Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 10
Lit-m (uummui
26 - LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
í hestaferð á Kili sumarið '98
Guðrún við Vesturbæjarlaug
1974 með foreldrum sínum,
Fannýju Jónmundsdóttur og
Valdimari Jóhannessyni
Mæðgurnar fléttaðar eins.
Aldrei neinar predikanir
hestum undanfarin sumur og mamma
hefur komið með mér í nokkrar ferðir og
hjálpað mér í fararstjórninni."
Fanný: „Svo er það hundabúskapurinn.
Við eigum báðar shefferhunda og förum
með þá daglega í göngu-
ferðir, hringjum hvor í
aðra og mætumst á miðri
leið.“
Fanný hefur fengist
mikið við hönnun og
saumaskap og segist hafa
þann hæfileika frá móður
sinni sem er 84 ára og
hönnuður af Guðs náð.
„Hún hannaði og sneið
mokkaskinnskápu handa
mér nýlega og svo fengum
við vin minn sem er hús-
gagnabólstrari til að
sauma kápuna saman eftir hennar leið-
sögn.“ Aðspurð segist Guðrún ekki hafa
hæfileika á þessu sviði.
Fanný: „Guðrún hefur held ég ekki
saumað síðan hún var þriggja ára. Þá
fylgdist hún einu sinni sem oftar með
barnatíma sjónvarpsins. Hvarf svo dálitla
stund inn í herbergi og kom fram með
þessa fínu dúkku sem hún hafði búið til
úr sleif, taui og ýmsu
öðru, eftir leiðbeiningum
úr sjónvarpinu. Hafði
fundið sér nál og tvinna og
saumað allt sjálf. Þetta var
alveg ótrúlegt."
Guðrún: „Noh, bara
undrabarn!"
Fanný: „Svona vinnur
Gunna. Er út af fyrir sig
og klárar hlutina. Hún
skrifar mikið og ég bið
hana oft að yfirfara greinar
og annað sem ég þarf að
skila. Eg leita meira til
hennar eftir aðstoð en hún til mín. En nú
get ég farið að hjálpa henni með
barnapössun í staðinn og það finnst mér
frábært."
Þegar ég var svona
11-12 ára þáfórum
við mamma og vin-
kona hennar austur á
Þingvöll, uppstrílaðar
og allar með sólgler-
augu. Æðislegar
pæjur!
í sérstöku eldi
Fanný á þijú barnabörn sem öll eru
fædd á þessu ári. „Eldri börnin mín
þijú gáfu mér öll ömmustráka. Tómas
Arnar hennar Guðrúnar er yngstur og
sá eini sem er á landinu eins og er.“
Guðrún: „Já, við systkinin vorum í
sérstöku eldi hér hjá mömmu í fyrra
þegar við vorum að hjálpa henni að
setja f stand hús og ílytja inn. Hún
hlýtur að hafa bruggað okkur einhvern
seið fyrst við fórum öll út í barneignir í
kjölfarið.“
Þær mæðgur deila ekki bara frí-
stundum heldur hafa þær líka starfað
saman að ákveðnum hlutum. Guðrún
er til dæmis einn leiðbeinenda á nám-
skeiðum um hámarks árangur, sem
Fanný stendur fyrir og einnig hafa þær
séð um kannanir á þjónustu og við-
móti innan fyrirtækja. Guðrún: „Mest
af okkar samskiptum eru þó bara
venjulegt samband móður og dóttur,
hringingar, gönguferðir og spjall yfir
kaffibollum."
Fanný: „Mér eru þessi samskipti afar
mikils virði. Stundum get ég nappað
Guðrúnu og fjölskyldunni f mat og
gefið þeim líkamlega næringu. Það
nærir mig andlega" GUN.
sem betur fer.“
Guðrún: „Það var aldrei neitt óþarfa
vesen á mömmu, hún treysti okkur
krökkunum og var dálítill töffari í sér. Eg
man t.d. að þegar ég var svona 11-12 ára
þá fórum við mamma og vinkona hennar
austur á Þingvöll, uppstrílaðar og allar
með sólgleraugu. Æðislegar pæjur!"
Hestar, hundar og útivera
Fanný: „Svo hafa áhugamál okkar Iegið
dálítið saman. Til dæmis í sambandi við
hestana, hundana og útiveruna. Eg var
með hesta á árum áður og þegar Gunna
sá hest í fyrsta skipti, 9 mánaða gömul,
þá faðmaði hún hann fagnandi að sér
eins og hún væri að taka utan um gamlan
vin. Það er alveg ógleymanlegt. Síðan
hefur hún verið forfallin hestamanneskja
og á núna svaka gæðinga en ég á engan
hest lengur. Við höfum farið í Iangar út-
reiðar saman um hálendi landsins og það
er frábært."
Guðrún: „Eg hef verið fararstjóri hjá Is-
Mamma töffari
Fanný: „Það er lítill aldursmunur á
tveimur eldri dætrum mínum og þær
voru mikið saman þegar þær voru litl-
ar. Eg vann úti en var oft með konu á
heimilinu sem passaði börnin."
Guðrún: „Já, við dúlluðum okkur
mikið saman systurnar. Eg man að
mér þótti stundum dálítið fúlt að
þurfa að taka hana með ef ég var að
fara eitthvað með vinkonum mínum
en í seinni tíð finnst mér alveg yndis-
legt að eiga minningar um okkur syst-
ur saman. Og þótt hún sé komin yiir
tvítugt finnst mér ég alltaf bera
svolitla ábyrgð á henni."
Fanný: „Já, þar komum við aftur að
þessu með ábyrgðina sem lögð var á
Gunnu. Ekki var hún minni eftir að
við foreldrarnir skildum, en börnin
hafa öll plumað sig ágætlega í lífinu,
Fanný, Tómas Arnar og Guðrún ásamt tíkinni Heru. mynd: e.ól.
Mæðgurnar Fanný Jónmunds-
dóttir og Guðrún Valdimars-
dóttir ferðast saman á hestum
um hálendið, ganga úti með
shefferana sína og veita hvor
annarri uppörvun og aðstoð.
Fanný: „Gunna er elsta dóttir mín og hef-
ur alla tíð borið ábyrgð. Eg lagði oft mik-
ið á hennar herðar þegar hún var yngri og
geri enn. Hún hefur reynst mér vel og ég
hef aldrei fundið fyrir þeirri spennu sem
sagt er að stundum myndist milli móður
og dóttur.
Guðrún: „Nei, ég minnist þess ekld að
mamma hafi nokkurn tíma farið í taug-
arnar á mér. Eg hef alla tið verið stolt af
henni. Það áttu sko ekki allar svona flotta
mömmu eins og ég.“
Fanný: „En ég á 14 ára dóttur sem um
þessar mundir veit fátt hallærislegra en
mömmu sína. Undir því álagi leita ég
oft styrks hjá Guðrúnu og hún byggir
mig upp.“
Guðrún: „Eg hef ekkert undan
mömmu að kvarta hvorki frá fyrri tíð
né seinni. Við höfum alltaf getað talað
saman eins og jafningjar og hún hefur
aldrei verið með neinar predikanir."