Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 9
X^MT. .¦Á.f r.*», tuspil? '/ af ógeðfelldustu gerð". - Við horfum ekkert og ánægju, vitandi það li'ka að þeir eru að in við stjórnvöld. Hún segir það ábyrgðarhlut að leggja fram frum- varpið nú og leggja til að það taki gildi strax 1. janúar 2000. „Mér finnst það óábyrgt gagnvart þess- um félögum sem sinna jafn mikil- vægum verkefnum og raun ber vitni. Þeir hafa ekki rætt við okkur um þessi mál, heldur bara slengja þessu fram og svo má það bara ráðast hvernig hlutirnir gerast." Sigrún segir erfitt að grípa upp sfsvona 500 milljónir, en það er nettóafrakstur Rauða krossins á ári. Milli 80 og 90 prósent af tekj- um Rauða kross Islands koma af spilakössunum. Fjölmargar slcyldur RKÍ Sigrún bendir á að Rauði krossinn hafi skuldbindingar við ýmsa hópa, bæði innanlands sem utan, og reksturinn sé eins og hjá hverju öðru fyrirtæki, áætlanir séu gerðar tvö ár fram í tímann. Félagið vinni að sjúkraflutningum, sinni miklum fjölda af geðfötluðum einstakling- um, reki athvarf fyrir börn og ung- linga, haldi uppi nafni Islands varðandi neyðaraðstoð erlendis og þar sé til dæmis búið að gera samninga þrjú ár fram í tímann. „Þannig að það kemur mjög illa við okkur þegar svona tillaga er sett fram með þeim hætti sem þeir gera það. Þeir taka líka þessa einu tegund happdrættis út án þess að hugsa nokkuð um önnur happ- drætti. Mér finnst þetta frekar illa ígrundað frumvarp," segir Sigrún. Hún segir ýmsa af skjólstæðingum Rauða krossins vera óörugga, líða illa og spyrja: „Hvað verður um okkur?" Leysir ekki vaiidann „Ögmundur kemur fram með ýms- ar fullyrðingar sem ekki eru byggð- ar á rannsóknum heldur gripnar héðan og þaðan af sögusögnum," segir Sigrún en bendir á að hún vilji ekki gera lítið úr spilafíkninni, fólk hafi vissulega ánetjast henni. „Það er fyrir hönd þessa fólks sem þeir eru að flytja þetta frumvarp en ég held bara að það leysi ekki vandann. Við horfum ekkert fram- hjá því að þetta getur haft sínar af- leiðingar en samt ber að hafa það í huga að langflestir, bæði hérlendis og erlendis, eru að spila sér til skemmtunar og ánægju, vitandi það Ifka að þeir eru að leggja góðu málefni lið. Við höfum gert mark- aðskannanir sem sýna að yfirgnæf- andi meirihluti fólks spilar í fimm mínútur eða skemur," segir Sigrún og vekur jafnframt athygli á því að Rauði krossinn hefur ekki auglýst sína kassa. „Við vitum það að þessi hætta er fyrir hendi, að það eru einhverjir sem fá spilaáráttu. En það eru ekki bara kassarnir. Það eru ýmis önnur happdrætti hér sem hafa þessi áhrif," segir Sigrún og nefnir með- al annars lottó, getraunir og bingó. „Það er ekki rétta leiðin að banna þetta. Það þarf að vera með fræðslu og forvarnir. Við höfum gert töluvert í þeim efnum en get- um eflaust gert betur." Erfíðara aðgengi minnkar áhættuna Gísli Stefánsson dagskrárstjóri göngudeildar SAA segir rökin fyrir því að banna kassana meðal ann- ars þau að erfiðara aðgengi minnki áhættuna. „Eg held að það sé ekk- ert vafamál að þegar þessir kassar komu fram þá fór þetta vandamál að spretta upp og það er ekkert minnkandi, það vex. Ég held að það græði enginn á þessu, hvorki SAA, Rauði kross íslands eða Há- skólinn," segir Gísli. En hverfur fiknin þó kassarnir fari? „Nei, hún myndi nú ekki gera það en flestir innan SÁÁ eru á því að banna þetta. Það eru kannski skiptar skoðanir því þetta er stór félagsskapur en ég held að lang- flestir séu á því að þetta sé ekki gott." Gísli segir spilafíknina fara eftir svipuðum leiðum og áfengisffkn- ina. Oft þurfi að grípa til þess ráðs að senda fólk í meðferð vegna þess að það ráði hreinlega ekki við sig. „Við sjáum líkamleg fráhvarfsein- kenni eins og svita, skjálfta, mikið eirðarleysi og vanlíðan. Það þarf að meðhöndla það. Meðferðin virðist hafa gefið góða raun. Menn virðast hafa geta nýtt sér meðferð- ina og koma síðan hingað á göngu- deildina og eru í áframhaldandi meðferð," segir Gísli. I framhaldi af meðferð rriæta spilafíklarnir á GA fundi, sem eru sambærilegir AA-fundunum, og eru nú haldnir þrír slíkir fundir á viku. „Það er að koma upp hópur af fólki sem hefur náð sér frá þessu og það er mjög ánægjulegt að sjá það. Við erum líka að ræða það að fjölga stuðningshópum og annað slíkt." Margrét Frímannsdóttir. FRETTIR Vonbrigði Samkvæmt skoðanakönn- un Félagsvís- indastofnunar mælist Sam- fylkingin nú með 16,6% fylgi og hefur tapað um 10 prósentustig- um frá kosn- ingunum í vor. Margrét Frí- mannsdóttir var spurð hverjar hún teldi vera ástæðurnar fyrir þessu: „Ég held að ein af ástæðunum sé sú að þegar þessi skoðana- könnun var gerð lá það ekki endanlega fyrir hvort Samfylk- ingin yrði gerð að formlegum stjórnmálaflokki og allir sem að Samfylkingunni standa, stæðu að þeirri flokksstofnun. Lands- fundur Alþýðubandalagsins var ekki búinn þegar skoðanakönn- unin var gerð. Vissulega er nið- urstaða skoðanakönnunarinnar vonbrigði að fara svona niður en við verðum bara að taka því og bretta upp ermarnar," sagði Margrét. - S.DÓR FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 - 9 Kökubox í öllum stærðum og gerðum Verð frá 295 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 460 3416 • www.husa.is „Eldri ökumenn í umferðinni" Málþing um akstur f eldra fólks..." Ár aldraðra * 1 D a b s j r á ..verður haldið í Asgarði, félagsheimili Félags eldri borgara í Glæsibæ, þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 13:15-17:00 kl. 13:15 Þórhaliur Ólafsson, formaður Umferðarráðs setur málþingið. kl. 13:20 Ávarp dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur. kl. 13:30 Ávarp Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara. kl. 13:35 Aldursskipting íslensku þjóðarinnar. Þróun undanfarinna ára og áætluð fjölgun aldraðra til ársins 2010. Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri manntals- og mannfjöldadeildar Hagstofu Islands. kl. 13:55 Heilbrigðiseftirlit með öldruðum - hvaða heilsufarsleg vandamál koma helst í veg fyrir að aldraðir geti ekið bifreið? Heiga Hansdóttir, læknir á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Landakoti. kl. 14:15 „Gott er heilum vagni heim að aka", myndband Umferðarráðs. Aðalleikendur Marinó Þorsteinsson og Sólrún Yngvadóttir. kl. 14:35 Hvernig er hægt að auka öryggi bílstjóra á efri árum og lengja þann tíma sem fólk ekur bifreið með sæmd? Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs og Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Islands. kl. 15:00 Kaffihlé. kl. 15:30 Hvers konar tjónum lenda eldri ökumenn helst í? Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá-Almennra trygginga hf. kl. 15:50 Hvað er erfiðast fyrir aldraða ökumenn að fást við í akstri? Guðmundur Þorsteinsson, ökukennari. kl. 16:10 Sjónarmið eldri bílstjóra: Guðrún S. Jónsdóttir, húsmóðir, sem ekur ennþá bíl. Páll Gíslason læknir, sem er hættur akstri. kl. 16:25 Hver er besta leiðin til að fá aldraða ökumenn, sem ekki eru lengur færir um að aka, %\ til þess að láta af því? Hjördís Jónsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi. j'jil ------------------------------- il:I kl. 16:40 Aldraðir ökumenn - takmarkanir - áhætta , sérstakur kostnaður þegar komið er yfir sjötugt. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. kl. 16:55 Samantekt og málþingsslit: Óli H. Þóróarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. AA málþinglnu standa Félag eldrl borgara I Rcykjavik og nágrennl, _________Landssamband eldri borgara og Umferoarráo.________ Fundarstjóri: Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis. Hreyfing og teygjur: Soffía Stefánsdóttir, íþróttakennari,.' Harmonlkuleikur: Emst F. Backman, (þróttakennari. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kaffiveitingar í boði Sjóvá-Almennra trygginga hf. F>E>B FEIAG ELDRI BORGARA L\ þÚMM«, LANDSSAMBAND ELDRIBORGARA ÍM""' "%. iumferðar \. Iráð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.