Dagur - 02.11.1999, Side 2
H U U H I O
I) \S > ■
»1 1» I B'iHiUHI
2 - ÞRIÐJVDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
. FRÉTTIR
Krístníhátídar-
kirkja á áætlim
Ný Ljósavatnskirkja verð-
ur vígð í byrjim ágúst-
mánaðar árið 2000. Bygg-
mgákostnaður er áætlað-
ur 49 milljónir króna.
Bygging kirkju að Ljósavatni í Ljósa-
vatnshreppi gengur samkvæmt áætlun,
en ráðist var í byggingu hennar tii þess
að minnast 1000 ára afmælis kristni-
töku á Islandi, sem einmitt gerðist þar
í nágrenninu er Þorgeir Ljósvetninga-
goði þeytti goðum sínum í Skjálfanda-
fljót við Goðafoss, eins og kunnugt er.
Unnið er að því að loka kirkjunni og er
verið að undirbúa Iagningu koparþaks
á kirkjuna fyrir veturinn. Arni Jónsson
á Fremstafelli í Kinn, á sæti í sóknar-
nefndinni. Hann segir að vigsla kirkj-
unnar sé áformuð fyrsta sunnudag í
ágúst árið 2000, sem er 7. ágúst, af
biskupi Islands, Karli Sigurbjörnssyni.
Prófastdæmunum á Islandi hefur verið
úthlutað tímum til þess að undirbúa
kristnitökuhátíð, og Þingeyjarprófast-
dæmi er ætlaður tími fyrstu helgina í
ágústmánuði.
„Við ætlum okkur að vera búin að
koma henni í vígsluhæft ástand fyrir
þann dag. Löngun okkar lýtur að því að
ganga sem allra mest frá henni en
byggingarkostnaður nemur samkvæmt
áætlun 49 milljónum króna. Það voru
áhöld um það um tíma hvort okkur
tækist að fjármagna bygginguna, en ég
er mjög bartsýnn nú. Við áttum ofur-
Iitla sjóði sem byrjað var að öngla í fyr-
ir 40 árum síðan, en þeir verða ekki
gildir í 100 manna sókn. Að stæstum
hluta er byggingin fjármögnuð af Jöfn-
unarsjóði sókna og af ríkisfé, enda
jafnframt minningarkirkja sem og
sóknarkirkja. Frjáls framlög eru ótrú-
lega fyrirferðarmikil, ekki sfst eftir að
fólk sá að okkur var alvara með að reisa
kirkjuna. Velvilji velunnara héraðsins
er mikill, skiptir einhverjum milljónum
þegar upp er staðið. Urtölumenn eru
orðnir fáir en þeim finnst sumum fá-
ránlegt að reisa hús úti í sveit Drottni
til dýrðar. Mér finnst allt í lagi að hið
opinbera komi að einhverjum Ijárfest-
ingum í dreifbýlinu sem skilja eftir sig
verðmæti og atvinnu meðan á bygg-
ingu stendur," segir Arni Jónsson á
Fremstafelli.
Gömlu kirkjunni að Ljósavatni verð-
ur fundinn staður í sýslunni, en ljóst er
að svo fámennur söfnuður rekur aldrei
tvær kirkjur. Hún er á húsfriðunarskrá,
reist 1893. — GG
FR É T TA VIÐTALIÐ
í pottinum var verið aö
ræða aö Framsóknarflokk-
urinn hefur boðaö mið- 1 i
stjórnarfund um næstu
helgi þar scm eitt aðal um-
ræðuefnið er flokksmál. Talið er
víst að á þessum fundi mxrni verða
nokkur naflaskoðun, ekki síst eftir
athyglisverðar yfirlýsmgar Stein-
gríms Hermannssonar í Degi mn
lielgma, en Steingrímur er, cins og
Steingrímur allir fyrrverandi þingmcnn flokks-
Hermannsson. ins, sjálfkrafa i miöstjóm. Þá er
talið að óróinn í flokknum i
Reykjavíkmuni chmig koma tii mnræðu á fundm-
mn, með formlegum eða óformlegum hætti, en scm
kumiugt cr laust mðnnum þar saman á dögunum í
kjölfar vantrauststiliögu frá Óskari Bergssyni á for-
mann FR...
Um fátt er mcira rætt í heita pott-
inum á Akmeyri en nýtt stórt og
mikið ljósaskhti sem skyndilega er
komið á gafl Iistasafnsins í Iista-
gilinu. Skiltið lýsh upp gilið eins
og viti efth að rökkva tekm og eru
mcmi þegar famir að kalla skiltið
„Menningarvitann". Það hefur á
hinn bóginn vakið nokkra furðu að
Listasafnið standi nú í slíkum framkvæmdum, þar
sem ekkert útboð var auglýst og nýlega þurfti að
Iáta safmð fá aukafján'eitingu gagngert tU að þaö
gæti haldið úti starfscmi út árið...
Þá hefur það vakið athygli að eng-
hm bæjarfulltrúa á Akmeyri hefur
gcrt athugasemdir við þessar ham-
kvæindh Qakob Bjömsson sat að
vísu hjá við afgreiðslu málsins í
bæjanáði), sérstaklega sakna pott-
veijar athugasemda frá Oddi Helga
Halldórssyni, sem af mörgum er
talinn samviska þess hluta bæjar-
búa sem ekki eru fastagesth í Listagilinu cða til-
heyra memúngareh'tunni. Oddm Helgi mun hins
vegar vera í erfiðri aðstöðu því það var íyrirtæki
hans sem smíðaöi skiltiö og setti það upp. Því eru
þeir margir sem kjósa að kalla skiltið „Oddvitann"
í staðinn fyrh „meimingarvitaim"...
Umrætt skilti í
Listagiiinu.
Kristín Blöndal
stjómarformaðurLeikslwla
Reykjavíkur
Leikskólar segja upp dvalar-
samningum. Tilaðkoma í veg
fyrír lögsóknforeldra. Erfitt
ástand á 12 af 72 leikskól-
um. Foreldrum brugðið. Leik-
skólastefnan ekki hrunin.
Ófaglærðirfá 70-80
þúsund á mánuði.
Verður að hækka Isnmm umtalsvert
- Af hverju eru leikskólar borgarinnar
famir að segja upp dvalarsamningum?
„Við höfum gert dvalarsamninga við for-
eldra leikskólabarna um hversu Iengi barnið
dvelur dag hvern á lcikskólanum. I þessum
starfsmannavandamálum í 12 af 72 leik-
skólum höfum við þurft að hiðja foreldra að
sækja börnin fyrr, eða halda þeim heima í
einhvefya daga. Þessvegna erum við að segja
upp þessum samningum og biðja fólk að
skrifa undir nýja samninga. Þeir samningar
eru nákvæmlega eins nema að því leyti að
þar er fyrirvari sem kveður á um það að ef
við höfum ekki mannskap til að standa við
þessa samninga, þá gilda þeir ekki. Þetta
ákvæði er sett í samningana til að verja okk-
ur gegn því að hægt sé að lögsækja okkur."
- Af hveiju ættu foreldrar að lögsækja
ykkur að óbreyttu?
„Af því að við erum með undirritaða dval-
arsamninga. Ef við brjótum þessa gagn-
kvæmu samninga og stöndum ekki við okk-
ar hlut, þá getur fólk lögsótt okkur. I flest-
um tilfellum er þetta þó þannig að þetta er
gert í góðri samvinnu við foreldra sem skilja
vel aðstæður okkar. Við erum hinsvegar
búin að kanna þetta hjá okkar lögfræðingi
og í framhaldi af þvf er þetta gert.“
- Veistu hvað þetla snertir mörg böm?
„Þetta er á 12 leikskólum sem hefur þurft
að grípa til þessa ráðs. Eg er ekki alveg með
það á hreinu hvað þctta snertir mörg börn,
þannig að að ég ekki svarað því.“
- Hver liafa verið viðbrögð foreldra?
„Það er greinilegt að fólki er brugðið og
misskilur þetta. Það heldur að verið sé að
stytta tímana varanlega hjá barninu eða eitt-
hvað sh'kt. Það er alls ekki. Heldur aðcins á
meðan þetta ástand stendur yfir. Hinsvegar
höfum við óneitanlega orðið vör við óá-
nægju hjá foreldrum."
- Hvað heldurðu að þetta ástand verði
lengi?
„Eg get ekki svarað því. Við erum alltaf að
leita leiða til að fá starfsfólk og maður von-
ar að það beri einhvern árangur og þetta
ástand verði sem styst. Okkur vantar um 70
manns, en á lcikskólum borgarinnar starfa
um 1700 manns í 1300 stöðugildum.“
- Eru þessir 12 leiltskólar vítt og breitt
utn borgina eða i ákveðnum hverfum?
„Þetta er vítt og breitt um borgina. Reynd-
ar hefur horið svolítið á því að þetta ástand
hefur verið erfiðast í nýju hverfunum í Graf-
arvogi. Þetta ástand er einnig nýtt hjá mörg-
um leikskólastjórum, sem hafa alla tfð verið
með mjög stöðugt starfsfólk en eru að lenda
í |iessu núna.“
- Er ekki leiksliólastefna horgarinnar að
hrynja þegar svona er komið?
„Nei, ég vona að svo sé ekki og lít raunar
ekki svo á. Við sáum auðvitað ekki fyrir
þetta atvinnuástand, auk þess sem það er
ekki eingöngu bundið við leikskólana held-
ur í öllum geirum atvinnulífsins. Sem dæmi
get ég nefnt að sjúkrahúsin eru með l’ullt af
deildum lokuðum vegna starfsmannaskorts.
Þetta ástand á leikskólum kernur illa niður
á foreldrum og líka á atvinnurekendum
vegna Jiess að í sumum tilfellum kemur
þetta í veg fyrir að fólk geti sótt vinnu.“
- Hver eru þessi launakjör sem fælir
fólkfrá leikskólum?
„Þetta eru rosalega lág Iaun sem ófag-
lærðu fólki, sem ekki er með reynslu, stend-
ur til boða. Þetta er eitthvað um 70-80 þús-
und krónur á mánuði fyrir skatta."
- Verður borgin þá ekki að hækka laun-
in?
„Það verður að hækka þessi Iaun umtals-
vert jíegar kjarasamningar verða lausir. Það
blasir við.“ - GRH