Dagur - 09.07.1999, Síða 4
4 - FÖSTUUAGUR 9 . JÚLÍ 19 9 9
FRÉTTIR
Loðdýrabændur enn í vanda
Vandi loðdýrabænda í Skagafirði
var nýlega ræddur á fundi Iand-
búnaðarnefndar Skagafjrðar.
Fram kom vilji til þess af hálfu
bænda að fara þess á leit við
Stofnlánadeild landbúnaðarins
að lán verði með einhveijum
hætti lengd og að loðdýrabænd-
ur fái niðurfellingu á fasteigna-
sköttum af húsum. Landbúnað-
arnefnd taldi sig ekki geta sam-
þykkt niðurfellingu fasteigna-
skatta, slíkt væri fordæmisskap-
andi. Hins vegar væri athugandi
að að fá frest á greiðslum og stöðva innheimtur tímabundið.
Tækifærisvúiveitingaleyfi?
Rótaryklúbbur Sauðárkróks fékk samþykld byggðaráðs fyrir tækifær-
isvínveitingaleyfi í Tjarnarbæ 4. júlí sl. Þetta hlýtur að hafa verið góð
skemmtun þar sem drukkin voru tækifærisvín, hvað svo sem það er.
Byggðaráð hefur einnig samþykkt leyfi til sölu gistinga og veitinga í
Sölvanesi, áfengisveitinga að Bakkaflöt og leyfi til áfengisveitinga á
Fosshóteli Aningu. Einnig var samþykkt leyfi til Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra um vínveitingaleyfi á brautskráningarhófi skólans sl. vor
og eins hefur Bændaskólanum á Hólum verið veitt vínveitingaleyfi til
loka septembermánaðar þ.á. Byggðaráð hefur einnig samþykkt að
greiða 100 þúsund krónur vegna rekstrarkostnaðar salernisaðstöðu í
Baldurshaga á Hofsósi í sumar en óskar eftir viðræðum við eiganda um
framtfðarlausn þessara mála. Furðar sjálfsagt fáa.
Landbúnaðarnefnd taldi sig ekki geta
samþykkt niðurfellingu fasteignaskatta
hjá loðdýrabændum.
Bygginganefnd Gnmnskóla
Sauóárkróks enn starfandi
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti nýverið eftirfarandi tillögu, sem
fram var borinn af þeim Herdfsi A. Sæmundardóttur, Framsóknar-
flokki, og Gísla Gunnarssyni, Sjálfstæðisflokki, vegna samþykktar
nefndarinnar af gefnu tilefni þess efnis að bygginganefndin fari fram á
það við Sveitarstjórn að nefndinni sé gerð grein fyrir því hvort eigí að
leggja hana niður, nú þegar hönnun fyrsta áfanga Grunnskólans sé lok-
ið. Nefndin telur óeðlilegt að tvær bygginganefndir starfi við sömu
byggingina. „Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks var skipuð í tíð
Bæjarstjórnar Sauðárkróks. Þá var ekki starfandi nefnd sem hafði það
skilgreinda hlutverk að annast verklegar framkvæmdir. I skipuriti fyrir
Sveitarstjórn Skagafjarðar er kveðið á um að Umhverfis- og tækninefnd
annist útboð verklegra framkvæmda og hafi umsjón með þeim. Því þyk-
ir eðlilegt að hún taki við verkinu þegar undirbúningsnefnd, í þessu til-
viki Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks, hefur unnið málið að
framkvæmdastigi. Hins vegar lítur sveitarstjórn svo á að undirbúnings-
vinnu að byggingu grunnskólans í heild sé ekki lokið og því sé ekki
tímabært að leysa byggingarnefndina frá störfum.“
Hrossiun skal fækkað í Skagafirði
Miklar umræður fóru fram í vor
í landbúnaðarnefnd Skagafjarð-
ar um gróðurvernd og fækkun
hrossa, atvinnumál tengd
hrossarækt, afréttarmál, vemd-
un landgæða, velferð hrossa,
áreiðanleika ætternis og upp-
runa hrossa og forðagæslu og
búfjáreftirlit. Allir fulltrúar í
landbúnaðamefnd Skagafjarðar
eru sammála um að fækka þurfi
hrossum í Skagafirði og að
nauðsynlegt sé að bændur geri
úttekt á sínum hrossabúskap, m.a. með rekstrarúttekt, og auki ræktun-
ina. Ahugi hafi verið mikill á því að vinna að því að fá bændur til að til-
einka sér gæðastýringakerfið (vottunarkerfið) sem fagráð í hrossarækt
vinni að þvf að koma á. Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar hvetur Bún-
aðarsamband Skagaljarðar til að beita sér í málinu.
Menn eru sammála um að fækka þurfi
hrossum í Skagafirði.
Byggðastofnim styrkir skagfirska
hákarlaverkun
Byggðastofnun greiddi 3,6 milljónir króna í styrki til ýmissa aðila í
Skagafirði á árinu 1998. Anna S. Hróðmarsdóttir hlaut 200 þúsund
krónur fyrir sýningaraðstöðu fyrir listmuni; Atvinnumálanefnd Sauðár-
króks hlaut 400 þúsund krónur vegna niðursuðu á loðnu; Guðrún Ósk
Ifrafnsdóttir hlaut 300 þúsund krónur vegna markaðssetningar á vör-
um úr mokkaskinnum; Gunnar Kristinn Þórðarson hlaut 500 þúsund
krónur vegna mótorminja- og Iandbúnaðartækjasafns; Gunnar Stein-
grímsson 300 þúsund krónur vegna hákarlaverkunar; fyrirtækið
Krossaneshestar 300 þúsund krónur vegna markaðssetningar á íslensk-
um hestum á írlandi; Sauðárkrókskaupstaður 600 þúsund krónur
vegna innflutnings fyrirtækja og fyrirtækið Þreskir eina milljón króna
vegna kaupa á kornþreskivél. AIls veiti Byggðarstofnun 1 53 milljónir
króna í styrki, m.a. til markaðssetningar á heilsukremi úr hákarlalýsi á
Djúpavogi, og er hlutur Skagfirðinga því um 2,3% af þeim potti.
Byggðastofnun veitti 26 milljóna króna lán á árinu 1998 til 7 skagfir-
skra aðila en alls lánaði Byggðastofnun tæplega 1,6 milljarð króna.
- GG
Barnaverndarráð. Frá vinstri Guðfinna Eydal, sálfræðingur, Ingveldur Einarsdóttir, formaður ráðsins og Jón R.
Kristinsson, barnalæknir.
Atviimiileysi
mæðra niildó
Misnotkun áfengis
eða annarra vunu-
gjafa langalgengasta
orsokin fyrir afskipt-
um bamavemdaryfir-
valda. Hagur mæðr-
anna yfirleitt bágur.
Allir úrskurðir Barnavemdarráðs
utan einn hafa verið staðfestir af
dómstólum frá árinu 1993-
1998. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu barnaverndarráðs fyrir
árið 1998. I eina skiptið sem
ráðið og dómstólar voru ekki
sammála hnekkti Héraðsdómur
Reykjavíkur, 16. desember sl.,
úrskurðaðri forsjársviptingu
móður og fól henni forsjá barns
síns að nýju. Hæstiréttur hratt
hins vegar niðurstöðu héraðs-
dóms í ár og var úrskurður
Barnaverndarráðs um forsjár-
sviptingu þar með aftur staðfest-
ur. Því er fullt samræmi milli
dómstóla og úrskurða ráðsins á
þessu tímabili.
I ársskýrslunni er m.a. yfirlit
um félagslega stöðu kynforeldra
og kemur í ljós að árið 1998
bjuggu kynforeldrar bamanna,
sem Barnaverndarráð fjallaði
um, ekki saman í 84% tilfella.
Hagur mæðranna var yfirleitt
bágur. 7% þeirra voru á örorku-
bótum, 95% án atvinnu og 90%
bjuggu í leiguhúsnæði.
Helsta ástæðan fyrir afskipt-
um barnaverndaryfirvalda af
fjölskyldum í úrskurðamálum
árið 1998 var misnotkun áfengis
eða annarra vímuefna eða í 58%
tilvika hjá mæðrum. í um 16%
tilfella var ástæðan mikil vits-
munaleg skerðing mæðra og í
10% tilvika var um alvarleg geð-
ræn vandamál að ræða. Greining
aðstæðna hjá körlum er mun
ófullkomnari samkvæmt gögn-
um ráðsins.
Gagngerar breytingar
Ingveldur Einarsdóttir, formaður
Barnaverndarráðs, segir að
nefnd sem félagsmálaráðherra
skipaði til heildarendurskoðunar
á barnaverndarlögunum hafi nú
starfað í eitt ár. Enn sé mikil
vinna fyrir höndum hjá nefnd-
innni enda sé heildarendurskoð-
un heils lagabálks mikið vanda-
verk. Eins og Dagur hefur greint
frá er m.a. til skoðunar að gera
gagngerar breytingar á úrskurð-
arvaldi í barnaverndarmálum,
þar sem m.a. er rætt um að vald-
svið barnaverndarnefnda verði
mjög skert.
Bamaverndarnefndir fara með
úrskurðavald í barnaverndarmál-
um en skjóta má úrskurðum
þeirra til Bamaverndarráðs til
endurskoðunar. Barnaverndar-
ráð afgreiddi 26 mál árið 1998.
Kveðnir voru upp 19 úrskurðir
en 7 mál fengu aðra afgreiðslu.
- BÞ
Jafnrcttisstyrkir
til verkfræðináms
Átján konur sóttu
lun námsstyrki, sem
Vatnsveita Reykjavík-
ur veitir konum til
náms í verkfræði- og
tæknifræðinámi.
„Ég er einmitt nýkomin af fyrsta
fundinum til að fara yfir þær 18
umsóknir sem borist hafa um
styrki Vatnsveitunnar til kvenna
f verkfræði- og tæknifræðinámi á
næsta skólaári. Vatnsveitan hef-
ur síðan 1997 veitt 300.000 kr. á
ári í þessu skyni, sem hafa skipst
í 2 eða 3 styrki. Og ég veit að
ákvörðun Félagsþjónustunnar,
um auglýsta styrki til karla til
náms í félagsráðgjöf er tekin
með hliðsjón af þeirri upphæð,“
sagði Hildur Jónsdóttir, jafnrétt-
isráðgjafi Reykjavíkurborgar.
Vegna þeirrar auglýsingar var
hún spurð hvort borgin hyggðist
veita konum samsvarandi styrki.
Hildur sagði að sér væri kunn-
ugt um að nýja Orkuveitan hafi
Iíka verið með það til skoðunar
að gera eitthvað samsvarandi.
Sérstök kvenna- og karla-
störf
„Lögfræðingur Skrifstofu jafn-
réttismála virðist draga í efa, í
viðtali í Degi, hvort fyrrnefndir
styrkir til karla í námi í félags-
ráðgjöf samræmist jafnrétislög-
um. Reykjavíkurborg lítur hins
vegar svo á að með þessum að-
gerðum sé hún einmitt að fram-
fylgja markmiði sömu Iaga.“ Ein
grein þeirra hljóðar svo: „At-
vinnurekendur og stéttarfélög
skulu vinna markvisst að því að
jafna stöðu kynjanna á vinnu-
markaði. Atvinnurekendur skulu
sérstaklega vinna að því að jafna
stöðu kynjanna innan fyrirtækis
síns eða stofnunar og stuðla að
því að störf flokkist ekki í sérstök
kvenna- og karlastörf."
Leggjast á sveif meö
lausninni...
„Það má því spyrja hvernig at-
vinnurekendur eiga að stuðla að
því að störf flokkist ekki í hefð-
bundin kvennastörf og karlastörf
nema með því að hafa t.d. áhrif
á námsval með einhverjum já-
kvæðum hætti eða stuðla að því
með öðrum aðgerðum í þágu
þess kyns sem hallar á.“ Hildur
segir námsstyrkina ekki síst viss
skilboð til samfélagsins um að
tími sé kominn til breytinga í
námsvali kynjanna. „Styrkirnir
gera það ekki í þröngri merk-
ingu, því þá hljóða svo fáir. En
við auglýsum þá og vonumst til
að fá umíjöllun um þá. Og von-
umst þannig til að leggjast á
sveif með lausninni í stað þess
að vera áfram partur af vandan-
um“. - HEI