Að öllum líkindum munu Norðlendingar nú missa þessa vösku sveit suður yfir heiðar í nám og annað og heyrist meðal ann- ars að Kári muni spila með Víkingumí handboltanum næsta vetur. Jóhannes Viöar Bjarnason, aðalvíkingur í Hafnarfirði, hefur f nógu að snúast um helgina. Yfir 100 víkingar hafa slegið upp tjaldborg kring umfjörukrána hans. Meðal þeirra sem mættur er á. svæðið er Thomas Tandrup, danskur víkingur, sem hefur verið fastur gestur víkinga- hátíðar síðan 1995 enda víkingur að aðalat- vinnu. Hann tekur þátt í bardagasýriingum víðs vegar um Evrópu og berst þá gjarnan á ís- lenska hestinum. (slendingar eiga sína bardag- sveit meðal víkinga. Þar fer fremstur í flokki Hafsteinn Pétursson. Handverksmenn setja mikinn svip á hátfðina og er Haukur Halldórsson einn af þeim völundum. Hljómseitin Sigur Rós hélt tönleika í íslensku Óperunni um síðustu helgi og tók strengjasveit frá barnamúsi'kskólanum á móti gestum í and- dyrinu. Mikill áhugi var á tónleikunum og hafði myndast örtröð fyrir utan þegar húsið var opnað. Tónleikarnir sjálfir voru dulmagnaðir. Hljómsveitin hafði sér til fulltingis strengjakvar- tett, það voru fjórar stúlkur sem spiluðu á selló og fiðlur sem studdu við bakið á strákunum í hljómsveitinni. Til þess að magna áhrif seyðandi tónlistarinnar var myndum varpað á tjald og úr hátölurum sem staðsettir voru útí sal ómuðu ýmiskonar umhverfishljóð. Tónlist hljómsveitarinnar er áhrifamikil og kröftug, helst í líkingu við það sem hljómsveitir eins og Pink Floyd eða ELO voru að gera fýrir einum þrjátíu árum. Það eina sem gestirn- ir gátu sagt að loknum tónleikunum var VÁ!!! Sem kunnugt er mun hið heimsfræga Robin Nolan Trio standa fyrir djassnámskeiði og -tón- leikum á Ustasumri á Akureyri íjúlí. Snillingarn- ir þrír sem tríóið skipa, Robin Nolan, Jan P. Brouwer og Paul Meader gerðu stormandi lukku í höfuðborginni á dögunum. Haft var á orði að margur gítarleikarinn ætti þann kost vænstan að leggja upp laupana eftir að landinn fékk að njóta gítarspils höfuðpaursins, Nolans. Þetta vissu svosem fyrir þeir sem heyrðu í tríó- inu á Akureyri í fyrra.en eitthvað heyrðust reykvískir blaðamenn spyrja sín á milli með undrunarsvip: Hvemig í ósköpunum getur staðið á því að þessir heimsfraegu snillingar ætla að halda djassnámskeið á Akureyri? Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og áhendingar til hirtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vík eða á netfangið: ritstjori@dagur. Jóhannes Viðar Bjarnason. Sigur Rós Robin Noian Trio. Kvennamessan við Þvottaiaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík hefur verið vel sótt síðustu ár. Kvennamessa og hlaup Kvenréttindafélag íslands stendur fyrir kvennamessu við Þvottalaugarnar í Laugar- dalnum í kvöld, 19. júní, klukkan 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir messar. Lítið ber á hátíðarhöldum kvenfé- laga og kvenréttindafélaga í tilefni 19. júní öðru leyti en því að messa verður í Laugardalnum og svo er kvennamessa \áð kapellu heilagrar Barböru í hrauninu við Straumsvík við Hafnarljörð klukkan 14. Þó er Ijóst að konur finna sér ýmislegt til hátíðarbrigða, þannig fara til dæm- is orlofskonur á Akureyri út í Grímsey, hlaupa kvennahlaupið og færa kvenfélaginu á staðnum plönt- ur að gjöf. Ekki er ólíklegt að mess- ur séu haldnar á fleiri stöðum um landið eða að konur standi fyrir öðr- um uppákomum og jafnvel kaffi- sölu. Hlaupið á mismunandi tímum Búist er við að þúsundir kvenna taki þátt í kvennahlaupinu að þessu sinni. Hlaupið er f Garðabæ og Mosfellsbænum fyrir konur á höf- uðborgarsvæðinu og er startstaður- inn oft við sund- eða íþróttamiðstöð viðkomandi bæjarfélags. Yfirleitt eru vegalengdirnar 2, 5, 7 og jafnvel 10 kílómetrar en þó er það misjafpt. Einnig er afar misjafnt hvenær hlaupið hefst. í Garðabæ hefst upp- hitun klukkan 13.30 og sjálft hlaupið klukkan 14. Á Akureyri verður farið frá Ráðhústorginu kl. 14.00 og hlaupið 2,4 og 4,5 km. Á öðrum stöðum hefst hlaupið klukk- an 10, 11, 12, 13, 15 eðajafnvel á hálfa tímanum. „Mér líst bara vel á þetta. Ég er að vona að ég fái 80 konur til að taka þátt f hlaupinu én við höfum verið með allt upp í 130. Það var metið fyrir þremur árum. Að meðal- tali höfum við verið með 80-90 undanfarin ár en í fyrra voru kon- urnar bara 65 þannig að ég er að vona að ég nái þeim upp í 80 núna. Mér finnst vera þannig hugur í kon- unum,“ segir Fjóla Þorsteinsdóttir á Stöðvarfirði. Ein fær blómvönd Hún telur að veðrátta skipti ekki mildu máli þegar þátttaka í kvenna- hlaupinu er annars vegar. Þetta sé fyrst og fremst spurning um hugar- far. „Við erum að fá nýtt íþróttahús hér um áramótin þannig að ég er að vona að andinn sé svolítið með því að hreyfa sig,“ segir hún. Eftir hlaupið ætlar kaupfélagið á Stöðv- arfirði að draga út eina konu og gefa henni blómvönd. Konurnar á Stöðvarfirði eru með frjálsar vegalengdir þannig að hver og ein geti ákveðið sjálf hversu langt hún hleypur og allir geti tekið þátt, Iíka gamalt fólk og fatlaðir. „Það er mjög mikið um að fólk fari tvo til þijá kílómetra og svo eru nokkrar sem ganga fimm til sex kílómetra." Kvennahlaup fer einnig fram í Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Namibíu, Washington DC, Norfolk og Flórída. -GHS MAÐUR VIKUNNAR ER HÆTTUR... ... en samt er hann ekki hættur. Kristján Ragnarsson heitir maðurinn og er í þeirri óskastöðu að vera hættur en er þó áfram í fullu starfi og ræður víst öllu sem hann vill ráða, að sagt er. Hann ku víst hafa verið gagnrýndur fýrir framgöngu sína í kjarasamningum og ku líka hafa komið illa fram við Jónas lögfræðing Haraldsson. Jónas er alveg hættur en Kristján hefur áfram tögl og hagldir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.