Dagur - 18.09.1999, Page 14
30
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
Tk&ftr
Heimagerð sápa hefur
ekki verið aigeng í eld-
húsum og baðherbergj-
um landsmanna en nú
kann að verða breyting
þar á. Hrafnhildur Njáls-
dóttir ætlar að kenna
mönnum að búa til
sápu.
„Aðaluppistaðan í okkar sápum
er ólívuolía. Við búum einnig til
birkiolíu með því að moðsjóða
birki þannig að krafturinn úr
birkinu fari í olíuna. I sápunum
er líka kókosolía og jurtaolía
eða hert jurtafeiti sem bakarar
nota. Eg ætla að reyna að semja
við nokkra bakara um að selja
jurtafeitina. Svo er sódi. Við
erum Iíka með Iavander og hafra-
mjöl, fjallagrös og hunang.
Hrafnhildur Njálsdóttir: „Þegar maður byrjar að gera sápu með svona hreinu
innihaldi, hreinum jurtaolíum og kjarnaolíum, þá kaupir maður ekki sápu úti í
búð." mynd: hilmar
sápurnar saman, hvort
sem það er til eigin nota
eða gjafa. Það er auðvitað
allt öðruvísi tilfinning að
gefa eitthvað sem maður
hefur búið til sjálfur en það
sem maður hefur keypt,"
segir Hrafnhildur.
Nákvæmnisvinna
Það tók hana tvö og hálft
ár að læra að gera sápu og
prófa uppskriftir úr amer-
ískum sápugerðarbókum
enda hefur sápugerð ekki
beinlínis tilheyrt algengum
íslenskum heimilisiðnaði
til seinni ára. Hrafnhildur
segir að hún hafi gert
fyrstu sápurnar úr dýrafitu,
fitu sem er í kringum hjart-
að á nautinu, en það sé
prinsipmál hjá fyrirtækinu
að nota ekki dýrt hráefni í
vörurnar. Fituna þurfti að
vinna á ákveðinn hátt, til
dæmis að bræða hana
Haframjölið er rosalega mýkjandi og við
púðrum það niður. Einnig er hægt að
búa til kaffisápu úr nýmöluðu kaffi,“
segir Hrafnhildur Njálsdóttir.
Kaffisápu á appelsínuhúð
- Kaffi?
„Hún er sérstaklega góð til að nota við
eldhúsvaskinn. Hún hreinsar alla lykt af
höndunum, til dæmis þegar maður hefur
verið að skera fisk eða hvítlauk. Hún er
góð fyrir fólk í grófri vinnu og stelpurnar
hafa sagt mér að hún sé æðisleg á appel-
sínuhúð á upphandleggjum, lærum og
rassi. Hún gefur gott nudd og örvar blóð-
rásina.“
Þá kaupirðu ekki sápu...
Hrafnhildur hefur tekið að sér að kenna
sápugerð hjá Tómstundaskólanum Mími
í haust auk þess sem hún stefnir að því
að fara norður í vetur og halda þar nám-
skeið um sápugerðina. Þeir eru sjálfsagt
frekar fáir sem tengja Hrafnhildi við
sápugerð enda er hún betur þekkt fyrir
þróun og framleiðslu á sjampói og hár-
næringu á vegum Jurta-GuIIs í Keflavík.
Fyrirtækið hefur þó Iíka verið í sápu-
framleiðslu sem aukabúgrein og fram-
leitt tvær gerðir af handsápu, sem eru
seldar á nokkrum stöðum út um landið.
Onnur þeirra er kaffisápan umtalaða.
„Það er ofsalega gaman fyrir fólk að
kunna að gera sápú. Þegar maður byrjar
að gera sápu með svona hreinu inni-
haldi, hreinum jurtaolíum og kjarnaolí-
um, þá kaupir maður ekki sápu úti í búð.
Svo er hægt að gera sápurnar á ótal
marga vegu. Eg kem til með að gefa fólki
hugmyndir um hvernig er hægt að setja
mörgum sinnum. Markmiðið var að finna
einfalda og umhverfisvæna uppskrift úr
ódýru hráefni.
Talsverð vinna er að búa til sápu og það
tekur svolítinn tíma því að sápan þarf að
þorna vek Olíunum er blandað saman í
pott og bræddar saman, upplagt að gera
þetta í eldhúsinu. Látið kólna. Þá er sóda
og vatni blandað saman og látið kólna því
að um leið og vatn fer saman við sóda
kemur mikill hiti í hana. A ákvéðnum
tímapunkti er öllu blandað saman. Þegar
ákveðin þykkt er komin í blönduna er
henni hellt í mót, pakkað í plast og svo í
handklæði. Látið bíða og þorna. Daginn
eftir hafa sápurnar harðnað og þá má
skera þær niður. Þær þurfa að bíða í sex
vikur áður en hægt er að nota þær.
-GHS
Fyrirbyggjandi mataræði
Talið er að mataræði og
líkamsæfingar geti haft
fyrirbyggjandi áhrif þeg-
ar krabbamein er annars
vegar. Ef maður borðar
rétt, hreyfir sig reglu-
Iega, fylgist með líkams-
þyngdinni og reykir ekki
þá minnkar maður
verulega líkumar á því
að maður fái krabha-
mein eða um heil 60
prósent. Talið er að
þriðjung af dauðsföll-
um vegna krabbameins
í Bandaríkjunum megi tengja slæmu
mataræði og því skiptir mataræðið miklu.
Hér koma nokkur ráð:
1. Borðaðu grænmeti og ávexti. Því
minna sem maður borðar af rauðu
kjöti og kaloríum þeim mun betra er
mataræðið.
2. Forðastu að þyngjast með aldrinum
því að heilsan getur versnað eftir því
sem þyngdin eykst.
3. Borðaðu korn og grófmeti af ýmsu
tagi, rætur, baunir og þvíumlíkt en
minnkaðu sykurinn.
4. Forðastu alkóhól. Hóflegt magn af
alkóhóli getur verndað gegn hjarta-
sjúkdómum en ef maður drekkur mik-
ið alkóhól reglulega þá getur það haft
slæm áhrif á líkamann eins og al-
kunna er. Eitt glas á dag fyrir konur og
tvö fyrir menn. Það telja sumir að sé
kjömeyslan.
5. Takmarkaðu salt. Magakrabbamein er
algengara meðal fólks sem borðar
mikið salt.
6. Borðaðu bara mat sem hefur verið
geymdur við góðar aðstæður. Matur
skemmist auðveldlega. Því er ísskápur
nauðsynlegur inn á öll heimili.
7. Drekktu te. Grænt og svart te inni-
halda efni sem geta komið í veg fyrir
þróun krabbameins.
8. Soja-fæði er frábært. Kauptu soja-
mjólk og tofu næst þegar þú ferð í
búðina.
9. Hrár laukur og hvítlaukur virðist öfl-
ugur í mótspymu gegn krabbameini
þó að það hafi ekki verið rannsakað út
í ystu æsar.
10. Sterk krydd á borð við Chili pipar
eru góð gegn magakrabbameini.
Einnig geta þau komið í veg fyrir
krabbamein í lungum.
11. Hættu að reykja og japla á tóbaki. Al-
kunna er að tóhak er aðalástæða
lungnakrabbameins. Gott mataræði
er alltaf plús en engin trygging, sér-
staklega ekki ef þú reykir.
Mynd afkarli og konu - tekin innarlega.
Mál er nú að efna loforð
mitt um að segja ykkur
lítillega frá litningum og
frávikum í uppröðun
þeirra. En vegna þess hve
gríðarstórt sviðið er og
þess að dálkurinn er um
KYNlíf, mun ég takmarka
mál mitt við galla þá sem
snúa að kynlitningunum
tveimur X og Y (nú dett-
ur mér skyndilega í hug
hversu miklu dýpri merk-
ingu Gagn og gaman hefði haft ef hjónin
hefðu heitið X og Y en ekki X og Z).
Samruni
En fyrst aðeins um Iitninga og gen yfir-
leitt. Við getnað hleypir eggið inn í sig
einni (langoftast bara einni) sáðfrumu
sem því Iíst vel á og þegar í stað hefjast
frumuskiptingar sem geta, ef allt gengur
vel, endað með fullsköpuðum einstaklingi.
Hvort um sig, eggið og sáðfruman, inni-
halda 23 litninga, þar af sinn kynlitning-
inn hvert. Kynlitningur eggsins er alltaf X
(kven) en kynlitningur sáðfrumunnar get-
ur annað hvort verið X eða Y (kven eða
karl). Kyn nýja einstaklingsins ræðst svo
af því hvort hin heppna sáðfruma sem
eggið velur til inngöngu geymir X eða Y
kynlitning. Við samruna frumanna
verður svo til það litningasafn sem
allar frumur nýja einstakfingsins
munu geyma, 46 litningar þar af 2
kynlitningar (nema kynfrumurnar
sem innihalda helming safnsins). Y
Iitningurinn er agnarsmár Iitningur
og virðast genin sem hann inniheld-
ur aðallega hafa það hlutverk að
framkalla karlmannleg einkenni.
Aftur á móti er X litningurinn með
þeim stærri og inniheldur hundruð
gena sem hafa ekkert með kyn að
gera.
Heilkenni
Þegar frávik verða í litningasafni
einstakfings getur það framkallað
klasa einkenna sem kölluð eru heilkenni
eða „syndróm." Þekktast er efleust
„Downs“ heilkenni sem stafar af því að til
staðar er aukalitningur nr. 2 f. Lítum nú á
þau heilkenni sem frávik á fjölda kynlitn-
inga getur framkallað.
Turners heilkenni
Hjá konum með þetta heilkenni vantar
annan X litninginn eða hluta af honum.
Konur með Turners heilkenni eru lágvaxn-
ar, hafa stuttan og breiðan háls, ná ekki
fullum kynþroska og eru ekki frjóar.
Greind er yfirleitt eðlileg eða lítillega skert
á sumum sviðum. Algengi er f/3000 af lif-
andi fæddum stúlkubörnum.
Þrefalt X
Þessu ástandi fylgir venjulega væg greind-
arskerðing en útlit er eðlilegt. Oft fylgir
ófrjósemi en þó hafa konur með þrjá X
Iitninga fætt heilbrigð börn með hefð-
bundinn litningafjölda. Fundist hafa kon-
ur með fjóra og upp í fimm X litninga en
það ástand er mjög sjaldgæft. Algengi þre-
falds X er um 1/1000.
Klinefelters heilkenni
Karlmenn með þetta heilkenni hafa
auka X Iitning (XXY). Þeir hafa langa
fætur, stækkun á btjóstum, Iítil eistu
og eru ófrjóir. Kynþroski verður á
venjulegum tfma. Oft uppgötvast
heilkennið ekki fyrr en þeir leita sér
aðstoðar vegna gruns um ófijósemi.
Greind er eðlileg. Heilkennið er frek-
ar algengt eða 1/700 lifandi fæddra
sveinbarna.
AukaY
1961 sást í fyrsta sinn auka Y litning-
ur hjá karlmanni. Þetta var eðlilega
útlítandi en ægilega ofbeldisfullur
bófi og þegar vísindamennirnir fóru
að skoða litninga hjá fleiri glæpamönnum
fundu þeir þessa samsetningu hjá fleiri
bófum og ályktuðu sem svo að auka Y litn-
ingur framkallaði árásarhneigð og glæpa-
eðli. Svo var farið að skoða menn úr
„stabílu" fyrirmyndarumhverfi og viti
menn þar var auka Y alveg jafn algengt
ástand.
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunar-
fræðingur