Dagur - 19.06.1999, Side 4
Sýnt á Stóra sviði kl. 20.00
Maður í mislitum
sokkum
- Arnmundur Backman
í kvöld lau. 19/6 • á morgun
sun. 20/6 - örfá sæti laus •
föd. 25/6
• Id. 26/6 - Síðustu sýningar
Sýnt á Litla sviði kl. 20.00
Abel Snorko býr
einn
- Erik-Emmanuel Schmitt
• í kvöld lau. 19/6 - uppselt
Síðasta sýning
A.t.h. ekki er hægt að hleypa
gestum í salinn eftir að sýning
hefst.
Sýnt í Loftkastala kl. 20.30
Söngleikurinn
Rent (Skuld)
- Jonathan Larson
í kvöld lau. 19/6 - UPPSELT
• föd. 25/6
• lau. 26/6
Miðasalan er opin mán.
þri. 13-18 mið-sud. 13-
20. Símapantanir frá
kl.10 virka daga. Sími
551-1200.
Stóra svið ki. 20.00
Litla hryllings-
búðin
e. Howard Ashman,
tónl e. Alan Menken
8. sýn. í kvöld lau. 19/6 -
uppselt
9. sýn. fim. 24/6 - örfá sæti laus
10. sýn fös. 25/6 - uppselt
11. sýn. lau. 26/6 - uppselt
12. sýn. fös. 2/7 - nokkur s. laus
13. sýn. lau. 3/7 - uppselt
14.oýn. oun. 4/7-----------
Leikferð um iandið
Sex í sveit
- Samkomuhúsinu Akureyri
Fös. 18/6 - uppselt
Lau. 19/6 - uppselt
Sun. 20/6 - uppselt
Mán. 21/6 - örfá sæti laus
Þri. 22/6 - örfá sæti laus
Mið. 23/6 - örfá sæti laus
- Félagsheimilinu Blönduósi
Fim. 24/6
- Klifi, Ólafsvík...Fös. 26/6
- Félagsheimilinu, Hnifsdal
Lau. 26/6 og sun. 27/6
- Dalabúð, Búðardal...Mán. 28/6
- Þingborg í Ölfusi...Mið. 30/6
- Sindrabæ, Höfn í Hornafirði
Fim. 1/7
- Egilsbúð, Neskaupst....Fös. 2/7
- Herðubreið, Seyðisfirði...Lau.3/7
Forsaia á Akureyri í s: 462-1400
Forsala á aðrar sýn. s: 568-8000
Miðasalan er opin daglega
frá kl. 12 -18 og fram að
sýningu sýningadaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383
MENNINGARLÍFÐ
. 20 - LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
Systur konungsins
Fjöldi bóka hafa verið skrifað-
ar um skrautlegt einkalíf Hin-
riks 8. en hann giftist sex sinn-
um og sendi tvær eiginkonur
sínar á höggstokkinn eins og
frægt er. Hinrik sá ekkert at-
hugavert við umsvif sín í
kvennamálum, að hans mati
var svarti sauðurinn í fjöl-
skyldunni eldri systir hans
Margrét en hann sagði að ekki
væri hægt að Iifa hneykslan-
legra lífí en hún hafði Iifað.
Hinrik VII og eiginkona
hans Elízabeth eignuðust sjö böm. Dauðinn
hreppti Qögur böm þeirra á unga aldri. Elsti
sonurinn Arthur lést fimmtán ára gamall,
Elizabeth þriggja ára gömul, Edmund eins árs
og Katharína Iifði einungis í nokkrar vikur.
Sonurinn Hinrik átti eftir að ríkja sem Hinrik
8., Margrét varð drottning Skota og María
drottning Frakklands.
Margrét og eiginmennirnir
Nýlega kom út í Bretlandi bók um systur kon-
ungs, þær Margréti og Maríu. Bóldn nefnist
Sisters to the King og er skrifuð af Maríu Perry,
sem áður hefur skrifað bók um líf Elízabethar
I. I. bóldnni rekur Perry lífsferil systranna en
einkalíf Hinriks 8. fær einnig veglegt rými í
bókinni, kannski um of því saga hans skyggir
stundum í sögu systranna og var þó lífshlaup
þeirra hið merkilegasta.
Margrét, eldri systirin, varð drottning Skota
einungis 13 ára gömul. Skotakonungur James
IV var tuttugu ámm eldri en hún. Hann féll í
orrustu við Englendinga eftir að drottningu
hafði margoft dreymt íyrir láti hans.
A fimmtándu og sextándu öld var það siður
að aðalskonur giftust samkvæmt óskum fjöl-
skyldu sinnar en seinni maka máttu þær sjálfar
velja sér og gátu þá leyft sér að giftast vegna ást-
María systir Hinríks 8. ásamt seinni eiginmanni sínum
Charles Brandon, sem hún giftist án samráðs við bróður
sinn. María var á sínum tíma talin vera fegursta prínsessa í
Evrópu.
ar en ekki af hagkvæmnisástæðum. Þetta gilti
þó sjaldnast við um ekkjur konunga. Margrét
fór þó eigin leiðir í einkalífi eftir Iát konungs en
val hennar reyndist ekki gæfulegt. Hún giftist á
laun metnaðargjömum aðalsmanni sem ásæld-
ist krúnuna. Hjónabandið reyndist engin sæla,
eiginmaðurinn hafði af henni fé og flutti inn til
ástkonu sinnar. Hann náði eldri syni Margrét-
ar, hinum unga James V. á sitt vald og neitaði
að afhenda hann móður sinni en konunginum
tókst að flýja úr prísundinni.
Hinrik 8. átti varla orð til að lýsa hneyksl-
an sinni þegar Margrét sagðist vilja skilja
við eiginmann sinn. Hinrik gat ekki séð að
maðurinn hefði gert nokkur skapaðan hlut
af sér annað en að vera haldinn heilbrigð-
um metnaði. Margrét losnaði þó við eigin-
manninn, sem hrökklaðist úr landi, og gift-
ist í þriðja sinn. Sá rændi hana einnig fé og
hélt framhjá henni. Margrét lést 53 ára
gömul og síðustu árunum eyddi hún í að
mikla fyrir sér eiginmann númer tvö sem
hafði þó reynst henni svo illa.
Ást sem móðgaði konung
Nítján ára gömul var María yngri systir
Hinriks 8. gift Frakkakonungi Loðvíki
XII, sem var gamall og veikur. María, sem
var sögð vera fallegasta prinsessa í Evr-
ópu, tók það loforð af Hinriki að ef eigin-
maður hennar skyldi falla frá fengi hún
að velja sér eiginmann. Eftir fjóra mánuði
var Loðvík látinn og María orðinn ást-
fanginn af enskum aðalsmanni Charles
Brandon, sem hún giftist á laun án sam-
ráðs við bróður sinn. Hinn skapbráði Hin-
rik varð æfur vegna þess að hafa ekki ver-
ið með í ráðum og mikið gekk á áður en
hann róaðist. Ólíkt systur sinni reyndist
það Maríu happ að hafa gifst af ást og
hún var hamingjusamlega gift Brandon
þar til hún lést tæplega fertug. Dóttirdótt-
ir hjónanna, Jane Grey, varð síðar drottn-
ing Englands í níu daga en var tekin af lífí
sextán ára gömul.
Hinrik VII hafði eitt sinn spáð því að ef
synir hans létust án þess að skilja eftir sig
karlerfingja myndu afkomendur Margrétar
erfa krúnu Skotlands og Englands. Þessi spá-
dómur rættist þegar sonur Maríu Stúart,
James VI. varð konungur Englands og
Skotlands, en móðir hans var sonardóttir
Margrétar.
BOKfl-
HILLAN
★ ★ ★ 1
Háskólabfó-
Þotuliðið
(Celebrity)
Leiksijóri:
Woody Allen
Aðalhlutverk:
Kenneth
Branagh, Judy
Davis, Joe Man-
tegna, Leon-
ardo DiCaprio,
Winona Ryder,
Bebe Neuwirth,
Famke Janssen, Melanie
Griffith, Charlize Theron.
Woody Allen er afkastamildll kvik-
myndaleikstjóri og leikari, sem
oftast hefur leikið aðahlutverkin í
myndum sínum, oftast nær eru
það hálf taugaveiklaðir en skondn-
ir nöldurseggir sem hann Ieikur. í
myndinni um fi'na og fræga fólkið,
sem sýnd er þessa dagana í kvik-
myndasölum Háskólabíós, felur
hann Kenneth Branagh þetta
hlutverk en kýs sjálfur að halda sig
bak við myndavélina. Shakespe-
are-leikarinn Branagh hefur áður
leikið menn í tilvistarkreppu og
gerir það alveg hreint ágætlega.
Hann Ieikur ffáskilinn blaða-
mann, Lee Simon, sem hefur það
hlutverk á blaðinu að skrifa um
fi'na og fræga fólkið. Hann sér um
að taka viðtöl við kvikmynda-
stjörnur og skrifa um tískusýning-
ar. Auk þess á hann sér draum um
að verða rithöfundur. Hann hefur
skrifað kvikmyndahandrit sem
hann reynir að selja stjörnunum.
Þannig hittir hann Brandon Dar-
rovv (Leonardo DiCaprio), of-
stopafullan kvikmyndaleikara sem
er í fríi á milli mynda. Hlutverkið
hentar kvennagullinu DiCaprio
nokkuð vel, þarna fær hann útrás
við að brjóta húsgögn og kasta
teningum. Þegar blaðamaðurinn
er með stjörnunni talar hann
Besti kafli myndar-
innar eru þær 15
mínútur sem Leon-
ardo DiCaprío leik-
ur í.
tíðinni fara að heija á hann og
hann fer að tala við þá og sjálfan
sig. Það eru vissir hlutir sem eru í
hverri bíómynd eftir Woody Allen.
Það er fastur liður að þar sé sál-
fræðingur. Meðal gömlu bekkjar-
félaganna leynist sálgreinandi.
Þegar Lee fer að tala við sjálfan sig
þá dettur uppúr sálgreinandan-
um, „ég er ekki í vinnunni."
Woody Allen íjallar Iíka mikið um
kynlíf í myndum sínum og er
Þotuliðið þar engin undantekning.
Einhverstaðar sá ég að í mynd-
inni kæmu fram um 200 auka-
leikarar og má það vel vera. Leik-
aralistinn er stjörnum prýddur og
þar fyrir utan eru nokkur Qöl-
menn atriði með nafntoguðu
fólki. Meðal annars Ieikur
bandaríski auðkýfingurinn Don-
ald Trump sjálfan sig, þegar
hann kemur fram sem persóna í
sjónvarpsmynd.
Bíómyndin Þotuliðið er öðrum
þræði bíómynd um bíómyndir.
Með fína
og fræga fólkinu
stanslaust um kvikmyndahandrit-
ið og fær meðal annars lánaða
6.000 dali út á höfundartekjur hjá
leikaranum til þess að borga spila-
skuld. Síðar þegar þeir kveðjast
eftir daginn, þá er það með þeim
orðum að skuldin verði greidd
með afborgunum, en handritið
gleymist.
Bi'ómyndin Þotuliðið snýst um
líf þeirra Simons hjónanna eftir
skilnaðinn. Fyrrverandi kona
blaðamannsins Robin Simon
(Judy Davis) hittir hinn fullkomna
mann þegar hún fer til' lýtalæknis
og henni eru slegnir gullhamrar
án þess að læknirinn hafi gert
neitt. Þetta er sjónvarpsfram 1 eiö-
andinn Tony (Joe Mantegna).
Myndin er með hálfgerðri
Mósaík-uppbyggingu, þar sem
stutt atriði eru einhverskonar svip-
myndir úr lífi persónanna. Það
sem fékk blaðamanninn til þess að
hugsa um líf sitt og skilja við kon-
una voru endurfundir hans við
fólkið sem var með honum í men-
ntó á 20 ára útskriftarafmælinu.
Atriðið minnir dálítið á veisluna í
Macbeth, þegar draugarnir úr for-
Hún hefst á því að verið er að
taka upp bíómynd og fína og
fræga fólkið fer á forsýnigu á bíó-
mynd gríska leikstjórans, Papa-
dakis. Hann er sagður einn þeirra
listrænu kvikmyndaleikstjóra
sem taka allar sínar myndir í
svart-hvítu, en sjálfur hefur Allen
gert all nokkrar myndir i svart-
hvítu og sjálft þotuliðið er svart
hvít mynd. Myndin er ágætis
heilafóður, vitræn gamanmynd
sem er meðal þess besta sem
Woody Allen hefur gert.