Dagur - 28.09.1999, Side 4

Dagur - 28.09.1999, Side 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 2 8. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Frekari aðgerða er þörf hjá SÞ I upphafi ræðu sinnar á 54. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi SÞ fyrir hið alþjóðlega samfélag. Hann benti á að endurbætur á SÞ hefðu falið í sér endur- mat á innra skipulagi, starfsmannamálum og úrbætur á fjármálastjórn stofnunarinnar. En frekari aðgerða væri þörf. „Aðildarrfkin þurfa að hafa kjark til að líta ekki aðeins stofnunina sjálfa gagnrýnum augum heldur einnig samskipti aðildarríkj- anna sjálfra. Meðan á þessum breytingum Halldór Asgrímsson. stendur verður að gæta þess að þær hafi ekki neikvæð áhrif á ímynd stofnunarinnar út á við. Jafnframt þarf að koma í veg fyrir að þetta ferli veiki vinnuanda alþjóðastarfsliðs stofnunarinnar sem oft á tíðum vinnur við erfið og hættuleg skilyrði," sagði Halldór og minntist hann sérstaklega á nauðsyn þess að styrkja SÞ og gera stofnunina betur í stakk búna til að takast á við flóknar breytingar. í því sambandi nefndi Halldór störf vinnuhóps um endurbætur á öryggisráðinu og gagnrýndi hann seinagang sem þar hefur átt sér stað. „Verði ekki sýnilegur árangur í framtíðinni mun það óhjákvæmi- lega veikja stoínunina,“ sagði Halldór Ásgrímsson m.a. á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna. — BJB 110 tölvur fyrir heymarlausa Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, undirritaði um helgina viðbótarsamning við Nýherja um leigu á 110 tölvum með texta- símaforritið „Skjáma" fyrir heyrnarlausa. I samningnum er kveðið á um að vélamar verði settar upp fyrir heyrnarlausa, að nám- skeið verði haldin fyrir þá og að þeir hafi að- gang að tæknimönnum. Samningurinn er orðinn til fyrir samstarf Félags heyrnar- lausra, Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar og heilbrigðisráðuneytisins. Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir fjarskipti og samskipti heyrnarlausra. Ingibiörg Pálmadóttir. íslendiugar veðja á sólarorku Allied Efa hf., sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins, Alþýðubankinn og Allied Resource í Bandaríkjunum, hafa ásamt Alþjóðafjárfestinga- samlagi Efa og Safeguard Intemational Fund, keypt 48% hlutafjár í norska fyrirtækinu Renewable Energy Company. Það á nokkur fyrir- tæki sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á svokölluðum sólarsellum og kerfum til þess að framleiða raforku úr sólarorku. Með þessari fjár- festingu hafa fyrrnefndir aðilar öðlast aðgang að mjög þróaðri tækni til að vinna hátækniafurðir úr kísilmálmi, en sólarsellur eru fram- leiddar úr mjög hreinum kísilmálmi. — bjb Aukið reíkisvæði í Bandaríhjuuuui Frá 22. september sl. hafa viðskiptavinir Landssímans getað nýtt sér GSM 1900-þjónustu farsímafyrirtækisins Voicestream Wireless í Bandaríkjunum. Með þessu stækkar reikisvæði Símans GSM í Bandaríkjunum til muna, þ.e. svæðið þar sem GSM-áskrifendur hjá Landssímanum geta notað símakortin sín. Voicestream býður GSIVI- þjónustu í þrettán ríkjum Bandaríkjanna; Arizona, Colorado, Hawaii, Idaho, Iowa, Kansas, New Mexico, Oklahoma, Oregon, Texas, Utah, Washington-ríki og Wyoming. EXPRESS HAGLASKOHN —HÆFA BETUR • Sjörnubrotin plasthylki • Plastbolla forhlöð • 16-24mm sökkull • VECTAN-hágæða púður • 36, 42 og 46 gr. hleðsla • 3% ANTIMONY-högl 9 Stæröir 1,3, 4, 5 • Hraði: 1375fet/sek. • ClP-gæðastaðall Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND ^RTVÖRU GERÐIN HE Lögreglan þarf að glíma við fjölbreytt mál. Um helgina kom hún að manni sofandi í sófa í íbúð í Breiðholtinu. Hann hafði brotist inn ölvaður, bakað vöfflur í eldhúsinu og sofnað vært eftir það. Ekki fylgir sögunni hvort mað- urinn hafi farið húsavillt. Dralddim þjófur í vöfflubakstri Af nógu er aö taka í dagbók lögregluuuar í Reykjavík dagana 24. til 27. september. Lögreglan hafði sérstakt eftirlit um helgina með því að útivistar- reglum væri framfylgt. Það hefur áður komið fram hjá lögreglu hversu mikilvægt það er að for- eldrar virði þessar reglur og hafi i heiðri. Þar sem borið hefur á því að foreldrar þekkja ekki regl- urnar til hlítar, hefur lögreglan ásamt Reykjavíkurborg og fleir- um, látið framleiða sérstakar segulmottur á til dæmis ísskápa sem ætlað er að auðvelda for- eldrum og börnum að muna eft- ir þessum reglum. Á næstu dög- um munu foreldrar barna í 7. bekk fá þessar segulmottur með útivistarreglum sendar heim til sín. Ölvaður og próflaus Um helgina voru 44 umferðaró- höpp tilkynnt til lögreglu og urðu slys á fólki í nokkrum þeir- ra. I mörgum tilvikum er orsaka óhappanna því um að kenna að grunnreglur umferðarlaga eru brotnar. Það eru einkum reglur um nægjanlegt bil milli ökutækja og lögbundinn ökuhraða. Lögreglu barst tilkynning að- faranótt Iaugardags um að öku- maður, sem hugsanlega væri ölv- aður, hefði ekið á tvær bifreiðar og brotið umferðarlög á margvís- legan annan hátt. Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar af Iög- reglu og ökumaður handtekinn eftir að hafa reynt að hlaupa brott af vettvangi. Vegna aldurs hans var barnaverndaryfirvöld- um og foreldrum gert aðvart. Bifreiðin sem notuð var til akst- ursins hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Vopnaður dópisti Karlmaður var handtekinn í Austurstræti á föstudag og fund- ust á honum „ætluð“ fíkniefni, eins og Iögreglan orðar það. Þá var gerð leit á heimili hans og fundust þar ólögleg vopn, sverð og hnífur sem voru haldlögð. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslu lögreglu. Þá var karlmaður handtekinn á föstudagskvöld og fundust á honum „ætluð“ fíkniefni. Á sama stað voru höfð afskipti af konu sem framvísaði „ætluðum" fíkni- efnum. Höfð voru afskipti af ung- mennum í bifreið á laugardags- kvöld. Einn farþegi bifreiðarinn- ar hafði hent út „ætluðum" fíkni- efnum er lögreglan stöðvaði bif- reiðina. Við leit í bifreiðinni fannst einnig „ætlað“ þýfi. Þrjú ungmenni voru flutt á Iögreglu- stöð vegna málsins. Ölvaður karlmaður var hand- tekinn eftir að hafa ógnað starfs- mönnum veitingahúss með hnífí. Atburðurinn átti sér stað eftir miðnætti á laugardag. Hinn ölvaði var fluttur á lögreglustöð. Þjófur í ryskinjfum Tvær stúlkur, 15 og 16 ára, voru handteknar í vikunni eftir að talsvert magn af þýfi fannst á heimili annarrar þeirra. Á sama stað var einnig lagt hald á tæki til neyslu fíkniefna. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í verslun á föstudag- inn vegna þjófnaðar. Við Ieit á manninum fannst talsvert magn af hlutum sem hann gat ekki gef- ið viðunandi skýringar á. Þar á meðal voru málverk, skór og fjar- stýring. Maðurinn var fluttur til skýrslutöku á lögreglustöð. Starfsmaður í verslun veitti því athygli að einn viðskiptavinur yf- irgaf verslunina án þess að greiða fyrir varning sem hann hafði meðferðis. Starfsmaðurinn veitti manninum eftirför og náði að stöðva hann skömmu síðar og hafa af honum tal. Brást við- skiptavinurinn illa við þessum afskiptum og lagði á starfsmann- inn hendur og hljóp síðan á brott. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar og handtók við- skiptavininn og var illa fengnum vörum komið aftur til verslunar- innar. Hinn handtekni var flutt- ur á Iögreglustöðina en þangað hefur hann oft áður komið af sama tilefni, að sögn lögreglu. Sofnaði í iimbroti Tvítugur karlmaður var handtek- inn eftir að hafa brotist inn í heimahús í Breiðholti aðfaranótt laugardags. Maðurinn hafði komist inn um glugga íbúðarinn- ar og eftir að inn kom virðist hann hafa verið mjög svangur og lá leið hans þá i eldhúsið. Að sögn Iögreglu bar óreiða í eld- húsi þess merki að maðurinn hafi verið mjög ölvaður við vöfflubakstur sem hann tók sig til við. Eftir eldhústilraunir sínar lagðist maðurinn síðan til hvílu í stofunni þar sem hann svaf er lögreglan kom á vettvang! — bjb Kaupmáttarrýmim 2% „Það sem af er þessu ári hefur kaupmáttur lækkað um 1,9% sé miðað við launavísitölu“, segir í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar, þar sem fjallar er um þau áhrif sem hinar verðlagshækkanir undanfarna mánuði hafa haft á kaupmátt almennings, eins og Dagur raunar vakti athygli á fyr- ir nokkru. Fara verður 6 ár aftur í tímann til að finna annað dæmi um 4,9% hækkun neylsuverðs- vísitölu á aðeins 12 mánaða tímabili, eins og orðið hefur síð- ustu 12 mánuðina. Þannig hækkaði kaupmáttur aðeins kringum 2% síðustu borið saman við hátt í 10% næstu tólf mánuð- ina þar á undan. Og þrátt fyrir bensínverðið er nýja verðbólgubylgjan að stærst- um hluta heimatilbúin. Síðustu tólf mánuði hefur húnsæðisliður neysluverðsvísitölunnar hækkað um næstum 13% og verð inn- lendra neysluvara um 4,3%. Á sama tíma hefur verð innfluttra neysluvara hækkað 3,1% að meðaltali. - hei

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.