Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 8
8-FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 SD^T FRETTASKYRING Ógeðfellt fjarhætl HAKALDUR INGÓLFSSON „Ekkert réttlætir söfnímarkassana" segja ílutningsmenn fnunvarps. Minnkað aðgengi dregur úr áhættumii, segja SÁÁ menn. Kollvarpar rekstri Rauða kross íslands ef óheimilt verður að reka söfnun- arkassa. Fyrirvariiiii skammur. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri hreyfíngarinnar - græns framboðs er fyrsti flutningsmað- ur frumvarps til laga um brottfall laga númer 73/1994 um söfnun- arkassa og frumvarps til laga um breytingu á lögum um Happ- drætti Háskóla Islands. Með öðr- um orðum: Lagt er til að banna rekstur svokallaðra söfnunar- kassa. Frumvarpið er nú endur- flutt en flutningsmenn ásamt Og- mundi eru Árni Gunnarsson, Gísli S. Einarsson, Pétur H. Blöndal og Sverrir Hermannsson. Lagt er til að breytingin taki gildi strax 1. janúar 2000. Sú umræða sem fram fór í þjóðfélaginu og á Alþingi þegar lögin um söfnunarkassa voru sett verður ekki rifj'uð upp í smáatrið- um hér. Þá tókust á sjónarmið um eðlilega fjáröflun félaga sem hefðu „góðan málstað" - eins og hjálparstarf hverskonar eða hús- byggingar í Háskólanum. Spurt var um siðferðilegan grunn þess að slík félög eða stofnanir högn- uðust á eymd þeirra sem haldnir væru spilafíkn. I kringum þá um- ræðu alla óskaði stjórn Happ- drættis Háskóla Islands eftir sið- ferðilegri úttekt Siðfræðistofnun- ar Háskólans en stofnunin taldi rétt að fá mann utan Háskólans til að gera úttektina. Dr. Kristján Kristjánsson, prófessor við Há- skólann á Akureyri, var fenginn til að .vinna úttektina og í fram- haldinu þótti ekki ástæða 'til stefnubreytingar af hálfu HHI. 1,9 milljaroar í fyrra Umræðan um siðferðigrundvöll- inn er aftur komin á flug en að hinu er líka að hyggja, hvaða leið- ir til dæmis Rauði Kross Islands hefur í staðinn til fjáröflunar. I svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Ogmundar um það hverju söfnunarkassar og happdrættis- vélar hafi skilað Islenskum söfn- unarkössum og Háskóla Islands á árinu 1998 kemur fram að heild- arinnkoma vegna Islenskra söfn- unarkassa 1998 var 1.133 millj- ónir króna og 584 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Sam- svarandi tölur hjá Happdrætti Háskólans eru 757 milljónir króna í fyrra og 486 milljónir á fyrra helmingi þessa árs. Innkom- an nettó, það er þegar tillit hefur Söfnunarkassar eru umdeildir. Ögmundur Jónasson viil ásamt fleirum banna rekstur söfnunarkassa og í greinargerð með frumvarpi er talað um „fjárhættuspil af ógt framhjá því að þetta getur haft sfnar afleiðingar en samt ber að hafa það í huga að langflestir, bæði hérlendis og erlendis, eru að spila sér til skemmtunar og ána leggja góðu málefni lið," segir aftur á móti Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. verið tekið til vinninga og kostn- aðar báru íslenskir söfnunarkass- ar 834 milljónir króna úr býtum í fyrra og 432 milljónir á fyrri hluta þessa árs, samanborið við 235 milljónir króna hjá HHI í fyrra og 150 milljónir á fyrstu sex mánuð- um þessa árs. Því má ljóst vera að hér er um verulegar upphæðir að ræða. yantar reglugerðina I greinargerð með frumvarpinu er minnt á að þegar lögin um ís- lenska söfnunarkassa voru til af- greiðslu á Alþingi hafi þingmenn ekki verið á einu máli um ágæti slíkrar fjáröflunar. Hafi stuðning- ur við lagasetninguna byggst á góðum málstað þeirra sem eiga og reka kassana. Þá er bent á í greinargerðinni að í lögunum sé ákvæði um að dómsmálaráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um ýmislegt sem söfnunarkass- ana varðar. „Engin reglugerð hefur hins vegar verið sett um framkvæmd laganna, eftirlit er takmarkað og vitað er að börn og unglingar hafa sums staðar aðgang að kössun- um," segir meðal annars í grein- argerðinni. „Þá er það staðreynd að fjöldi fólks hefur ánetjast spilafíkn vegna þeirra og er nú svo komið að miklum fjármunum er varið til að veita meðferð vegna þeirrar ógæfu sem þessi starfsemi hefur kallað yfir fólk. Þessar stað- reyndir blasa við þrátt fyrir vilja þeirra sem kassana reka til að koma í veg fyrir að börn yngri en 16 ára spili í þeim." Ekkert réttlætir kassana Þá kemur fram í greinargerðinni að umsagnir sem bárust þegar frumvarpið var flutt í fyrra skiptið hafi skiptst nokkuð í tvö horn. Andmælendur frumvarpsins hafi allir átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta og hafi bent á að þjóð- þrifastarfsemi á þeirra vegum yrði í fjárþröng ef söfnunarkassar af Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri RKÍ: Frumvarpið myndi í raun koll- varpa ýmsum verkefnum, sem meðal annars eru samningsbundin við stjórnvöld. því tagi sem um ræðir um yrðu ekki leyfðir. Aftur á móti hafi stuðningur við frumvarpið verið mikill hjá þeim sem gleggst sjá af- leiðingar spilafíknar og þeim sem sinna málefnum ungs fólks. „Flutningsmenn frumvarpsins taka undir það að mikilvæg starf- semi samtaka sem sinna slysa- vörnum, björgunarstarfsemi og lækningu áfengissýki má ekki líða fjárskort ef frá þeim eru teknir þeir tekjumöguleikar sem felast í rekstri söfnunarkassa og því er mikilvægt að fundnir verði aðrir tekjustofnar til að fjármagna starfsemi þeirra við samþykkt frumvarpsins. Hins vegar telja flutningsmenn þær hörmungar sem Ijóst er að söfnunarkassarnir hafi í för með sér séu svo afdrifa- rfkar fyrir íslenskt samfélag að ekkert réttlæti tilvist kassanna. I ljósi þess viðhorfs er frumvarp þetta endurflutt." I greinargerð með frumvarpi til breytinga á lögum um Happ- drætti Háskóla Islands kemur fram sú skoðun flutningsmanna að í eðli sínu sé lítill munur á rekstri söfnunarkassa HHÍ og annarra. „Hvort tveggja er fjár- hættuspil af ógeðfelldustu gerð, enda voru margir alþingismenn lítt hrifnir af þessari nýbreytni. Það hefur eflaust ráðið úrslitum um framgang frumvarpanna að afraksturinn skyldi renna til óum- deildra málefna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi starfsemi hefur valdið mörgum manninum mikilli óhamingju þar sem menn hafa ánetjast spilafíkn sem heil- brigðiskerfið verður nú að kljást við í vaxandi mæli," segir meðal annars í greinargerðinni. Kollvaruar Rauða krossinum Sigrún Árnadóttir framkvæmda- stjóri Rauða kross Islands segir frumvarpið í raun myndi koll- varpa Rauða krossinum og þar með ýmsum verkefnum, sem meðal anriars eru samningsbund- Ögmundur Jónasson alþingismaður: Flutningsmenn telja þær hörmungar sem fylgja sófnunarkössunum svo afdrifarikar fyrir fslenskt samfélag að ekkert réttlæti tilvist kassanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.