Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 13

Dagur - 21.10.1999, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUH'2 l'. O K T Ó B'E R '19 99' 13 c The Guimers í keimslu- stund hjá Barcelona Evrópumeistarar Manchester Utd. töpuðu 1-0 fyrir Marseille í Meistaradeild Evrópu á mánu- dag með marki William Gallas eftir snilldarsendingu inn fyrir vörn Man. Utd. Mark Bosnich, sem lék í marki Man. Utd., átti enga möguleika gegn Gallas. Þetta var fyrsta tap Man. Utd. í Evrópukeppni í 18 Ieikjum en síðast tapaði liðið fyrir ítölsku snillingunum Juventus árið 1997, 1-0. MarseiIIe er með 9 stig en Manchester Utd. með 7 stig. Ekkert lið lék eins vel á mánu- daginn í Meistaradeildinni og Barcelona, sem rúllaði Arsenal upp 4-2, og átti fallbyssuliðið „The Gunners" ekkert svar við leik þeirra þó leikið væri í sjálfu Mekka enskrar knattspyrnu, Wemhley. Barcelona er komið í 16 liða úrslitin með 10 stig, en Fiorentina og Arsenal eru með 5 stig. Rivaldo skoraði fyrsta mark Barcelona á 15. mínútu úr víta- spyrnu, sem dæmd var á fyrirlið- ann Tony Adams. Þetta var alls engin vítaspyrna því enn er leyft í knattspyrnu að hrinda öxl í öxl. Það kom hins vegar í ljós í leikn- um að Tony Adams er að eldast og hann átti sök á tveimur mörk- um Barcelona, þar sem hann var einfaldlega ekki eins snöggur og baneitraðir framherjar Barcelona, sem komust í 4-1 áður en Hollendingurinn Over- mars minnkaði muninn í 4-2. Fyrra mark Arsenal skoraði Iandi Overmars, Bergkamp, í lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í 2-1. Það voru kannski leikmenn norska liðsins Rosenborg sem komu mest á óvart með því að vinna öruggan sigur á Borussia Dortmund 3-0 og taka forystuna í C-riðli. Sörensen gerði tvö marka Rosenborgar en Winsnes eitt. Önnur úslit urðu þau að ítalska liðið Lazio vann Maribor Treatanic frá Slóveníu 4-0 og er Lazio-liðið komið í 16-liða úrslit Arsenalfyrirliðinn Tony Adams fagnaði ekki eftir leikinn gegn Barcelona, en á hann var dæmt víti í leiknum og tvö marka Barcelona komu eftir mistök hans í vörninni. og Bayern Leverkusen vann Dynamo Kiev 4-2 í sama riðli. Fiorentina vann sænska liðið AIK 3-0 og Feyenoord náði að- eins jafntefli gegn Boavista, 1-1. Austurríska liðið Sturm Graz van Croatia Zagreb 1-0. í gærkvöld fóru fram 9 leikir í Meistaradeild Evrópu en þar lék Chelsea gegn tyrkneska liðinu Galatasaray og var mikill viðbún- aður lögreglu fyrir þann leik, þar sem Tyrkir töldu sig eiga harma að hefna vegna þeirrar móttöku er þeir fengu er þeir léku gegn Chelsea á Bretlandi. Aðrir at- hyglisverðir leikir eru m.a. Hertha Berlin gegn Milan en með Herthu Berlin leikur Eyjólf- ur Sverrisson Iandsliðsfyrirliði sem kunnugt er. Norska liðið Molde fékk gríska liðið Olympi- akos í heimsókn. — GG -........... Evanilson, leikmaður Borussia Dortmund og Bent Skammelsrud, leik- maður Rosenborgar berjast um boltann í leik liðanna í Meistarakeppninni. Stoke-sanmiiig- ar undirritadir íReykjavík? Samningar um kaup íslenskra fjárfesta verða undirritaðir í Reykjavík um næstu helgi sam- kvæmt heimildum frá Stoke. Til- boð fslensku íjárfestanna hljóðar upp á 6 milljónir punda, eða tæplega 700 milljónir króna. Um 400 milljónir króna fara til kaupa á meirihluta í félaginu, en 300 milljónir króna til kaupa á nyjum leikmönnum og til þess að greiða niður skuldir félagsins. Talið er víst að Gary Megson verði áfram þjálfarí liðsins, en Guðjón Þórðarson, fráfarandi landsliðsþjálfari Islands, verði eins konar yfirmaður knatt- spymumála hjá félaginu. Búist er við að nýir meirihlutaeigendur í Stoke muni tilkynna um fram- tíðaráform sín strax í næstu viku. Stoke vann á þriðjudagskvöld Cardiff 2-1 á útivelli og er í 3. sæti 2. deildarinnar. — GG Haustmót badminton- trimmara og einliðaleiksmót Haustmót trimmara f hadmint- on verður haldið í TBR-húsun- um laugardaginn 30. október. Hefst keppnin kl. 11.00 með keppni í einliðaleik en um kl. 13.30 má áætla að keppni í tví- liðaleik hefjist, og þar á eftir keppni í tvenndarleik. Þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk. Þátttökutilkynningar þurfa að berast TBR fyrir kl. 12.00 mið- vikudginn 27. október nk. Þátt- tökurétt hafa allir þeir band- mintontrimmarar 18 ára ogeldri sem ekki eru í meistara- eða A- flokki. Þó eru þær takmarkanir settar að þeir sem einhvern tíma hafa keppt reglulega í meistara- flokki hafa ekki þátttökurétt. Einliðaleiksmót TBR í bad- minton verður haldið í TBR- húsunum laugardaginn 6. nóv. nk. og hefst keppni kl. 10.00. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki og B-flokki karla og kvenna. Þeir sem tapa fyrsta Ieik fara í aukaflokk. — GG TTnglingalandsleiTdr gegn Spánverjum og Norður-ínun hmttspymu Btíið erað skoða milli 60 og 70 leikmenn á heilu árí alls staðarað aflandinu og sía útþann hóp sem nú fer til Norður-írlands, m.a. á Olympíuleikum æskunn- ar og á Norúurlandamóti í Englandi. íslenska landsliðið í knattspyrnu U16 tekur þátt í Evrópumóti drengja undir 16 ára dagana 24. til 28. október nk. í riðli með ís- lendingum eru Evrópumeistarar Spánverja og Norður-lrar. Leikið verður gegn Norður-írum mánu- daginn 25. október og gegn Spánverjum miðvikudaginn 27. október. Þjálfari Iiðsins, Magnús Gylfason, segir nánast útilokað að segja til um það í þessum ald- ursflokki hvaða möguleika ís- Ienska liðið eigi. Liðið hefur einu sinni spilað við Evrópu- meistara Spánverja á þessu ári, úti f Danmörku á Olympíuleik- um æskunnar, og þeir eru mjög erfiðir andstæðingar. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Spánverja. „Við spiluðum svo við Portú- gala og unnum þá 1-0 og þeir unnu svo Spánverja 5-0 svo af því má sjá að við ýmsu má búast. Efsta liðið í riðlinum heldur áfram í úrslitakeppnina, sem haldin verður í apríl eða maí- mánuði á næsta ári,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari. - Ertu með það besta lið sem hæst er að fara með út? „Já, já“. - Það vekur samt athygli að leikmennimir eru allirfrá suð- vesturhorni landsins, þ.e. frá Keflavík til Akraness og allt þar á milli. Eru engir leik- menn af landsbyggðinni nógu góðir? „Það er búið að skoða milli 60 og 70 leikmenn á heilu ári alls staðar að af landinu og sía út þann hóp sem nú fer til Norður- Irlands, m.a. á Olympíuleikum æskunnar og á Norðurlandamóti í Englandi. Það hafa verið leik- menn í liðinu á þessum aðlögun- artíma t.d. frá Siglufirði og Ólafsvík. Svo hafa menn verið að meiðast eins og gengur og gerist. Eg tel því tvímælalaust að ég sé með besta hópinn, en þeir eru Páll Gísli Jónsson og Garðar Gunnlaugsson frá Akranesi, Baldur Kristjánsson, Birgir Har- aldsson og Sigmundur Kristjáns- son úr Þrótti Reykjavík, Viktor B. Arnarson úr Víkingi, Þór Ólafs- son, Jón Skaftason og Tryggvi Bjarnason úr KR, Ólafur Ingi Skúlason og Elmar Asbjörnsson úr Fylki, Davíð Þór Viðarsson, Hannes Sigurðsson og Svavar Sigurðsson úr FH, Jónas Guðni Sævarsson úr Keflavík og Eyþór Atli Einarsson frá Grindavík. Við vorum með svo marga leikmenn í síðasta liði af Iandsbyggðinni að það voru margir hissa í Reykjavík hvað það væru margir í Iiðinu utan af landi. Þessi umræða hef- ur hins vegar engin áhrif á mig.“ - Er þetta þokkalega efnileg- ur árgangur? „Þetta eru góðir strákar en það er minna um afgerandi sentera á alþjóðavísu en oft áður. Nú eru hinir hlutirnir sterkari, þ.e. miðj- an og vörnin. Engir þessara stráka hafa verið að leika erlend- is, en hver veit hvað mun ger- ast. — GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.