Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 - 21 Jaroarber, skeldýr og nælon í gólfteppum Nú rígsa sjálfsagt ein- hverjir um götur bæjar- ins eftir að hafa komist í hóp útvalinna gesta í eft- irpartíum tónleika Robbie Williams í gær- kvöld, þótt óvfst sé að hann hafi tekið partíglöðum íslendingum vel, ef marka má útreið- ina sem fólk fékk á Keflavíkurflugvelli við komu goðsins til lands- ins. Robbie er aldeilis ekki sá fýrsti í röð popp- aðra íslandsvina, en heimsóknir þeirra hafa einatt getið af sér kræsi- legar sögur um hegðan og sérviskulegar kröfur... Margar sögur eru til um sérvisku- legar og undarlegar kröfur Is- landsvina í poppara- og tónlistar- mannastétt, og ekki síður um hegðan þeirra fyrir og eftir tón- leika, enda glamúrheimur músík- stjama framandi flestum Islend- ingum. Vaninn er að slíkar stjöm- ur sendi á undan sér svokölluð „ródeó“, eins konar óskalista um hvemig aðstæður eigi að vera á hljómleikastað - og getur verið allt frá óskum um roast-beef brauðsneiðar og heitt te á sviðið, til krafha um vískíflöskur, kókaín eða nuddara í hléi. Aðrir em sér- viskulegri og eru sumir óskalistar afar undarlegir. A einum þeirra var það t.a.m. tekið skilmerkilega fram að söngvarinn vildi engin jarðarber nálægt sér, annar kvaðst fá útbrot væru skeldýr í sama her- bergi, Bob Dylan mun hafa farið fram á eigi aðrar flöskur en þær sem hefðu langa hálsa, Leicther nokkur Donowan sem hélt tón- leika hér í Þjóðleikhúskjallaran- um, sendi óskalista upp á 10 síð- ur á undan sér með undarlegheit- um á borð við að ekki mætti vera nælon í gólfteppunum og frægt var þegar hljómsveit nokkur heimtaði hrúgur af M& M inn á hótelherbergi sín - með öllu nema bláu töflunum... Við slógum á þráðinn til nokk- urra manna sem hafa verið að vasast í innflutningi á poppurum og tónlistarmönnum og veiddum upp úr þeim nokkrar gamansög- ur. Koníak í kók Áður en Ringó Starr kom til landsins til að spila í Atlavík var Jónas R. Jónsson fenginn til að sjá um að bítillinn hefði það gott meðan á dvöl hans hér stæði. Jónas er mikill mat- og víngæð- ingur en hann var á þessum tíma upptökustjóri í Viljóðveri í Hafriar- firði, og munu heilu sessjónimar þar hafa farið í að ræða fram og aftur hvaða Mntegundir ætti að panta fyrir goðið, ekki síst hvaða eðalkoníakstegundir færu best í nokkra vitneskju um að hafa borgað kókaín ofan í gaml- an bítil... Aö skella edalkoníaki saman við lágkúrulegan kókdrykk voru ekki poppstjörnulegustu tiktúrur Ringós í heimsókninni til íslands á síðasta áratug. Bítillinn reyndist ekki geta hugsað sér að eyða allri helginni, og hvað þá að koma fram, öðruvísi en að fá eilítið hvítt neftóbak. Óskalistinn frá The Dubliners var nú fremur hefðbundinn: 7 kassa afbjór takk. Hinn írskættaði Boy George mætti I eftirpartí til Jakobs Frímanns og Röggu Gísla eftir tónleika hér á landi. Kapp- anum virtist lítast ágætlega á Jakob og spurði hvort hann hefði eitthvað írskt í sér. Nei, svaraði Jakob undrandi á svip. „Well, would you like some, “ [mynd- irðu vilja fá smáj segir Boy þá ismeygi- lega. Jakob hafnaði góðu boði. maga bítilsins. Eftir miklar vanga- veltur voru nokkrar fi'nustu teg- undirnar pantaðar auk þess sem Jónas sérpantaði óskaplega fi'nan Breiðafjarðarhumar fyrir Ringó. Þegar goðið mætti á svæðið var humarinn grillaður eftir kúnstar- innar reglum og borinn fyrir kappann sem hnussaði og sagði: „I don’t eat anything that crawls.“ [Eg borða ekkert sem skríður]. Vonsviknir báru menn humarinn á brott, en að máltíð Iokinni átti að sjálfsögðu að bera manninum koníak að dre\'pa á. Eftir \'anga- velturnar miklu úr stúdíóinu Viltu írskt væni? Fyrir nokkrum árum bættist Boy George í hóp Is- landsvina þegar hann mætti til landsins til að halda hér tónleika. Heim- ildir blaðsins herma að í hófi, að loknum tónleikum, sem haldið var á klúbbi í miðborginni, stakk Boy upp á því að hópurinn færi eitt- hvert prívat. Ragga Gísla og Jakob Frí- mann Magnússon voru þá nýflutt í villu í vesturbænum með stúdíói í kjall- aranum og ákváðu hjónakornin að slá upp partýi þar með Boy, hljóm- sveitinni og öðrum íylgifiskum. Boy mætti svo á staðinn ásamt fyrirsætu nokkurri, breskum förð- unarmeistara og fáeinum fleirum. Boy kom sér makindalega fyrir í sófa með unga stúlku í kjöltunni sem gerðist afar gælin við stjörn- una. Húsráðendur höfðu opnað stúdíóið til að upphelja eina alls- herjar gleðinnar „djammsessjón" með hljómsveitinni og söngvaran- um en þegar Ieið og beið án þess að bólaði á hljómsveitinni tók Jakob að ókyrrast og spurði Cult- ure-CIub söngvarann hvort sveit- in væri ekkert á leiðinni. Boy kveðst þá hafa viljað hafa þetta bara „næs og prívat“, horfir þvf næst stíft í augu Jakobs og segir svo stundarhátt: „Jakob, hefurðu eitthvað írskt í þér?“ Nei, svaraði Jakob. „Myndirðu vilja fá smá,“ spyr Boy þá með ísmeygilegu brosi. Það mun hafa tekið Jakob nokkra stund að átta sig á hvað stjaman var að fara þar til honum var bent á að Boy George er einmitt írskur að uppruna... (Þess má geta að Jakob hafnaði þessu góða boði og fljótlega leyst- ist nóttin upp í „makróbíótíska" matarveislu eftir að íyrirsætan ljóstraði því upp að hún væri „makróbíótískur" kokkur og stóð stórsljaman alsæl yfir pottum og matardiskum fram á morgun...) Slikk og kampavínsveislu Hrafn Gunnlaugsson kom árum saman að innflutningi á tónlistar- mönnum og einhveiju sinni hugðist hann flytja inn Bob Marley and the Wailers en það mál fór í hnút þegar svokallað „ródeó“ barst frá hljómsveitinni, þar sem farið var fram á 2 kíló af hassi en tollayfirvöld munu hafa verið treg til að leyfa það svo ekk- ert varð af þeim tónleikum. „I staðinn fékk ég hljómsveitina Smokey sem var þá geysivinsæl. Það kom líka „ródeó“ frá þeim, miklu flóknara, um allskonar skyndifæði, slikkerí og kampa- vínsveislu eftir tónleikana." Hrafn segir marga óslcalistana hafa innihaldið ýmis konar und- arleg skilyrði. Þannig gerði einn Mick Hucknall í hljómsveitinni Simply Red þótti nokkuð gírugur til kvenna þá daga sem hann dvaldi hér í kringum tónleikana í Höllinni ‘86 og þegar hóp- urinn hafði ásamtýmsu boðsliði setið að drykkju víðsvegar um bæinn hafði leikurinn borist niður á Hótel Borg. Eft- ir nokkurt sumbl varAgli Ólafssyni fengið það hlutverk að slíta samkom- unni enda þótti Hucknall orðinn full fjölþreifmn. Egill sleit veislunni, en svo ósáttur var Hucknall við að slíta sig frá kvennafansinum að hann gafStuð- manninum hreinlega einn á kjammann. hafði verið ákveðið að panta þijár tegundir, VSOP, Hennessy og Camus. Þegar stjaman var beðin um að velja á milli bandaði Ringó mönnum frá sér og sagði: ,/Ei, mér er alveg sama, láttu mig bara fá þrefaldan koníak í kók og klaka.“ Hvíta neftóbakið Að skella eðalkoníaki saman við lágkúrulegan kókdrykk voru nú ekki poppstjömulegustu tiktúrur Ringós í þessari ferð. Það kom á daginn að þótt manninum væri nokk sama hvaða áfengistegundir hann drykki, þá var hann háður ýmsum öðrum örvandi efnum. Þannig gat bítillinn ekki hugsað sér að eyða allri helginni, og hvað þá að koma fram, öðmvísi en að fá eilítið hvítt neftóbak. Hjálpar- kokkar hér urðu því að gjöra svo vel að redda því og upphugsa eitt- hvert skynsamlegt nafn yfir kóka- ínið í bókhaldinu sem myndi standast endurskoðun íþrótta- og ungmennafélagsins ÚIA. Ovíst er að ÚIA hafi enn þann dag í dag af þeim djassistum sem Hrafn flutti inn mönnum það ljóst að hann vildi ekki hafa nein skeldýr nálægt sér. „Ef hann myndi þiggja einhvers staðar kvöldverð hjá for- seta eða borgarstjóra þá yrði að láta vita fyrirfram að það mættu hvergi vera skeldýr - ekki einu sinni í matnum sem hinir borð- uðu því hann myndi fá útbrot." Það er ekki fyrr byijað að viðra þá hugmynd að fá hingað erlend- ar stórstjörnur en þær fá viður- nefnið íslandsvinir. Stjörnunar sjálfar og starfslið þeirra eru sér hins vegar ekki alltaf fyllilega meðvitaðar um mikilvægi sitt í voru míní-þjóðfélagi eins og kom rækilega í ljós þegar Hrafn fór árið 1986 inní Laugardalshöll til að kanna hvemig gengi að koma græjum fyrir. Þar hitti hann fyrir rótara einnar hljómsveitarinnar og eftirfarandi samtal átti sér stað: RÓTARI: - Stjómar þú hérna? HRAFN: - Kannski ekki sd sem stjómar en ég her úhyrgð á því að þið eruð héma. RÓTARI: - Hvar erum við eigin- lega? Erum við í Evrópu HRAFN: - Nei, nei, við erum í Ástrah'u. RÓTARI: - Já, já, ég hélt það. Þetta er svo skrýtinn staður. ^^leikfélacT REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan sun. 19/9 sun. 26/9 sun. 3/10 Stóra svið kl. 20:00 Litla hryllingsbúðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken lau 18/9, uppselt fös 24/9, örfá sæti laus fim 30/9, laus sæti lau 2/10, kl. 14:00 Sex í sveit 102. sýn. fös 17/9 103. sýn. sun 26/9 104. sýn. .lau 2/10 kl. 19:00 Vorið vaknar eftir Frank Wedekind í leikstjórn Kristínar Jóhannesardóttur lau. 25/9, frumsýning SALA ÁRSKORTA STENDUR YFIR Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kh 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.