Dagur - 10.11.1999, Page 13

Dagur - 10.11.1999, Page 13
T^mT M ÍÐVIKÚD AGVRí 0. NÓ VEMÉ’ÉR 199 9 - 1S GOLF Vantar allt samræmi í dómgæslima hjá okkur Fyrir áttundu umferð- iua í úrvalsdeild karla í handknattleik, sem hefst í kvöld, eru ís- lands- og hikarmeist- arar Aftureldingar í efsta sæti deildarinn- ar með 13 stig, einu stigi meira en Fram, sem er í öðru sætinu. Nýliðar Fylkis og Vík- ings eru í botnsætun- um, Fylkir með ekkert stig og Víkingar með þrjú. Áttunda umferð úrvalsdeildar karla f handknattleik hefst í kvöld með Ieik Aftureldingar og HK að Varmá í Mosfellsbæ. Aft- urelding er nú á toppi deildar- innar með 13 stig, einu stigi meira en Framarar, sem eru í öðru sætinu með 12 stig, en HK í 7. sætinu með 7 stig. Á botni deildarinnar sitja nýliðar Fylkis með ekkert stig og Víkingar eru í næstneðsta sætinu með 3. stig á eftir ÍBV, sem er í þriðja neðsta sætinu með 5 stig. Bilið þar á milli upp í þriðja sætið, þar sem ÍR-ingar sitja með 9 stig, er því ótrúlega stutt og því Ijóst að ekki þarf mikið til að staðan breytist í hverri umferð. Reynsluleysiö heíiir háð okkur Víkingar sem unnu sér sæti í deildinni í fyrra leika á sunnu- daginn gegn Frömurum í Víkinni og ætla sér þar ekkert annað en sigur að sögn Þorbergs Aðal- steinssonar, þjálfara. - En hvað segir Þorbergur um stöðuna hjá st'num mönnum? „Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá okkur á fyrsta ári í deildinni, svo að staðan kemur mér kannski ekki beint á óvart. Það er mikill munur á fyrstu og annarri deild og það liggur fyrir að strákarnir þurfa sinn tíma til að ná áttum. Við erum með ungt lið og höfum fengið til okkar fimm nýja leik- menn, þannig að við þurfum okkar tíma. Þetta verður betra og betra með hverjum leik og með auknu sjálfstrausti á þetta eftir að smella saman. En auðvitað er ég hundsvekktur yfir því að hafa ekki halað inn fleiri stig, þar sem þau hafa í raun verið í boði ef frá eru taldir fyrstu tveir leikirnir gegn KA og Aftureldingu. Strák- arnir hafa sýnt að það býr miklu meira í liðinu og ég tel að við eig- um þó nokkuð inni. Það sem helst hefur orðið okkur að falli er reynsluleysið, sem sést á því hvernig leikirnir hafa þróast hjá okkur. Við vorum til dæmis með gjörunninn leik á móti IR, þar sem við hreinlega hentum sigrin- um frá okkur og töpuðum með tveimur mörkum. Við byrjuðum illa á móti Val, en sóttum stíft á allan leikinn og töpum honum líka með tveimur mörkum og reynar gerðist það sama á móti HK. í Eyjum, þar sem við gerð- um jafntefli, hefðum við átt að ná báðum stigunum miðað við gang mála. Við höfum oft verið að leika mjög vel og skynsamlega, en þess á milli fallið niður á lægsta plan. Það segir okkur að það vantar stöðugleika og reynslu í liðið þannig að þetta verður allt of sveiflukennt. Það þarf líka oft mjög lítið til í jöfnum og spenn- andi leikjum og þá er það einmitt reynslan sem vegur mest. Okkur hefur aðeins í einum leik tekist að halda út í heilar 60 mínútur og það var í sigurleiknum gegn Haukunum í Hafnarfirði. Þar tókst okkar að spila nokkuð villu- lausan Ieik, sem sýnir að strák- arnir geta þetta. Ég er þess vegna bjartsýnn á framhaldið og viss um að við eigum eftir að reyta inn stig.“ Eigum eftir að reyta inn stig - Attu von á að hörð botnbarátta bíði ykkar? „Eins og ég sagði þá er ég viss um að við eigum eftir að reyta Þorbergur segist sáttur við gul og rauð spjöld, sé samræmi í dómgæslunni. inn stig. Stefnan er auðvitað að halda sér í deildinni og ég hef trú á að það takist. Það er enn mikið eftir og við eigum enn eftir fjóra leiki í fyrri umferðinni gegn Fram, Stjörnunni, FH og Fylki, þannig að það er ennþá nóg af stigum í pottinum. Það er mikill hugur í félagsmönnum og starfið í kringum meistaraflolddnn er alltaf að styrkjast. Við leggjum þvf alla áherslu á að halda liðinu í deildinni og að ná upp þeim styrk sem til þarf. Við erum komnir með góðan kjarna ungra leikmanna til að byggja á, en höf- um þó verið óheppnir með meiðsl. Framtíðin er björt hjá fé- laginu og fullt af ungum og efni- legum leikmönnum í yngri flokk- unum. Það er því gífurlega mikil- vægt fýrir okkur að halda liðinu uppi og það ætlum við okkur að gera.“ Allir gera sín mistök - Nú fékkst þú að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Val í 6. umferðinni. Hvað finnst þér um dómgæsluna í vetur? „Nánast undartekningarlaust finnst mér við hafa farið illa út úr dómgæslunni í vetur. Mér finnst einhvern veginn að dómarar beri allt of mikla virðingu fyrir þeim liðum sem hafa meiri reynslu í deildinni og að það bitni á þeim sem eru að reyna að sanna sig. Annað sem ég er mjög ósáttur með, er að það virðist vanta allt samræmi í dómgæsluna hjá okk- ur, leikinn út í gegn. I raun er mér alveg sama hvernig menn túlka reglurnar, ef það er eitt- hvað samræmi í hlutunum. Auð- vitað er það misjafnt eftir dóm- arapörum, hvernig menn túlka þær, en það er alveg óþolandi þegar dómarar eru að skipta um áherslur í miðjum leik. Við þjálf- ararnir þurfum auðvitað að und- irbúa liðið jafnt gagnvart leik- reglunum eins og andstæðingun- um og þess vegna verður að vera samræmi í hlutunum. Það er ekki hægt að banna eitt í fyrri hálfleik og Ieyfa það svo í þeim seinni. Allir gera sín mistök, bæði þjálfarar og leikmenn og af hverju ekki líka dómararnir. Það er ekki það sem ég er að gagn- rýna, heldur heildarmyndina á dómgæslunni. Mér finnst að dómararnir þurfi að skoða sín mál og skapa sér einhverja línu. Pörin verða líka að samhæfa og undirbúa sig betur íy'rir leikina. Við eigum góða dómara og þess vegna er hægt að gera betur með bættum vinnubrögðum. Svo framarlega sem samræmi er í dómgæslunni, þá er ég sáttur þrátt fyrir gul og rauð spjöld.“ Þetta er þræljafot - Hvað viltu segja um stöðuna í deildinni? „Mér líst bara vel á stöðuna í deildinni og augljóst að allt getur gerst. Þetta er þræljafnt og mikl- ar svcillur á milli leikja hjá liðun- um. IR-ingar töpuðu til dæmis með níu mörkum úti í Eyjum og vinna svo KA með þremur mörk- um í næsta leik. Þar á undan höfðu þeir svo gert jafntefli við Aftureldingu. Það er því mikið um óvænt úrslit og ég á von á að það haldi áfram að verða. Það er samt ekkert að marka stöðuna fýrr en eftir fyrri umferðina og þá sjá menn betur hvernig landið liggur.“ - Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í deildinni? „Ætli það sé ekki helst góð staða Framara. Þeir hafa l’ó styrkt sitt lið gríðarlega þannig að það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart. Einnig kemur slæm byrjun Stjörnunnar nokkuð á óvart og einnig staða Eyja- manna. Þeir eru ennþá langt frá sínu besta og hljóta að fara vinna leiki á heimavelli, eins og þeir eru vanir. Annars er mjög erfitt að spá í spilin ennþá þar sem sveiflurnar eru þetta rniklar.11 Ætlum okkur að vinna Fram - Hverju viltu spá um úrslit næstu umferðar? „Ef við tökum fýrst Ieik Aftur- eldingar og HK í kvöld, þá er ég viss um að Afturelding vinnur þann leik nokkuð örugglega. KA ætti svo að vera öruggt með sigur gegn Fylki fyrir norðan á föstu- daginn og ég tippa á sigur ÍBV gegn Val í Eyjum. Á laugardaginn ættu IR-ingar að taka Haukana á heimavelli í Breiðholtinu og ég hallast svo frekar að sigri Stjörn- unnar á FH-ingum í Kaplakrika. Við ætlum svo auðvitað að vinna Fram í Víkinni á sunnudaginn, annað kemur ekki til greina." Úrslit leikja Víkings í vetur: Víkingur - KA 17-27 Víkingur-UMFA 24-29 ÍBV - Víkingur 28-28 Víkingur-IR 24-26 Haukar - Víkingur 24-25 Víkingur - Valur 28-30 HK - Víkingur 25-22 8. umferð hefst í kvöld: Kl. 20.00 UMFA - HK Föstud. 12. nóv. KI. 20.00 KA - Fylkir Kl. 20.00 ÍBV - Valur Laugard. 13. nóv. Kl. 16.30 ÍR - Haukar Sunnud. 14. nóv. Kl. 20.00 FH - Stjarnan Kl. 20.00 Víkingur - Fram Hermann í liði vxkiumar Hermann Hreiðarsson fær mik- ið hrós í norskum og enskum blöðum fyrir ÍTammistöðu sína eftir að hann gekk í raðir Wimbledon. Hann er, ásamt þremur félögum sínum, Kenny Cunningham, John Hartson og Marcus Gayle, í liði vikunnar eftir leiki helgarinnar. Nú velta knattspyrnuspekingarnir því fyr- ir sér hvort Drillo-vörnin eigi allt í einu framtíð fyrir sér í Englandi. Þegar Norðmaðurinn kom til Wimbledon áttu þessir sömu spekingar ekki til orð yfir heimskuna í eigendum liðsins að flytja þennan úrelta og brjál- aða prófessor til landsins. Drillo segist bara stilla liði sínu upp í samræmi við þann mannskap sem hann hefur. Markmiðið er að ná í stig fýrir liðið. Smicer frá í mánuð Loksins þegar fór að létta til á Anfield Road, eftir að flestir Ieikmanna Liverpool eru komnir á skrið eftir mikla meiðslahrinu, verður Tékkinn Vladimir Smicer að taka sér mánaðar frí vegna meiðsla. Smicher haltraði af velli á laugardaginn, í sigur- leiknum gegn Derby, eftir að hafa tognað. Reyndar hefur Tékkinn verið meiddur síðan hann kom til Liverpool í sumar og því var aðeins tfmaspursmál hvenær hann þyrfti að taka sér frí. Olsen Olsen bestur Þar kom að því að Norðmaður- inn, Egil „Drillo" Olsen, þjálfari Wimbledon, ávann sér virðing- arvott ensku pressunnar. Dag- hlaðið Daily Mail kaus „DriIIo" þjáifara umferðarinnar eftir að Wimbledon svæfði Leeds og skoraði sfðan tvö mörk gegn engu. Reyndar hældu breskir fjölmiðlar Olsen og Wimhledon fyrir frammistöðu sína á sunnu- daginn og þjálfarinn svaraði með því að viðurkenna að þetta hafi verið besti leikur liðsins í haust. „Leikmennirnir eru lhrn- ir að skilja til hvers er ætlast af þeim og ef þeir gera það getum við unnið hvaða lið sem er í úr- valsdeildinni," sagði Egil Olsen. Roy Keaue skammar Umted Flest bendir nú til þess að Roy Keane yfirgefi Manchester United í vor. Hann kemur að lokuðum dyrum á skrifstofum stórliðsins þegar hann setur fram launakröfur sínar, sem eru rúmlega tvöfalt hærri en launin sem hann hefur í dag. Keane er mjög óánægður með framkomu forráðamanna United og segir að launastefna þeirra eigi eftir að eyðileggja fyrir liðinu í fram- tíðinni. Það verði ekki sam- keppnisfært í kapphlaupinu um bestu knattspyrnumennina, ef þeir tími ekki að borga þeim sanngjörn Iaun. Núverandi Iaun írans eru rúmlega fjórar milljón- ir á viku. Hann krefst tæplega níu milljóna fyrir þjónustu sína í framtíðinni. Það eru laun sem bæði Real Madrid og Lazio eru tilhúin að borga honum. I Englandi er litið á launakröfur hans sem Irafár. - GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.