Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 21

Dagur - 19.06.1999, Qupperneq 21
X^HI- LAUGARDAGUR19. JÚNÍ 1999 37 RABAUGLÝSINGAR LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Laust starf til umsóknar Landbúnaðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í ráðuneytinu frá og með 1. ágúst 1999. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun í búvisindum og/eða ( hagfræði eða viðskiptafræði. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknafrestur er til 10. júli n.k. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Sigþórsson, skrifstjóru- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Landbúnaðarráðuneytinu 16. júní 1999 Bókasafnsfræðingur- Selfoss Á Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi er laus frá 1. sept. 50% staða bókasafnsfræðings eða starfsmanns með menntun í bókasafnsfræði. í starfinu felst m.a. skráning og flokkun. Laun eru skv. kjarasamn- ingi Stéttarfélags bókasafn- og upplýsinarfræðinga. Umsóknir sendist til Bæjar- og héraðsbókasafnsins, Austurvegi 2, fyrir 1. ágúst. Upplýsingar fást í síma 482-1467. Við bókasafn Sandvíkurskóla á Selfossi er laus frá 1. ágúst 50% staða skólasafnskennara. Laun eru samkvæmt Kjarasamningi KÍ. Umsóknir sendist Sandvíkurskóla v/Tryggvagarð fyrir 1. júli. Upplýsingar fást í síma 482-1500. Bæði bókasöfnin eru nýleg og starfsemi þeirra fjölbreytt og skemmtileg. Möguleiki er á að sami einstaklingur gegni báðum störf- unum. Valsárskóli Svalbarðsströnd 601 Svalbarðseyri (14 km trá Akureyri) Skólastjórar! Kennarar! Hafið þið áhuga á því að starfa við fámennan (70 nem- endur) einsetinn skóla þar sem er: • Hæfilegur nemendafjöldi í bekk. • Sveigjanlegt skólastarf, opið fyrir góðum hugmyndum. til ítarleg skólanámskrá. • Tölvur í hverri kennslustofu. • Nýtt skólahús, vel búið kennslugögnum og tækjum. • Sífellt leitað bestu leiða til að skólastarfið verði sem ár- angursríkast. • Jákvæður og mikill stuðningur foreldra og sveitarstjórnar. Laus er til umsóknar staða skólastjóra. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi kröfur: *Hafi stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun. *Hafi kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og rekstrar eða í uppeldis- og kennslufræð- um. *Séu liprir í mannlegum samskiptum. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja um- sl\n. 4ra herbergja íbúð stendur til boða, lág húsaleiga. Umsóknarfrestur er til 9. júlí næstkomandi. Kennara vantar í: Bekkjarkennslu í 2.-3. bekk. Stærðfræði, raungreinar, ensku og íslensku í unglinga- deildum. [þróttir, heimilisfræði og smíðar. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja um- sókn. Umsóknarfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans en slóðin þangað er: rvik.ismennt.is/~valsar/ Upplýsingar veita Gunnar Gíslason skólastjóri í sím- um 462 3105 og 896 2581 eða Kristín Bjarnadóttir fulltrúi skólanefndar í síma 462-5136. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar Enn vantar okkur dugmikla og áhugasama kennara við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða sér- kennslu, tónmennt og almenna kennslu á yngsta stigi. Nánari upplýsingar um störfin gefur Sigurður Björg- vinsson, skólastjóri í síma 899 8539. Umsóknarfrest- ur er til 30. júní. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði Heilbrigðisstofnunin ísafjarðabæ Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast að Heilbrigðisstofnun- inni, ísafjarðabæ, með höfuðaðsetur á heilsu- gæslustöðinni á ísafirði. Um er að ræða störf við heilsugæslu í skólum, heimahjúkrun og ungbarna- eftirliti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. sept- ember eða skv. nánari samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri heilsugæslu- sviðs, Þórunn Guðmundsdóttir, í síma 450-4514 á dagvinnutíma. F U N D I R Kaupfélag Eyfirðinga Mjólkurframleið- endur á svæði Mjólkur- samlags KEA Árlegur fundur Mjólkursamlags KEA með mjólkurfram- leiðendum verður haldinn mánudaginn 21. júní í Hlíðar- bæ og hefst klukkan 20:30. Auk verðlaunaafhendingar fyrir úrvalsmjólk verður fjallað um rekstur Mjólkursamlags KEA á síðasta ári og horfur í mjólkurframleiðslu. Mjólkursamlag KEA Fundur með sjóðfélögum í Lífeyris- sjóði K.E.A. Starfsmannafélag K.E.A. boðar til almenns fundar með sjóðfélögum, í Lífeyrissjóði K.E.A. í starfsmannasalnum í Sunnuhlíð, fimmtudaginn 24 júní, kl. 20:00. Fundarefni: Nýjar samþykktir fyrir Lífeyrissjóð K.E.A. sem taka eiga gildi 1. júlí, n.k. Fyrir fund geta sjóðfélagar kyrmt sér samþykktirnar hjá fulltrúaráðsmönnum S.K.E. á hverjum vinnustað eða á skrifstofu sjóðsins. Kaffiveitingar verða á fundinum. Vænst er góðrar mætingar. Stjórn S.K.E. HESTAMENN Fjórðungsmót á Austurlandi 2.-4. júlí tilkynnir - Opinn flokkur í tölti. 1. verðlaun kr. 100 þús. - Opinn flokkur 18 ára og yngri 1. verðlaun kr. 50 þús. - Skeið 150 m og 250 m 1. verðlaun kr. 50 þús. (á hvorn flokk). Skráningargjald kr. 2 þús. er greiðist á reikning nr. 4500 í Búnaðarbankanum, Egilsstöðum. Skráning hjá Önnu Bryndísi, sími/fax 471-1838. Skráninau lýkur 22. júní. Hestamannafélagiö Freyfaxi. Ý M I S L E G T AKUREYRARBÆR Samþykkt deiliskipulag Deiliskipulag við Mýrarveg norðan Akurgerðis Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti þann 18. maí 1999 deiliskipulag við Mýrarveg norðan Akurgerðis. Deiliskipulagið nær til reits sem afmarkast af Mýrarvegi í austri, Akurgerði í suðri, austurlóðamörkum húsa austan Kotárgerðis og opnu útivistarsvæði í norðri. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara með samtals 30 íbúðum og bílageymslum í kjallara. Deiliskipulagið var auglýst skv. gr. 6.2.3. í skipulagsreglugerð frá 20. febrúar til 6. apríl 1999. Þrír undirskriftarlistar bárust með athugasemdum íbúa á svæðinu og 19 bréf með bótakröfum eigenda fasteigna. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna með minniháttar breytingum og hafa umsagnir bæjarstjórnar verið sendar þeim sem athugasemdir gerðu. Deiliskipulagið tekur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 21. júní 1999. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrar. Breyting á deiliskipulagi norðvesturhluta þriðja áfanga Giljahverfis Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti þann 20. apríl 1999 breytingu á deiliskipulagi norðvesturhluta þriðja áfanga Giljahverfis. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Merkigili að vestan og norðan, Skessugili að austan og grænu svæði norðan Snægils að sunnan. Ein athugasemd barst og gerði skipulagsnefnd breytingar á deiliskipulaginu vegna hennar. Umsögn sveitarstjórnar hefur verið send þeim sem athugasemd gerðu. Deiliskipulagið hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og tekur þar með gildi. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrar. Skipulagsstjóri Akureyrar Hvað er á seyöi? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, i símbréfi eda hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga Æ um allt land. Áskriftarsiminn er 800-7080 I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.