Dagur - 18.09.1999, Side 21

Dagur - 18.09.1999, Side 21
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBRR 1999- Í7 RAÐAUGLYSINGAR ÝMISLEGT STYRKIR t Ráðstefna Umhverfis- fræðsluráðs í samvinnu við Staðardagskrá 21 Fræðsla: Lykill að sjálfbærri þróun Hótel Örk, Hveragerði, 23. september 1999, kl. 10-16 DAGSKRÁ 9:15 Rúta leggur af stað frá Umferðarmið- stöðinni 10:00 Ávarp Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfis- ráðherra 10:10 Umhverfismennt á íslandi Þorvaldur Örn Árnason, Fjölbrautaskóla Suðurnesja 10:30 Umhverfisfræðsla í skólakerfinu. Stefán Bergmann, Kennaraháskóla íslands 10:50 Möguleikar á umhverfisfræðslu í at- vinnulífinu. Halldór Grönvold, ASÍ 11:10 Staðardagskrá 21 og fræðslumál. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, formaður stjórnar Staðardagskrár 21 11:30 Umræður 12:00 Matur 13:10 Umhverfisfræðsla í skólum og atvinnulíf- inu - reynsla Svía Per-Olov Ottosson, Háll Sverige Rent 14:10 Fyrirspurnir og umræður 14:30 Kaffi og veggspjöld 15:00 Umhverfisfræðsla í Hveragerði. Kolbrún Oddsdóttir, garðyrkjustjóri í Hveragerði 15:20 Að lesa landið. Jónatan Garðarsson, formaður Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar 15:40 Fyrirspurnir og umræður 16:00 Ráðstefnuslit 16:10 Rúta til Reykjavíkur Ráðstefnugjald er kr. 1000 (hádegismatur og ferðir innifalið). Vinsamlega skráið ykkur fyrir 20. sept. hjá umhverfisráðuneytinu, s. 560 9600, fax: 562 4566, tölvupóstur: hugi.olafsson@umh.stjr.is. - ýmTíTFgt Hrossasmölun í Öngulsstaðafjallskiladeild fer fram laugardaginn 18. september 1999. Réttað verður í Þverárrétt sunnudaginn 19. september kl. 10 f.h. Eigendur utansveitarhrossa skulu greiða kr. 900,- í fjallskilasjóð Eyjafjarðarsveitar fyrir hvert hross. Fjallskilastjóri wwwvisiris FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR f UMSÓKN UM FRAMLÖG ÚR FRAM- KVÆMDASJÓÐIALDRAÐRA 2000 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 2000. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusam- lega út og liggja þau frammi í afgreiðslu heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins. Einnig er ætlast til að umsækjend- ur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostn- aði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (mats- hóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1998 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1999. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóð- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist stjóðstjórninni fyrir 1. desember 1999, heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Pýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa (slendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2000-2001: a) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi, vera yngri en 32 ára og ekki hafa dvalið lengur en eitt ár í Þýskalandi. b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2000. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi, vera yngri en 32 ára og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 22. október nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. september 1999. www.mrn.stjr.is Kísilgúrsjóður Styrkir - Lán - Hlutafé Tilgangur sjóðsins er að kosta undirbúning aðgerða til þess að efla atvinnulíf í þeim sveitarfélögum sem nú eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi Kísiliðjunnar hf. Til að ná fram markmiðum sjóðsins er stjórn hans heimilt að veita áhættulán, styrki og að kaupa hluti í nýj- um og starfandi félögum. Um stuðning geta sótt, fyrir- tæki, félagasamtök og einstaklingar. Styrkir: Kostnaðarliðir sem notið geta stuðnings: • Undirbúningskostnaður verkefna • Vöruþróun • Átak til markaðsöflunar • Nám eða starfsnámskeið, samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnar Lánakjör og hlutafjárkaup: • Kjör á lánum sjóðsins taka mið af kjörum hliðstæðra lána hjá fjárfestingalánasjóðum. • Sjóðurinn tilnefnir að jafnaði ekki í stjórn þeirra hluta- félaga sem hann á hlutdeild í nema hlutur sjóðsins sé umtalsverður (þriðjungur eða meira) og að stjórn- araðild sé talin æskileg til að efla stjórnun hlutafé- lagsins. Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki svo sem til að niður- greiða framleiðslukostnað. Styrkur verður aldrei hærri en sem nemur helmingi af styrkhæfum kostnaði. Umsóknarfrestur vegna haustúthlutunar 1999 er 4. október. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og frekari upplýsingar fást hjá Atvinnuþróunarfélagi Þing- eyinga, sími 464 2070, fax 464 2151. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Styrkir vegna upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn, leggur ríkissjóður um fimm ára skeið fram fé til að stuðla að því að almenningsbókasöfn verði fær um að bjóða þjónustu sem styðst við nútímaupplýsingatækni og til að greiða fyrir tengingu bókasafna landsins í stafrænt upplýsinganet. Menntamálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar um málefni almenningsbókasafna. Samkvæmt reglum um styrkveitingar samkvæmt þessu lagaákvæði (reglur nr. 765, 29. desember 1997), má veita styrki m.a. til kaupa á tölvubúnaði, endurmenntunar bókavarða, samningar og útgáfu fræðsluefnis fyrir almenning um nýtingu nýrrar upplýsingatækni og til verkefna sem lúta að tölvutengingu bókasafna. Styrki má einnig veita til annarra þróunarverkefna í þágu almenningsbókasafna, einkum á sviði rannsókna og fræðslu. Heimilt er að binda styrk skilyrði um að mótframlag fáist úr hlutaðeigandi sveitarsjóði eða sveitarsjóðum. Að öðru jöfnu ganga þau bókasöfn fyrir um styrk til tölvu- og hugbúnaðarkaupa sem þegar hafa tryggt sér slíkt mótframlag. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki á árinu 2000. Forstöðumenn almenningsbókasafna, bókasafnsstjórnir, bókaverðir og samtök bókavarða geta sótt um styrk. í umsókn skal gera ýtarlega grein fyrir verkefninu og áætla tímamörk og kostnað við framkvæmd þess. Jafnframt skal koma fram hvaða aðilar muni vinna að verkefninu, ef við á, og hvaða bókasafn/bókasöfn standi að því, svo og áætlun um fjármögnun. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1999. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 16. september 1999. www.mrn.stjr.is T ' I Þ I N G Landsþing Landssambands framsóknarkvenna Af óviðráðanlegum orsökum verður 9. landsþing LFK ekki haldið í Vík í Mýrdal eins og fyrirhugað var. Þingið verður þess í stað haldið í Hraunholti, Dalshrauni 15 í Hafnarfirði. Dagskrá: Laugardagur 25. september 09.30 - Þingsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara. 09.40 - Skýrsla stjórnar og reikningar Mál lögð fyrir þingið. Umræður. 10.10 - Ávörp gesta 10.30 - Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum Hildur Helga Gísladóttir, formaður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjómmálum. 11.00 - Innri mál LFK - Markmið - framtíðarsýn 12.15 - Léttur hádegisverður 13.15 - Frumkvöðlahugsun á 21. öldinni Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor í stjómun við VHR 14.00 - Samantekt frá jafnréttisnefnd - Jafnrétti í framsókn Sigfus Sigfússon, fulltrúi SUF í jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins 14.30 - Umræður 15.00 - Kaffihlé 15.30 - Stjórnarkjör Afgreiðsla mála Önnur mál 17.00 - Þingslit 20.00 - Sameiginlegur kvöldverður með glens og gamni. Áætlaður kostnaður kr. 3.200.- Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 22. september á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 5624480 eða í gegnum netfangið: framsokn@framsokn.is. Landssamband framsóknarkvenna

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.