Dagur - 19.06.1999, Page 16

Dagur - 19.06.1999, Page 16
32 - LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Fluguveiðar að sumri (122) Á guðs grænu bökkum Skiljið ekkert eftir nema sporin. Sá stóri. Alla dreymir einhvern tímann um þann stóra, suma dreym- ir alltaf þann stóra. I hverju kasti, alltaf að vona. Sjálfur hef ég ekki náð þeim risastóra, sem í mínum huga er 20 punda lax eða meira. Og enn ekki þeim metfiski sem mig dreymir um: 10 punda urriða, bleikju eða sjóbirting. Draumarnir standa á tugum. Ef ég mætti velja myndi ég Iíklega biðja um 10 punda þingeyskan urriða. Við höfum nefnilega horfst í augu. Það var um daginn. Veiðileysi var nokkurt enda áin bakkafull af köldu vatni, púpurnar fóru ekki nógu langt nið- ur, eða fiskarnir voru of stirðir í hugsun, eða bara ég of lélegur veiðimaður. Þrammaði og plammaði um bakka og reyndi að átta mig á aðstæðum. Kom loks þar sem ég hef ekki komið áður, þar sem áin er undir brattri brekku og rennur í þröngum streng. Gerði nákvæmlega það sem ég veit að maður á aldrei að gera: gekk fram á brún og horfði niður. Þar var hann. Otrúlegur hnullungur. Mun ljósari en ég hefði búist við, kannski vegna þess að hann hafði dregið sig í hlé undan vatnsflauminum inn að bakka yfir dökkum botni; þar var hægara að and- æfa gegn straumi. Þetta var Moby Dick drauma minna. Eg sá hvern streng í ugg- um, hvern díl á baki og síðu, og þessi augu sem skimuðu upp og sáu mig. And- artak horfðumst við í augu, svo blakaði hann eyruggum og lagðist þver í straum- inn sem hann Iét bera sig hægt út, gaf svo í með því að slá sporðinum tvisvar og var horfinn eins og tundurskeyti í djúpið. Hvílk sjón. Eg sá að á hrygginn var hann mun þykkari en upphandleggur minn og síðan eftir því; ekki tiltakanlega langur, en svo hnullungslegur að ég vissi að þarna var kominn sá sem mig langar til að hafa á strengdri línu. Leit á Iínu mína og taum. Vissi að ég hefði aldrei haldið honum með þeim græjum sem ég var með í hönd. Baráttan við þennan fisk yrði annað hvort eins og sumarsmellur í styttra Iagi eða ný útgáfa af „Gamla manninum og hafinu". Eg vissi að þegar ég fengi tækifæri til að kasta á hann myndi taumurinn hafa gildnað mikið. En líklega mun þessi skæði gripur aldrei taka, þeir læra sem lifa þessir drjólar og láta ekki plata sig. Á grænum bökkum Dagurinn var að öðru leyti tíðindalaus, en ég var næstum sáttur eftir að hafa litið svo forkunnarfagra gjöf guðs til veiði- lendna okkar. En bara næstum sáttur. Meðbræður mínir í veiði ollu hugarangri. A einum stað lá veturbarin bjórdós á þúfu, hafði skorðast þar í fyrstu haust- veðrum, eftir að veiðimaður skolaði niður síðsumarsdegi undir barði. Á öðrum stað var stór plastflaska í gjótu við vinsælan veiðistað, einmitt þar sem hugnæmt er að leggja frá sér stöng, hella rólega úr brúsa og maula kex meðan félagar kasta fyrir fisk. Og svo kom önnur bjórdós í Ijós. Þetta var ófögur sjón í einhverri fegurstu náttúru sem um getur. Um daginn kom ég þar að sem veiðimaður hafði skilið eft- ir skóbúnað sinn. Einhverja vaðklossa sem hann hafði dæmt ónýta, líklega eftir fyrsta sull vorsins og afráðið að stilla upp á stein fyrir allra veiðimanna augum, sem þarna ættu eftir að koma. Furðuleg smekkvísi. Þjóöhátíóarheit. Nú þegar 17. júní hefur feykt burt fánaslitrum af torgum, hálfétnum pylsum og sinnepskámugu bréfi og hreinsunar- deildir bæjarfélaga skolað burt ælu ung- menna, er kominn tími til að huga að umgengni við ár og vötn. Við veiðimenn getum ekki verið þekktir fyrir þá vanvirðu sem mér birtist daginn sem stærsta gjöf guðs vitraðist mér undir bakka. Né aðra slíka sem síðari veiðidag- ar hafa leitt í Ijós. Bjórinn var ekki sendur til Islands svo dósirnar mættu skreyta ár og bakka. Kæru félagar: það er EKKI nóg að %'öðla saman dós og troða undir stein í skjóli þeirrar fánýtu ímyndunar að hún sjáist ekki. Hún sést. Alltaf. Langan veg að. Islendingar drekka nokkra tugi milljóna lítra af gosdrykkjum árlega. Plastið í flöskunum nægir til að byggja brú til tunglsins. Gerið það fyrir okkur öll að halda því fjarri ám og vötnum. Það mun- ar ENGU í burði að hafa með sér tómar dósir og flöskur. Allir veiðimenn vita að aldrei má kasta girni frá sér. Það snarar fugla og flækist í fótum sauðfjár. Ekki má kasta slógi úr fiski í vötn. Enginn heilvita maður kastar skærlituðu sælgætisbréfi eða saman- hnuðluðum súkkulaðikexpakka, þar sem endur búa sér ból, krían gargar af gleði og hrossagaukurinn leikur sitt ljúfa fjaðraspil. Og sígarettustubbarnir. Það er svo gæfuríkt að feta sig niður kindagötu, horfa á hreiður þegar mófugl þýtur upp, spá í Iambaspörð og huga að eilífðar smá- blómi með titrandi tár ef maður er þannig stemmdur. Og gæfusnautt að sjá þá sígarettustubb. Stundum niðurspark- aða stubba í sandi eða leir þar sem vitað er að fjöldi veiðimanna á eftir að leita eft- ir unaðsstundum. Þessi vitnisburður sið- menningarinnar eyðist ekki í náttúrunni nema á óralöngum tíma. Að kasta þessu þar sem lóan syngur og Jónas Hallgríms- son hefði ort sitt fegursta Ijóð, ef hann hefði lifað lengur, er ekkert nema sví- virða. Góðir félagar við ár og vötn. Gerum þetta að þjóðhátíðarheiti: skiljum ekkert eftir nema sporin. FLUGUR 1 SKOP BBm "Tí! ,'0Lr\ V 'iiiíifin: FKÍTT 5 6/lí Fu. 35öt HROí s-; Húfl 1 1 SALöAKi feí1- t^z: 77, VOfuR A/j ÍÍIl v 1111 'a m Rtfí J hvt- mark V'lTUk ZMfiL RÆTitin SIGT] ~?i ■S'AL 'JrlfilS W M L> 0, wobm hækka ‘(\SAU DRfiGA |II 1(1' /JÆKKi/'/ KV/Í6/5 spom L H'iska BL'ASA <i(r fÆfiA ONuQ íwívi^vv: 1111 Ffll-B' samar KtlúAR • 5Ah- SlRrt A SPIL 5 AMfiðö fhbutA 6ATS 4 t)Grth tirWiC' KAitf bLmt\ fiOJJA S A0-, LDdOirt SPlL FLJbT- 16 ^ \ iíÍ&iíiÍ HSalpa OÖGG jf-SALA bRjuCCr AR smt\ ■ WRA klaka T SKYa/ 'mb\ ! C^ua/- OFrj 1 5VÓR8 HbfUR Ell- F-öAR s> ÚT- . '..JJMU(? TlftOl SToK Þlmta BíVCdu RÖDO \ll%uR ScrLuR 's# þukfA: 'UriCiuR €6 iR- FM FORftoL í VOrJF SMuT Nol TRÉ STL.1C1 FlSKA r>„, ta HLrí 3 P'lLfi iii aöKf FJtkrJ- Aít SFrp KVÚAÍ Mifííb urtfilAR fiuu 0« Ku i HRtSS Nym LoFm ■ -- ■ STjcRA ufiu ? SPIL Sn"AB 1 Krossgáta nr. 14T I .ausn ............... Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður .............. Helgarkrossgáta 141 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 141), Strandgötu 31, 600 Akur- eyri eða með símbréfi í númer 460 6171. Lausnarorð 139 var „skipstjóri". Vinningshafi er Guðmundur Hjaltason, Grenivöllum 14 á Akureyri og fær hann senda bókina „Falsarinn og dómari hans“ eftir Jón Hjaltason. Bókaút- gáfan Hólar gefur út. Verðlaun: Útkall rauður, sorg og sigrar í starfí björgunarsveita, eftir Björgvin Ric- hardsson. Skjald- borggefurút

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.