Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 10

Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 10
26 - LAUGARDAGUR 19. júní 1999 Hestamennska er áberandi þáttur í meðferöarstarfinu og á hverju sumri fer fjölskyldan í vikulanga hestaferð. Hér er áð í einni slíkri. Áramót 1991 í heita pottinum á Torfastöðum. Þessar myndir eru reyndar ekki alveg glænýjar. Drífa tók þátt I uppfærslu á söngleiknum Hárinu 1971. Ólafur spilaði handbolta með FH og landsliðinu I mörg ár en hætti því um áramótin 1978-79 þegarþau héldu austur á bóginn til að helga sig meðferðarstarfinu. Myndirnar eru úr myndasafni Tímans. Stórkostlegir sigrar Á Torfastöðum i Biskupstungum reka hjónin Drífa Krístjánsdóttir og Ólafur Einarsson meðferðar- heimili og haida upp á tuttugu ára afrnæli heimlisins í dag. Starf Meðferðarheimilisins Torfastöðum ehf. hófst í maí 1979. Heimilið var að Smáratúni í Fljótshlíð fyrstu fjögur árin en sfðan 1983 hefur samastaðurinn verið á Torfastöðum í Biskupstungum. Fyrstu sex árin voru Sigurður Ragnarsson sálfræðing- ur og Inga Stefánsdóttir við rekstur heimil- isins en síðustu fjórtán ár hafa Olafur Ein- arsson og Drífa Kristjánsdóttir borið hitann og þungann af rekstrinum. Ekkert venjulegt heimili Á Torfastöðum dveljast að jafnaði sex ung- lingar og lágmarksdvöl er eitt ár. Drífa og Olafur reka skóla fyrir unglingana og eru að auki með búrekstur, hafa nú 300 fjár og mikla hrossarækt. Starfsmenn eru að jafn- aði þrír auk þeirra, það er við matseld, kennslu og bústörf. Þessi mannfæð gerir allt starf mun heimilislegra enda líta þau ekki á sig sem stofnun. „Við lítum á okkur sem heimili,“ segir Ólafur, „enda er þetta heimili okkar Drífu og okkar barna. Við fáum ákveðna innrás á heimilið og þeirri innrás er mætt með því að gera þau sem koma að fjölskyldumeðlimum." Sjálf eiga þau þrjú böm og eru sammála um að þau séu mikilvægir starfsmenn í meðferðarstarfinu. „Það eru ekki til betri starfsmenn segir Ólafur. „Það hafa senni- lega engin börn á Islandi önnur en bömin okkar þijú alist upp á meðferðarheimili fyr- ir unglinga frá fyrstu tíð,“ segir Ólafur. „Það hefur líka verið mjög erfitt oft í gegn- um tíðina að kveðja þessa krakka sem eru að fara því það myndast svo mikið systkina- samband á milli þessara krakka." „Þetta er langt frá því að vera venjulegt heimili fyrir okkar böm,“ segir Drífa. „Það er ýmislegt sem maður getur ekki rétt þeim sem aðrir gera. Eg er ekki að segja að það sé neitt verra. Við verðum að passa það að vera ekki að gera okkar börnum betur en hinum börnunum. Við megum ekki hygla þeim meira en hinum, því þá kemur upp öfund og þau eru komin í vandræði. Það sem einn fær, það fá allir og þau hafa alltaf verið undir það sett. Þetta er ekkert slæmt fyrir þau, síður en svo.“ Reynir á hjónabandið Drífa og Ólafur hafa verið í meðferðarstarfí í aldarfjórðung og víst er að starf eins og þau hafa unnið á Torfastöðum er örugglega ekki fyrir hvem sem er. Enda viðurkenna þau að í raun sé þetta hugsjón. Ólafur bendir á að yfírleitt sé það talið mjög gott í meðferðarvinnu með unglingum að hún fari fram á heimili, í sveit eða bæ, þar sem hjón vinni saman að meðferðinni. „Ég hef hinsvegar oft sagt: Það eru ekki til nógu margir vitleysingar eins og við til að fara í þetta," segir hann. - Hefur samstarf ykkar Drífu alltaf gegn- ið jafnvel? „Við spilum í sama Iiði ennþá að minnsta kosti,“ svarar Ólafur. „Þetta reynir alveg ofboðslega á hjóna- bandið," segir Drífa. „Það er kannski það skemmtilega við þetta að við skulum þó hanga saman enn. Starfíð reynir ábyggilega miklu meira á hjónabandið en það gerir venjulega hjá fólki. Það er það sem manni fínnst fólk sjá of Iítið, þegar horft er til okk- ar við uppsetningu á öðrum meðferðar- heimilum, þá gleymist að þetta er það mik- il áreynsla að maður þarf að vera orðinn ansi þroskaður í sambandinu til að fara inn í svona.“ Dýrin mikilvæg Búreksturinn er mikilvægur hluti af með- ferðarstarfínu og unglingarnir taka virkan þátt í honum. „Það skiptir geysilega miklu máli,“ segir Ólafur. „Við erum með stórt bú og krakk- arnir taka þátt í búskapnum. Á veturna til dæmis, skiptum við verkum á millí og þau eru kannski tvo daga í senn í útiverkum og gefa með mér eða ráðsmanninum. Þegar þau eru orðin vön getur maður sent þau niðureftir, þau gera þetta og það er óað- finnanlegt. Þetta er mikil ábyrgð fyrir krakka sem hafa kannski ekki einu sinni þurft að taka ábyrgð á því að vakna á morgnana." Drífa segir hestamennskuna mjög skemmtilega og rifjar upp að sem gamall fþróttamaður var Ólafur svo óheppinn að þurfa að fara í aðgerð. „Hann var heilmikið frá í tvö ár af því að hann þurfti að fara í aðgerð á ökkla. Þá naut ég þess að komast út í hesthús og fá að ráðsmennskast þar og vesenast. Hann var farinn að fölna yfír því hvað ég brosti yfir þessu. Mér fannst þetta ofboðslega skemmtilegt og átti mjög erfítt með að sleppa því. Þetta bætir það að vera ekki bara í meðferðarstarfinu því maður verður Iúinn af því. Það er gott að fara út og fá að tosast Iíkamlega, djöflast einhvers- staðar úti í gerði, niðri á vegi eða einhvers- staðar úti í náttúrunni." Stórkostlegir sigrar Á Torfastöðum hafa Drífa og Ólafur unnið stórkostlega sigra, tekist á við erfið verkefni og eru hamingjusöm og hreykin þegar þau líta til baka. I dag koma vinir og velunnarar saman á Torfastöðum til að fagna afmæl- inu og ekki síst „I]ölskyldumeðlimir“ sem nú er orðið fullorðið fólk og spjarar sig hreint ágætlega. Margt af því fólki sem hjá þeim hefur dvalið heldur sambandi við Torfastaðafólkið. „Það er sá gróði sem er okkar mesta vítamínsprauta," svarar Ólafur, „Við erum orðin „afi og amma“ hjá sumum þessara krakka. Þetta er fólk sem er ofan á í lífinu, Iangflest, en auðvitað höfum við ekki náð öllum. Árangurinn er mjög góður eftir því sem við vitum og það er kannski það sem heldur kraftinum í okkur.“ Ólafíir segir galdurinn í raun felast í því að sýna ung- lingunum vírðingu og heimta virðingu af þeim í staðinn. Stjórnvöld erfiðust „Við höfum alltaf litið á okkur sem ákveðna endastöð," segir Ólafur „Það eru okkar erf- iðustu stundir raunverulega, þegar við erum á vorin að velja inn krakka fyrir næsta misseri, hvað við getum sinnt fáum, hvað það þurfa margir að fara út af borð- inu því við getum ekki tekið nema sex. Þörfín er geysileg og miklu meiri en nokkurn tímann stjómvöld vilja halda fram. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækk- aður í átján ár þá virtist eins og stjórnvöld hafi bara gleymt þama tveimur árgöngum. Það er að koma mikið niður á peningum til meðferðarstarfs í landinu." - Hafið þið aldrei, eftir erfiða törn ef svo má segja, hugsað sem svo: Æ, af hveiju erum við að þessu? Eigum við ekki bara að hætta? ,Áuðvitað hafa komið þau augnablik," svarar Ólafur. „Ekki útaf því að höfum ver- ið þreytt eftir að hafa átt við krakkana. Við erum miklu þreyttari oft að eiga við bírókratið, eiga við Bamaverndarstofu, þar sem okkur finnst oft okkar vinna ekki eins metin eins og við vildum að hún væri met- in.“ Drífa tekur í sama streng: „Það er kannski það eina sem hefur þreytt okkur í gegnum árin, að hafa ekki að okkar mati þann stuðning, og þá lyrst og fremst íjár- hagslegan stuðning, sem okkur finnst við eiga skilið." - Hi Ólafur og Drífa hafa bæði mikinn áhuga fyrir hestum. Hér eru þau á Fjórðungsmóti á Hellu 1996. Mynd- irnar á síðunni eru flestar fengnar að láni hjá þeim hjónum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.