Dagur - 19.06.1999, Blaðsíða 5
MENNINGARLÍFÐ
________' " ' ' ,>U' ' ‘ ‘ ' ~ LÁUGÁRDAGUR 19. JÚNÍ 1999 -21
Lifandi safn
Minjasafnið á Akureyri
verður opnað að nýju
við hátíðlega athöfn í
dag eftir gagngerar
breytingar. Nýjar sýn-
ingar, margt áhugavert í
boði í safninu og út um
héraðið í sumar.
Þegar komið er að Minjasafninu
á Akureyri blasa við tré svo stór
að maðurinn virðist næsta lítill í
samanburði. Þama eru lerkitré,
birkitré og silfurreynir, reyndar
ekki sérlega falleg, en stór og
voldug og mörg þeirra nálægt
hundrað ára gömul - hafa verið
þarna frá því að ræktun hófst í
þessum garði í fyrstu tijáræktar-
stöð landsins, sem mun hafa tek-
ið til starfa árið 1901. Mörg
tijánna hafa verið í garðinum frá
upphafi en önnur eru afkomend-
ur tijáa sem þarna hafa staðið.
Safnið varðveitir ekki bara gamla
hluti, myndir, verkfæri og lista-
verk, heldur einnig lifandi tré.
Minjasafnið hefur verið lokað í
heilt ár vegna breytinga innan-
húss og utan. Fyrir ffaman húsið
hefur verið hellulagt
svæði sem býður upp á
fjölbreytilegar sýningar,
svo sem dans, leiklist eða
annað og mögulegt að
koma þar fyrir borðum og
stólum fyrir gesti.
Hafi einhver haldið að
Minjasafnið á Akureyri
væri rykfallin fornmuna-
geymsla þá er það áreið-
anlega misskilningur.
Fjölbreyttar sýningar og
fagrir munir ættu að
höfða til margra, jafnt
heimamanna sem gesta,
innlendra sem erlendra.
Þar fyrir utan starfar
Minjasafnið um allan
Evjaíjörð við margs konar
verkefni sem tengjast
minjum, fornum og nýj-
um.
Guðrún Kristinsdóttir í sainum sem nú hýsir sýninguna „Eyjafjörður frá öndverðu". Þegar myndin var tekin var undirbúnings-
vinna á fullu og raunar ótrúlegt að safnið skuli vera opnað í dag, aðeins tólfdögum frá því að þessi mynd var tekin.
mynd: brink
Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á svæðinu framan við safnið
og þar með skapast tækifæri til að nýta svæðið undir „lifandi" sýningar,
dans eða annað þess háttar. Garðurínn sjálfur er merkilegur fyrír það
að elstu trén eru um hundrað ára og önnur afkomendur trjáa sem upp-
haflega stóðu í garðinum. Engar nýjar trjátegundir hafa bæst í garðinn
á síðari hluta þessarar aldar. mynd: brink
Gersemar
I samvinnu við Þjóðminjasafn ís-
lands standa Minjasafnið og
Kristnitökunefnd Eyjafjarðar að
sýningu sem ber heitið Gersemar
- fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í
vörslu Þjóðminjasafns Islands.
Fjórtán gripir hafa verið fengnir
að láni frá Þjóðminjasafni, elstu
kirkjugripir úr Eyjafjarðarprófast-
dæmi, þar á meðal þjóðargersem-
ar sem ekki hafa verið sýndar
heima í héraði áður.
Meðal sýnisgripa má nefna
róðukross frá Saurbæjarkirkju í
Eyjafirði, sem talinn er íslensk
smíð frá 15. öld og kaleikinn ffá
Grund í Eyjafirði, sem ber ártalið
1489 og er langelstur allra þeirra
mörgu gripa f Þjóðminjasafninu
sem bera greinilegt smíðaártal.
Sýningin er liður í Kristnihátíð og
að henni standa Kristnihátíðar-
nefnd, Þjóðminjasafnið og Minja-
safnið á Akureyri.
Eyjafjörður frá öndverðu
Minjasafnið hefur sérstöðu með-
al annarra byggðasafna að því
leyti að þar er mjög litið til sögu
svæðisins alveg frá landnámi. I
aðalsal verður sýningin „Eyja-
Qörður frá öndverðu11, þar sem
rakin er saga Eyjafjarðar frá land-
námi fram yfir siðaskipti en lögð
áhersla á landnám, heiðna greftr-
unarsiði, miðaldaverslun og trú-
arlíf í héraðinu.
„Til að segja þessa sögu notum
við þá fornleifauppgreftri sem
hafa verið gerðir héma,“ segir
Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri.
„Til dæmis var grafið upp land-
námsbýli á Granastöðum hér
frammi í Eyjafirði. Við ætlum að
sýna allt sem kom úr uppgreftrin-
um og segja mjög rækilega frá
húsakosti, mataræði, skepnuhaldi
og öðru, eins og það kemur fram
í uppgreftrínum."
Sjö metra Iangur bátur stendur
á sérkennilegum stað í salnum en
þar er um að ræða eftirlíkingu af
kumli sem grafið var upp á Dalvík
árið 1909. Talið er að báturinn
hafi verið sexæringur úr eik.
„Ofan í bátinn koma beinin úr
manninum, hestinum og hundin-
um og naglamir sem fundust úr
bátnum og fleira,“ segir
Guðrún. „Það var svolít-
ið skrýtið að í svona gröf
hefði mátt búast við að
finna fullt af vopnum,
en þar var bara maður,
hestur og hundur. Engu
að síður ætlum við að
sýna með þessu alls kon-
ar vopn og skartgripi sem
hefur fundist í öðmm
kumlum.“
Veggskreytingin í saln-
um vekur líka athygli.
„Þetta eru vesturfjöllin og
svo höfum við austurfjöll-
in út um gluggana," segir
Guðrún. „Við vildum taka
fjörðinn svolítið inn héma
um leið og við opnum út
líka. Það er
hugmyndin að
Iáta þetta flæða
svolítið saman
þannig að fólk
fái tilfinningu
fyrir landslag-
inu.“
Inn af land-
námsdeildinni
tekur svo við
verslunardeild
þar sem sagt er
frá verslunar-
háttum al-
mennt á mið-
öldum og sýndur
tilbúinn verslun-
arvamingur ým-
iss konar, svo
sem vaðmál,
tjara, vax, hun-
ang, reykelsi,
brennisteinn og fleira sem flutt
var út og inn fyrr á tíð. „Síðan
verðum við með sérstaka umfjöll-
un um verslunarstaðinn á Gás-
um,“ segir Guðrún. „Við ætlum
að efna til fyrirlestrar um verslun-
arstaðinn og efna til skoðunar-
ferðar í tengslum við þessa sýn-
ingu.“
Kirkju- og klaustradeild er síð-
an yst i salnum en þar er sagt frá
klaustri á Munka-þverá, siða-
skiptum og fleiru. I öllum deild-
unum er sagan sögð í gegnum
staði í Eyjafirði.
Á stöpli verður upphleypt Iíkan
af Eyjafirði í mælikvarðanum
1:100.000. í líkaninu verða ljós
og takkaborð fyrir framan. Þegar
Kaleikurinn frá Grund I Eyjatiroi. nann e, »
silfri með sterkri gyllingu nema á flotunum upp M
stéttinni þeir eru ógylltir. Á stéttbrun er grafið ar-
talið mcccclxxxix, það er 1489. Kale'^"™ *Þ/
langelstur allra þeirra mörgu 9[f'Þo^asafn
sem bera greinilegt smíðaártal. Vid. 9 a.b.
mu,
ýtt er á takka merktan ákveðnum
stað í Eyjafirði kviknar ljós á við-
komandi stað á líkaninu og hægt
er að lesa sér til um staðinn.
Eldri sýningar
„Hér stóð bær“ er nafn á sýningu
sem stendur á neðri hæðinni og
er þetta síðasta sýningarsumarið.
Sýningin er tileinkuð gamla
bændasamfélaginu og torfbæjar-
lífi. ,Akureyri
Ijósmyndum" er
einnig á sínu síð-
asta sýningar-
sumri en þar er
úrval ljósmynda
frá 1880 til 1960.
Auk þess eru
sýnd leikföng
barna frá fyrri tíð
og sett upp
barnahorn með
nýjum leikföng-
um frá George
Hollanders. Ge-
orge hefur smíð-
að fyrir Minja-
safnið tréleik-
föng sem vafa-
laust eiga eftir
að gera mikla
lukku miðað við
þær viðtökur
sem þau hafa
þegar fengið.
Leikföngin eru
sveitabær með
allri áhöfn,
mönnum,
skepnum og
farartækjum.
Auk þess hef-
ur George sér-
smíðað fyrir Minjasafnið
fjallahring kringum sveitabæinn
og þar í, bæði tröllahelli og álfa-
kirkju, að sjálfsögðu með tilheyr-
andi trölla- og álfafjölskyldum.
Meðal trölla og álfa leynast Iíka
nafntogaðir draugar og þjóð-
sagnapersónur úr Eyjafirði, eða
hver hefur ekki heyrt talað um
djáknann á Myrká og Hleiðar-
garðsskottu? Leikföngin verða til
afiiota íyrir yngstu safngestina og
kosturinn við þau er ekki síst sá
að með ímyndunaraflið að vopni
má breyta álfakirkjunni í bensfn-
stöð eða draugnum í engil ef svo
ber undir, því leikföngin eru í ein-
ingum sem setja má saman á
Óþekkjaniegur konungur, skurð-
mynd eða líkneski ættað úr Eyja-
firði, sem er hluti afsýningunni
,Eyjafjörður frá öndverðu. Lfknesk-
ið er ef til viH af Óiafi helga. Þjms
10950. MYND: BRINK
marga vegu.
Minjasafnskirkjan verður til
sýnis á sömu tímum og safríið
sjálft er opið. Kirkjan er timbur-
kirkja frá Svalbarði við Eyjaljörð
og var reist þar 1846 en flutt til
Minjasafnsins og endurvígð
1970.
Margvísleg starfsemi
Miðað er að því að færa sýningar
út um héraðið og meðal annars
er nú unnið að þ\i að koma upp
sýningum í Hrisey og Grenivík,
þar sem verið er að gera við göm-
ul hús í því skyni. Guðrún segir
að slíkar sýningar geti vel orðið
fleiri, enda sé það markmiðið að
taka fyrir sögulegar minjar úti í
héraðinu og gera þær sýnilegri og
aðgengilegri.
Hluri'erk safnsins er þó ekki
aðeins að sýna muni, heldur og
að safna og varðveita og er nú
orðið nokkuð þröngt um muni
sem eru í geymslu. „Það eru troð-
fullar geymslur uppi á Naustum
núna og við þurfum meira pláss,“
segir Guðrún. „Við erum að taka í
gegn 300 fermetra geymslupláss í
hlöðu á Naustum. Það er hlut-
verk Minjasafnsins að varðveita
sýnilega muni frá öllum tímum
og ekki verður það auðveldara
eftir því sem tíminn líður," segir
Guðrún Kristinsdóttir minjavörð-
Fyrirlestrar, göngur,
sóngvökur...
Auk nýrra og eldri sýninga sem
nú eru í safninu er ýmis önnur
starfsemi sem gestir geta nýtt sér
til gagns og til gamans.
Meðal þess sem á dagskrá er í
sumar eru fyrirlestrar um
miðaldaverslun-
arstaðinn Gásir,
starfsdagur í
Laufási, fyrirlest-
ur um kirkjulist í
tengslum við sýn-
inguna sem verð-
ur f safríinu, kynn-
ing á fornleifa-
skráningu, en nú
er unnið að þ\i að
kortleggja fomleif-
ar í Eyjafirði, og
kynning á starfsemi
safnsins. Þá verða
sögugöngurnar á
dagskrá sem fyrr og
byrjað með Jóns-
messugöngu þann
23. júní.
Á þirðjudags- og
fimmtudagskvöldum
í júlí og ágúst verða
haldnar Söngvökur í
Minjasafnskirkjunni,
þar sem flutt em
sýnishom úr íslenskri
tónlistarsögu, svo
sem rímur, sálmar og
eldri og yngri
sönglög. Flyljendur
em Hjörleifur Hjart-
arson, Rósa Kristín
Baldursdóttir, Kristjana Arn-
grimsdóttir og Þórarinn Hjartar-
son.
Minjasafnið er opið alla daga
klukkan 11-17 frá 19. júní til 15.
september sem og á þriðjudags-
og fimmtudagskvöldum klukkan
20-23 í júlí og ágúst. Frá 16.
september til 31. maí er safnið
opið á sunnudögum klukkan 14-
16 en utan þess tíma eftir sam-
komulagi. Skrifstofa safnsins er
opin alla virka daga klukkan 8-
16. I safríbúð em seldir þjóðlegir
minjagripir, póstkort og bækur- HI