Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 20
36- LAUGARDAGCR 18. SEPTEMBER 1999
Ð^fir
RABAUGLÝSINGAR
A T V I N N A
Framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélag Pingeyinga hf.
óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Markmið félagsins er að efla atvinnustarfsemi í Þingeyj-
arsýslum með því m.a. að afla upplýsinga, veita rekstr-
artæknilega ráðgjöf, taka frumkvæði í atvinnusköpun
og stuðla að nýsköpun.
Leitað er að starfsmanni sem hefur góða rekstrar-
og/eða tækniþekkingu, getur sýnt frumkvæði og á auð-
velt með mannleg samskipti. Æskilegt er að fram-
kvæmdastjóri geti hafið störf fjótlega. Laun eru sam-
komulagsatriði.
Umsóknir skal senda til Atvinnuþróunarfélags Þingey-
inga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík, fyrir 4. október nk.
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Reykjanesi
Sviðsstjóri
Óskað er eftir að ráða til starfa sviðsstjóra á sviði
þjónustu við fólk með fötlun 16 ára og eldra á
vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi.
Verkefni sviðsstjóra eru m.a. eftirfarandi:
• Umsjón með þjónustu Svæðisskrifstofunnar í
atvinnu- og búsetumálum.
• Ráðgjöf og stuðningur við fólk með fötlun og
aðstandendur þeirra.
• Ráðgjöf og stuðningur við forstöðumenn og
starfsfólk Svæðisskrifstofu sem veita þjón-
ustu á sviðinu.
• Samstarf við tengslastofnanir á svæðinu svo
sem á sviði félags-, heilbrigðis- og mennta-
mála.
• Ýmis skipulags- og þróunarverkefni innan
stofnunarinnar er varða málefni fólks með
fötlun.
Sviðsstjóri tekur þátt í víðtæku samstarfi
fagteymis Svæðisskrifstofunnar. Óskað er eftir
einstaklingi með góða samstarfs- og stjórnunar-
hæfileika. Menntun á sviði uppeldis- og félags-
vísinda og reynsla af vinnu með fötluðum nauð-
synleg. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamn-
ingum viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 564 1822 á
skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð fást á Svæð-
isskrifstofunni, Digranesvegi 5, Kópavogi og á
heimasíðunni http://www.smfr.is.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
am
ÍlWfcWiV.l'lES
Starfsfólk óskast
Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða starfsfólk í
kjötvinnslu félagsins. Um er að ræða störf í
kjötskurði, mötuneyti og almenn verksmiðjustörf.
Óskað er eftir duglegu, jákvæðu og reglusömu fólki
til framtíðarstarfa.
Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri eða
framkvæmdastjóri í síma 460 3360 eða á
staðnum.
Kjötiðnaðarstöð KEA hefur verið í miklum vexti
undanfarið og er ein af stærstu kjötvinnslum landsins
með um 75 starfsmenn. Kjötvinnslan er þekkt fyrir
gæðavörur sem eru markaðssettar um land allt.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Laus störf í grunnskólum
Vegna forfalla eru eftirtalin störf laus til umsóknar:
Lækjarskóli
Almenn kennsla á miðstigi (50%)
Stuðningsfulltrúi (50%)
Gangavarsla (50%)
Allar upplýsingar varðandi störfin veitir skólastjóri,
Reynir Guðnason í síma 555 0585.
Engidalsskóli
Vinna með börnum í lengdri viðveru e.h. (50%)
Allar upplýsingar veitir skólastjóri, Hjördís Guðbjörns-
dóttir í síma 555 4433.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
Framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar
Selfossi
Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi.
Framkvæmdastjóri verður skipaður af
heilbrigðisráðherra til fimm ára. Óskað er eftir að
framkvæmdastjóri hefji störf sem fyrst.
Æskilegt er að umsækjendur hafi
háskólamenntun ásamt reynslu í rekstri og
stjórnun. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun
kjaranefndar.
Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Á.
Gunnarsson ráðuneytisstjóri (s. 560 9700) og
Sigurður Sigurjónsson, formaður stjórnar
Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi (s. 482
2988).
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150
Reykjavík, fyrir föstudaginn 8. október 1999.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um skipun hefur verið tekin.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Reykjavík, 14. september 1999
REYKIALUNDUR
Hjúkrunarforstjóri
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra á
Reykjalundi.
Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing á
eftrirtöldum meðferðarsviðum:
Gigtarsviði, hæfingarsviði, lungnasviði, hjartasviði,
verkjasviði, geðsviði, miðtaugakerfissviði og
næringarsviði.
Á sjúkrahúsinu eru 166 sjúklingar og starfsmenn eru
rúmlega 200 í u.þ.b. 160 stöðugildum.
( starf hjúkrunarforstjóra er óskað eftir
hjúkrunarfræðingi með reynslu af stjórnunarstörfum.
Umsóknir sendist til yfirlæknis, Hjördísar Jónsdóttur,
sem veitir nánari upplýsingar, ásamt
hjúkrunarforstjóra, Grétu Aðalsteinsdóttur, í síma 566
6200. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. og stað-
an veitist frá1. janúar 2000, eða eftir samkomulagi.
H j ú kru na rfræðingar
Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga til starfa á
eftirtöldum sviðum:
Gigtar- og hæfingarsviði og á miðtaugakerfissviði.
Unnið er að nýju skipulagi, sem gerir ráð fyrir að
hjúkrunarfræðingar þurfi einungis að vinna 10-12
hverja helgi.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 566 6200.
Ý M I S L E G T
Tilkynning frá
utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum,
stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við
sendiherra (slands þegar þeir eru staddir hérlendis,
til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis,
viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem
utanríkisþjónustan getur orðið að liði
Hörður H. Bjarnason, sendiherra íslands í Svíþjóð,
verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu
miðvikudaginn 22. september nk. frá kl. 9 til 12 eða
eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins
nær einnig til Albaníu, Bangladess, Kýpur, Pakistan
og Slóveníu.
Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í
síma 560 9900
Aukin ökuréttindi
Ný námskeið byrja vikulega í Reykjavík.
Ökuðkóll Mande Förum með námskeið út á land.
Gerið verðsamanburð.
Innritun og allar nánari upplýsingar hjá Ökuskóla íslands í síma: 568 3841.
Hafnarfjarðarbær
Skipulags- og umhverfisdeild
Breyting á Aðalskipulagi
Hafnarfjarðar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar auglýsir hér með
tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar
1995-2015, Mávahraun samkvæmt 2. mgr. 21.
gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Breytingin felst í að hluti stofnanalóðar, áður
slökkvistöð og Áhaldahúss Hafnarfjarðar,
breytist í íbúðarhúsalóð.
Breytingartillagan verður til sýnis á skipulags- og
umhverfisdeild, Strandgötu 6, 3. hæð, frá og
með 16. septembertil 7. október 1999. Þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn
athugasemdum er til 7. október 1999.
Skila skal skal athugasemdum á Bæjarskrifstofur
Hafnarfjarðar, Strandgötu 6.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við
breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst
samþykkur henni.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
ÍBÚD ÚSKAST
íbúð óskast
Útgerðafélag Akureyringa hf. óskar eftir 2
herbergja íbúð til leigu fyrir starfsmann sinn fram
í desember.
Upplýsingar sendist til starfsmannastjóra á fax
nr. 460 4101 eða símleiðis í síma 460 4137 á
milli kl. 08.00 og 16.00 virka daga.